Þjóðviljinn - 27.08.1987, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 27.08.1987, Blaðsíða 2
—SPURNINGIN- Teluröu að laun í verk- smiðjum hér á landi séu slík að þau freisti erlends vinnuafls? Pétur M. Birgisson, vinnur í vélsmiðju: Það held ég varla. Samanburður á launum sem maður hefur séð er okkur í óhag. Leifur Þorbjarnarson, bók- bindari: Nei, það held ég ekki. Þau eru ekki það há. Margrét Óskarsdóttir, ritari: Ég held þau séu ekki þaö há. Ég mundi ekki lifa af jDeim launum, en það er kannski betra en að ganga um atvinnulaus. Margrét Sæmundsdóttir, hjúkrunarframkvæmdastjóri: Nei, það held ég ekki. Ég tel að fólk sækist heldur ekki eftir veðri og öðru slíku á íslandi. Hildur Lilja Jónsdóttir, af- greiðslustúlka Já, örugglega. Pottþétt alveg. Launin eru það góð. FRÉTTIR Greiðslukortin Kostnað á notendur Skoðanakönnun Neytendasamtakanna sýnir að mikill meirihluti vill að notendur beri kostnað afgreiðslukortum. Greiðslukortafyrirtœkin fá Skáís til að segja könnunina ómarktæka Við vísum áliti Skáís alfarið á bug. Við erum í könnun okk- ar bara að benda á staðreynd lífs- ins en það er greinilegt á áliti Ská- ís fyrir hverja þeir eru að vinna,“ sagði Jóhannes Gunnarsson, for- maður Neytendasamtakanna um það álit Skáís, sem unnið var fyrir greiðslukortafyrirtækin, að greiðslukortakönnun Neytenda- samtakanna væri stórlega gölluð og ekki marktæk. Könnunin var gerð sl. vor og varúrtakið 1161 maður, valinn úr símaskránni. Annarsvegar var at- hugað hversu algeng notkun greiðslukorta væri og var niður- staðan sú að 57,5% heimila not- uðu greiðslukort, þar af notuðu mörg heimilanna fleiri en eitt kort. í annan stað var spurt hver ætti að bera kostnað af notkun kort- anna og var niðurstaðan sú að 86% töldu að notandi ætti að bera kostnaðinn. 96% þeirra sem Torf Torfhleðsla í Vatnsmýrinni Tryggvi Gunnar Hansen: Torfhleðslulist norrœnna manna lifir hvergi nema á íslandi Um næstu helgi verður gengist fyrir námskeiði í þeirri fornu list að hlaða veggi úr torfl, í Vatnsmýrinni í Reykjavík. Þar verður kennt að stinga og rista klömbru og streng og hlaða úr þeim veggi með sama hætti og tíðkast hefur frá landnámstíð á íslandi. Það er Tryggvi Gunnar Han- sen torfhleðslumeistari sem stendur fyrir námskeiðinu, og segir hann hleðslulistina vera sér- íslenskt fyrirbæri sem eigi sér ekki hliðstæðu í byggingarlist annarra þjóða, þótt hún hafi ver- ið tíðkuð í nágrannalöndunum á miðöldum. Tryggvi Gunnar segir að með undirstöðuþekkingu á grundvall- aratriðum torfhleðslunnar geti menn leikið sér að því að hlaða sér eigin bæ í gömlum stíl, auk þess sem torfhleðslan sé tilvalin í garðhleðslur í skrúðgörðum. Námskeiðið í Vatnsmýrinni hefst kl. 10 á laugardag og stend- ur til kl. 18 með matarhléi á milli kl. 13 og 14. Námskeiðið verður á sama tíma á sunnudag. Torf- skurðurinn fer fram á milli Nor- ræna hússins og gamla Tívolí- portsins, og er hægt að aka frá Umferðarmiðstöðinni niður gamla Vatnsmýrarveginn. Mönnum er ráðlagt að hafa með sér stígvél, stunguspaða og regnföt til vara. Nánari upplýs- ingar í síma 75428 á kvöldin.-ólg ekki nota kort töldu að notand- inn ætti að bera kostnaðinn og 81,2% þeirra sem nota kort töldu að notendur ættu að bera kostn- aðinn. Það er einmitt þessi liður sem Skáís telur ekki marktækan. Segja þeir að spurningin hafi ver- ið leiðandi, en hún hljóðaði svo: „Notkun greiðslukorta hefur í för með sér talsverðan kostnað. Hver á að greiða þann kostnað: a) leggist á vöruverð, b) notandi kortsins. „Þrátt fyrir að notendum sé bent á að þeir hafi fjárhagslegan ávinning af því að þetta leggist á vöruverð taldi meirihluti þeirra að þeir ættu sjálfir að bera kostn- aðinn. Réttlætiskennd íslendinga virðist vera þetta mikil,“ sagði Jóhannes. Jóhannes sagði að það hefði komið fram hjá Gunnari Snorra- syni, fyrrverandi formanni Kaupmannasamtakanna, í út- varpinu sl. sunnudag, að verslan- ir væru búnar að velta þessu að mestu út í verðlagið.,, Ég vil taka sterkar til orða, það er ekki nokk- ur vafi á að þetta er komið út í verðlagið." Engar reglur eru til um þetta en Jóhannes sagðist efast um að það skilaði sér í lægra vöruverði, þó notendum yrði gert að greiða kostnaðinn. „Fyrst löggjafinn hefur sofnað teljum við að versl- anir eigi að taka upp staðgreiðs- luafslátt sem nemur kostnaði af greiðslukortaviðskiptum. Nokk- ar verslanir hafa tekið upp þetta fyrirkomulag og sýnir það best að þessum kostnaðarauka hefur ver- ið velt út í verðlagið." -Sáf Lárus Zophoníasson, bókavörður á Amtsbókasalninu á Akureyri: „Síðustu ár hefur útlánum á bókum farið fækkandi og svo virðist sem unglingar á aldrinum 15-20 ára hafi ekki skilað sér hingað inn til okkar í sama mæli og áður." Mynd: Ari. Amtsbókasafnið á Akureyri 160 ára afmæli Lárus Zophoníasson bókavörður: Safnið stofnað 1827afþáverandi amtmanni norðan og austan, Grími Jónssyni Við erum svo hlédrægir hér í Amtsbókasafninu á Akureyri að við höfum ekkert verið að flíka þeirri staðreynd að safnið er 160 ára á þessu ári, til að skyggja ekki á afmæli Akureyrarkaupstaðar, en hann verður sem kunnugt er 125 ára næstkomandi laugardag, 29. ágúst“, segir Lárus Zophon- íasson, bókavörður á Amtsbókas- afninu á Akureyri. Að sögn Lárusar var Amt- bókasafnið stofnað 1827 af Grími Jónssyni, þáverandi amtmanni norðan og austan. Þegar amtið var lagt niður 1904 tók Akur- eyrarbær við öllum gögnum þess og bókakosti, með þeim skilyrð- um þó að allir íbúar gamla amtsins ættu greiðan aðgang að því, „en mér segir svo hugur um að íbúar til dæmis á Seyðisfirði hafi nú ekki lagt hart að sér að nálgast bækur þess, þó svo að þeir hafi rétt til þess,“ segir Lár- us. Amtsbókasafnið var síðan á hinum ýmsu stöðum á Akureyri þangað til bæjarstjórnin sam- þykkti á fundi sínum í tengslum við 100 ára afmæli bæjarins 1962 að veita fé til byggingar núver- andi Amtsbókasafns, sem stend- ur við Brekkugötu 17 þar í bæ. Er það hið fegursta hús, rúmir 1000 fermetrarað stærð. Var flutt í það haustíð 1968. „Undanfarin ár hefur alltaf verið stígandi í útlánum bóka á vegum bókasafnsins þangað til fyrir þremur árum að tók að halla undan fæti í þeim efnum. 1984 voru útlánin komin niður í 118 þúsund bækur. Á þessum árum hefur komið í ljós að unglingar á aldrinum 15-20 ára hafa ekki skilað sér inn í safnið, en þeir eru ansi stór hópur lesenda. Enginn einhlít skýring er til á þessum samdrætti í útlánum, en tvennt getur komið til: Annarsvegar að bókin hafi orðið undir í sam- keppninni við myndböndin um frítíma unglinganna og svo hins- vegar að skýringarinnar sé að leita í því að skólabókasöfnin í bænum hafi hreinlega tekið við þeirri þjónustu sem Amtsbóka- safnið hafði við unglingana, sem er skýring sem okkur fellur mun betur en sú fyrri, því þá les unga fólkið ennþá bækur, sem er fyrir öllu, þó svo að það notfæri sér ekki í sama mæli og áður þjón- ustu Amtsbókasafnsins," sagði Lárus Zophoníasson bókavörð- ur. grh 2 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Flmmtudagur 27. ágúst 1987

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.