Þjóðviljinn - 16.08.1987, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 16.08.1987, Blaðsíða 3
Besta bókin hjá kallinum... Stuttspjall við Þor- geir Þorgeirsson, en Töfralampi Williams Heinesen kemur útí „Þessi bók fór víst eitthvað illa í danska gagnrýnendur, sem töldu víst að kallinn væri orðinn elliær. Mér finnst bókin hinsvegar mjög góð; gott ef hún er ekki hans besta verk. Það er aldeilis stór- kostlegt þegar svona merkur höf- undur nær háum aldri og getur stöðugt endurnýjað sig - betri en nokkru sinni fyrr,“ sagði Þorgeir Þorgeirsson í spjalli við Sunnu- dagsblaðið, um þýðingu sína á nýjustu bók færeyska skáldjöf- ursins Williams Heinesen. William Heinesen er lesendum hér á landi góðkunnur, enda hef- ur Þorgeir um margra ára skeið íslenskað bækur hans. Nýja bók- in heitir „Töfralampinn - nýjar minningasögur frá Þórshöfn" og kemur út í samvinnu Forlagsins og Þýðingarútgáfunnar, sem er einkafyrirtæki Þorgeirs. „Töfralampinn skiptist í mis- langa þætti, sem mætti kalla smá- sögur, en þær eru þó ákaflega samtengdar; aukapersóna í ein- um þætti getur til dæmis orðið aðalpersóna í þeim næsta. Síðan eru mjög stuttar sögur sem ég veit ekki nema séu prósaljóð. Sögu- sviðið er Þórshöfn, sitthvoru megin við síðustu aldamót, rétt eins og í svo mörgum öðrum sög- um Heinesen. En ég er semsagt ekki frá því að þetta sé besta bók- in hjá kallinum - en í guðanna bænum taktu ekki of mikið mark á mér: Ég er nú bara þýðandinn!“ - Mál og menning hefur fram til þessa gefið Heinesen-þýðingar þínar út, en nú er það Forlagið. Hvað veldur breytingunni? „Já, það er rétt, Mál og menn- ing hefur hingað til gefið þessar bækur út. Nú eru hinsvegar komnir nýir menn til starfa þar og þeir virðast horfa til annarra hluta. Þetta eru ungir og fram- sæknir menn skilst mér...“ - Er Heinesen vinsæll hjá ís- lendingum? „Já, ég held það. Bækurnar hans hafa selst í ríflegu meðal- lagi, held ég; þótt þær seljist nátt- úrlega ekki eins vel og Thor Vil- hjálmsson og Guðrún frá Lundi!“ - Ertu með eitthvað fleira á prjónunum um þessar mundir? „Ég er meðciðra bók í vinnslu, sem Þýðingarútgáfan gefur út. Það er lítill og fallegur ljóðabálk- ur eftir Kristján Matras, sem heitir „Séð og munað". Kristján Matras er merkur fræðimaður á sviði málfræði og hefur skrifað ljóð meðfram þeim störfum sínum. Hann er af sömu kynslóð og Heinesen og að mínu viti eitt albesta ljóðskáld Færey- inga,“ sagði Þorgeir Þorgeirsson að lokum. _hj. Alþýðublaðið - málgagn íslenskra fyrirtækja? Alþýðublaðið, örverpið á dag- blaðamarkaðinum, hefur þótt frísklegra upp á síðkastið en löngum fyrr, enda ritstýrir því Ingólfur Margeirsson , sem er Þjóðviljaegg, eins og alþjóð veit. Kratablaðið er þó ein- ungis fjórar síður allajafna svo sem verið hefur um langt skeið. Þrátt fyrir það eru sex manns á ritstjórninni; auk Ing- ólfs eru það þau Jón Danfels- son ritstjórnarTulltrúi og blaðamennirnir Ása Björns- dóttir, Elínborg Kristín Kristjánsdóttir, Kristján Þorvaldsson og Örn Bjarna- son. Ritstjórinn mun hafa fullan hug á að stækka blaðið um helming og gera það að vett- vangi lifandi pólitískrar um- ræðu. Helgarblaðið hefur upp á síðkastið verið upp á heilar 20 síður og legið ókeypis í sjoppum borgarinnar. Nú mun það ekki tilfellið að fjár- hagur blaðsins sé svo mjög beysinn, heldur lukkast því einstaklega vel að fá auglýs- endur til liðs við sig. Og það eru engir aukvisar sem stjórna auglýsingadeildinni, þau Ölöf Heiður Þor- steinsdóttir og sjálfur Guð- laugur Tryggvi Karlsson, hirðsveinn Jóns Baldvins og vænlegt þingmannsefni um margra ára skeið að eigin mati. Helgarblað Alþýðublaðsins var einmitt sérstaklega áhugavert um síðustu helgi, með tilliti til tengsla frétta og auglýsinga. Þannig var stór forsíðumynd með tilvísun í opnugrein um Kringluna; við- tal við Jón Ásbergsson, for- stjóra Hagkaupa. A síðu þrjú var síðan jákvæð frétt um farþegaaukningu Flugleiða; á síðu átta stór frétt um Bún- aðarbankann, með fyrir- sögninni „100% innláns aukning"; á síðu níu var sagt frá nýrri ferðaskrifstofu sem heitir Ratvís og birt viðtal við framkvæmdastjórann. Þessi áhugi blaðsins á ís- lenskum fyrirtækjum var auð- skýrður: Heilsíðuauglýsing í lit frá Ratvís, hálfsíðuauglýsing frá Búnaðarbankanum, önnur hálfsíða frá Hagkaupum og fjórdálksauglýsing frá Flug- leiðum. Einhver myndi kalla þetta vændisblaðamennsku - en sjálfsagt er þetta bara sjálfsbjargarviðleitni... ■ Sögur herlæknis... Útgefendur vígbúast nú af kappi fyrir jólabókavertíðina enda mikið í húfi hjá bóka- þjóðinni margrómuðu. í þess- um dálkum hefur þegar verið sagt frá helstu skáldsögum sem út koma, en ævisögur eru ekki síður forvitnilegar, enda bregst ekki að ein slík verður metsölubók. Á síðustu vertíð var það Þuríður Páls- dóttir eftir Jónínu Michaels- dóttur í útgáfu Forlagsins sem skaut jafnvel Thor ref fyrir rass. Og Forlagið er einn- ig með forvitnilega bók að þessu sinni, - Björns sögu Guðbrandssonar barna- læknis, sem mörgum er að góðu kunnur. Og það er enginn aukvisi sem skráir sögu Björns: Matt- hías Viðar Sæmundsson sem síðast gaf út stórmerka bók um Kristján heitinn Fjallaskáld. Björn Guðbrandsson hefur frá ýmsu að segja eins og nærri má geta, en hann var m.a. læknir í tveimur stríðum, annað þeirra var í Víetnam. Og gárungarnir hafa þess- vegna þegar skírt þessa bók eftir eldgömlum og afar góð- um Sögum herlæknis- ins...B Rokkað við Fellaskóla í dag Þór Eldon: Á tónleikunum verða bæði gömul og seig rokkhænsni og ungir og ferskir rokkkjúklingar munu gala! (Mynd: Sig). Múzzólíni, Sykurmolarnir og Óþekktandlit meðai þeirra sem koma fram Félagsmiðstöðin Fellahellir stendur fyrir miklum tónlistar- gleðskap við Fellaskólann í dag. Þar koma fram tíu hljómsveitir - mjög svo misþekktar og spila bæði fyrir tónleikagesti og áheyrendur Bylgjunnar, sem mun útvarpa beint völdum köflum. Konsertinn ber yfirskriftina Rykrokk en það er nú haldið í þriðja sinn að frumkvæði Fella- hellis. „Meiningin er að ungar og lítt reyndar hljómsveitir fái tæki- færi til að koma fram á alvöru tónleikum með eldri grúppum, og eins að kynna fólki það sem er að gerast í tónlistarlífinu um þess- ar mundir," sagði Pór Eldon starfsmaður Fellahellis og liðs- maður í Sykurmolum í spjalli við Sunnudagsblaðið. Auk Sykurmolanna munu eftirtaldar hljómsveitir troða upp: Rauðir fletir, Svarthvítur draumur, Príma, Bláa bílskúrs- bandið, Röddin, Múzzólíni, Óþekkt andlit, Blátt áfram og Bleiku bastarnir. Sumar þessara hljómsveita hafa vart slitið barnsskónum en aðrar hafa starfað um nokkurt skeið og eru vel þekktar. - En er gróska í tónlistinni nú um stundir? „Ég held að það sé alltaf gróska,“ sagði Þór, „en áhugi fólks er hinsvegar mjög mis- mikill. Uppúr 1980 var til dæmis mikill áhugi. Mikið um tónleika og vel á þá mætt. Það er síðan eins og fólk hafi fengið sig fullsatt og ofmettast, þannig að á yfirborð- inu lítur út fyrir að lifandi tónlist hafi verið í lægð um nokkurt skeið. En það er mikið að gerast og margar góðar og efnilegar hljómsveitir.“ Rykkornið hefst klukkan fimm í dag og síðan verður ekki látið staðar numið fyrren um ellefu- leytið í kvöld. Aðgangur á tón- leikana er ókeypis - og nú skyldu menn drífa sig upp að Fellaskól- anum og kynnast vaxtarbroddun- um í íslenskri tónlist. -hj- Sunnudagur 16. ágúst 1987 ÞJÓÐVILJINN - SlÐA 3

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.