Þjóðviljinn - 05.08.1987, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 05.08.1987, Blaðsíða 2
■■SPURNINGIN"1" Hvert fórst þú um versl- unarmannahelgina? Hjálmar Snorrason afgreiðslumaður Ég fór á fyllerí í Húsafelli. Ég er frá Húsavík og kom bara suður til að fara í Húsafell. Það var ágætt, svona hæfilega gaman. Valborg Salóme Ingólfs- dóttir skrifstofublók Ég fór á Laugavatn og þennan klassíska túristahring, Gullfoss og Geysi; og gerði allt þetta klassíska sem fólk gerir í tjaldúti- legu. Hagaði mér voða vel líka. Málfríöur Gísladóttir talsímamær Ég fór á Laugavatn með fjöl- skyldu minni og vinum. Það var æðislega gaman, við fórum á bát og í gufu og svo drakk ég svolítið hvítvín. Birna Bragadóttir sendill hjá Davíð Ég fór í Skaftafell og var alveg ofsalega heilbrigð, gekk og gekk. Tvo kílómetra fyrsta daginn, 30 næsta dag og 6 þann síðasta. Bragðaði ekki brennivín. Erlingur Karlsson kennari Ég fór að Geysi og Gullfossi og það var mjög gaman, ég hafði ekki komið þangað fyrr. Einnig fór ég í Bláa lónið. Ég lét mér sem sagt nægja skoðunarferðir um nágrennið í stað þess að fara í útilegu. En ég saknaði þess að hafa engan fótbolta um helgina. FRÉTTIR Aðstæður kannaðar fyrir kertafleytinguna í kvöld. F.v. Sigrún Jónsdóttir, Friðarhreyfingu íslenskra kvenna Guðrún Alda Harðardóttir, Friðarhópi fóstra, Ingibjörg Haraldsdóttir, Samtökum herstöðvaandstæðinga oq Siqurhan’na Siqurjóns- dóttir, Friðarhópi fóstra. M M ' I Aldrei aftur Hírósíma Kertumfleytt á Tjörninni í kvöld til að minnast þess að 42 ár eru liðinfrá kjarnorkuárásinni á Japan ístríðslok í kvöld, klukkan 23.03 að ís- lenskum tíma, eru nákvæmlega 42 ár liðin frá því að kjarnorku- sprengju var varpað á japönsku borgina Hírósíma. Islenskar friðarhreyfingar minnast þessa atburðar með því að efna til kert- afleytingar á Tjörninni í kvöld. A minnisvarða í Hírósíma má nú lesa nöfn liðlega 113 þúsund manna sem fórust þegar tortím- ingin æddi yfir borgina. Margir íbúanna reyndu að flýja hana með því að kasta sér logandi í fljótið sem rennur um borgina. Því minnast Japanir þessa at- burðar með því að fleyta logandi kertum á vatni á þeirri stundu er sprengjan féll. Þessi siður hefur breiðst út um heiminn, og því efna íslenskar friðarhreyfingar til kertafleyting- ar á Reykjavíkurtjörn í kvöld. Safnast verður saman við Tjörn- ina klukkan 22.30. Kerti verða til SÖlu. uc Prestskosningar Nafnleyndin hæpin Biskupsritari: Spurning hvort nafnleynd er lögleg. Ráðu- neytisstjóri: Erfitt fyrir sóknina að nýta rétt til almennrar prestskosningar ef nafnleynd er haldið Mýafstaðin prestskosning í Hjallaprestakalli hefur vakið upp spurningar um framkvæmd hinna nýju laga um kjör presta. Hjallaprestakall er ný sókn í Kópavogi, og samkvæmt frétta- tilkynningu dómprófastsins í Reykjavík, þá voru fjórir sem sóttu um stöðuna, en séra Krist- ján Einar Þorvarðarson, 29 ára gamall, varð fyrir valinu á kjör- mannafundi, sem skipaður var 16 af 18 mönnum í stjórn og vara- stjórn sóknarnefndar. Dómpróf- astsembættið gætir hins vegar nafnleyndar um hina umsækj- endurna, að því er virðist til að vernda þá gegn illu umtaii og þeirri niðurlægingu sem í því er fólgin fyrir prest, „að honum hafi verið hafnað, þar sem hann vildi vera, en heimasöfnuðurinn yrði að „sitja uppi með hann“, þar sem aðrir vildu hann ekki“, eins og segir í fréttatilkynningu dóm- prófastsins í Reykjavík, Ólafs Skúlasonar. Jafnframt segir í fréttatilkynningunni að sami háttur verði hafður á í prestskjöri til Hólabrekkukalls, sem fram fór 30. júlí sl. Þótt það sé ekki tekið fram í fréttatilkynningu dómpróf- astsins, þá tekur kjör kjörnefnd- ar ekki gildi samkvæmt lögunum fyrr en 7 dagar eru liðnir frá kjör- fundi. Á þeim tíma geta 25% sóknarbarna krafist þess að efnt verði til almennrar prestskosn- ingar. Sú spurning vaknar hins vegar, hvernig sóknarbörn eiga að taka afstöðu til þess, hvort þessum rétti skuli beitt, þegar nafnleynd hvílir yfir öðrum um- sækjendum um starfið. Við lögðum þessa spurningu fyrir Þorstein Geirsson, ráðu- neytisstjóra í dóms- og kirkju- málaráðuneytinu: - Þið eruð ekki einir um að velta þessu fyrir ykkur, sagði Þor- steinn Geirsson. Ég hef fengið þær upplýsingar frá biskupsstofu, að það sé bréf á leiðinni til okkar þaðan, þar sem óskað sé álits ráðuneytisins á framkvæmd nýju laganna um prestskosningu. Ég tel rétt að Biskupsstofa fái að heyra álit okkar áður en við ger- um það opinbert, en það ætti að geta orðið á morgun. Þegar við spurðum ráðuneytis- stjórann hvort hann teldi það eðlilegt, eins og fram kemur í til- kynningu dómprófastsins, að láta sem prestskjörið sé þegar afgreitt mál, þá sagðist hann ekki vilja tjá sig um málið, en hins vegar sagð- ist hann viðurkenna að erfitt væri fyrir sóknarbörnin að sjá hvernig hægt væri að nýta sér réttinn til almennra prestskosninga við þessar aðstæður. Spurning hvort hún stenst lagalega - Það er spurning hvort nafn- leyndin stenst gagnvart lögunum, sagði Magnús Guðjónsson bisk- upsritari, þegar við bárum málið undir hann. - Dómprófastur hefur tjáð okkur að hann hafi haft þann háttinn á, að þeir sem vildu fá upplýsingar um aðra umsækjend- ur hjá honum hefðu fyrst verið spurðir, hvort þeir væru í við- komandi sókn. Hafi svarið verið játandi hafi þeir fengið að vita nöfn hinna umsækjendanna um starfið, annars ekki. Bisk- upsritari sagði að dómprófastur væri hér að reyna á anda nýju laganna um prestskosningar, sem miðuðu að því að koma í veg fyrir hnýtingar á milli sóknarbarna. Það er hins vegar spurning hvort nafnleyndin stenst gagnvart lög- unum, og við höfum borið þá fyr- irspurn undir ráðuneytið, sagði Magnús. Aðspurður um hvort eðlilegt væri að tilkynna niðurstöðu kjör- mannafundar án þess að geta þess frests sem sóknin hefur til að fara fram á almenna kosningu sagði biskupsritari að kjör presta færi þannig fram að eftir kjörfund bæri dómprófasti að bíða í viku án þess að aðhafast nokkuð. Að sjö dögum liðnum bæri honum að senda Biskupsstofu afrit af gjörð- abók kjörmannafundar og síðan skrifaði Biskupsstofa til ráð- herra, sem setti prestinn endan- lega í starfið. Biskupsritari sagði að í Hjall- aprestakalli þyrfti undirskrift um 1000 manna til þess að fara fram á almenna prestskosningu, og þurfa undirskriftirnar að vera komnar til dómprófasts fyrir miðnætti í kvöld, þegar áfrýjun- arfresturinn verður útrunninn. Að lokum skal þess getið að Þjóðviljinn hefur frétt að auk Kristjáns Einars Þorvarðarsonar hafi eftirtaldir prestar sótt um Hjallaprestakall: Séra Kristján Björnsson, vígður 1987, séra Torfi Hjaltalín, starfandi prestur á Þingeyri og Guðmundur Örn Ragnarsson, sem hefur 10 ára reynslu af prestsstarfi og starfar nú sem farprestur. Ekki tókst að ná sambandi við séra Ólaf Skúlason vegna þessa máis í gær. -ólg.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.