Þjóðviljinn - 21.07.1987, Blaðsíða 16

Þjóðviljinn - 21.07.1987, Blaðsíða 16
Aðalsími 681333 Kvöldsími 681348 Helgarsími 681663 þJÓOVIUINN Þrlðjudagur 21. júlí 1987 156. tölublað 52. örgangur :^/LEON AÐ FARSCLLI SKÓLACÖNCU 0 SAMVINNUBANKI ÍSLANDS HF. Barnsfœðingar Júlíbamabylgja Kristín Tómasdóttir, yfirljósmóðir Landspítala: Stefnir í rúmlega 200fœðingar íReykjavík og nágrenni íþessum mánuði. 90fleirifœðingaríárená sama tíma í fyrra. Júlí vinsæll barneignamánuður að sem af er árinu eru fæðing- ar á Stór-Reykjavíkursvæð- inu um 90 fleiri en á sama tíma í fyrra, eða 1244 í stað 1154 fæð- inga í fyrra. I Rcykjavík og nær- sveitum hafa fæðst 153 börn það sem af er mánuðinum, sem er nokkru meira en í fyrra. - Á þessum tíma árs hefur oft verið mjög mikið um barnsfæð- ingar. Júlí 1984 sló reyndar öll met. Það sem af er þessum mán- uði hefur óneitanlega verið mikið um fæðingar og mun meira en á sama tíma í fyrra, sagði Kristín Tómasdóttir, yfirljósmóðir á Landspítala, en hún sagðist reikna með því að fæðingar í þessum mánuði færu nokkuð yfir 200. - Það er útlit fyrir að það verði ekkert lát á fæðingum það sem eftir lifir af júlí og fram í næsta mánuð. Hjá okkur eru skráðar „Ég vareiginlega búinn aðafskrifa þessadúfu. Ég sendi hanaí kappflugfrá tíma að fljúga frá Reykjahlíð við Mývatn í Breiðholtið I Reykjavík, eða að Hrauneyjarfossi og þá skilaði hún sér ekki heim en ég fókk hana þó aftur. En meðaltali 1100 metra á klst. Már hefur haldið dúfur síðan hann var 9 ára og hún stóð sig mjög vel núna,“ sagði Már Halldórsson 14 ára og eigandi bréfdúf- segir hann veg sinna dúfna fara snöggtum vaxandi í bréfdúfukeppnum sem unnar, sem sigraði í bréfdúfurallinu um helgina, en dúfa Más var 4 og hálfan þessari. j Texti RK Mynd E.OI. Fáskrúðsfjörður/ Breiðdalsvík Meðalverð fra Hafnarfirði Samningar um fiskverð náðust um helgina. 15-20% hœkkun., Fiskverð rœðst af meðalverði á Fiskmarðaðinum í Hafnarfirði, sem er nýmæli Um helgina náðist samkomulag á milli sjómanna og fisk- kaupenda á Fáskrúðsfirði og á Breiðdalsvík um fiskverð. í aðal- atriðum eru þessir samningar eins. Meðalhækkunin á fiskverð- inu er um 15-20%. Athygli vekur í þessum samningum báðum að flskverðið er miðað við það með- alverð sem fæst hverju sinni á Fiskmarkaðinum h/f í Hafnar- flrði. Samningarnir gilda til 24. ágúst næstkomandi og eru upp- segjanlegir með viku fyrirvara. Að sögn Heimis Hávarðar- Neytendasamtökin Gegn sköttunum Neytendasamtökin leggjast gegn flestum sköttum nýju stjórnarinnar Neytendasamtökin mótmæla harðlega væntanlegum 10% söluskatti á ákveðnar matvörur sem hlutfallslega kemur verst nið- ur á þeim sem lægst launin hafa og eykur jafnframt þann mun enn frekar sem er á verði matvöru hér og er í nágrannalöndum okkar, sem nógur er fyrir, segir í frétt frá Neytendasamtökunum. Ennfremur mótmæla samtökin kílóskatti sem ákveðið hefur ver- ið að leggja á bifreiðaeigendur sem sé í eðli sínu órökréttur og óréttlátur skattur, og stuðli ekki að hagkvæmni í bifreiðainn- kaupum né heldur í rekstri þeirra. Þá mótmæla Neytendasam- tökin auknu kjamfóðurgjaldi sem ákveðið var í efna- hagsráðstöfunum ríkisstjórnar- innar. Hækkun þessi mun leiða til verðhækkunar á ýmsum land- búnaðarafurðum og er auk þess gróf mismunun milli búgreina þar sem það leggst þyngst á alifugla- og svínaafurðir. grh sonar, framkvæmdastjóra Hrað- frystihúss Breiðdælinga var talið raunhæfara að miða fiskverðið við fiskmarkaðinn í Hafnarfirði fremur en þann í Reykjavík, þar sem meira magn fer um þann fyrrnefnda. í báðum þessum samningum eru ákvæði þess efnis sem miða að því að koma með betra hráefni til lands, svo sem hvernig ganga á frá fiskinum við ísun í kassa, röðun, þunga í kassa og fleira í þeim dúr. Ef þessum skilyrðum er ekki fullnægt að mati kaupenda er greitt fyrir hann sem lausan fisk sem er um 90% af markaðsverði. Miðað við aðra fiskverðssamn- inga sem gerðir hafa verið að undanförnu milli sjómanna og fiskkaupenda allt í kringum landið er meðaltals hækkunin mjög svipuð því sem gert hefur verið, en nýmælin eru fyrst og fremst í því að miða við meðal- verð sem er hverju sinni á Fisk- markaðinum í Hafnarfirði. grh yfir 200 konur sem eiga von á sér út ágústmánuð. Það hefur ekki verið svona mikið að gera hjá okkur síðan 1984, sagði Kristín Tómasdóttir. Að sögn Kristínar Tómasdótt- ur, hafa fæðingar verið flestar yfir sumarmánuðina síðustu árin. Júlí hefur yfirleitt verið metmánuður. í fyrra voru fæðingar þó flestar í ágúst í fyrra, en í júlí næstu tvö árin á undan. - Ætli að skýringin á því að bameignir eru mun tíðari yfir sumarmánuði, sé ekki sú að fólki finnist sumartíminn heppilegri en aðrir árstímar. Fólk vill geta ver- ið með hvítvoðungana úti við og geta stflað bameignir uppá sumarfrín, til að geta notið lengur samvista við bömin, sagði Kristín Tómasdóttir. -RK Skák Skjur í Þórshöfn Margeir og Helgi með Hansen í öðru sæti. Héðinn þarfhálfan vinningí dag. Tapá Filippseyjum r Íslcnsku keppendurnir í iands- liSsflokki á Norðurlandamót- inu I Þórshöfn eru að rétta við eftir frcmur slaka frammistöðu í upphafí móts. í níundu umferð- inni í gær unnu þeir Margeir, Helgi og Jón L. skákir sínar og eru þeir fyrrnefndu hálfum vinn- ingi frá fyrsta sæti. Helgi vann Schneider, Margeir vann Ziska og Jón L. vann Tiss- dal, allir nokkuð ömgglega. Hansen og Máki gerðu jafntefli, einnig Wedberg og Valkesalmi, Mortensen vann Ostenstad. Mortensen er efstur með 6V2 vinning, og næstir em Helgi, Margeir og Hansen með 6 vinn- inga. Næstur þeim er Máki með 5 vinninga. Jón L. er með 3‘/2 vinn- ing. I meistaraflokki er hinn 83 ára gamli Svíi Lundin efstur ásamt Tómasi Bjarnasyni, og næstir koma Amar Þorsteinsson, Ró- bert Harðarson og Nolsöe frá Færeyjum með 4Vi. í almennum flokki er Ægir Páll Friðbertsson efstur ásamt Einar Lorentzen. Þröstur Þórhallsson og Hannes Hlífar Steingrímsson töpuðu í gær skákum sínum í annarri um- ferð á heimsmeistaramóti ung- linga undir 20 ára á Filippseyjum, en unnu báðir fyrstu skákir sínar. Ekki var teflt í Puerto Rico í gær, en með jafntefli í síðustu umferð í dag er heimsmeistaratit- ill í höfn hjá Héðni Steingrímssyni á heimsmeistara- móti bama 10-12 ára. -m

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.