Þjóðviljinn - 05.08.1987, Blaðsíða 6
sinnar tegundar með skýringum á
íslensku.
Ásgeir las orðabækur sér til
fróðleiks, mundi orðin og merk-
ingar þeirra. Pað fór líka svo að
hann varð einn fróðasti, ef ekki
fróðastur manna um íslenskan
orðaforða að fornu og nýju. Við
sem höfum fengist við orðabæk-
ur, þykjumst hafa töluverða
þjálfun í að muna orð og merk-
ingar, en engan veit ég hafa stað-
ið Ásgeiri á sporði í þeim efnum.
Þess varð ég áþreifanlega var í
samstarfi við hann um endur-
skoðun á Orðabók Menningar-
sjóðs sem kom út 1983. Ef Ásgeir
hefði fengið að ráða, hefði sú út-
gáfa dregist enn um hríð - og
bókin orðið betri.
Þetta var í samræmi við eðli
hans og kröfur um vönduð vinnu-
brögð. Sumum gat þótt hann
óþarflega kröfuharður um
fullkomnun verks, þótt hann vissi
að því verkstigi yrði ekki náð. En
ég skildi sjónarmið hans á þessa
leið: „Menn eiga að vera kröfu-
harðir um verk, en mildir í dóm-
um um menn.“ Hann var ljúfur
og hjálpsamur ef til hans var
leitað, en reiddist ef honum þóttu
menn bregðast skyldu sinni við
réttiætið eða náungann, hver sem
átti í hlut.
Þess var áður getið að síðustu
kröftum sínum varði Ásgeir til að
semja orðsifjabók, þar sem
skýrður er uppruni og skyldleiki
íslenskra orða. Þrem vikum fyrir
andlátið sendi hann mér bréf og
bað mig aðstoðar við að finna
hugsanlegar heimildir um tvö fá-
tíð orð. Árangur af leit minni var
lítill, og ef til vill var þetta bara
aðferð hans að kveðja. En starfið
að íslenskum málvísindum held-
ur áfram þótt einn hinn liðtækasti
í flokki íslenskra málfræðinga sé
fallinn í valinn, þrotinn að heilsu
og kröftum.
Ásgeir var tvíkvæntur. Fyrri
kona hans var Sigríður Sigur-
hjartardóttir frá Siglufirði og
eignuðust þau þrjá syni. Þau voru
meðal frumbýlinga Kópavogs-
kaupstaðar, en svo dó Sigríður
frá börnunum ungum 1951.
Yngsta barnið fór þá í fóstur hjá
móðurfólki sínu, en Ásgeir hélt
heimili með eldri drengjunum,
fyrri árin oftast með ráðskonu.
Um tveim áratugum síðar
kvæntist hann Njólu Jónsdóttur
frá Stokkseyri og fluttist til
Reykjavíkur þar sem þau áttu fal-
Iegt heimili og hann naut sín vel
við störf meðan heilsa leyfði.
Að leiðarlokum er svo mitt að
þakka góða viðkynningu og
trausta samvinnu.
Arni Böðvarsson
Ásgeir Blöndal Magnússon var
fæddur 2. nóvember 1909 að
Tungu í Auðkúluhreppi í Arnar-
firði. Foreldrar hans voru Hall-
dóra Friðriksdóttir ljósmóðir og
Magnús Sigurðsson verkamaður
og sjómaður. í frumbernsku Ás-
geirs fluttust þau að Fögru-
brekku, grasbýli hjá Álftamýri,
og síðar, er hann var 11 ára, til
Þingeyrar. Halldóra móðir Ás-
geirs var úr Grímsey, þangað
hafði afi hennar flust úr Norður-
Þingeyjarsýslu en móðuramma
Ásgeirs mun hafa verið af Vík-
ingslækjarætt. Magnús faðir Ás-
geirs var fæddur í grennd við Ól-
afsvík af breiðfirskum og
sunnlenskum ættum.
í Gagnfræðaskóla (Mennta-
skóla) Akureyrar, 2. bekk, settist
Ásgeir 1926, þá á 17. ári, og
stundaði við hann nám í 4 vetur,
en var á sfld á sumrin eða sfldar-
vinnu. Fyrstu beinu kynni sín af
sósíalismanum sagðist hann hafa
haft af lestri Raka jafnaðarstefn-
unnar og fór hann í þann mund að
sækja leshring hjá Einari Olgeirs-
syni, þá kennara við skólann.
Undirbjó Ásgeir ásamt öðrum 1.
maí-göngu á Akureyri 1929, en
eftir hana var honum og öðrum
skólapilti, Eggert Þorbjarnars-
yni, tilkynnt að til stæði að setja
reglugerð um framferði skóla-
pilta út á við. Haustið 1930 birti
Ásgeir ritgerð, „Hreyfing ís-
Ienskrar öreigaæsku”, í Rétti, þá
21 árs gamall og var vikið úr
Menntaskólanum á Akureyri að
tilhlutan menntamálaráðuneytis-
ins, eins og ekki fyrnist.
Ásgeir sótti 3. þing Sambands
ungra jafnaðarmanna á Siglufirði
í september 1930. Sagði hann svo
frá því: ”...fram komu inntöku-
beiðnir frá 8 félögum, félagi á fsa-
firði, í Hnífsdal, á Sauðárkróki, í
Álftafirði, í Glerárþorpi, á Hvít-
árbakka og í Húsavík. Þeim var
meinuð innganga. Leystist þingið
þá upp og fyrrverandi sambands-
stjórn og fylgjendur hennar
gengu af fundi. Félögin á Akur-
eyri og Siglufirði mynduðu þá
ásamt þeim félögum sem synjað
hafði verið um inngöngu nýtt
samband sem seinna hlaut svo
nafnið Samband ungra kommún-
ista ... þessir atburðir juku enn á
spennuna milli hinna róttæku og
hægfara í Alþýðuflokknum. Al-
þýðusambandsþingið þá um
haustið tók svo af skarið.” Og var
Kommúnistaflokkur íslands
stofnaður í Reykjavík í desember
1930 (heima hjá Hauki Björns-
syni).
Fram til 1942 var Ásgeir á síld á
sumrin og vann á veturna verka-
mannavinnu eða fyrir Kommún-
istaflokkinn og síðan Sósíalista-
flokkinn (nema þann vetur er
hann var utanlands). Sumarið
1934 var hann í framboði í alþing-
iskosningunum í Norður-Þing-
eyjaarsýslu fyrir Kommúnista-
flokkinn. Á þessum árum þýddi
hann eða samdi ritgerðir um sósí-
alismann. Hin fyrsta þeirra var
þýðing hans á „Marxisma” Len-
ins, sem kom í Rétti 1931, en
stærst þeirra var bók hans Marx-
isminn sem út kom 1937. Vetur-
inn 1937-1938 var Ásgeir á Ráðst-
jórnarríkjunum við nám við Len-
inháskólann sem Alþjóðasam-
band kommúnista sá um. Hlýddi
hann á kennslu á ensku og þýsku.
Um áratug síðar kom út þýðing
hans á Uppruna fjölskyldunnar
eftir Engels.
Stofnþing Sameiningarflokks
alþýðu - Sósíalistaflokksins, var
haldið 1938 skömmu eftir heim-
skomu Ásgeirs frá Ráðstjórnarr-
íkjunum og fylgdist hann með
störfum þess. Næsta vetur kenndi
hann við nýjan flokksskóla í
Reykjavík ásamt Arnóri Sigur-
jónssyni. Vorið 1939 hélt hann til
Siglufjarðar og staðfesti þar ráð
sitt. Sósíalistar og Alþýðuflokks-
menn höfðu fengið þar meiri-
hluta í bæjarstjórn og ráðið Áka
Jakobsson bæjarstjóra. Var Ás-
geir ráðinn starfsmaður Sósíalist-
afélags Siglufjarðar haustið 1939
og var við það starf (og önnur)
þar til hann tók stúdentspróf ut-
anskóla við Menntaskólann á
Akureyri vorið 1942. Um haustið
var hann í framboði fyrir Sósíal-
istaflokkinn á Seyðisfirði.
Ásgeir hóf nám í íslenskum
fræðum við Háskóla íslands
haustið 1942 og lauk cand.mag.
prófi vorið 1945. Fjallaði lokarit-
gerð hans um forsetningar í ís-
lensku. Ráðinn var hann til
Orðabókar Háskóla íslands 1947
og vann upp frá því við hana, síð-
ustu starfsár sín sem forstöðu-
maður. Af því starfi varð hann
þjóðkunnur og gerði Háskólinn
hann að heiðursdoktor.
Orðabókin átti hug Ásgeirs en
hann starfaði áfram í Sósíalista-
flokknum og Alþýðubandalag-
inu, sótti fundi, þáði kjör í nefnd-
ir, sat þing þeirra og landsfundi.
Á hverju sem gekk bilaði ekki trú
hans á hreyfingunni, fólkinu. Á
störf Kommúnistaflokks íslands
lagði hann svo mat: „Mér finnst
hann hafa áorkað furðu miklu ...
Ég tel t.d. að barátta Kommún-
istaflokksins gegn atvinnuleysinu
á þessum árum hafi verið verka-
lýðshreyfingunni mjög mikils
virði. - Viðbrögð borgaraflokk-
anna gegn kreppunni voru þau að
draga saman seglin í atvinnumál-
um og reyna að lækka kaupið ...
Við þessu reyndum við að sporna
... Það tókst jafnvel að hækka
MINNING
smávegis tímakaup verkafólks
víða um land á þessu tímabili ...
ráðamenn hættu að kljást við
vanda kreppunnar með því einu
að ráðast að launum verkafólks
... Þegar Alþýðuflokkurinn var
stofnaður 1916 var mesti móður-
inn runninn af sósíaldemókrötum
á Norðurlöndum og átti það líka
við fræðslu- og útbreiðslumálin.
Alþýðuflokkurinn sinnti þessum
málum heldur ekki sem skyldi.
Úr þessu reyndum við að bæta
með ýmiss konar útgáfustarfsemi
... Kommúnistaflokkurinn var
mjög virkur ... Og af þessum
framantöldu ástæðum kom það
m.a. í hans hlut öðrum fremur að
ala upp þann kjarna sem verka-
lýðshreyfingin bjó að lengi síð-
an.“
Haraldur Jóhannsson
Ásgeir Blöndal Magnússon var
ráðinn að Orðabók Háskólans á
vordögum 1947 og starfaði þar
síðan um nærfellt aldarþriðjungs
skeið eða til ársloka 1979. Síð-
ustu tvö ár þessa tíma var hann
forstöðumaður Orðabókarinnar.
Alla þá tíð, sem Ásgeir vann við
Orðabókina, var hið daglega við-
fangsefni orðasöfnun: gömul rit
og ný, bækur, blöð og tímarit
voru lesin yfir og orðtekin sem
kallað er, þ.e. úr þeim valin orð í
safn til væníanlegrar orðabókar.
Á upphafsárum stofnunarinnar
voru einnig orðtekin handrit frá
síðari tímum, einkum þau sem
hafa að geyma orðasöfn frá 17. og
fram á 19. öld. Auk þess var farið
að safna orðum úr mæltu máli
þegar starfsmenn Orðabókarinn-
ar tóku að sér þáttinn „íslenskt
mál“ í Ríkisútvarpinu. Af öllu
þessu söfnunarstarfi varð Ásgeir
stórlega fróður um íslenskan
orðaforða og mun vart ofmælt að
hann hafi verið fróðastur manna
á því sviði um okkar daga. En
hann lét sér ekki fróðleikinn
nægja heldur varð honum þekk-
ing sú er hann hafði aflað sér á
þennan hátt tilefni merkilegra
rannsókna á orðsifjum, þ.e. upp-
runa orða, tengslum þeirra inn-
byrðis og skyldleika við önnur
mál. Þessi viðfangsefni voru Ás-
geiri snemma hugleikin og kemur
það glögglega í ljós þegar í fyrstu
málfræðiritsmíðum hans, svo
sem í ritdómi um orðsifjabók
Holthausens (í Arkiv för nordisk
filologi LXV (1950)) og í grein
sem hann skrifaði í Afmælis-
kveðju til Alexanders Jóhannes-
sonar 1953. Þá þegar hafði hann
aflað sér staðgóðrar þekkingar á
íslenskum orðaforða, fornum og
nýjum, og af málfræðilærdómi
sínum var hann fær um að fjalla
um hin margvíslegu álitamál í
þessum efnum á sjálfstæðan hátt.
Árangur þessara orðsifjarann-
sókna kom í ljós með enn eftirm-
innilegri hætti í ítarlegum ritdómi
sem Ásgeir samdi um hina forn-
norrænu orðsifjabók Jan de Vri-
es. Þessi ritdómur birtist í þrennu
lagi, í Skírni CXXXI (1957) og í
tveimur árgöngum tímaritsins
„íslenzk tunga“, í 1. árg. 1959 og
3. árg. 1961-1962. í þessu tímariti
sá Ásgeir um fastan þátt, „Úr fór-
um orðabókarinnar", ásamt Jak-
obi Benediktsson. Síðar átti hann
aðild að svipuðum þætti, „Orð af
orði“, með Guðrúnu Kvaran í
tímaritinu „íslenskt mál“. Þessir
þættir samanstóðu af stuttum
pistlum um einstök orð og byggð-
ust á efni úr útvarpsþáttunum
„íslenskt mál“. Þessi útvarps-
þáttur er kapítuli fyrir sig í sögu
Orðabókar Háskólans. Hann var
sérstakt áhugamál Ásgeirs og ég
hygg að á engan sé hallað þó að
fullyrt sé að á þessum vettvangi
hafi hann staðið öðrum framar.
Honum var einkar lagið að setja
efnið fram á eftirtektarverðan
hátt og flytja það áheyrilega.
Hann sparaði sér enga fyrirhöfn
til að ná sem bestum árangri:
kynnti sér saumaskap, refa-
veiðar, gang í hestum - svo að fátt
eitt sé nefnt - til að geta rætt um
þessa hluti af nokkurri þekkingu
og á eðlilegan hátt svo að hann
næði sem best til fróðleiksfólks í
þessum efnum. Þættir hans voru
hin eftirsóknarverða samvinna
flytjanda og hlustenda og árang-
urinn varð eftir því. Með söfnun-
arstarfinu á þessum vettvangi
hefur hann lagt fram ótrúlegan
skerf en jafnframt jók hann jafnt
og þétt þekkingu sína á orðaforð-
anum og nýtti hana til þeirra
orðsifjarannsókna sem hér hefur
verið getið.
Ég hef fjölyrt hér nokkuð um
orðsifjarannsóknir Ásgeirs og er
það að vonum. Þetta var það svið
íslenskrar málfræði sem hann
sinnti lengst og fyrir ritstörf sín
um þessi efni varð hann þekktur
fræðimaður og virtur innanlands
sem utan. Síðast má svo geta þess
að fyrir nokkrum árum lauk hann
við stórvirki í þessari grein, ís-
lenska orðsifjabók sem honum
auðnaðist að búa til prentunar
áður en hann féll frá.
En Ásgeir sinnti fleiri sviðum
íslensks máls en uppruna orða.
Orðsifjafræðingurinn þarf að
kunna góð skil á hinum ýmsu
greinum málfræðinnar, svo sem
hljóðfræði, hljóðkerfisfræði,
beygingar- og orðmyndunarfræði
og merkingarfræði. Ásgeir hafði
tileinkað sér klassískan lærdóm á
öllum þessum sviðum og með-
fram orðsifjarannsóknum sínum
gerði hann ýmsar athuganir og
rannsóknir, einkum hljóðsögu-
legar, og hefur birt sumt af því.
AUar ritsmíðar Ásgeirs bera
vönduðum vinnubrögðum vitni:
ítarleg efnissöfnun, nákvæm úr-
vinnsla og yfirsýn yfir viðfangs-
efnið. Allt sem hann ritaði, er á
góðu og vönduðu máli, án allrar
tilgerðar í stfl en einlægt með því
lagi að forvitni og áhuga vekur.
Auk málfræðinnar stundaði
Ásgeir ritstörf á öðrum sviðum.
Það er vel kunnugt að hann var
marxískur rithöfundur, frum-
samdi og þýddi rit á því sviði.
Ennfremur þýddi hann önnur
merkileg verk eins og Líf í listum
eftir Stanislavskí og skáldverk
eins og Skipið siglir sinn sjó eftir
Nordahl Grieg. Vonandi verða
aðrir mér fróðari til þess að gera
grein fyrir þessum þætti í ritstörf-
um Ásgeirs.
Ásgeir var tvíkvæntur. Fyrri
kona hans var Sigríður Sigur-
hjartardóttir frá Siglufirði. Þau
eignuðust þrjá sonu, Jóhann
Gunnar múrarameistara, Magn-
ús húsasmíðameistara og Sigurð
tæknifræðing. Sigríður lést langt
um aldur fram frá sonum þeirra
ungum. Seinni kona Ásgeirs er
Njóla Jónsdóttir. Þau stofnuðu
myndarlegt heimili að Meistara-
völlum 35 og bjuggu þar síðan.
Ég sendi Njólu, sonum Ásgeirs
og fjölskyldum þeirra innilegustu
samúðarkveðjur.
Með Ásgeiri er genginn maður
sem gæddur var afburðahæfi-
leikum og hann entist vel. í fari
hans voru stefnufesta og úthald
ríkir þættir. Allt hans líf var stöð-
ug sókn eftir meiri þekkingu.
Þótt hann væri neyddur til að
gera hlé á skólagöngu sinni um
hríð, hætti hann aldrei námi og
þótt hann yrði að láta af embætti
fyrir aldurs sakir, var hann síður
en svo hættur störfum og nú þeg-
ar hann er allur, eigum við von á
merkilegu verki frá hans hendi.
Gunnlaugur Ingólfsson
Þegar maður var að verða rót-
tækur í lok sjöunda áratugarins
var leitað út og suður að fyrir-
myndum, hollráðum, fræðisetn-
ingum, - bæði í tíma og rúmi, og
afraksturinn var stundum öllu
meiri á breiddina en á dýptina.
Sumt af því sem þá rótaðist upp
situr eftir sem einhverskonar
sameiginlegur arfur hinna
óþreyjufullu leitenda, annað
hvarf á ruslahaugana eftir
skamman blómatíma.
Eitt af því sem við stöldruðum
þá við var nafn Ásgeirs Blöndals
Magnússonar, höfundar og þýð-
anda fræðirita um sósíalisma,
mannsins sem stóð svo fast við
sitt að afturhaldið rak hann úr
MA og tafði námsferil hans
þarmeð um áratug, og þrátt fyrir
það sat hann uppí háskóla einn
virtastur íslenskumanna.
Ég kynntist svo Ásgeiri
Blöndal á Orðabók háskólans og
reyndar einnig sem kennara. Við
sátum í sumarvinnu tveir eða þrír
á montnasta og háværasta reki og
höfðum oftar en ekki uppi orð-
ræður af misjöfnu viti um pólitík
og fræði, og stundum sást ekki
betur en Ásgeir legði eyrun við
og krimti í honum. Þegar hann
fékkst til að leggja orð í belg kom
í ljós að hann hafði að sönnu ekki
mikið álit á þeim kenningum sem
þá þóttu ferskastar uppi í vinstri-
mennsku og málfræðum, - en
gjörþekkti þær hinsvegar allar,
og varð stundum minna úr and-
svörum af hálfu hinna yngri
manna en ætla hefði mátt.
Það var lærdómsríkt að vinna
undir leiðsögn Ásgeirs. Hann var
hafsjór þekkingar og brást ljúf-
lega við öllu kvabbi, enda oft
gripið til þess ráðs „að fletta upp í
Ásgeiri“ þegar aðrar leiðir
reyndust árangurslausar. Við
gemlingarnir fundum líka fýrir
því að hér var á ferð vandaður og
nákvæmur fræðimaður, og gat
orðið sérkennilega bálreiður yfir
subbuskap í fræðistörfum, hrist-
ist stundum og skókst og tautaði
Iengi og var síst árennilegur. Sem
kenndi manni að vanda sig, - og
var reyndar í sjálfu sér ákveðin
skemmtun alvörulitlum æskulýð.
Ásgeirs verður sennilega
lengst minnst fyrir það verk sitt
sem enn er ókomið fyrir sjónir
almennings og fræðimanna, orð-
sifjabókina miklu, sem menn eru
að óséðu vissir um að markar
tímamót, enda er þar saman
komið fræðilegt lífsstarf Ásgeirs.
En framlag hans í pólitíkinni á
fyrri árum er ekki síður merki-
legt, í sjálfu sér og sem fordæmi.
Án slíkra manna stæðu vinstri-
menn nú siyppir í grundvallar-
fræðum, og án slíkra manna hefði
aldrei skapast það bandalag al-
þýðu og menntamanna sem hefur
einkennt íslenska vinstrihreyf-
ingu og haft víðtæk áhrif um
samfélagið allt. Samherjar hans
frá fyrri baráttuárum eru flestir
fallnir, en í hreyfingunni stendur
yngri mönnum enn í minni
þrumuræða Ásgeirs á landsfundi
flokksins næstsíðasta eða þar-
áður, ræða sem í rauninni var
manífestó Ásgeirs Blöndals og
vinstrimanna af hanskynslóð. Og
væri kannski betur komið sum-
staðar ef arftakarnir hefðu gáð
skár þeirra ráða.
Ég sá Ásgeir síðast í sumar, í
júníbyrjun. Keflavíkurgangan er
komin uppá Njálsgötu á síðasta
spölnum niðrá Lækjartorg, og
þarna stendur lágvaxinn öldung-
ur í rykfrakka við gamla Þjóðvilj-
ahúsið á Skólavörðustíg 19, og
við heilsumst með handabandi
þegar fararbroddur göngu beygir
við Klapparstíginn.
Nokkrum vikum síðar átti ég
við Ásgeir orðfræðilegt erindi
sem ég vissi að hann gat best
sinnt. Það varð ekki rekið, Ás-
geir Blöndal var kominn á sjúkra-
hús, og hafði gangan gegn her og
fyrir friði verið hans síðasta sjálf-
ráð för.
Ég sendi vandamönnum Ás-
geirs, samstarfsmönnum hans og
samherjum innilegar samúðar-
kveðjur. Mörður Árnason
Útför Ásgeirs Blöndals var gerð frá
Fossvogskapellu í gær, 4. ágúst.
6 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Mlðvikudagur 5. ágúst 1987