Þjóðviljinn - 16.08.1987, Page 7

Þjóðviljinn - 16.08.1987, Page 7
Það verða Víðir og Fram sem mætast í úrslitaleik Bikarkeppninnar. Árangur Víðis gegn toppliðum 1. deildarinnar sýnir að þar fer lið með baráttuanda. Með rétt hugarfar Undur og stórmerki má kannske kalla frábæran árangur Víðismanna í Bikarkeppninni. Fyrst sigur gegn KR og nú gegn sjálfum Valsmönnum. Liðið, sem flestir spáðu falli, hefur lagt tvo af risum 1. deildarinnar. Hvað kemur til? Hvað gerir Víð- ismönnum kleift að vinna þessa sigra, en þrátt fyrir það vera í neðsta sæti 1. deildar? Pétur Pétursson sagði nú fyrir stuttu í grein í D V: „Ef sumir hér í 1. deild hefðu gegnumsneitt sama hugarfar og Víðismenn þá væru lið þeirra án efa betur stödd í deildinni.“ Pétur hittir þarna naglann á höfuðið. Þrátt fyrir smæð sína og stöðu í deildinni bera Víðsimenn enga virðingu fyrir andstæðingunum. Mörg önnur lið hafa fallið í þessa gryfju, að bera allt að því ótta- blandna virðingu fyrir stóru lið- unum, t.d. Val og KR. Víðis- menn hafa verið lausir við þessa hræðslu og árangur þeirra sýnir það. Tveir sigrar og þr j ú j afntefli. Margir hefðu þó viljað frekar fá Vaismenn til að mæta Fram í úrlsitum. Leikur tveggja stórliða. Framarar fögnuðu ákaft þegar ljóst var að þeir myndu mæta Víðismönnum og á leiðinni af vellinum mátti heyra menn tala um að þetta yrði svosem enginn úrslitaleikur. En Framarar mega vara sig á að vanmeta Víðismenn, því litla félagið úr Garðinum hef- ur rétta hugarfarið. Annað dæmi um lið með bar- áttuanda, er lið Leifturs frá Ól- afsfirði. Allt stefnir nú í að liðið vinni sér inn sæti í 1. deildinni næsta sumar. Það á þó enn langt í land, en vissulega væri það frá- bær árangur hjá liði sem er ný- komið upp úr 3. deild. Greinilegt að Ólafsfirðingar hafa keppnis- skapið í lagi og lið þeirra tvímæla- laust það lið sem komið hefur mest á óvart. Það er ljóst að dómaramál í neðri deildum knattspyrnunnar eru ekki með sem besta móti. Skýrasta dæmið um það var leiicur ÍK og Fylkis um síðustu helgi. Þar var mættur til leiks enskur dómari, sem var jú 1. flokks í sínu heimalandi, en hafði engin tök á að dæma leik í 3. deild á íslandi. Hann leyfði leiknum að ganga of langt og líkt og breskir dómarar gaf hann ekki spjöld, enda Bretar löngu hættir að nota slíkt. Það er undarlegt að breskur dómari skuli hafa verið settur á leik í 3. deild, en þessi mistök skrifast alfarið á KSÍ. íslenska landsliðið í hand- knattleik er nú komið heim frá Seoul, eftir vel heppnaða keppn- isferð. Þrátt fyrir að liðið hafi að- eins sigrað í einum leik á mótinu í Seoul, var frammistaðan ágæt. í liðið vantaði nokkra sterka leik- menn, en samt náði það jafntefli gegn gestjöfunum, Suður-Kóreu. Þessi ferð var þó ekki aðeins farin í þeim tilgangi að leika handknattleik. Liðið fékk einnig að kynnast sjálfri Olympíuborg- inni og ekki veitir af. Loftslagið er allt öðruvísi en hér heima. Mikill raki í loftinu og menn fljót- ir að þreytast. Þá fengu landsliðs- menninir einnig að reyna á tíma- mismuninn. Það er hvorki meira né minna en tíu tíma mismunur á þessum tveimur löndum og það tók liðið nokkurn tíma að átta sig á því. Það má því segja að þessi ferð hafi borgað sig og gott betur. Það gefur auga leið að ferðir sem þessar hljóta að kosta gífur- lega mikið fé, en HSÍ hefur hald- ið vel á sínum málum. Með góð- um samningum við stór fyrirtæki hefur þeim tekist að reka þetta ævintýri svo að segja upp á eigin spýtur. Nokkuð sem hefur ekki gengið jafn vel hjá öðrum sér- samböndum. Landskeppni íslands og Lux- emburg í frjálsum íþróttum var merkileg fyrir margar sakir. Þrátt fyrir að aðgangur væri ókeypis og veður hið besta voru sárafáir áhorfendur sem lögðu leið sína í Laugardalinn. Það kemur nokk- uð á óvart eftir góðan árarigur íslensks frjálsíþróttafólks. ísland sigraði noíckuð örugglega eins og við var búist. En þrátt fyrir að við eigum frjálsíþróttafólk í fremstu röð, þá eigum við ekki sómasam- lega aðstöðu til keppni og æfinga. Valbjarnarvöllurinn er langt frá því að vera í góðu ástandi. Hlaupabrautin virðist vera ónýt sökum skipulagsleysis við lagn- ingu hennar, öll aðstaða fyrir keppendur frekar bágborin og meiðslahætta mikil. Einar Vilhjálsson mætti ekki til leiks og voru það mikil vonbrigði. Hann var þó ekki búinn að lofa að keppa, heldur sagðist einungis myndi keppa ef hann væri vel til fallinn, enda í ströngum æfing- um. Hann afboðaði þátttöku sína nokkru fyrir keppni og því hljóta þessi mistök að skrifast á Frjáls- íþróttasamband íslands. Það fer að líða að því að knatts- pyrnuvertíðinni ljúki og bráðum fer körfuboltinn að hefjast. Úr- valsdeildin hefur tekið nokkrum breytinum og nú leika þar níu lið í stað 6 áður. Það er j ákvæð þróun, þó að líklega eigi deildin eftir að skiptast í tvo hópa. Það kemur þó líklega til með að breytast smám saman. Leikmenn og þjálfarar eru að koma sér fyrir og sex nýir þjálfarar mæta til leiks. Þar af verða líklega fjórir frá Bandaríkj- unum. Mikið hefur verið rætt um að fá bandaríska leikmenn til að hressa upp á íslenskan körfubolta að nýju, en þetta hlýtur að teljast betri lausn. - Logi Bergmann Eiðsson ÍÞRÓTTASPEGILL EIÐSSON Félagsmálastofnun Kópavogs auglýsir eftirtaldar stöður á dag- vistarheimilum bæjarins lausartil umsóknar • Fóstru aö skóladagheimilinu Dalbrekku. Upp- lýsingar gefur forstöðumaður í síma 41750. • Fóstru að dagvistarheimilinu Efstahjalla. Um er að ræða 50% og 100% starf. Upplýsingar gefur forstöðumaður í síma 46150. • Fóstru að dagvistarheimilinu Grænatúni. Um er að ræða 50% og 100 starf. Upplýsingar gefur forstöðumaður í síma 46580. • Fóstru að leikskólanum Kópahvoli. Upplýsing- ar gefur forstöðumaður í síma 40120. • Fóstru að dagvistarheimilinu Kópasteini. Um er að ræða 50% og 100% starf. Upplýsingar gefur forstöðumaður í síma 41565. • Fóstru að leikskólanum Fögrubrekku. Upplýs- ingar gefur forstöðumaður i\síma 42560. • Fóstru að dagheimilinu Furugrund. Um er að ræða 50% starf. Upplýsingar gefur forstöðu- maður í síma 41124. • Fóstrur að dagvistarheimilinu Kópaseli. Upp- lýsingar gefur forstöðumaður í síma 84285. • Fóstru eða starfsmann að dagvistarheimilinu Marbakka. Um er að ræða 50% starf og afleys- ingar. Upplýsingar gefur forstöðumaður í síma 641112. • Fóstru eða starfsmann með uppeldismenntun að skóladagheimilinu Ástúni. Um er að ræða 50% og 100% starf. Upplýsingar gefur for- stöðumaður í síma 641566. Umsóknum skal skila á þar til gerðum eyðu- blöðum sem liggja frammi á Félagsmálastofnun Kópavogs, Digranesvegi 12. Einnig veitir dag- vistarfulltrúi upplýsingar um störfin í síma 45700. Félagsmálastofnun Kópavogs Ægisborg Fóstrur - starfsfólk Okkur í Ægisborg vantar fóstrur og starfsfólk til starfa á dagheimilið og leikskóladeildir. Um er að ræða heilsdags- og hálfsdagsstörf. Nánari upplýsingar gefur Elín Mjöll forstöðumað- ur í síma 14810. Útboð Styrking Hólmavíkurvegar 1987 Vegagerð ríkisins óskar eftir tilboðum í ofangreint verk. Helstu magntölur: Lengd 7,7 km, neðra burðar- lag 19.200 m3, ræsi 59 m. Verki skal lokið eigi síðar en 1. nóvember 1987. Útboðsgögn verða afhent hjá Vegagerð ríkisins á ísa- firði og í Fteykjavík (aðalgjaldkera) frá og með 17. ágúst 1987. Skila skal tilboðum á sömu stöðum fyrir ki. 14.00 þann 31. ágúst 1987. Vegamálastjóri Kennarar Kennara vantar að grunnskóla Fáskrúðsfjarðar. Meðal kennslugreina: Enska, danska, íþróttir og kennsla yngri barna. Húsaleigu- og flutningsstyrkur. Upplýsingar gefa skólastjóri og formaður skólanefndar í símum 97- 5159 og 97-5110. Skólanefnd Sunnudagur 16. ágúst 1987 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 7

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.