Þjóðviljinn - 22.07.1987, Qupperneq 1
Miðvikudagur 22. júlí 1987 157. tölublað 52. árgangur
Vextir
Jóhanna andvíg hækkun
Jóhanna Sigurðardóttir: Aðrar leiðir en hœkkun vaxta af spariskírteinum verðifarnar
að hiýtur að verða skoðað
hvort það sé rétt að fara þá
leið að hækka vexti af spariskír-
teinum ríkissjóðs. Sú leið til
fjármögnunar ríkissjóðshallans
er neyðarúrræði og það þarf að
reyna að finna aðrar leiðir. Það
er hins vegar ríkisstjórnin sem
tekur ákvörðun um leiðina en
ekki ég ein, sagði Jóhanna Sig-
urðardóttir félagsmálaráðherra,
en allar líkur eru á að hækkun
vaxta af spariskírteinum ríkis-
sjóðs hafl áhrif til hækkunar
vaxta af húsnæðislánum.
í lögum um Húsnæðisstofnun
er gert ráð fyrir að stofnunin
semji við lífeyrissjóðina til
tveggja ára í senn, en vegna
óvissu um vaxtahækkanir á al-
mennum fjármagnsmarkaði,
munu lífeyrissjóðirnir, að sögn
Hrafns Magnússonar fram-
kvæmdastjóra SAL, óska eftir
endurskoðun á samkomulaginu.
Hrafn sagði að forsendurnar sem
gengið hefði verið út frá þegar að
samkomulagið var gert væru
brostnar, en þá var gert ráð fyrir
því að vextir á almennum fjár-
magnsmarkaði myndu lækka.
Húsnæðisstofnun hefur tekið
ián frá Iífeyrissjóðunum á 6 1/2%
vöxtum og lánað út með niður-
greiddum vöxtum, eða 3,5%.
Hækki vextir af spariskírteinum
ríkissjóðs um 1-2% eins og rætt
hefur verið um, er ljóst að líf-
eyrissjóðirnir munu hækka sína
vexti til Húsnæðisstofnunar.
Mestar líkur eru á að sú hækkun
muni leiða til hækkunar vaxta af
húsnæðislánum, því svigrúmið til
aukinnar niðurgreiðslu úr ríkis-
sjóði og fjármögnun af eigin fé
Húsnæðisstofnunar er lítið. Sé
gert ráð fyrir 2% hækkun vaxta
mun greiðslubyrði lántakenda
aukast um 30%.
Ákvörðun um vaxtamál ríkis-
skuldabréfa verður væntanlega
tekin á næsta ríkisstjórnarfundi
sem verður næsta þriðjudag en
fundur sem átti að vera í gær féll
niður. Ljóst er að ríkisstjórnin
mun eiga í miklum erfiðleikum
með að ná samkomulagi um þá
leið sem farin verður, en Jón
Baldvin Hannibalsson fjármála-
ráðherra hefur gefið til kynna að
verið sé að íhuga möguleikann á
því að fella vaxtahækkanir alfarið
niður. Ólíklegt er þó að sú leiðin
verði ofaná en fyrirsjáanlegt er
að á næsta ríkisstjórnarfundi
muni Jóhanna Sigurðardóttir
leggja alla áherslu á að leitað
verði annarra leiða til fjármögn-
unar ríkissjóðshallans en með
hækkun vaxta af spariskírteinum
ríkissjóðs.
- K.Ól.
Náttúra
Surtsey
kólnar
Fita
Allí jafhhollt
Rannsóknir benda til að plöntu-
olíur séu manninum engu
hliðhollari en dýrafíta, og raunar
hvortveggja fítan jafnholl eða
óholl, -óæskileg sé fyrst og fremst
ofneysla tiltekinnar fæðutegund-
ar. „Með öðrum orðum: allt er
hollt í hófí og óhollt í óhófí,“ eins-
og Ólafur Sigurðsson matvæla-
fræðingur segir í grein í Þjóðvilj-
anum f dag.
Mettuð fita og kólesteról úr
dýrafitu geta sem kunnugt er
valdið hjarta- og æðasjúkdóm-
um, en nýlegar rannsóknir benda
til að ofneysla plöntufitu sé ekki
síður skaðleg.
„Það hlýtur því að teljast vafa-
söm hegðan,“ segir Ólafur, „þeg-
ar auglýsendur hefja herferðir
með fullyrðingum um prósentu-
tölur og holla fitu annarsvegar og
óholla fitu hinsvegar, eins og
önnur sé hættuleg einstaklingn-
um en hin ekki.“
Sjá síðu 5
Blaut lending í Sursey. Eftir siglingu frá Heimaey með Sóma, báti Slysavarnafélagsins var síðasti spölurinn farinn í litlum gúmmibát. F.v. Bjami, Sveinn Jakobsson
leiðangursstjóri og Jóhann Helgason toga bátinn upp f sandinn, meðan Helga Túlinfus stendur í viðbragðsstellingu í flæðarmálinu. A leið í land eru Ingvar f
glæsilegu stökki frá borði, AnnaLísa serr.virðist hafamisstfótannaog lestina rekur Vilhjálmur Knudsen, kvikmyndatökumaður. Mynd: Arný Erla Sveinbjörnsdóttir.
Níu manna leiðangur fór fyrir
skömmu á vegum Jarð -
fræðafélags íslands í stutta könn -
unarferð í Surtsey undir forystu
Sveins Jakobssonar, jarðfræð-
ings.
Ferðin var farin til að kanna
aðstæður í Surtsey, en reglu-
bundnar skoðunarferðir eru fam-
ar í eyna til að fylgj ast meðal ann-
ars með framvindu gróðurs í
eynni, auk þess sem hiti er mæld-
ur reglulega.
Meðal þess sem markvert var í
þessari stuttu ferð Jarðfræðafé -
lagsins voru einmitt hitamæhng-
arnar, en í fyrra mældist mesti
hiti. Þetta mun stafa af því að
innskot úr iðrum jarðar fara
kólnandi en þessi mikli hiti mæl-
ist vegna áhrifa þeirra.
-ÖS
Stór dagur í skákinni í gær,
sigur á fjölmörgum vigstöðv-
um íslenskra skákamanna er-
lendis en hæst ber heimsmeistar-
atitil Héðins Steingrímssonar í
móti 10-12 ára í Puerto Rico, en
hann vann í gær síðustu skák sína
gegn Venesúela-manni og stóð
uppi sigurvegari með 9 vinninga
af 10 mögulegum.
Héðinn er fæddur 1975, og hef-
ur áður unnið sér Norðurlanda-
meistaratitla í sínum flokki og
staðið sig vel bæði á skólaskák-
mótum og í almennri keppni.
Hann er sonur Steingríms Bald-
urssonar prófessors og Fríðu Ás-
björnsdóttur, sem fylgdi syni sín-
um utan. -m
Héðinn vann í
síðustu umferðinni
Hvalaviðrœðurnar
Aftur í dag
Verjast allra frétta
Viðræður íslenskra og banda-
rískra stjórnvalda um hval-
veiðar íslendinga hófust í Was-
hington kl. 9 í gærmorgun að
staðartíma, og verður haldið
áfram á sama tíma í dag. Halldór
Ásgrímsson sjávarútvegsráð-
herra átti viðræður við aðstoðar-
ráðherrann Edward Derwinsky
síðdegis I gær, en auk þess rædd-
ust vísindamenn við.
Árni Kolbeinsson ráðuneytis-
stjóri í sjávarútvegsráðuneyting
og einn íslensku nefndarmann-
anna varðist allra frétta af við-
ræðunum í gær. Ámi sagði þessar
viðræður hafa verið hreinskilnar,
en vildi ekki tjá sig um efni
þeirra.
-gg
Skák
Héðinn heimsmeistari