Þjóðviljinn - 27.08.1987, Side 3
ÖRFRÉTTIR
Listasafn ísiands
vantar forstöðumann og fimm
manns hafa áhuga á starfanum.
Það eru þau Aðalsteinn Ingólfs-
son listfræðingur, Bera Nordal
listfræðingur, Einar Hákonarson
myndlistarmaður og Ólafur Kvar-
an listfræðingur. Umsókarfrestur
rann út 25. ágúst sl.
Epal
hefur tekið í notkun nýtt verslun-
arhúsnæði að Faxafeni 7 í
Reykjavík. Verslunin kemst nú
loksins í eigið húsnæði eftir að
hafa verið starfrækt í áratug. í ti-
lefni þessara tímamóta verður
kynntur nýr sófi, sem einn kunn-
asti hönnuður Dana, Ole
Kortzau, hefur teiknaö fyrir Epal.
Sófinn er framleiddur hér á landi
en ætlaður til sölu utan lands
sem innan. Sala á sófanum er
þegar hafin í Danmörku, Fær-
eyjum og Vestur-Þýskalandi.
Hönnuðurinn verður viðstaddur
opnun Epal-hússins í dag.
Hönnun
Nýtt tímarit um húsgögn og
innréttingar hefur hafið göngu
sína. Ritstjóri blaðsins er Kjartan
Jónsson, innanhússarkitekt.
Tímaritiðer84 bls., áglanspappír
og litprentað að hluta. ( þessu
fyrsta tölublaði er fjallað um
Memphis línuna í húsgögnum,
fjallað um skandinavíska
listmunasýningu, sem nýlega
lauk á Kjarvalsstöðum, viðtal er
við listafólkið og hjónin Koggu og
Magnús Kjartansson. Trausti
Valsson færir rök að því að ís-
lensk hönnun til forna eigi sér rót í
býzantískum tíma, auk þess sem
hann ritar grein um nýjar eldhús-
hugmyndir. Meðal annars efnis
má nefna grein um lýsingu. Ritið
kostar 195 krónur.
Hjúkrunarfélag íslands
flytur á morgun í nýtt húsnæði að
Suðurlandsbraut 22. í tilefni af
því verður móttaka fyrir félags-
menn og gesti í nýju húsakynn-
unum og hefst hún kl. 16. Við það
tækifæri verður vígt bókasafn og
lesstofa félagsins, sem tileinkað
er frú Sigríði Eiríksdóttur, móður
Vigdísar Finnbogadóttur, forseta
(slands, en Sigríður varformaður
Hjúkrunarfélagsins í 36 ár.
Gítartónleikar
verða í kvöld í Bústaðakirkju og
hetjast þeir kl. 20.30. Þaö er
spænski gítarsnillingurinn José
Luis González, sem flytur verk
eftir Sor, Tarrega, Ponce,
Grandos, Albeniz o.fl. González
hefur gefið út fjölda hljómplatna
og haldið tónleika víða um heim,
auk þess sem hann hefur stjórn-
að alþjóðlegum gítarnám-
skeiðum. Hann er staddur hér á
landi á vegum Tónskóla Sigur-
sveins D. Kristinssonar, þar sem
hann heldur námskeið.
Refurinn rauði
nefnist ný spennusaga sem
Svart á hvítu hefur sent frá sér í
Regnbogabókaflokknum. Þetta
er fjórða kiljan í flokknum og er
hún eftir Kanadamanninn Ant-
hony Hyde. Þetta er fyrsta bók
höfundar og sló hún rækilega í
gegn þegar hún kom út. Bókin
var lengi á metsölulistum víða um
heim og hefur alls verið þýdd á
sautján tungumál. Bókin er um
320 blaðsíður að lengd.
_______________ FREITIR______________________________
Grjótaþorp
,Nýjum ketti‘ mótmælt
Bygginganefnd og borgarskipulagi send mótmæli íbúa í Grjótaþorpi vegnafyrirhugaðs
stórhýsis SHog Tryggingamiðstöðvarinnar á lóð Fjalakattarins
Ibúar í Grjótaþorpinu, sem búa
í nágrenni fyrirhugaðs stórhýs-
is SH og Tryggingamiðstöðvar-
innar á lóð Fjalakattarins hafa
mótmælt byggingunni við borg-
arskipulag og bygginganefnd, á
þeirri forsendu að hún brjóti í
flestum atriðum í bága við tillðgu
að skipulagi Kvosarinnar, sem er
til umfjöllunar hjá borginni.
í bréfi sem íbúar Bröttugötu 6
sendu borgarskipulagi og bygg-
inganefnd segir: „Því viljum við
fyrst og fremst mótmæla vegna
mikilla breytinga sem verða á
umhverfi okkar og lífsskilyrðum
með tilkomu þessarar byggingar.
Umferð bfla mun aukast verulega
í gegnum hverfið til óþæginda og
trafala fyrir íbúana, en hverfið er
fyrst og fremst íbúðahverfi.
Vesturgafl fyrirhugað hússins,
sem nær upp að efstu hæð Morg-
unblaðshallarinnar, skyggir á
birtu til okkar og heftir útsýni frá
okkur til austurs. Húsið er of hátt
og of nálægt okkar húsi. Vegna
þessa agnúa mun hús okkar falla í
verði með tilkomu nýja kattar-
ins.“
í bréfinu er einnig bent á að
eðlilegt sé að bíða með umfjöllun
um bygginguna í nefndum borg-
arinnar þar til staðfest skipulag
Loðnuverðið
Bottinn til
yfimefndar
Enn hefur loðnuverð ekki verið
ákveðið. Á fundi Verð-
lagsráðs sjávarútvegsins í fyrra-
dag afréðu deiluaðilar, - fulltrú-
ar fiskimjölsverksmiðja og sjó-
manna og útvegsmanna, að vísa
þrætunni til yfirnefndar.
Að sögn Sveins Finnssonar hjá
Verðlagsráði sjávarútvegsins,.
þótti mönnum einsýnt að réttast
væri að vfsa deilunni til yfirnefn-
dar þar sem mikið bæri enn í milli
og samkomulag væri ekki í sjón-
máli um nýtt loðnuverð.
Sveinn sagði að fyrsti fundur
yfimefndar yrði haidinn f dag. -
Það er erfitt að segja til um það
hve lengi yfirnefndin verður að
fjalla um málið áður en hún á-
kveður nýtt loðnuverð. Stundum
hefur nefndin verið fljót að á-
kveða verðið, en á öðrum tímum
hefur það tekið óratíma. Það fer
allt eftir því hvernig málin æxlast.
Ég á ekki von á því að verðið
verði ákveðið í þessari viku.
Meira get ég ekki sagt, sagði
Sveinn Finnsson.
Fegrunarnefnd ísafjarðar hef-
ur nýlega veitt viðurkenningu
þeim sem fram úr þóttu skara að
þessu sinni um frágang á lóðum
og görðum. Fyrir valinu urðu
eigendur tveggja einbýlishúsa,
íbúar eins fjölbýlishúss og eitt fyr-
irtæki.
Það er nefnilega víðar guð en í
Görðum. Það eru víðar fegrun-
arnefndir en á höfuðborgarsvæð-
inu. Og víðar er viðurkenning
veitt fyrir umhverfisfegrun en
þar. Eins og t.d. á ísafirði, en þar
hefur fegrunarnefnd starfað ó-
slitið síðan 1982.
liggur fyrir. Þá er bent á að sam-
kvæmt Kvosarskipulaginu eigi að
rísa þarna tvö hús, annað við Að-
alstræti en hitt við Bröttugötu og
að Bröttugötuhúsið eigi að vera í
samræmi við þá byggð sem er um-
hverfis það. í stað þess er nú
fyrirhugað að reisa eitt stórt hús á
lóðinni sem ekki er í neinu sam-
ræmi við byggðina.
Einnig er bent á að húsið sé að
minnsta kosti þriðjungi stærra en
ráðgert var samkvæmt skipulag-
inghaldið hefur gengið mjög
vel. Ég hcld að þátttakend-
urnir séu ánægðir, enda hefur allt
gengið samkvæmt skipulaginu,
sagði Víðir Kristjánsson, deildar-
stjóri hollustuháttadeildar
Vinnueftirlitsins, en þessa dagana
stendur yfír á Hótel Sögu sam-
norrænt þing um vinnuumhverf-
ismál.
Þetta er í 36. skipti sem þingið
Þeir sem viðurkenningu fengu
nú eru þessir:
Kristín J. Jónsdóttir og Gunnar
P. Ólafsson, Engavegi 11, fyrir
mikla alúð og nákvæmni við
ræktun garðsins síns.
Kristinn J. Jónsson og Ólafía
Aradóttir, Brautarholti 13, fyrir
fallegan og vel skipulagðan garð.
íbúar fjölbýlishússins Fjarðar-
strœti55, fyrir góðan frágang húss
og lóðar.
Vélsmiðjan Þór, fyrir snyrti-
legan frágang á lóð fyrirtækisins.
-mhg
stillögunni, þá gerði skipulagið
ráð fyrir íbúðum á öllum hæðum
hússins við Bröttugötu og einnig
á efstu hæðum hússins við Aðal-
stræti, enda eitt af takmörkum
skipulagsins að fjölga íbúum •'
miðbænum. Samkvæmt teikning-
um fyrirhugaðrar byggingar er
ekki gert ráð fyrir nema í mesta
lagi einni íbúð í öllu húsinu.
Að lokum er bent á að sam-
kvæmt skipulagstillögunni eigi
Aðalstræti að vera vistgata en
er haldið, og eins og fram hefur
komið í blaðinu er það nú háð í
annað sinn á íslandi. Þátttakend-
ur eru á þriðja hundrað, og þar af
eru yfir 180 erlendir gestir.
Breskum gestafyrirlesara,
J.A.D. Anderson, var boðið á
þingið sem hófst með erindi hans
um bakverki, en þeir hrjá margan
manninn við vinnu. Að sögn Víð-
is er nú í gangi könnun á vegum
Vinnueftirlitsins og beinist hún
að ástandinu hér hjá okkur á
þessu sviði, og er sjónum beint að
frystihúsavinnu. Niðurstaðna er
að vænta á næsta ári.
Á þinginu eru haldnir sam-
eiginlegir fyrirlestrar í bland við
aðra minni, og eru þá þrír í gangi
samhliða. Fjallað er um mismun-
andi efni, og velja þátttakendur
fyrirhugað er að hafa a.m.k. 26
bflastæði í húsinu og á að beina
þessari umferð í gegnum íbúðar-
hverfið og inn á vistgötuna. Segir
að þar sem Brattagata sé þröng
gata verði erfitt fyrir gangandi
mann að mæta þessari umferð, að
ekki sé talað um fógangandi með
barnavagn.
Bygginganefnd kemur saman
til fundar í dag og er búist við að
erindi íbúa Grjótaþorps komi til
afgreiðslu á fundinum. -Sáf
sér fyrirlestra eftir áhugasviðum.
Þingið hófst í fyrradag, og var
fundað allan þann dag. í gær voru
fyrirlestrar til hádegis, en
seinnipartinn var frí. Farið var í
ferðalag til Krísuvíkur og
Grindavíkur með viðkomu við
Bláa lónið og fjölmenntu erlendu
gestirnir í þá ferð. f dag, á loka-
degi þingsins, verður meðal ann-
ars panelumræða um reykingar á
vinnustöðum og þann óskunda
sem þær gera reyklausa liðinu.
Farið verður ofan í saumana á
reglugerðum sem að þessu máli
lúta á Norðurlöndunum.
BSRB á fulltrúa á þinginu, en
ekki önnur félög innan verka-
lýðshreyfingarinnar. Þá eiga
nokkur fyrirtæki fulltrúa.
HS
Flmmtudagur 27. ágúst 1987! ÞJÓÐVILJINN ~ SÍÐA 3
Alþýðubandalagiö í Reykjavík
Hvalfjarðarferðinni
sem fara átti á sunnudaginn 30. ágúst, hefur af óviðráðanlegum
ástæðum verið frestað um tæpa viku, til laugardagsins 5. sept-
ember. Ferðin verður enn skemmtilegri fyrir bragðið, skráið ykk-
ur í síma 17500.
Ferðanefnd
-rk
ísafjörður
Smiðja fær verðlaun
„TfREKVENTA 6LfGjvAfiE
Víðir Kristjánsson á sæti í undirbúningsnefndinni, og hefur mest mætt á honum að skipuleggja þinghaldið á (slandi
Mynd: Sig.
Vinnuvernd
Bakið er höfuðverkur
Samnorrœntþing um vinnuumhverfismálstendur nú yfir á Hótel
Sögu. Þátttakendur á þriðja hundrað