Þjóðviljinn - 16.08.1987, Side 12

Þjóðviljinn - 16.08.1987, Side 12
Ó Borg! Ó Borg! Reykjavík rennur niður holt og höfða, um vog og vík, yfir múla og leiti, oní kvos, útá mela og allt vestur á nes þar sem vitinn eygir skipin og segir: ísland endar hér. Höfuðborgin er hin stóra lands- ins trekt sem allt líf, sem er eitthvað meira en bags og bokur, sogar til sín síulaust. Og hennar op er Grótta þar sem landbyggð- in rennur endanlega út í sandinn og fer í ógnarstóran vask hafsins. Þetta geta menn séð ef þeir snúa Reykjavíkurkortinu rétt, með Seltjarnarnesið niður og ísland upp. Hér klúðrast öll andagift þessa lands sem enn er upp til fjalla, hvað sem allir spíðsborgar- ar segja. Reykjavík er í raun and- laus borg. Það er ekki nema rétt í kringum Tjörnina, inni í verk- smiðjuhverfinu við Dugguvog og svo auðvitað í Hamraborg þeirra Kópvæginga sem örlar á ein- hverjum hnefli af stemmningu. Þetta er hið stóra vandamál sem við Iistamennirnir höfum mátt glíma við hér í borginni burtséð HALLGRÍMUR HELGASON SKRIFAR frá öllum innheimtu- og gagnrýn- endableðlum og gerir manni í fyrsta sinn nærri ókleift að fylla vikuskammt sinn í Þjóðviljanum. Hver getur málað meistaraverk í kjallarabflskúr í Lálandi fimm? Hvenær hefur skáldsaga verið skrifuð í Garðabæ? Hver hefur ort hulduljóð í Sæviðarsundi? Svarið er eitt og ekki bætir fjalla- hringurinn úr skák, hann er eng- um ferskur nema fyrstu vikuna þeim sem er nýkominn heim frá löngu doktorsnámi. Esjan, sem blasir við manni hvarvetna í bæn- um og einokar öll manns skiln- ingarvit, er orðin svo útjöskuð vegna þess hve margir lélegir listamenn hafa nauðgað henni að hún mun aldrei bíða þess bætur frekar en sveitirnar í kringum Sérnóbyl. Og þegar maður á sunnudagseftirmiðdegi er njörv- aður niður í eitt af ó-útskrifuðum sætum eins af hinum sænsku og andlausu strætisvögnum borgar- innar á leið heim í úthverfadinn- erinn hjá mömmu blasir hún við á aðra hönd þessi gamla bykkja með líparítsfrænkum sínum en á hina höndina er komið fyrir öllu því ljóta sem heimurinn hefur alið meðfram Suðurlands- brautinni. Það er vandalaust að lesa sig níhilískan inní Voga: Sjó- vá, Shell, H.Ben, Furuhúsið, B.B., Húppe. Nei, þetta er ekk- ert grín og það var einmitt þetta sem þeir máttu glíma við „á haustdögum” fyrir ári síðan þeir Reigan og Gorbasjof, andleysið mikla sem á póstkorti birtist í sínu eina sanna formi á milli þeirra: bláhvíta borðfánanum, merki Reykjavíkur. Én hver er annars skýringin á þessu sleni sem vofir sífellt yfir okkar ástkæru höfuðborg? Nokkuð sem maður hélt að til- heyrði aðeins eftirstríðsbók- menntunum sem sómakærir sveitamenn settu saman úr mal- arspillingunni. Staðreyndin er samt sú að ófrumleikinn ríkir hér enn í hverjum ljósastaur og við hvert bflastæði. Sjálfsagt þurfum við 200 ár í viðbót til að útimark- aðurinn virki eðlilegur. Líkleg- asta skýringin á þessu er sú að Reykjavík er í raun ekki annað en eitt stórt úthverfi, eða „sub- urb” sem menn kannast við er- lendis frá og þar sem engu er vært því sem nokkurn lífsanda dregur. Úthverfi sem aldrei hafa götur heldur „lönd”, „byggð”, „sund”, „stekki” og „bakka”. Þar sem garðarnir eru svo snyrtilegir að mannshöndin virðist þar aldrei hafa nálægt komið. Þar sem bfl- skúrarnir eru það nærri útidyrum að aldrei sést þar maður á ferli. Þar sem sjónvarpsdagskrárnar duna daglangt bakvið sólstor- knaða stórisa með öllu sína óint- eressanta útlenda efni sem byrjar á leikaralesnu barnaefni og endar á „bandarískri bíómynd frá árinu 1973”. (Ekkert er til ömurlegra hér á íslandi en sjónvarpsgláp í birtu og hita fagurs sumardags, „Dragiði fyrir”) og þar sem út- varpsdagskrárnar þrengja sólar- hringinn í bflum og biðstofum með sínum óþolandi steríótýpu- þulum, þunnhærðum og ó-kenn- aramenntuðum gallabuxnaröss- um sem blaða með gítarnöglum sínum í plötusafni síðasta árat- ugs, albinóarokkinu svokallaða, sem er þýðing á Dire Straits, Eric Clapton og Fleetwood Mac o.s.frv. (Hver fær ekki þunglynd- iskast þegar hann heyrir lýst eftir angórablönduðum ketti sem tap- aðist í Sólheimum?) Og kannski er það þó fyrst og fremst vegna þess að svo óheppilega vildi til að borgin byggðist upp á leiðinleg- asta tímabili byggingarsögunnar og arkitektar hennar voru svo ósjálfstæðir í hugsun að hún hef- ur ekki karakter nema úr lofti og þó einkum í myrkri. En stundum hvarflar þó að manni að leiðindin hafi verið misskilin framsýni og eftir ein 200 ár verði þetta allt eðlilegt stórborgarumhverfi. Og svo er það náttúrlega líklegasta skýringin af öllum, maður er fæddur hér og uppalinn og er ein- faldlega orðinn hundleiður á Reykjavík. Én það er til marks um þrek og þrjósku okkar íslendinga að í þessu fjandsamlega umhverfi hafa menn og eru sífellt að vinna stórvirki á andlegum sem ýmsum sviðum. Hvergi í heiminum eru jafnmargir myndlistarmenn, og þeir eru út um alla borg, í Blesu- gróf, bið Grensásveg, jafnvel útá Rekagranda eru þá meistara- verkin máluð eftir allt saman. Menn láta einfaldlega ekki bug- ast. Skáldin vaða hér uppi á hverju horni og sagnagerðar- menn sitja við alls konar glugga og misjafna útsýn. Tónskáld, kvikmyndagerðarmenn, leikhús- fólk, dansarar, popparar, sellist- ar og bara áhugafólk, allt veður uppi og er á útopnu út um allan bæ í stóla- og styrkjaleit. Það er kraftur í mannskapnum og menn- ingarlífið blómstrar hvergi eins vel og hér í andlausu borginni. Frábærar myndlistarsýningar opna þessa dagana trekk í trekk, þó besta sýningin sé á hverju kvöldi í fréttatíma Stöðvar tvö, og aldrei hafa útskrifast jafnmargir góðir listamenn á einu ári úr skólanum. Ég tek fúslega orð mín aftur úr annars leiðin- legri grein minni í Þjóðlífi. (Og varðandi súrrealismann vil ég taka fram að ég er ekki að vega að vinum mínum Medúsumönnum, sem eiga sanna þökk skilið fyrir tímabæran innflutning sinn á þessari stefnu, inn í ansi vind- sorfna ljósastaura-póesíuna, þó að óblandaður súrrealismi sé einnig nokkuð þurr á manninn, heldur að hinum sem í kjölfarið koma, „sem súrrealisminn gerir kleift” að gera sér blóð úr öllu). Nei það er síst af öllu ástæða til þess að vera neikvæður í þessari sumartíð sem okkur allt og alla vermir. Landið er í essinu sínu og skilar okkur hverju metinu á fæt- ur öðru, heyfengur, aflaverð- mæti, söluverð, hitastig, sól- skinsstundir og almenn fegurð. Þjóðin er þá heldur ekki eftirbát- ur þess, skákhausarnir hafa aldrei verið skýrari, Jón Páll aldrei sterkari og Edda Andrés- dóttir aldrei fegurri, svo Ingvi Hrafn á í erfiðleikum með frétta- lesturinn. Jafnvel briddsmenn- irnir brillera í þessu árferði og stelpurnar auðvitað aldrei betur meikaðar, unglingarnar sjaldan drukkið meir en í Húsafelli, Laugavegurinn orðinn nýr, Kringlan að opna og von er á bókmenntahátíð og nýjum bókum, bestu skáldsögum ára- tugarins (sem bæði eru fyrir kon- ur og karla) og tímamótaljóða- bókum, auk nýrrar plötu frá Mic- hael Jackson. Arngunnur og Lassi voru líka að opna um helg- ina. Það er auk þess engu líkara en við séum orðin blessunarlega laus við ríkisstjórn, maður verður varla var við ráðherrana, rorrið í Þorsteini heyrist ekki og Steingrímur örugglega mikið er- lendis. Þvflíkir tímar! Þvflík þjóð! Þvílíkur unaðsreitur augna og anda er þessi borg! Og þó ég viti að það hljómi e.t.v. full persónulega er þó sá stórviðburður sem skyggir á flest annað framantalið úr þjóðlífinu, nenfilega heimkoma ástarinnar minnar frá Ameríku. Það er því enn frekari ástæða til þess að við íslendingar gerum okkur glaðan dag og sting ég upp á því að haldið verði aftur upp á afmæli Reykja- víkurborgar nú eins og gert var í fyrra. Ástæðurnar eru mun frek- ari nú en þá. Og Þjóðviljinn getur því rólegur tekið sér pásu í því að benda okkur á allt það sem miður fer í samfélaginu, því það er svo sem ekki neitt neitt. Við erum öll í svo góðu skapi þessa sólskins- daga að maður hefur ekki einu sinni áhuga á því að athuga skatt- seðilinn sinn. Eftir þetta snilldar- sumar verðum við að horfast í augu við þá staðreynd að hinn margumtalaði toppur er í dag, við erum á toppnum í öllu tilliti og hér eftir verður íslandssagan ekki annað en eitt meiri háttar stórsvig niður harðfennisbrekku tímans. Reykjavík 12. ágúst Hallgrímur Helgason REYKJKSJIKURBORG ^I- Acuitevi Stödcci Þroskaþjálfa eða annað starfsfólk með sér- menntun á uppeldissviði óskast til stuðnings börnum með sérþarfir á dagvistarheimilum í mið- og vesturbæ. Upplýsingar veitir Gunnar Gunn- arsson sálfræðingur á skrifstofu Dagvistar barna í síma 27277. Umsóknum ber að skila til starfsmannahalds Reykjavíkurborgar, Pósthússtræti 9, 5. hæð á sérstökum eyðublöðum sem þar fást. Av Notaðu endurskinsmerki - og komdu heil/l heim. IUMFEROAH RAD 12 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.