Þjóðviljinn - 16.08.1987, Side 17

Þjóðviljinn - 16.08.1987, Side 17
Nafn vikunnar Ólafur Hauksson útvarpsstjóri Stjörnunnar „Þetta var búið að gerjast í mér um nokkurt skeið, og þegar Haf- steinn Vilhelmsson hætti eftir skamman tíma - þá sló ég til,” sagði Ólafur Hauksson, nýráðinn útvarpsstjóri Stjörnunnar og Nafn vikunnar aðspurður um til- drög þess að hann tók að sér stjórn útvarpsstöðvarinnar. Ólafur er fæddur árið 1953 og tuttugu árum og einu stúdents- prófi síðar hóf hann störf á gamla Vísi. Jafnframt því ritstýrði hann tímaritinu Samúel í félagi við Þórarin Jón Magnússon, þann er eignaðist Vikuna nú á dögunum. Ólafur og Þórarinn áttu SAM- útgáfuna með Sigurði Fossan framkvæmdastjóra en nú hefur Ólafur selt þeim sinn hlut í fyrir- tækinu, - „eftir 14 ára ánægjulegt samstarf.” Ólafur dvaldi í Bandaríkjunum á árunum 1976-79 við nám í blaðamennsku við háskólann í Oregon. Hann er mörgum kunn- ur sem einn ötulasti talsmaður þess að einokun Ríkisútvarpsins yrði aflétt. - En hvernig líst þér á útvarps- markaðinn nú: Tvœr stórar einkastöðvar í samkeppni við tvœr rásir RÚV? Er pláss fyrir alla? „Mér finnst útvarpsstöðvarnar helst til fáar ef eitthvað er! Ég efast að vísu um að fleiri stöðvar á borð við Stjörnuna og Bylgjuna gætu þrifist; en það er ekkert því til fyrirstöðu að hleypa fleiri sér- hæfðum stöðvum af stokkunum. Útvarp Alfa er lýsandi dæmi um slíka stöð. En talandi um Ríkisútvarpið, þá vorkenni ég þeim sem standa að rekstri þess. Stjórnarfyrir- komulagið og reksturinn á þeim bæ gerir allt svo ofboðslega þungt í vöfum. Þeim verður tíðrætt um hlutverk RÚV - með stóru hái - án þess að þetta hlutverk hafi nokkurn tíma verið skilgreint al- mennilega.” - Þú ert kannski þeirrar skoð- unar að það eigi að leggja RÚV niður? „Þá komum við nú að þeirri staðreynd að allir landsmenn eiga rétt á því að heyra í útvarpi og sjá sjónvarp. Dreifikerfi sem nær til allra landsmanna er gífurlega dýrt. — Stjarnan dekkar núna 80% þjóðarinnar. En ef RÚV yrði lagt niður myndi að sjálf- sögðu opnast leið fyrir einka- stöðvarnar ...“ - Hvernig hefur Stjarnan gengið það sem af er og hvernig finnst þér að reka stöð sem er al- gerlega háð auglýsendum? - „Reksturinn gengur vel og stendur fyllilega undir bæði út- gjöldum og afborgunum vegna stofnkostnaðar. Varðandi síðarnefndu spurn- inguna, þá held ég að besta að- hald sem við getum fengið sé frá auglýsendum, þannig að mér finnst það hið besta mál. Við leggjum okkur þá fram við að búa til góða, skemmtilega og fræða- ndi dagskrá.” - Fréttir Stjörnunnar hafa vak- ið athygli, enda eru þœr ólíkarþví sem áður hefur tíðkast. Hvernig viðbrögð hafið þið fengið? „Öllum finnst þær vera öðru vísi. Síðan skiptast viðhorf manna í tvennt; annars vegar þeir sem eru mjög ánægðir og telja sig alls ekki geta misst af þeim, hins vegar er fólk sem vant er hefð- bundnum fréttum og er ekki búið að meðtaka þennan nýja stfl. Per- sónulega er ég mjög ánægður með störf minna manna á frétta- stofunni.” - Að lokum Ó.lafur. Hvernig líst þér á að fara að keppa við Markús Örn og Einar Sigurðs- son? „Þar sem ég veit að kraftar Markúsar fara allir í mál innan Ríkisútvarpsins vegna þess hversu stjórnkerfi þess gerir hon- um og samstarfsfólki hans erfitt fyrir, þá vil ég nú líta svo á að við séum aðallega að fara í sam- keppni við Einar Sigurðsson og þá Bylgjumenn. Og með það fólk sem ég hef, þá legg ég út í bardagann afskaplega sigurviss - en spyrjum að leikslokum ...” “hj LEIÐARI Maðurinn og umhverfi hans Ein áleitnasta og um leiö uggvænlegasta staöreynd okkar tíma er sú, að mannkynið hefur notað tæknilega möguleika sína til að fullnægja sívaxandi þörfum með þeim hætti, að jafnvægi í ríki náttúrunnar hefur rakskast meira á nokkrum áratugum en á árþúsundum áður. Við þekkjum einkennin: dýrategundir deyja út, gróðri hnignar, eðalskógar eru upp höggnir, eyðimerkur bæta við sig sex miljónum hektara á ári. Græðgi og fyrirhyggjuleysi hafa eitrað jarð- veg og vatnsból og breitt eitruð ský yfir ýmis þéttbýlustu svæði heims. Og í neðanjarðar- göngum og á hafsbotni bíður baneitraður úr- gangur efnaiðjuvera og kjarnorkuvera sem hver önnur tímasprengja eftir að valda stórum slys- um í lífríkinu þegar minnst varir. Lengi vel var eins og í gangi væri samsæri ólíklegustu aðila um að þegja þessi vandamál í hel, draga úr háskanum, afgreiða málin með létttúðugri tilvís- an til þess að jörðin er stór og lengi tekur sjórinn við. Síðan gerist það öðru hvoru að allir gerast snöggsoðnir náttúruunnendur og umhverfis- verndarmenn og gera sig líklegatil að kjafta þau mál í hel sem áður lágu í þagnargildi. En hvað sem þeim sveiflum líður: meðalástandið er það, að menn um heim allan hafa tilhneigingu til að vísa frá sér óþægilegum hugsunum eins og þeim sem tengjast mengun, náttúruspjöllum, sívirðilegri umgengni við sameiginleg verðmæti mannkynsins eins og vatn og mold og loft. Sá gamli hugsunarháttur sem eitt sinn var orðaður á þá leið að „syndaflóðið kemur eftir minn dag“ er mjög sterkur. Vegna þess líka að hann er þægilegur. Stundum er engu líkara en að það þurfi slys á borð við eiturlekann í Bhopal á Indlandi eða kjarnorkuslysið í Tsjernobyl í Sovétríkjunum til þesss að menn taki við sér. Og þó er eins og einnig slík ótíðindi séu þannig fram borin að svæfandi er: Þetta er langt í burtu, þetta hlýtur að vera einstakt óhapp, hugsa menn. Og bæta svo við í huganum allskonar huggunaræfingum á borð við þær, að það sé væntanlega meiri varúðar gætt í efnaiðnaði í okkar þróaða hluta heims en á Indlandi, eða að kjarnorkuver séu langt í burtu og þar fram eftir götum. Þesskonar hugsunarháttur er einkum freistandi hér á íslandi sem vegna strjálbýlis og einangrunar og síðbúinnar iðnvæðingar er hreinna land en flest önnur. En það er ástæða að brýna það fyrir mönnum jafnt og þétt, að við erum líka með í þeim illa leik sem hleypir út eitri á Indlandi og fellir lífsnauðsynlega skóga Brasil- íu. Við höfum leikið okkar eigið land grátt og höldum áfram að gera það, nú síðast með fyrir- hyggjulausum ágangi við ýmsa fegurstu staði óbyggðanna. Meðal okkar eru meira en nógu margir reiðubúnir til að losa sig við úrgang með sem ódýrustum hætti, hvað sem líður Ijótleika, óþægindum og beinni mengun af hans völdum. Okkur svipar til þeirra þjóða sem af sögu- legum ástæðum eru lengra komnar í ósóman- um að því leyti, að við viljum helst spara þegar bæta á náttúruspjöll eða reyna að koma í veg fyrir þau. Við höfum sterka tilhneigingu til að draga úr vandanum, og hvað er algengara en að náttúruverndarmenn kappsamir séu stim- plaðir öfgamenn og óhagsýnir draumóramenn? Við förum eins og svo margar þjóðir aðrar, létt með að koma fyrir í sálartetrinu einskonar geð- klofningi um þessi mál: Menn eru skynsamir heima fyrir (tandurhreint heimili) en láta bæði skynsemi og sjálfsaga lönd og leið í umhverfi sínu. Oft er um það deilt með hvaða hætti þessi mál koma inn í hefbundnar pólitískar deilur milli vinstri og hægriafla. Margir benda á það, að kapítalískt markaðskerfi hafi einatt komið fram sem óvinur náttúrunnar númer eitt - vegna þess að það gerir mengunina ódýra en meng- unarvarnir dýrar. Margir hafa vonað að sósíal- ísk kerfi gætu fundið hið rétta svar í þágu al- mannaheilla. En reynslan sýnir að ekkert er gefið fyrirfram í þeim efnum: hvar þar sem menn telja sig undir miklum þrýstingi í þá veru að þeir sýni hraðan hagvöxt er náttúran, umhverfi mannsins í hættu. En hitt er svo víst, að það er mikil nauðsyn hverri vinstrihreyfingu að tengja hefðbundin baráttumál sín sem rækilegast við þá frjóu umræðu um umhverfi mannsins sem verulegur skriður er kominn á góðu heilli. áb Sunnudagur 16. ágúst 1987 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 17

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.