Þjóðviljinn - 05.08.1987, Blaðsíða 3
Erfingjar Stefáns
Jónssonar rithöfundar og Önnu
Aradóttur hafa gefið Hvítársíðu-
hreppi hálft bókasafn þeirra
hjóna ásamt peningagjöf, 325
þúsund krónum, til frekari bóka-
kaupa og til að búa sem best að
safninu. í fréttatilkynningu frá
Eyjólfi Andréssyni oddvita eru
gefendunum færðar bestu þakkir
fyrir kærkomna gjöf.
Guðmundur
Magnússon
hefur verið ráðinn aðstoðarmað-
ur Birgis ísleifs Gunnarssonar
menntamálaráðherra. Guð-
mundur er 31 árs, hefur lagt
stund á sagnfræði og verið blað-
amaður á Morgunblaðinu í þrjú
ár.
747 þjáðust
í júní af kvefi, hálsbólgu, lungna-
kvefi og viðlíka í Reykjavík og ná-
grenni samkvæmt skýrslu frá
borgarlækni. 58 leituðu læknis
vegnaþvagrásarbólgu, 50 vegna
iðrakvefs, 44 voru með lungna-
bólgu, 33 með hettusótt, 10 með
flensu. Níu manns töldust með
lúsasmit, þarmeðtalin flatlús, sjö
höfðu fengið lekanda, sjö þjáðust
af skarlatssótt, sex höfðu kíg-
hósta, þrír maurakláða, þrír voru
með hlaupabólu og tveir fengu
matareitrun. Reykvíkingar og ná-
grannar þeirra voru hinsvegar
með öllu lausir við rauða hunda í
júní, enginn fékk mislinga og ein-
kirningasótt herjaði ekki á höfuð-
borgarsvæðinu.
Frakklandsfarar
verða að gjöra svo vel að fá
vegabréfsáritun áður en þeir
leggja í hann. Utanríkisráðuneyt-
ið minnir á þetta að gefnu tilefni í
fréttatilkynningu, og bendir á að
áritun fæst alls ekki á landamær-
astöðvum eða flugvöllum, heldur
einungis í frönskum sendiráðum,
og tekur um það bil þrjá daga að
afgreiða hana. íslensk sendiráð
ytra geta ekkert aðstoðað við
þetta, segir ráðuneytið. Franska
sendiráðið í Reykjavík er á Tún-
götu 22, opið virka dagafrá 13.30
til 17, sil vous plait.
Péturs megin
er hugtak sem á Húsavík er not-
að yfir bæði hægri og vinstri,
segir í nýjasta Víkurblaði, sem nú
fagnar átta ára afmæli. Fyrir
nokkrum árum fór bíll útaf vegin-
um við Gerðibrekku á Tjörnesi og
valt. Tveir farþegar voru í bílnum
og þegar sá í aftursætinu var að
segja slysasöguna var hann
spurður hvorum megin vegar bíll-
inn hefði farið útaf. „Nú, hann fór
útaf Pétursmegin," hefur Víkur-
blaðið eftir sögumanni, en svo
vildi til að ökumaðurinn hét Pétur
Aðalgeirsson og farþeginn í
framsætinu Pétur Jónsson. „Síð-
an hefur þetta verið orðtæki hér,“
segir blaðið, „en óskiljanlegt
flestum, og einkum notað um þá
menn sem eru á báðum áttum, til
að mynda í pólitík."
FRÉTTIR__________
Grindavík
Kapalkerfi fyrir gervihnetti
að sem við höfum fyrst og
fremst í huga með lagningu
kapalkerfls hér í Grindavík er
möguleikinn á móttöku efnis
beint frá gervihnöttum. Undir-
tektir bæjarbúa hafa til þessa ver-
ið mjög góðar og munum við
skoða þetta mál með það fyrir
hendi að geta byrjað nauðsyn-
legar framkvæmdir strax á næsta
vori, segir Agústa Gísladóttir í
Grindávík, í samtali við Þjóðvilj-
ann.
Að sögn Ágústu voru það íbú-
ar í austurhluta Grindavíkur sem
fyrstir hreyfðu við hugmyndinni
að sérstöku kapalkerfi, sem
grafið yrði í jörðu og þar með
yrðu engin frekari not af allskyns
útvarps- og sjónvarpsloftnetum í
bænum. Móttökustöðin yrði svo
á þeim stað í bænum sem bestu
skilyrðin væru. Hefur verið haft
samband við fyrirtæki Kapal-
tækni h/f sem hefur þegar sent frá
sér greinargerð um málið og
sagði Ágústa að samkvæmt henni
væru möguleikarnir sem kapal-
kerfið byði uppá næstum ótelj-
andi og ef þetta yrði að veruleika,
þá mundi það hafa í för með sér
algjöra byltingu í upplýsinga-
streymi inn á hvert heimili í
Grindavík.
„Við höfum gert kostnaðará-
ætlun í grófum dráttum um hvað
þetta kæmi til með að kosta fyrir
hvert heimili og samkvæmt henni
yrði kostnaðurinn eitthvað um 50
þúsund krónur, sem mörgum
fínnst æðimikið. En til móts við
þá gerum við okkur vonir um að
hægt yrði að greiða kostnaðinn
með afborgunum, þannig að fjár-
útlátin yrðu ekki eins mikil í einu.
Einnig þurfumvið að ná samning-
um um afnotarétt á efni frá gervi-
hnöttunum, og mér skilst að það
sé ekkert mál. En svona kapal-
kerfi, eins og við hugsum okkur
það, er framtíðin. Að heyra og
sjá það sem er að gerast í sam-
tímanum, beint og milliliða-
laust,“ sagði Ágústa Gísladóttir
að lokum.
grh
Sumarháskólinn
Sumamiót
á Hvanneyri
Þátttakendur eru um 170 og
eru Danirnir fjölmennastir.
Einnig er nokkuð margt um
manninn frá Finnlandi, en íslend-
ingarnir hefðu mátt vera mun
fleiri, sagði Ragnheiður Ragnars-
dóttir, sem á sæti í stjórn Nor-
ræna Sumarháskólans, en sumar-
mót skólans er að þessu sinni
haldið á Hvanneyri. Mótið var
sett á laugardag, en það mun
standa til 8. ágúst.
Norræni Sumarháskólinn var
stofnaður af Norðurlandaráði
árið 1951 með það að markmiði
að auka tengsl á milli Norður-
landabúa, sem fást við hverskyns
fræðagrúsk. Skólinn er frábrugð-
inn öðrum skólum að því leytinu
til að hann er opinn öllum.
Þungamiöjan í starfsemi
skólans eru vinnuhópar sem
starfa árið um kring. Núna eru
starfandi 150 hópar í 21 borg víðs-
vegar um Norðurlöndin. Áhersla
er lögð á að starfið sé þverfaglegt
og að það samtvinni fræði-
mennsku og verksvit á viðkom-
andi sviði. Viðfangsefnin eru
breytileg, en hverju verkefni er
sinnt að meðaltali ( þrjú ár.
Á meðal þeirra umræðuefna
sem í gangi eru má nefna þróun-
arleiðir í þriðja heiminum, tækni-
þróun og félagslegar afleiðingar
hennar, vistfræði, ferðalög og
frítíma og tíðaranda.
Sumarmót Norræna Sumarhá-
skólans var síðast haldið hér á
landi árið 1979 á Laugarvatni.
-rk
íslenska
Skjót
viðbrögð
r
Eg hef þegar farið þess á leit við
Póst & Síma í Hafnarfirði að
fella niður enska textann í sím-
svaranum okkar, vegna kvartana
sem okkur hafa borist vegna
þessa. En dagurinn í gær var sá
fyrsti sem símsvarinn var í notk-
un til að tilkynna viðskiptavinum
okkar um breytt símanúmer
fyrirtækisins, segir Hrafnhildur
Jóhannesdóttir, sölu- og markaðs-
stjóri Sápugerðarinnar Frigg í
Hafnarfirði.
Nokkrir lesendur Þjóðviljans
kvörtuðu yfir þeirri ósvinnu að
enskur texti væri talaður inn á
símsvara Sápugerðarinnar Frigg
á undan íslenska textanum. Að
sögn Hrafnhildar var þetta gert
fyrst og fremst vegna erlendra
viðskiptavina sem hringja oft á
tíðum í fyrirtækið. í því sambandi
var talið best að hafa enskuna á
undan þar sem þeir mundu ella
leggja strax á ef símsvarinn svar-
aði þeim á íslensku. -grh.
Hressir sigurvegarar. Hljómsveitin „Ný Dönsk“ úr Menntaskólanum við Hamrahlíð vann hljómsveitakeppnina á
Húsafelli, og hér er sigri fagnað: Danni, Beggi, Bjössi, Einar, Valli og Óli. Sautján sveitir tóku þátt, og var „Blátt áfram“ í
öðru sæti og „Hvass" í þriðja. „Ný dönsk“ var stofnuðfyrir þremur mánuðum, og má búast við plötu frá henni á næstunni;
verðlaunin á Húsafelli voru upptökutími fyrir tvö lög í Sýrlandi, hljóðveri Stuðmanna, og myndbandsupptaka með öðru
laganna. (Mynd: Ari)
Fjórðungssjúkrahúsið Akureyri
Eldur í loftræstikerfi
Kviknaði í loftræstikerfi Fjórðungssjúkrahússins á Akureyri.
Skemmdir á fimm deildum sjúkrahússins
Laust eftir kl. fimm í gærdag
var slökkviliðið kallað að
Fjórðungssjúkrahúsinu á Akur-
eyri en þar hafði eldur komið upp
í þaki við inntak loftræstistokka á
nýrri álmu sjúkrahússins.
Reykur fór um loftræstikerfið
inn á allar deildir í þessum hluta
byggingarinnar en þar eru geð-
deild, gjörgæsludeild, skurð-
stofa, háls- nef- og eyrnadeild og
göngudeild. Þar sem eldurinn
kom upp eftir kl. 5 var enginn á
skurðstofu og göngudeild en tveir
sjúklingar voru fluttir af gjör-
gæsludeild.
Slökkvistarf gekk vel en þó
þurfti að rífa töluvert frá í þakinu
að sögn Gísla Lórenzsonar var-
aslökkviliðsstjóra. Orsakir elds-
ins voru enn ókunnar þegar blað-
ið fór í prentun, en rannsóknarlö-
greglan á Akureyri, slökkviliðið
og fulltrúi frá Brunamálastofnun
sem af tilviljun var á ferð á Akur-
eyri, voru strax farnir að vinna að
rannsókn eldsupptakanna.
Skemmdir urðu nokkrar á
deildunum fímm, fyrst og fremst
af völdum reyks og vatns sem
kom niður um loftræstikerfíð við
slökkvistarfið og því fyrirsjáan-
legt að einhver röskun verður á
starfsemi þessara deilda á næstu
dögum.
-yk.
Harnbjargsviti
Allt blátt af berjum
að hefur nú farið minna fyrir
ferðamönnum í sumar en ég
átti von á. Hingað hafa komið,
það sem af er sumri, eitthvað um
60 manns. Annars er voða erfitt
að henda reiður á því hversu
mikið af fólki kemur hingað, því
það labbar hérna framhjá oft á
tíðum án þess að maður verði
nokkuð var við það, segir Ólafur
Þ. Jónsson, vitavörður á Horn-
bjargsvita í samtali við Þjóðvilj-
ann.
Að sögn Ólafs er gott útlit fyrir
berjasprettu í sumar. Þarna fyrir
norðan er allt að verða blátt af
berjum. Nýbúið er að kveikja á
vitanum og var það gert 1. ágúst
síðastliðinn. En frá 15. maí og
þangað til er slökkt á honum.
Góður hópur var í heimsókn hjá
Ólafi fyrir skömmu. Var það
hópur kennara frá Hafnarfirði
með Geir Gunnarsson þingmann
í broddi fylkingar. Þeir sem
leggja leið sína til Látravíkur, þar
sem vitinn er, fara að öllu jöfnu
úr Hornvíkinni og ganga Al-
menningaskarð, en einnig kemur
það fyrir, oftar en einu sinni, að
kunnugir fara Kýrskarðið, úr
Hornvíkinni og yfir í Látravíkina.
Yfir sumartímann sér
vatnsaflsstöð um að útvega raf-
magnið, en um leið og fer að
frysta er skipt yfir á díselrafstöð.
Það er vitaskipið Árvakur, sem
sér um að koma með nauðsyn-
lega orkugjafa fyrir hana, en á
mánaðarfresti kemur varðskip
með vistir fyrir mannfólkið.
„Maður er hér uppfullur af vít-
amínum. Gnógt er hér af fjalla-
grösum sem ég sýð og nota í súp-
ur. Annars er ekki mikið um að
vera af skiljanlegum ástæðum,
hér á Hornbjargsvita, annað en
að taka veður á þriggja tíma fresti
og hugsa um sjálfan sig,“ sagði
Ólafur Þ. Jónsson, vitavörður.
-grh
Miövlkudagur 5. ágúst 1987,ÞJÓÐVILJINN - SlÐA 3