Þjóðviljinn - 16.08.1987, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 16.08.1987, Blaðsíða 4
Hver var Hermann GÖRING? „Þú ert ofurseldur illum anda og illum mœtti...” Fyrir skömmu kom út heljar- mikil ævisaga nasistaforin- gjans Hermanns Görings eftir enska rithöfundinn David Irving sem hef ur einsett sér að segja sögu Hitlers-tímabilsins í f ormi ævisagna aðalpersóna þess. Hef ur hann þegar fjallaö um Rommel, Hitler og Churchill og snýr sér nú að þeim manni sem talinn var „númer tvö” í þriðja ríkinu. Þetta verk er meira en 800 bls. doðrantur og virðist samið í anda engilsaxneskrar ævisagnaritunar, þar sem saf n- að er saman öllum þeim upplýs- ingum sem völ er á, hversu smá- vægilegar sem þær virðast vera, ekki síst með því að nota dagbækur, sendibréf, læknask- ýrsluro.þ.h., og dragaþannig upp mynd af viðkomandi per- sónu í mestu smáatriðum. Þessi aðferð hefur verið um- deild og kom það reyndar vel fram í ítarlegum ritdómi sem þýska vikuritið „Spiegel” birti nýlega um þessa ævisögu Gör- ings. Vitnar höfundur ritsins í orð Disraelis: „Lesið ekki sögu held- ur aðeins ævisögur því að í þeim kemur lífið fram án nokkurra kenninga,” en segir svofrá kost- um ævisögunnar og takmökunum hennar. Er þetta fróðlegur lestur fyrir þá sem hafa áhuga á þessum örlagaríku tímum. Ævisöguritarinn gefur þá heildarmynd af Göring að hann hafi verið kaldrifjað og undirför- ult „verkfæri” Hitlers, en þó haft miklar áhyggjur af því hvert styrj- aldarstefna hans myndi leiða. Hafi þær áhyggjur síðan leitt til þess að bilið tók að breikka milli þessara tveggja manna. Um and- stöðu Görings við hernaðarbrölt Foringjans nefnir David Irving mörg og athyglisverð dæmi. Þannig kemur fram að í Súdet- akrepunni árið 1938 var Göring í hópi þeirra manna sem reyndu að bjarga friðnum (reyndar á kostn- að Tékkóslóvakíu) og reyndi ásamt þeim að styðjast við erlend stórveldi til að hræða Adolf Hitl- er frá því að leggja út í stórstyrj- öld. Kom Göring þannig hættu- lega nálægt andstæðingum Hitl- ers í her og utanríkisþjónustu sem höfðu í hug þá þegar að steypa foringjanum úr stóli. Virðast jafnvel sumir þessara „samsærismanna” hafa viljað styðja sig við vinsæidir Görings. Kom upplýsingum áleiðis í þeirri kreppu sem varð út af Póllandi sumarið 1939 var Gör- ing enn í hópi þeirra sem vildu hindra Hitler í að fara út í styrj- öld. Hann var nefnilega sannfærður um það - öfugt við foringjann - að Englendingar og Frakkar myndu engan veginn sitja auðum höndum ef Þjóðverj- ar gerðu inrás í Pólland, heldur myndu þeir snúast á sveif með Pólverjum og þá væri hafin sú heimsstyrjöld sem Þjóðverjar myndu ekki vinna. Reyndi Gör- ing að hafa beint samband við Englendinga og tóku þeir það svo alvarlega, að jafnvel eftir að styrjöld var hafin trúði enska stjórnin því að valdataka Görings í Þýskalandi gætt ieyst vandann: Bauðst hann til að stöðva Gyð- ingaofsóknir og afvopna Þýska- land og töldu Englendingar að þá myndi auðvelt að ná einhvers konar samkomulagi við Þjóð- verja. Það var ekki fyrr en eftir innrásina í Frakkland sem Eng- lendingar gáfu upp þessa hug- mynd, enda virtist Göring mátt- laus og óákveðinn. Veturinn 1940-1941, þegar Hitler var að undirbúa innrásina í Rússland, tók Göring eindregið afstöðu gegn þessum nýju hern- aðaraðgerðum og virðist ótti hans við sjálfsmorðsstefnu for- ingjans þá hafa verið orðinn tak- markalaus. A.m.k. greip hann til þess neyðarúrræðis sem hefði yf- irleitt verið talin dauðadómsverð landráðssök: Hálfum mánuði fyrir innrásina sá hann til þess að upplýsingar um áætlunina bærust Englendingum. í verkisínu rekur Irving atburðina nákvæmlega. Hinn 9. júní 1941 skýrði Göring Svíanum Birger Dahlerus, sem þá var á ferð í Berlín, frá því að Þjóðverjar myndu ráðast inn í Rússland „um 15. júní”. Ástæð- an fyrir því að hann trúði Svían- um fyrir þessum upplýsingum var sú að hann vissi að Dahlerus sagði Englendingum allt það sem hann frétti hjá Göring og notaði nasistaforinginn hann því sem milligöngumann þegar hann vildi koma skilaboðum áleiðis til London. Þegar Göring hitti Da- hlerus síðan 15. júní var hann enn berorðaðri, sagði að Hitler væri orðinn ær og myndi innrásin í Rússland hefjast sunnudaginn 22. júní. Ekki er frá því skýrt í greininni í „Spiegel” hvernig Englendingar brugðust við þess- um uppljóstrunum, en traust Sta- líns á Hitler var svo mikið að það hefði lítið stoðað þótt Göring hefði hringt beint í hann persónu- lega til að vara hann við. Þessar aðgerðir Görings sýna ljóslega hvaða augum hann leit á hernaðarbrölt foringjans. En hvers vegna hafði hann aldrei hugrekki til að setja sig beint upp á móti Hitler og reyna að fá hann til að breyta um stefnu? David Irving rekur ástæðuna fyrst og fremst til skapgerðarveilu og hugleysis Görings sjálfs og styðst þá við vitnisburð fjölmargra manna sem bera það m.a. að Göring hafi ævinlega verið dauðhræddur þegar hann stóð andspænis Hitler og reyndar hafi hann forðast að vera viðstaddur mikilvægar ráðstefnur á kreppu- tímum þegar horfur voru á því að í odda myndi skerast með mönnum. Gortandi morfínisti Skapgerðarveila Görings var mjög djúpstæð og að sumu leyti öllum augljós. Hann var t.d. sí- gortandi og hafði furðulega smekklausa áráttu í heiðurstitla og orður, sem hann hlóð á sig í sífellu. Að þessu gerðu menn óspart gys: í kvikmyndinni „Ein- ræðisherrann” eftir Chaplin sýnir persónan „Herring”, sem er skopstæling á Göring, hvernig hann gat komið mönnum fyrir sjónir. Peningagræðgi hans átti sér engin takmörk og hann lifði eins og fursti frá endurreisnart- ímanum. Þannig byggði hann sér t.d. höll fyrir 15 milljónir marka, „Carinhall”, fyrir norðan Berlín, og hafði annan aðsetursstað í borginni sjálfri. Þeir Þjóðverjar sem voru Gör- ing velviljaðir brostu aðeins að þessu og litu á þetta sem smá- vægilegan barnaskap manns sem væri góður innst inni. En annað og verra var á bak við þetta yfir- borð. Göring hafði þann orðstír að hafa verið flughetja í heimsstyrjöldinni fyrri, þótt hann væri ekki vinsæll meðal sinna fyrri félaga sem töldu að sum „frægðarverk” hans hefðu verið svindl. En hvernig sem það var, hafði hann særst alvarlega í styrj- öldinni og fengið deyfilyf þess vegna og það hafði haft þær al- varlegu afleiðingar að hann varð morfín-sjúklingur upp frá því og algert taugafiak. Fyrri kona hans, Carin von Kantzow, sem var sænsk, háði hetjulega baráttu við að losa hann úr þessari ánauð. „Að vera morfínisti,” sagði hún, „er sama og að fremja sjálfs- morð. Á hverjum degi glatast smáhluti af líkama þínum og sál.” Síðar skrifaði hún í örvæntingu: „Þú ert ofurseldur illum anda og illum mætti og líkaminn er smám saman að sýkjast.” En öll þessi barátta var unnin fyrir gýg og enginn þeirra sænsku lækna sem hann leitaði til árið 1925 gat gert neitt fyrir hann. í skýrslum þeirra fékk Göring þann dóm að hann væri „móðursjúkur með ákaflega veika skapgerð” og „tilfinninga- samur maður sem skortir sið- ferðilegt hugrekki”. Svo vill til að blaðamaður sem hér endursegir grein úr „Spiegel” getur bætt smáatriði við þessa mynd. Fyrir nokkru átti hann tal við konu af sænskum ættum sem var afkomandi eins þeirra lækna sem Göring hafði leitað til. Sagði hún að í ellinni hefði lækninum orðið tíðrætt um þennan skelfi- lega sjúkling sem hann hefði fengið til meðferðar: Hefði hann komið á læknastofuna í einkenn- isbúningi, setið hálfvegis í hnipri með hönd á sverði og horft á hann starandi augum. Gamli læknirinn, sem var sérfræðingur í taugasjúkdómum, sagðist þá hafa orðið reglulega smeykur, aldrei þessu vant ... En þessar skapgerðarveilur og hugleysi skýra þó ekki fyliiiega afstöðu Görings gagnvart Hitler. Þótt undarlegt megi teljast leit foringinn á hann sem allt annað en veikgeðja mann. Þrátt fyrir allt þetta tók Göring nefnilega virkan þátt í samsærisbrölti og ódæðisverkum nasista og sýndi þá mikla hörku og í kreppunni í kringum innlimun Austurríkis 1938, þegar jafnvel Hitler bogn- aði, tók Göring málin í sínar hendur. Árið 1943 sagði Hitler um hann: „Ríkismarskálkurinn hefur gengið í gegnum margar kreppur með mér. Á krepputím- um er hann ískaldur. Á slíkum stundum er ekki betri ráðgjafa að fá en ríkismarskálkinn.” Kannski er meginástæðan fyrir því að Göring þorði ekki að setja sig á móti styrjaldarstefnu Hitlers, þótt hann sæi hvert hún myndi leiða, valdagræðgi hans: Hann gerði sér vonir um að verða eftir- maður foringjans. Þriðji „valdapóllinn” Allt þetta kemur vel fram í ævi- sögu Irvings, að sögn greinarhöf- undar „Spiegel”, en hann álítur að þessari engilsaxnesku ævi- sagnagerð séu mikil takmörk sett: „froska-perspektívið” í þessum verkum, sem eru umfram allt troðfull af smáatriðum, leiði til þess að víðtækara samhengi vanti. Hvað Göring snerti sé þetta mjög bagalegt, því að þá komi aldrei fram hver hafi verið hin raunverulega staða „ríkis- marskálksins” og um hvað málin hafi snúist. Rekur greinarhöf- undur þetta samhengi í stuttu máli eins og það hefur komið fram við rannsóknir sérfróðra manna um tímabilið. Á fyrstu árum nasistaveldisins var við lýði e.k. þriðji „valdapóll- inn” við hliðina á nasistaflokkn- um og hernum: Voru þetta emb- ættismenn, iðjuhöldar, íhalds- samir borgarar og nasistar í and- stöðu við stjórn flokksins. Þessir menn voru andvígir hemaðar- Voru „frægðarverkin” í stríðinu að einhverju leyti svindl? 4 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur 16. ágúst 1987

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.