Þjóðviljinn - 05.08.1987, Blaðsíða 8

Þjóðviljinn - 05.08.1987, Blaðsíða 8
Veiðileyfi Veiðileyfi í Langavatni. Góð að- staða í húsum og traustir bátar. Einnig er hægt að fá aðstöðulaus veiðileyfi. Nánari upplýsingar gefur Halldór Brynjólfsson í síma 93- 7355. Starfsmann Þjóðviljans vantar litla íbúð. Skilvísum greiðslum og mjög góðri umgengni heitið. Upplýsingar í síma 35236. Sósíalískt neyðarkall Miðaldra komma vantar nú þegar 3-4 herbergja íbúð í 6-12 mánuði. Erum 3 í heimili (á götunni). Fækkið ekki geirfuglunum frekar. Upplýs- ingar í síma 72399, Sigurður. Hefjið námið snemma Einkatímar í ensku og þýsku. 400 kr. klst. Sími 21665 Jón. Saab 99 árgerð 1970 til sölu fyrir lítið. Uppl. í síma 79001. Til sötu IKEA sófi bleikur að lit, 2ja manna. Einnig er til sölu glasaskápur. Uppl. í síma 79001. Baðker Vel með farið baðker til sölu. Sími 41688. Til sölu Mothercare barnavagn, Century barnabílstóll, skrifborð með 4 skúffum, skrifborðsstóll á hjólum með örmum, persneskt teppi, sófa- borðog Hansabarnaskápur. Uppl. í s. 10779. Til sölu Philco þvottavól I góðu standi oa einnig 4ra manna ónotað tjald með himni. Á sama stað óskast ruggu- stóll með háu baki úr bambus eða furu. Sími 11275 á daginn og 34656 á kvöldin. Einnig rúm 1 Ví? breidd. Barnahjól til sölu 16 tommu Winther barnareiðhjól í fullkomnu lagi selst á kr. 3.500.- (nýtt kr. 7.750). Uppl. fást allan fimmtudaginn á kvöldin og um helg- ina i síma 13894. Til sölu Elektrolux ísskápur 1,23 cm á hæð. Verð kr. 3 þús. Hoover ryksuga í góðu lagi, verð kr. 1.000. Rúm frá Lystadún breidd 1,20 cm, verð kr. 3 þús. Sóluð, lítið notuð 13 tommu/ 135 vetrardekk, verð kr. 4 þús. Sími 10518. Ung, reglusöm og áreiðanieg kona óskar eftir litlu iðnaðar- eða lagerhúsnæði. Allt kemur til greina. Skilvísum greiðslum heitið. Uppl. í síma 26945 eftir kl. 19.00. Til sölu 20 m2 gólfteppi - selst ódýrt og 2ja manna svefnsófi. Uppl. í s. 34015 eða 39324. Til sölu góður furusvefnbekkur með 2 skúffum. Selst á kr. 4.500.- Uppl. í s. 27445. Húsnæði óskast Mæðgin vantar 2ja til 3ja herb. íbúð strax eða frá 15. ágúst. Reglusemi og skilvísum greiðslum heitið. Uppl. í s. 52083. Vegna brottflutnings frá sælueyjunni er til sölu: Peugeot 305 GLS ’82 á mjög góðum kjörum, 26” litsjón- varpstæki og svampdýna 1,90x2 m, er með brúnu áklæði. Uppl. í s. 36117 og 672768. Au pair stúlka óskast til Marie Laure De Debant, 6 Rue Denfert, 04100 Manosque, France. Sími 92-873-235. Til sölu góður kassagítar í hörðu boxi og eldavélahelluborð með 2 hellum. Uppl. gefur Auður í vs. 38870 og hs. 24834. Óska eftir að kaupa stól til að setja á barnavagn (helst Mothercare). Sjöfn, sími 689663. Gömui handverkfæri fyrir tré og járn til sölu. Seljast ódýrt. Sími 18648 eftir kl. 17. Þú sem fékkst hjá mér brúnt burðarrúm fyrir ca 2 vikum mátt sækja svunt- una á rúmið. Sími 672601. Óska eftir að kaupa notaða eldavél, helst Rafha kubb. Á sama stað er til sölu Brio tvíbura- kerra. Uppl. í s. 672601. Takið eftir! Skilvís finnandi Á miðvikudag fyrir viku, 29. júlí, tap- aðist brúnt umslag með peningum og 3 undirskrifuðum, óútfylltum ávísunum. Skilvís finnandi vinsam- legast hafðu samband við Olgu í síma 681310 (á daginn) eða 36718 (á kvöldin). m—r Kennarar - kennarar Okkur vantar enn nokkra kennara á Akranes. Við Grundaskóla: Kennara yngri barna, sérkennara og kennara á bókasafn. Upplýsingar veita skólastjóri, Guð- bjartur Hannesson, sími 93-12723 og Ólína Jónsdóttir, yfirkennari, sími 93-11408. Við Brekkulækjarskóia: Sérkennara við deild fjölfatlaðra. Upplýsingar veita yfirkennari, Ingvar Ingvarsson, sími 93- 12820, heimasími 93-13090, og formaður skóla- nefndar, Elísabet Jóhannesdóttir, sími 93-12304. Við aðstoðum við útvegun húsnæðis. Skólanefnd Auglýsing Laus staða Staða skrifstofustjóra í fjármálaráðuneytinu, greiðslu- og eignasviði, er laus til umsóknar. Áskilin er viðskiptafræði-, hagfræði- og/eða lög- fræðimenntun, Umsóknir ásamt upplýsingum um fyrri störf sendistfjármálaráðuneytinu fyrir 20. ágúst 1987. Fjármálaráðuneytið, 31. júlí 1987 Millisvæðamótið í Szirak í Ungverjalandi Jóhann efstur eftir fjóra sigra í röð Úrslit á millisvæðamótinu í Szirak í Ungverjalandi vekja nú æ meiri athygli. Hver umferðin rekur aðra og Jóhann Hjartarson virðist óstöðvandi. Hann byrjaði vel, hafði hlotið 5 vinninga úr sjö skákum, tapaði þá fyrir Ungverj- anum Adorjan en síðan hefur hann allar sínar skákir. Að sögn Elvars Guðmundssonar aðstoð- armanns Jóhanns hefur tafl- mennska skjólstæðingsins verið góð í svo til öllum skákunum nema ef undan er skilin viður- eignin við Adorjan. Jóhann samdi t.d. af sér í fyrstu umferð gegn Portisch og hann hefur unn- ið alla skákmenn undir 2500 Elo- stigum léttilega og þá Ljubo og Christiansen að auki. Aðstæður eru ekki uppá það besta. Þeir fé- lagar hírast í vondum vistarver- um víðsfjarri skákstaðnum og þurfa að eyða góðum parti úr degi í ferðalög. Þá mun maturinn vera nánast óætur að sögn Elvars og það er ekki fyrr en komið er á skákstað að þeir geta fengið al- mennilega máltíð. Þegar þetta er ritað hefur Jóhann 9 vinninga úr 12 skákum og situr að tafli gegn Trois frá Brasilíu. Þá var efsti maður Nunn búinn að gera stutt jafntefli gegn Salov og mögu- leikar á því að Jóhann næði einn efsta sætinu. Sú var skoðun mín fyrir helgar- umferðirnar að ef Jóhann kæmist hjá því að tapa fyrir hinum harð- skeytta Júgóslava Ljubojevic næði hann sæti í áskorendakepp- ninni. Hann vann Mónakómann- inn Todorocevic og síðan hófst baráttan við Ljubojevic. Jóhann hafði svart og vann. Sigurinn þykir mér benda til þess að efsta sætið á mótinu sé ekki víðsfjarri en baráttan er hörð. Nunn virðist ætla að verða þriðji Englendingurinn ásamt þeim Short og Speelman til að ná í gegn. Sovétmennirnir Salov og Beljavskí munu ekki gefa sitt eftir. Salov vann Beljavskí í inn- byrðis uppgjöri og hefndi þar fyrir tapið í einvíginu um Sovét- meistaratitilinn í vor. Lajos Port- isch er gamall refur í baráttunni. Hann hefur komist áfram í áskor- endahópinn úr millisvæðamótum allt frá Amsterdam 1964 þ.e. í Sousse 1967, Mallorca 1970, Petropolis 1973, Biel 1976, Rio 1979, Toluca 1982 og Túnis 1985. Sannarlega einstæður ferill. Fyrir mótið taldi ég Portisch, í skjóli reynslu sinnar af millisvæða- mótum, nánast öruggan með að komast áfram en hann má bæta sig verulega ef árangur á að nást. Enginn er fullkomlega öruggur. Því má búast við feiknarlega spennandi lokaumferðum. Eftir 12 umferðir var staða efstu manna þessi: 1.-2. Jóhann Hjartarson og John Nunn (Eng- landi) 9 v. 3.-4. Beljavskí og Sal- ov (báðir Sovétríkjunum) 8V2 v. 5. Portisch (Ungverjalandi) 8 v. 6. Andersson (Svíþjóð) 7 v. 7. Lju- bojevic (Júgóslavíu) 7 v. Nánast er útilokað að aðrir en þessir eigi möguleika í baráttunni sem framundan er. Lubomir Lju- bojevic á ansi skrykkjóttan feril á millisvæðamótum. Þó hann sé ALÞYÐUBANDALAGK) Sumarhátíð Alþýðubandaiagsins Norðurlandi eystra verður í Bárðardal dagana 7.-9. ágúst. Tjaldað verður við barnaskólann en möguleikar eru á gistingu í svefnpokaplássi eða herbergjum á sumarhóteli sem rekið er í skólanum. Þar er einnig hægt að fá ýmsa aðra þjónustu. Reiknað er með að mótsgestir komi í hlað á föstudag en á laugardag verður dagsferð á rútu (eða rútum) upp á norðanverðan Sprengisand, og verða þá ýmsir markverðir staðir skoðaðir með leiðsögn kunnugra og sögufróðra. Á laugardagskvöld verður svo að venju glatt á hjalla, og á sunnudag, eftir að mótinu lýkur, geta menn skoðað sig um í Bárðardal áður en haldið er heim. Það er mjög brýnt að fólk lótl skró sig til þátttöku, og þeir sem það gera ekki geta ekki treyst á að komast með í laugardagsferðina. Eins þurfa þeir sem vilja gistingu innandyra að panta hana sérstaklega. Athugið: Alþýðubandalagsfólk og stuðningsmenn Alþýðubandalagsins ásamt fjölskyldum er hvatt til að mæta. Gestir úr öðrum kjördæmum og félagar á ferðalagi um norðanvert landið eru boðnir sérstaklega velkomnir. Þátttaka tilkynnist hjá Brynjari og Sigrúnu í síma 22375, hjá Benedikt Bragasyni [ síma 22430, og einnig, frá og með 4. ágúst í síma Norðurlands 21875. Stjórn kjördæmlsróðs óumdeilanlega einn fremsti mót- askákmaður heims hefur honum aldrei tekist að komast áfram. Ævinlega hafa taugarnar sett strik í reikninginn og hann bregst á mikilvægum augnablikum. Is- lendingar fengu að kynnast þess- um tilfinningaríka skákmanni á IBM-mótinu í febrúar þegar allt gekk á afturfótunum. Fyrir tólftu umferðina á laugardaginn varð hann að vinna Jóhann Hjartarson til að eiga verulega möguleika á að komast áfram. Hann hafði hvítt og lagði allt undir. En Jó- hann kom vel undirbúinn til leiks, jafnaði taflið auðveldlega og að lokum hrifsaði hann til sín frumkvæðið: Lubomir Ljubojevic - Jóhann Hjartarson Spænskur leikur 1. e4 e5 2. RO Rc6 3. Bb5 a6 4. Ba4 Rf6 5. 0-0 Be7 6. Hel b5 7. Bb3 d6 8. c3 0-0 9. a4 (Eftirlætisafbrigði Ljubojevic. Venjulega er leikið 9. h3). 9.. .. Bd7 10. d4 h6 11. Rbd2 He8 12. d5 Ra5 13. Bc2 c6 14. b4 Rc4 15. Rxc4 bxc4 16. dxc6 Bxc6 17. De2 (Fyrr í mótinu lék Ljubo 17. Rd2 gegn Beljavskí. Þeir sömdu um jafntefli eftir u.þ.b. 20 leiki). 17. ... Hc8 18. Bd2 Bf8 19. Hadl Bb7 20. Rh4 g6 21. a5 Bg7 22. Rf3 (Síðustu leikir hvíts hafa verið heldur ráðleysislegir og svartur hefur leyst öll sín byrjunarvand- amál). 22.. .. Dc7 23. Be3 d5 24. Bb6 Dc6 25. Rd2 d4! (Ljubojevic kann að hafa van- metið þennan öfluga leik. Svart- ur fórnar peði um stundarsakir en nær því aftur með betri stöðu). 26. cxd4 exd4 27. Bxd4 c3 28. Rfl Rxe4 29. Df3 Rd2! (Það er alveg ljóst að hvítur er lentur í krappri vörn og má hafa sig allan við að bjarga stöðunni). 30. Hxe8+ Hxe8 31. Dxc6 Bxc6 32. Bxg7 Kxg7 33. Re3 Hb8! 34. Hcl Hxb4 35. Rdl (Vonir hvíts eru bundnar við að ná c3-peðinu. En það er enginn hægðarleikur. Jóhann notar tím- ann til að veikja kóngsstöðu hvíts). 35. ... Hg4! 36. g3 Rf3+ 37. Kfl Bb5+ 38. Kg2 Rel+ 39. Kg2 (Eða 39. Kh3 Bd7! o.s.frv.). 39.. .. Rxc2 40. Hxc2 Ba4 41. Hcl Bxdl 42. Hxdl c2 43. Hcl Hc4 (Þetta endatafl er unnið. Hvítur kann að vinna c-peðið en þá ræður kóngsstaðan úrslitum). 44. Kfl Kf6 45. Ke2 Ke5 46. Kd3 Kd5 47. h4 h5 48. f3 f6 49. Hxc2 Hxc2 50. Kxc2 Kc4 51. g4 f5 52. gxh5 gxh5 53. Kd2 f4 54. Kc2 Kb4 55. Kd3 Kxa5 56. Ke4 Kb4 57. Kf4 a5 'mm mm, mm. m Æ má. wá 'ím. 't. m.................. m ■ wm. Wm. - Hér gafst Ljubojevic upp. Framhaldið gæti orðið 58. Ke3 Kc3! 59. f4 a4 60. f5 a3 61. f6 a2 62. f7 al (d) 63. f8 (D) Del+ 64. Kf3 Dfl+ og drottningin fellur. Vel teflt hjá Jóhanni og afar mikilvægur sigur. 8 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.