Þjóðviljinn - 05.08.1987, Blaðsíða 9

Þjóðviljinn - 05.08.1987, Blaðsíða 9
ERLENDAR FRÉTTIR Iran Heimta hefnd og aftur hefnd Leiðtogar Irana segja Bandaríkjamenn og stjórnvöld í Saudi-Arabíu bera ábyrgð áfallipersneskra pílagríma í Mekka. Rétttrúnaðarmenn og einangrunarsinnar hafa bœði töglin og hagldirnar í Teheran Andlegur og veraldlegur leið- togi klerkastjórnarinnar í Te- heran, sjálfur ajatollah Ruhollah Khomeini, kvaddi sér hljóðs í gær um atburðina í hinni helgu borg Mekka á fostudaginn var er að minnsta kosti 275 persneskir píl- agrímar létu lífið eftir átök við lögreglu og súnníta. Hann var ómyrkur í máli að vanda í orðsendingu sinni til þeirra 150 þúsund frana sem staddir eru á slóðum spámanns- ins um þessar mundir: „Það eru Bandaríkjamenn sem bera ábyrgð á þessum glæpum. Með guðs hjálp munum vér gjalda þeim rauðan belg fyrir gráan í fyllingu tímans.“ Hann bætti því við að hinir föllnu hefðu verið fórnarlömb „útsendara erkisat- ans, það er glæparíkisins Banda- ríkjanna." Það er kunnara en frá þurfi að segja að mörg hundruð manns létu lífið á föstudag eftir að sló í brýnu milli persneskra sítamús- lima og súnnita og/eða saudiara- bísku lögreglunnar. Enn er ekki ljóst hve margir féllu. Stjórnvöld í Rijad fullyrða að 402 hafi beðið bana, þar af 275 íranir, en ráða- menn í Teheran segja að minnsta kosti 600 þegna sinna enn vera saknað. Á gríðarfjölmennum útifundi í Teheran í gær hét forseti þings- ins, Ali Akbar Hashemi Raf- sanjani, því að íranir myndu ná sér niðri á bandarískum hersveit- um við Persaflóa og „uppræta" stjórn Saudi-Arabíu. Loft er mjög lævi blandið á Persaflóasvæðinu og þótti ýms- um sem nógu heitt væri í kolun- um þótt atburðirnir í Mekka hefðu ekki átt sér stað. í gær hófu íranir flotaæfingar og vöruðu þeir alla erlenda aðila við því að halda inní loft- og landhelgi lands síns á næstu þrem dögum. Um nokkurt skeið hafa rétttrú- aðir einangrunarsinnar, menn á borð við Ali Khamenei forseta, og menn sem vilja bæta samskipti við erlend ríki, til dæmis Rafsanj- ani, eldað grátt silfur saman um ýms mál en nú virðast þeir fyrr- nefndu allsráðandi. Þeir eru stað- ráðnir í því að flytja út hina ísl- ömsku byltingu og telja margir þá hafa hvatt íranska pílagríma til að láta að sér kveða í Mekka og því hafi allt farið í bál og brand. Ýmis ytri atvik hafa verið vatn á myllu rétttrúnaðarmannanna. Afleiðingar vopnasölu Reagan- stjórnarinnar til írana hafi fært mörgum Persanum heim sanninn um að Bandaríkjamenn vildu ekki bæta samskipti ríkjanna. Skipaverndin á Persaflóa og á- lyktun Öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna hafi síðan lagt einangr- unnarsinnum lokavopnin í hend- ur. Eftir atburði föstudagsins þori ekki nokkur maður að mæla gegn herskárri stefnu rétttrúnað- armanna einsog best sést á um- mælum Rafsanjanis í fyrradag. -ks. Ajatollah Khomeini talar ekki tæpitungu. Hann segir þann arma erkisatan Sám frænda bera ábyrgð á atburðunum í Mekka á föstudaginn var. Sri Lanka Tígramir afvopnast Leiðtogi stœrstu skœruliðahreyfingar Tamílafellstá vopna- hlésskilmála Gandhis og Jayewardenes Velupillai Prabhakaran, leið- togi Frelsistígranna, ávarpaði 100 þúsund Tanifla á Jafínaskaga í gærkveldi og tiikynnti þeim að hann hefði fallist á vopnahlés- samkomulag Rajivs Gandhis, for- sætisráðherra Indlands, og stjórnarinnar í Kólombó. Skær- uliðar hreyfingarinnar, sem er öflugasti uppreisnarher Tamíla, myndu afhenda indverska friðar- gæsluliðinu vopn sín. Prabhakaran hafði í upphafi verið algerlega andvígur sam- komulaginu. En hann áttaði sig fljótlega á því að ef Frelsistígr- arnir skoruðust undan myndi skerast í odda með þeim og ind- versku hersveitunum á Jaffna- skaga. Að auki mátti vera ljóst að samkomulagið naut almennrar hylli meðal Tamfla, enda eru í því ákvæði um sjálfsstjórn þeirra í norðaustri, og ennfremur sá hann fram á einangrun Tígranna þar eð skæruliðar annarra uppreisnar- herja lögðu unnvörpum niður vopn. I gær kvað hann illt hafa verið til þess að hugsa að til átaka kæmi milli Tamfla og Indverja sem þeir elskuðu og virtu. Hann sagði Tígrana í öndverðu hafa tekið sér vopn í hönd til að berjast fyrir málstað Tamfla og nú afhentu þeir þessi sömu vopn því þeir teldu það þjóna málstaðnum best nú einsog komið væri. -*s- Höfuðtígurinn Velupillai Prabhakaran féllst í gær á friðarsamkomulag ráða- manna í Kólombó og Nýju-Delhi. Amsterdam Kúrdar í hungurverktalli Leggja undir sig skrifstofu Amnesty International Um 40 kúrdar lögðu í gær undir sig skrifstofu Amnesty Inter- national í Hollandi og sögðust hvergi fara fyrr en samtökin rit- uðu ríkisstjórnum Tyrklands og Holiands bréf og fordæmdu pynt- ingar og morð í fjórum fangelsum í austurhiuta Tyrklands. „Margir stjórnmálafangar hafa verið myrtir og pyntaðir í þessum fangelsum. Fangar sem eru í hungurverkfalli fá ekki að hafa nokkurt samband við fjölskyldur sínar. Við munum vera grafkyrr á þessum stað uns bréfin hafa verið send, jafnvel þótt það taki langan tíma,“ sagði kona ein sem orð hafði fyrir kúrdunum. Hollandsdeild AI hét í upphafi því að koma til móts við óskir setuliðsmanna en hærra settir fé- lagar í aðalstöðvunum í Lundún- um gripu fram fyrir hendurnar á þeim og kváðu það ekki hollt fyrir orðstír samtakanna ef látið yrði undan slíkum þrýstingi. Kúrdar létu víðar að sér kveða í Amsterdam í gær. Lögreglan handtók 39 við vesturþýska konsúlatið þar sem þeir höfðu í frammi mótmæli gegn illri með- ferð Þjóðverja á bræðrum sínum. -ks. Kennarar Kennara vantar að Grunnskólanum í Sandgerði. Kennslugreinar: íslenska, danska, enska og al- menn kennsla. Húsnæðisfyrirgreiðsla Við leitum að frísku fólki sem vill taka þátt í tilraun- um okkar til að gera skólann okkar betri. Upplýsingar gefa Guðjón Þ. Kristjánsson, skóla- stjóri, í síma 92-37436 og Ásgeir Beinteinsson, yfirkennari, í síma 92-37801. Búnaðarsamband Borgarfjarðar óskar að ráða héraðsráðunaut frá 1. janúar 1988. Launakjör samkvæmt samningum Félags hér- aðsráðunauta við búnaðarsamböndin. Umsókn sendist Búnaðarsambandi Borgarfjarðar, Borg- arbraut 21, 310 Borgarnesi fyrir 1. september n.k. Upplýsingar veita Bjarni Arason, Borgarnesi, sími 93-71215 og Bjarni Guðráðsson, Nesi, sími 93-51142. Þökkum öllum er sýndu okkur samúð og hluttekningu við andlát og útför Hallmars Freys Bjarnasonar, Sólvöllum 6 Húsavík Guð blessi ykkur öll. Guðrún Ingólfsdóttir börn, tengdabörn og barnabörn. Mlðvlkudagur 5. ágúst 1987 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 9

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.