Þjóðviljinn - 21.07.1987, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 21.07.1987, Blaðsíða 5
Douglas DC-3, Páll Sveinsson (44 ára gömul) fer Mynd: Ari loftið á flugvellinum (Gunnarsholti.„Flugvélin hefur vissan sjarma og margan flugmanninn dreymir um að fljúga henni,“ sagði Reynir Ólafsson. Við stýrið á Þristinum: Hafsteinn Heiðarsson og Reynir Ólafsson hafa mikla reynslu í áburðarfluginu. Mynd: Ari Landgrœðsla Baráttan stendur enn Þjóðviljinn í áburðarflugi með Páli Sveinssyni á Biskupstungnaafrétti í fyrradag fór Þjóðviljinn í áburðarflug með Páli Sveinssyni, Douglas DC-3, yfir þau iandsvæði sem eru hvað verst leikin af uppblæstri á Suðurlandi. Flug- menn vélarinnar þeir Hafsteinn Heiðarsson og Reynir Ólafsson leiddu okkur fyrir sjónir hvar hin raunverulega barátta við land- eyðinguna stendur sem harðast. Hafsteinn Heiðarsson hefur flogið áburðarflugvélum í 10 ár og gjörþekkir því ástandið vítt og breitt um landið. Reynir Ólafs- son starfar hjá Flugleiðum en flýgur Páli Sveinssyni í sumarfríi sínu. Talsvert er um það að flug- menn Flugleiða sækist eftir því að fljúga Þristinum fyrir Land- græðsluna í sjálfboðaliðsvinnu í sumarfríum sínum. Slíkur er að- dráttarsegull hinnar 44 ára gömlu flugvélar. Þristurinn, eins og flugvélar þessarar gerðar eru oft kallaðar, tekur 4 tonn af áburði. Áburðar- tonnið er verðlagt á um 13000 krónur þannig að í einni ferð er dreift fyrir 52 þúsund krónur. Hún stóð ekki lengi yfir sú stund sem dreifingin fór fram, fjögur tonnin fóru niður á einni til tveimur mínútum. Svarti bletturinn Þegar komið var fram hjá Hvítá í vestur átt mátti sjá þau svæði sem eru hvað verst leikin af uppblæstri á landinu. Gamlir gróðurteigar teygðu sig inn í ör- foka landið og annars staðar mátti sjá daufar gróðurrendur eftir dreifingu Landgræðslunnar á undanförnum árum. Þarna er barist af hörku við að halda gróð- urástandi í horfinu og árangurinn virðist lítill miðað við örfoka landflæmið sem sást allt í kring. Þristurinn tekur 4 tonn af áburði í hverri ferð. Tonnið kost- ar 13000 krónur og í einni ferð því dreift fyrir 52 þús. krónur. Hún stóð ekki lengi yfir sú stund sem áburði var dreift, 4 tonnin fóru niður á 2 mínútum. í sumar stóð Landgræðslan fyrir því að stífla upp tvö af þrem- ur afrennslum Sandvatnsins til að hækka vatnsyfirborð þess. Þegar lækkar í vatninu á sumrin og landsvæðið í kring þornar upp verður til fínn salli sem fýkur upp og sverfur gróðurlendið á Hauka- dalsheiðinni og víðar. Tilgangur með þessum stíflum er að láta vatnið þekja stærra svæði og hjálpa til við að binda eitthvað af fokefnunum. Vatnsskortur einkennir flest erfiðustu foksvæðin og ef mögu- leiki væri á að veita vatni meira um þessi svæði þá gengi betur að ráða við uppblásturinn. Unnið við áburðaráfylllngu á flugvellinum. Viktor Vigfússon, Egill Lárusson, Markús Sigurbjörnsson og Amar Halldórs- son taka á pokunum. Á þessu ári dreifir Landgræðslan um 1600 tonnum af áburði á ýmsum stööum á landinu. Unnið er eftir nýrri landgræðslu- áætlun sem gildir fyrir árin 1987-1991. Mynd: Ari Fýkur suður Af þessu stóra svæði á ofan- verðum Biskupstungnaafrétti og svæðum meðfram Uxahryggja- leið er trúlega mestur hluti þess foks upprunnin sem íbúar við Faxaflóann hafa verið að berja augum að undanförnu. í noro- austan átt eru þau í nær beinni stefnu á höfuðborgarsvæðið. Við flugum nú í austur átt aftur og yfir Efra-Gullfosssvæðið og niður að Gullfossi. Á svæðinu fyrir ofan Gullfoss má sjá mörg ljót rofabörð en við sáum einnig þess merki að Landgræðslan hef- ur verið þar að verki á síðustu árum. Gnúpverjaafrétturinn er mikið betur útlítandi en Biskups- tungnaafrétturinn. Sigrar og fórnir Að horfa yfir hraunin á ofan- verðu Landi og á Rangárvöllum sannfærir mann um að miklir sigrar hafa unnist í landgræðslu á síðustu áratugum.í kringum 1950 var hraunkanturinn á Króka- hrauninu á Rangárvöllum kol- svartur en í dag er hann vel gróinn. Fyrir um það bil 20-25 árum síðan voru svörtu sandarnir á Rangárvöllum áberandi þegar farið var um Rangárþing en núna er þeir að mestu leyti grónir upp. Umhverfi Gunnarsholts var allt sandauðn fyrir 60 árum en nú er þar gras að líta í allar áttir. Þeir sem minnast svo mikilla Þriðjudagur 21. júlí 1987 ÞJÓÐVIUINN - SÍÐA 5

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.