Þjóðviljinn - 16.08.1987, Page 20

Þjóðviljinn - 16.08.1987, Page 20
Breska hljómsveitin SharkTabooíviðtali viðSunnu- dagsblaðið Usfapoppið tabú Svo sem sagt var frá á poppsíðu Sunnudagsblaðs- ins um síðustu helgi hefur breska hljómsveitin Shark Taboo heiðrað íslendinga með nærveru sinni síðustu daga. Fyrstu tónleikarsveitar- innar voru í Casablanca á fimmtudagskvöldið, aðrirá Hótel Akranesi í gærkvöldi og þeir síðustu að þessu sinni eru haldnir norðan heiða í kvöld í H-100 á Akureyri. Shark Taboo hefur verið starf- rækt um nokkurra ára skeið og er afar eindregin í textum sínum, enda bærilega vinstri sinnuð. Poppskríbent Sunnudags- blaðsins, Sigmundur Halldórs- son, hitti meðlimi Shark Taboo að máli nú í vikunni og þar bar vitanlega margt forvitnilegt á góma. 7/7 að byrja með: Hvernig sstendur á því að Shark Taboo kom til íslands að spila? „Við reynum að spila sem víð- ast og líka á stöðum sem alla jafna eru ekki á kortum hljóm- sveita. Þrátt fyrir að við værum næsta fáfróð um landið (og hljómsveitin hampar bæklingi frá Ferðaskrifstofu ríkisins) - þá langaði okkur að koma hingað, skoða landið og spila í leiðinni. Fyrir okkur sem erum ekki á samningi hjá neinu stórfyrirtæki er þetta nánast eina leiðin til að koma okkur á framfæri.” Shark Taboo er greinilega - eftir stuttri viðkynningu að dœma - einstaklega samhent hljómsveit. En flest svörin koma þófrá söng- konunni Gill Dye og hljómborðs- leikaranum Tony Newman, en þau eru einmitt stofnendurnir. -En hvernig gengur að reka hljómsveit og koma henni áfram- færi í Bretlandi? „Það er hreint ekki svo auðvelt og verður raunar alltaf erfiðara. Þegar pönk-bylgjan reis sem hæst í Bretlandi fyrir nokkrum árum gat nánast hver sem var tekið sér gítar í hönd og orðið frægur án mikillar fyrirhafnar. En nú er ástandið aftur orðið eins og það var fyrir daga pönks- ins. Hljómsveitir sem eru á samn- ingi hjá litlu, óháðu fyrirtækjun- um fá einfaldlega ekki lögin sín spiluð í útvarpsstöðvunum á dag- inn, þannig að eina leiðin til að koma sér á framfæri er með tón- leikum og kynningu í tónlistart- ímaritum. Stóru fyrirtækin eru ekki reiðubúin að taka nokkra áhættu þannig að vinsældalistarn- ir endurspegla alls ekki það sem er að gerast í tónlistarlífinu.” Þið minntust á tónlistarblöðin. Gera þau eitthvað fyrir hljóm- sveitir eða stuðla þau að óbreyttu ástandi? „Sum þeirra, eins og til dæmis Record Mirror og No. 1, eru nú svo ósvífin í sumum tilvikum að láta hljómsveitir borga fyrir um- fjöllun og í þessum blöðum er því bara listapoppið. NME og Melo- dy Maker eru á köflum afskap- lega slæm og neikvæð en standa samt sæmilega fyrir sínu. En les- endahópur þessara blaða minnkar stöðugt.” Nú eru stjórnmál áberandi í textum ykkar: Hversu miklu máli skipta þau ykkur? „Við höfum ákveðnar skoðan- ir á hlutunum og það endurspegl- ast í textum okkar. Við viljum hins vegar ekki aðskilja texta og tónlist - og fólk á að geta hlustað á tónlistina þótt það sé ekki sam- mála okkur. Við höfum öll svip- aðar skoðanir og vinnum í sam- einingu að tónlistinni.” Er samkeppni hörð í Bretlandi milli hljómsveita og kemur það fyrir að þœr starfi saman? , „Það er nú ekki. mikið að hljómsveitir hafi frumkvæði að samstarfi sín á milli, - það er miklu algengara að útgáfufyrir- tækin pússi saman grúppur til að spila saman á konsertum. Okkur finnst sjálfsagt að koma vel fram við þær hljómsveitir sem við spil- um með, en því miður hugsa ekki alveg allir þannig ... Okkur er sérlega minnisstæð hljómsveitin Sique Sique Sputnik sem við hit- uðum upp fyrir. Það er einhverjir mestu skíthælar sem við höfum komist í kynni við - og það er alveg ágætt að þeir skuli vera hættir! Annars er mórallinn yfir- leitt góður, og við höfum t.d. spil- að með Robert Cray og Flesh for Lulu og það tókst mjög vel.” Shark Taboo er rétt að byrja í bransanum og þau ætla ekki að láta deigan síga. Við óskum þeim alls hins besta á framabrautinni og að þau skemmti sér vel á ís- landi. BÚLGARÍA Tækifæri sem margir hafa beðið eftir. Hressingardvöl við Svarta- hafið. 2ja, 3jaog4raviknaferðir. íslensk hjúkrunarkona er með í ferðum. 5000 kr. afsláttur fyrir ellilífeyrisþega. í þessum ferðum er hægt að fara í sérferðir t.d. til Istambul og Saloniki í Grikklandi, auk ýmissa ferða um Búlgaríu. Bæklingur á skrifstofunni. Sandansky Grand Hotel Varna Elenite ERUM FLUTT IMIÐBORGINA FERÐA%VAL hf mnmm Hafnarstræti 18 Símar: 14480-12534 Mtrimpwmirf

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.