Þjóðviljinn - 05.08.1987, Blaðsíða 14

Þjóðviljinn - 05.08.1987, Blaðsíða 14
3. deild Enn sigrar Fylkir Fylkir heidur áfram sigur- göngu sinni í A-riðli 3. deildar og með slíku áframhaldi er sæti í 2. deild nokkuð öruggt. Nokkrir leikir voru í 3. deild nú fyrir skömmu og gerðist þar fátt óvænt. Fylkismenn sigraðu Grindvík- inga, 2-1. Baldur Bjarnason og Hilmar Árnason skoruðu mörk Fylkis, en Ragnar Eðvarðsson skoraði mark Grindavíkur. Stjarnan fylgir fast á hæla Fylk- is með sigri gegn Njarðvík, 3-0. Ragnar Gíslason, Árni Sveinsson og Jón Árnason skoraðu mörk Stjörnunnar. Afturelding sigraði Reyni, 2-1. Lárus Jónsson og Óskar Óskars- son skoruðu mörk Aftureldingar, en ívar Guðmundsson minnkaði muninn fyrir Reyni. Það er mikil spenna í neðri hluta deildarinnar. Leiknir sigr- aði Hauka, 4-1. Sævar Gunnleifs- son skoraði tvö marka Leiknis og þeir Jóhann Viðarsson og Konr- áð Árnason eitt mark hvor. Arn- ar Hilmarsson skoraði mark Hauka. Staöan í A-riöli 3. deildar: Fylkir..........12 10 2 0 34-7 32 Stjarnan........12 10 0 2 37-12 30 Reynir..........12 7 1 4 28-19 22 Afturelding.....12 6 1 5 23-19 19 (K..............11 6 1 4 22-18 19 Grindavík.......12 5 2 5 20-16 17 Leiknir.........12 3 4 5 16-12 13 Haukar..........12 3 0 9 14-26 9 Njarðvik........12 2 2 8 12-20 8 Skallagrímur... 11 0 1 10 5-52 1 Jafnt í toppslag Tvö af toppliðunum í B- riðlinum, Tindastóll og Þróttur skildu jöfn, 2-2, í hörkuleik. Guðbrandur Guðbrandsson skoraði bæði mörk Tindastóls og Ólafur Viggósson bæði mörk Þróttar. Staðan í B-riðli: Tindastóll.........8 6 2 0 22-6 20 Magni..............8 5 3 0 15-6 18 Þróttur............8 5 1 2 20-8 16 Sindri.............7 3 0 4 8-13 9 HSÞ.b..............6 2 0 4 6-13 6 Reynir.............7 1 1 5 8-20 4 Austri.............8 0 1 7 5-18 1 Markahæstir: Óskar Óskarsson. Aftureldingu...14 SteindórElísson, IK.............13 IvarGuðmundsson, ReyniS.........13 Valdimar Kristófersson, Stjörnunni.... 10 Eyjólfur Sverrisson, Tindastól.....9 Árni Sveinsson, Stjörnunni..........9 -Ibe ★★★★★★★★★★★★★★★★ Það er engin breyting á Stjörnu- liði Þjóðvlljans síðan í 11. umferð. Stjörnulið Þjóðviljans eftir 12. umferðlr, stjörnufjöldi í svigum: Birkir Kristinsson ÍA (11) Birgir Skúlason Völsungi (7) Sævar Jónsson Val (8) Guðni Bergsson Val (10) Guðmundur Valur Sigurðsson Þór (7) Gunnar Oddsson ÍBK (10) Andri Marteinsson KR (9) Halldór Áskelsson Þór (11) Pótur Ormslev Fram (13) Pétur Pétursson KR (11) Jón Grétar Jónsson Val (9) ÍÞRÓTTIR Úlfar Jónsson nýbakaður íslandsmeistari i golfi, annað árið í röð. Landsmótið í golfi Úlfar og Þórdís sigmðu Úlfar Jónsson GK og Þórdís Geirsdóttir GK, sigruðu á Lands- mótinu í golfi sem haidið var á Akureyri um helgina. Úlfar hafði nokkra yfirburði yfir aðra keppendur í meistara- flokki karla. Hann lék af öryggi, byrjaði á því á fyrsta degi að setja vallarmet, 69 högg, en lék næstu daga á 74-74 höggum. Hannes Eyvindsson, GR, sem hafnaði í 2. sæti, var 8 höggum á eftir Úlfari, þrátt fyrir að hafa leikið vel. Hann lék á 75-76 högg- um alla fjóra dagana. Ragnar Ólafsson, GR, hafnaði svo í 3. sæti, einu höggi á eftir Hannesi. í meistaraflokki kvenna var hörð keppni. Þórdís Geirsdóttir, GK, byrjaði frekar illa og lék á 85-86 höggum. Hún náði sér svo á strik tvo síðustu dagana og lék þá mjög vel. Jóhann Ingólfsdóttir GR og Inga Magnúsdóttir G A voru jafn- ar í 2.-3. sæti á 339 höggum, en Jóhanna hafði betur í bráðabana. Það var einnig spennandi keppni í öðrum flokkum og þá sérstaklega í 1. flokki karla. Þar voru þeir efstir ogjafnir Viggó Viggósson GR og Ólafur Skúla- son GR. Viggó hafði svo betur í bráðabana, eftir spennandi keppni. Jónína Pálsdóttir sigraði í 1. flokki kvenna, en Björk Ingvars- dóttir hafnaði í 2. sæti. Hún lék vel alla dagana, nema þriðja dag- inn. Þá fór hún brautina á 107 höggum, en Jónína á 90 og það gerði gæfumuninn. Jóhann Andersen sigraði í 2. flokki karla, þrátt fyrir að hafa ekki náð sér á strik síðasta dag- inn. Ursllt I melstarailokki karla: 1. Úlfar Jónsson, GK...............294 2. Hannes Eyvindsson, GR...........302 3. RagnarÓlafsson, GR..............303 4. Gylfi Kristinsson, GS...........304 5. Magnús Birgisson, GK............305 6. Sigurður Pótursson, GR..........306 7. Sigurður Sigurðsson, GS.........306 8. ArnarM. Ólafsson, GK............307 9. T ryggvi T raustason, GK.......307 Frakkland Hoddle skoraði Monaco og Bordeaux með fullt hús 10.Geir Svansson, GR................308 11 .Páll Ketilsson, GS..............310 12. Ómar Ragnarsson, GL.............311 13. BjörgvinÞorsteinsson, GR........312 14. GuðmundurSveinbjörnsson, GK ...314 15. Jón Karlsson, GR................315 16. GunnarSigurösson,GR.............316 17.SæmundurPálsson, GR..............316 18. GuðmundurArason,GR..............317 19. Peter Salmon, GR................318 20. Guðbjörn Ólafsson, GK............320 Úrsl't I meistaraflokki kvenna: 1. Þórdls Geirsdóttir, GK...........335 2. Jóhanna Ingólfsdóttir, GR........339 3. Inga Magnúsdóttir, GA............339 4. RagnhildurSigurðardóttir, GR....340 5. Kristín Þorvaldsdóttir, GK.......350 6. Kristln Pétursdóttir, GK.........353 7. Karen Sævarsdóttir, GS...........354 8. Kristín Pálsdóttir, GK...........362 9. Ásgerður Sverrisdóttir, GR.......367 10.SjöfnGuðjónsdóttir, G V..........371 11 .Alda Sigurðardóttir, GK.........377 Úrsllt 11. flokkl karla: 1. Viggó Viggósson, GR..............317 2. Ólafur Skúlason, GR...............317 3. Haraldur Ringsted, GA.............318 4. Jón Sigurðsson, GR................320 5. Viöar Þorsteinsson, GA............320 Úrsllt 11. flokkl kvenna: 1. Jónína Pálsdóttir, GR............369 2. Björk Ingvarsdóttir, GK...........376 3. Erla Adolfsdóttir, GG.............385 4. Aðalheiður Jörgensen, GR..........392 5. Guðbjörg Sigurðardóttir, GK.......393 Úrslit I 2. flokki karla: 1. JóhannAndersen.GG................328 2. GuðmundurSigurjónsson, GA........331 3. Rúnar Gíslason, GA................334 4. Tryggvi Ingvason, GS..............338 5. Víðir Bragason, GR................338 -Ibe Punktar úr 12. umferð Jónas Róbertsson, Þór, lék sinn 100. leik í 1. deild í 12. umferð- inni, gegn ÍBK. Þar af hefur hann verið með í 91 leik í röð með Þór í 1. deildinni, eða frá miðju sumri 1981. Halldór Áskelsson varð í leiknum við ÍBK fyrsti leikmaður Þórs til að skora 20 mörk fyrir félagið í 1. deildarkeppninni. Hann bætti reyndar einu við síðar í leiknum. Peter Farrell, ÍBK, skoraði í sama leik 700. markið sem Keflvíkingar gera í deildakeppn- inni, 1. og 2. deild, frá upphafi. Leikurinn endaði 2-2 og ÍBK hefur ekki tekist að sigra Þór í 1. deildarleik á Akureyri síðan árið 1977. KA tapaði sínum fyrsta 1. deildarleik gegn Val í Reykjavík frá árinu 1979. Birkir Kristinsson, íA, lék sinn 50. leik í 1. deild gegn Völsungi. Hann hefur leikið 48 fyrir í A en 2 fyrir KA. Rúnar Kristinsson, KR, skoraði sitt fyrsta 1. deildarmark í leiknum við Fram. KR og Fram hafa nú leikið alls 99 leiki frá upphafi í 1. deildar- keppninni. KR hefur unnið 44, Fram 29, en 26 hafa endað með jafntefli. Grétar Einarsson er marka- hæsti leikmaður Víðis í 1. deild frá upphafi eftir leikinn við FH, hefur skorað 11 mörk alls. Víðir vann þar sinn fyrsta sigur í 1. deildarleik í tæpt ár, eða frá 8. ágúst 1986. í 15 leikjum þar á milli hafði liðið gert 7 jafntefli en tapað 8 sinnum. Friðrik H. Jónsson, FH, lék gegn Víði sinn fyrsta 1. deildar- leik í 7 ár, eða frá 1980. -VS V-Þýskaland Uwe Rahn sá besti Frá Jóni H. Garðarssyni, fréttamanni Þjóðviljans í Vestur-Þýskalandi: Vestur-þýska tímaritið Kickers birti loks nú um heigina úrslit í kosn- ingu um besta leikmann Bundeslig- unnar síðasta keppnistímabil. Uwe Rahn, Gladbach hafði mikla yfirburði og var kjörinn besti leik- maðurinn með 171 stig. Næstur kom Miroslav Okonski, HSV með 92 stig, Jean-Marie Pfaff, Bayern MSichen hafnaði í 3. sæti með 88 stig. Það var svo enginn annar en Har- old Toni Schumacher sem hafnaði í 4. sæti með 48 stig. Næstir voru svo Olaf Thon, Wol- fram Wuttke, Klaus Allofs, Rudi Völler og Lothar Matthaus. Stórliðin í frönsku dcildinni Monaco og Bordeaux halda sínu striki og eru enn með fullt hús. Glenn Hoddle skoraði sitt fyrsta mark fyrir Monaco er þeir sigruðu Le Havre, 2-0. Mark Hoddles kom þremur mínútum fyrir leikslok, en áður hafði Man- uel Amoros skorað fyrir Mon- aco. Bordeaux lagði erkifendurna, Marseille, 2-0. Jean Tigana skoraði fyrra mark Bordeaux á 78. mínútu og Jean-Marc Ferreri bætti öðru marki við rétt fyrir leikslok. Marseille er nú meðal botnliðanna, eftir að hafa tapað gegn stórliðunum tveimur. Toulouse tapaði sínum fyrsta leik er þeir mættu Paris Saint Germain. Parisarliðið sigraði, 2- 0. Jean-Francois Charbonnier skoraði annað mark PSG, en hitt var sjálfsmark. Nýliðarnir, Niort, Montpellier og Cannes hefa komið sér fyrir um miðja deild og hafa staðið sig betur en flestir áttu von á. Úrslit í frönsku deildinni: Bordeaux-Marseille..............2-0 Monaco-Le Havre.................2-0 ParisSG-Toulouse................2-0 Laval-RC Paris..................1-1 Lille-Metz......................1 -o Niort-Montpellier...............1-0 Toulon-Auxerre...................0-0 * Brest-Nice.................. ...o-1 St.Etienne-Nantes................1-1 Cannes-Lens......................2-1 -Ibe/Reuter England Everton bvrjar vel Everton byrjar kcppnistíma- bilið vel í Englandi og um helgina sigruðu þeir Coventry í keppn- inni um Góðgerðarskjöldinn, 1- 0. Það var Wayne Clarke sem skoraði sigurmarkið á 43. mín- útu, eftir sendingu frá Trevor Steven. Coventry sótti af kappi það sem eftir var leiksins án þess að ná að jafna. Það byrjar því vel hjá hinum nýja framkvæmdastjóra Evert- on, Colin Harvey. Hann gat ekki stillt upp sínu besta liði sökum meiðsla. Lykilmenn í liði Evert- on, s.s. Ian Snodin, Pat Van den Hauwe, Neville Southall og Adrian Heath léku ekki með. David Speedie lék sinn fyrsta ieik með Coventry og skapaði oft hættu í vöm Everton. Coventry lék á Cyrille Regis sefn er meiddur. Áhorfendur voru 88.000 og meirihluti þeirra á bandi Covent- ry, sem lék mjög vel, án þess þó að takast að sigra. -ibe/Reuter 14 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN' Mlðvlkudagur 5. ágúst 1987

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.