Þjóðviljinn - 16.08.1987, Page 8

Þjóðviljinn - 16.08.1987, Page 8
SUNNUDAGSPISTILL Tímabréfiö á sunnudaginn varsegirfráheimsókn Indriöa G. Þorsteinssonaráhelgan stað - Nörholm þar sem Knut Hamsun lifði um langan aldur og dó áriö 1952. Indriði rifjar það upp, að vegna þess að þessi mikli norski rithöfundur hafði á stríðsárunum lagt mál- stað hins þýska valds lið með afdráttarlausari hætti en landarhans, nýfrjálsirundan grimmu hernámi, gátu fyrir- gefið, þá voru fram bornar gegn hinum aldna sagna- meistara ákærur um landráð. Þau mál urðu öll hin dapurleg- ustu og var reynt að bjarga öllu fyrir horn með því aðfá Hamsun lýstan geðveikan, en gamli maðurinn kvað niður þá viðleitni með hinni eftirminni- legu kveðju sinni til tímans, bókinni „Grónargötur". Til hvers Hamsun? Síðan hefur margt verið krotað um mál Hamsuns. f áföngum um betri, og þar með er stríðs- rekstur Hitlers kominn undir til- tölulega sakleysislega formúlu: það gerist svo margt í stríði. Á endapúnkti þessarar endurskoð- unar standa þeir sem hreinsa vilja orðstír stríðsglæpamanna og „sanna“ að útrýmingarbúðir nas- ista hafi aldrei verið til. Svo var það Kristmann Hitt er svo enn óskiljanlegra hvaða erindi Kristmann heitinn Guðmundsson á inn í þessa skrýtnu endurskoðun Tímarit- stjórans á sögunni. Kristmann kemur hvorki Knúti Hamsun né andspyrnuhreyfingum nokkurn skapaðan hlut við. Eins og fyrr segir lenti hann í nokkrum ógöngum þegar hann kom heim úr víking til Noregs, menn voru ekki nógu hrifnir af nýjum bókum hans, ekki Kristinn E Andrésson, enn síður Steinn Steinarr, svo tveir séu nefndir. Upp úr þessu urðu svo til hug- myndir Kristmanns um samsærið mikla gegn sér. Hann var settur í Niður með and- spymuhreyfingamar! Indriði G. Þorsteinsson endurskoðarsöguna hafa menn eins og verið að nálg- ast samkomulag um að aðförin gegn honum hafi verið ómakleg: hann hafi að nokkru Ieyti séð að sér með því að biðja löndum sín- um vægðar hjá Hitler, og ekkert hafi hann gert sem jafnist á við til dæmis afbrot franskra ógæfu- manna í rithöfundastétt eins og Drieu la Rochelle og Brasillachs gegn löndum sínum á hemámsár- unum. Um leið skilja menn nátt- úrlega, að ekki varð hjá því kom- ist að margir Norðmenn hefðu horn í síðu Knuts Hamsuns á þessum geðshræringatímum - skrýtið ef svo hefði ekki verið. Það er að sönnu sterk og tiltölu- lega útbreidd tilhneiging að fyrir- gefa þeim mönnum fíeira en öðr- um sem geta glatt okkur með miklum skáldskap - en þeir tímar hafa verið að slík fyrirgefning er erfið: enginn fær sig lausan úr bardaganum, segir í helgri bók. Ógæfa Knuts Hamsuns var ekki sú að hann væri landráða- maður í venjulegum skilningi þess orðs, heldur var hann einn þeirra rithöfunda sem nauðugur eða viljugur var „notaður af ein- ræðisherrum fasismans eins og hnútasvipa á frjálshuga menn“ (ummæli Nordals Griegs). Faðm- lög við skrýmsli skilja eftir sig óþef, ef ekki beinbrot, því miður. Hnignunin mikla Ekkert er nú að því þótt Indriði G. Þorsteinsson taki upp han- skann fyrir Hamsun gegn refsi- glöðum Norðmönnum fyrir fjört- íu árum. Ef hann færi ekki í leiðinni að burðast við að setja það mál í stærra samhengi með furðulegasta hætti. Hann segir til dæmis: „Á Norðurlöndum hefur ekki verið látið sitja við einkenni við- horfa Norðmanna til Hamsuns. Þau hafa verið færð yfír á alla höfunda, sem ekki hafa getað fal- list á stjórnmálastefnu andspyrn- uhreyfinganna í Noregi og Dan- mörku eins og hún hefur birst og verið flutt frá stríðsárum. Árang- urinn hefur ma.a orðið sá að í fjörtíu ár hefur enginn rithöfund- ur komið úr Noregi sem skiptir máli. Dagar þeirra stóru eru liðn- ir“ Síðán er fimbulfambað fram og aftur í þessum dúr: „pólitískt siðalögmál andspyrnuhreyfinga“ á Norðurlöndum hefur orðið að þeirri ritskoðun og að þeim of- sóknum á hendur óþægum höf- undum, að engin skáld hafa kom- ið frá „hinum Norðurlöndunum" í fjóra áratugi. Og hér heima er tekið dæmi af örlögum Krist- manns Guðmundssonar, sem kom heim rétt fyrir stríð, naut ekki þeirrar lýðhylli eða þeirrar eftirspurnar erlendis sem hann kaus helst sjálfur með þeim af- leiðingum, að hann sannfærðist sjálfur um að rauðliðar væru í samsæri um að þegja sig í heil sem rithöfund. En í þessu dæmi hefur Indriði gert sér lítið fyrir og spyrt saman norska og danska ands- pyrnuhreyfingu gegn þýsku her- ÁRNI BERGMANN námi og íslenska sósíalista. Má segja að það sé ágætur félags- skapur í að vera. En það er svo önnur saga. Hjá Indriða verður allt það samkrull að samsæri gegn snilld mikilla rithöfunda sem hafa þrek til að fara einförum hvað sem tískan æpir. Leiðinlegur félagsskapur Eins og stundum fyrri daginn er ekki gott að átta sig á þvf hvað vakir fyrir Indriða G. Þor- steinssyni með þessum æfingum. En hvort sem hann vill það sjálfur eða ekki hefur hann holað sér niður hjá heldur leiðinlegum fé- lagsskap. Ég á við þá menn sem hafa velt sér sem mest upp úr syndum evróspkra andspyrnu- hreyfinga gegn nasismanum og bandamönnum hans. Neitar því enginn að þeim hreyfingum hafi um margt orðið á, enda væri synd að segja að neðanjarðarhreyfing- ar gegn Gestapó og því hyski byg- gju við þær aðstæður sem tryggi heilagt flekkleysi manna, sem þurfa í andrúmslofti samsæris að taka ákvarðanir sem varða líf og dauða fjölda fólks. Enginn biðst undan því að sagnfræðin skoði andspyrnuhreyfingarnar misk- unnaríaust. Hitt er verra að þessi „endurskoðun“ hefur fyrst og síðast þann tilgang, að gera sem minnst úr glæpaverkum þýskra nasista og handlangara þeirra. Markmiðið er að dreifa sekt af illum verkum nokkurnvegin jafnt yfir heiminn svo að enginn sé öðr- * * 8 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN næstefsta flokk Listamanna- launa, sem þá var rifist mikið um eins og lengi síðar, og lýsti því þá yfir í viðtali frægu, að rétt væri að taka þá pilta í karphúsið sem settu sig á „busabekk“ íslenskra rithöfunda. Nú voru fyrir á busa- bekknum menn eins og Þórberg- ur Þórðarson og Guðmundur Hagalín, og Jóhannes úr Kötlum víst í enn lægri tossabekk, svo að úr þessu gat ekki orðið annað en dár og spé, eins og hver maður getur séð Lísa í Undralandi Það er oft erfitt að taka þátt í íslenskri umræðu - tengingarnar eru svo duttlungafullar, sam- hengið eins og á reisu Lísu um Undraland. Andspymuhreyfing- ar gegn Hitler komust til valda á Norðurlöndum, og þess vegna eru dagar mikilla skálda liðnir, segir Indriði G Þorsteinsson og maður mundi barasta horfa í aðra átt ef hann væri ekki að skrifa þungavigtarhugleiðingu í aldur- hnigið dagblað Framsóknar- flokksins. Og er þó ekki allt talið af furðum þeirrar ritsmíðar sem hér um ræðir. Til dæmis bregður Tímaritstjórinn á glæsilega sveiflu sem á að koma því á fram- færi við dygga lesendur blaðsins, að beint röksemdasamhengi liggi á milli þess að Norðmenn voru vondir við Knút Hamsun rétt eftir stríð og þess, að það reis hér á íslandi skelfileg bygging, Nor- ræna húsið. Þaðan liggur svo hin sögulega þróun, að skilningi Ind- riða G. Þorsteinssonar, til þess ósóma að helftin af fslenskum rit- höfundum séu í Alþýðubanda- laginu og að fylgi þess flokks sé einkum meðal kennarrastéttar- innar og heilbrigðissstéttanna. Með öðmm orðum: rófan vex í garðinum og frændi minn á heima á Akureyri. Amen. ÁB Sunnudagur 16. ágúst 1987 /

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.