Þjóðviljinn - 27.08.1987, Page 4

Þjóðviljinn - 27.08.1987, Page 4
LEIÐARI Ákvörðun óskast Útvegsbankamáliö hefur verið að velkjast á vörum manna og miðla síðustu vikur. Tildrög þess máls voru afar einföld: Hlutabréf bankans voru til sölu á frjálsum markaði samkvæmt ákvörðun Alþingis og auglýsingu þáver- andi viðskiptaráðherra, Matthíasar Bjarnasonar. Hverjum og einum var frjálst að bjóða í bréfin. Hins vegar bjuggust flestir við því, að það yrðu ekki aðrir en aðilar úr sjávarútvegi sem myndu falast eftir bréfunum í bankanum. Útvegsbankinn hefur samkvæmt hefð og nafngift verið banki útvegsins og sjálfsagt að það hlutverk rækti hann áfram. En útvegurinn kom aldrei með neitt tilboð. Það sem verra var, - menn gerðu því nánast opinskátt skóna að útgerðarauðvaldið byggist ekki við neinni samkeppni um bréfin og hygðist í fyllingu tímans kaupa sér eitt stykki banka á útsöluprís. Fyrir landsmenn hefðu þau vinnubrögð þýtt enn ein útlátin upp á miljónahundruð. Hið snjalla og óvænta tilboð SÍS kom hins vegar öllum í opna skjöldu. Fyrir skattgreiðendur kom það vitaskuld einsog himnasending. Það eyðilagði hin ábyrgðarlausu áform tiltekinna aðila i Sjálfstæðis- flokknum um að fá bankann á tombóluverði, og hafa þannig gífurlegar upphæðir af skattgreiðendum. Það hefði mátt ætla að málsvarar hinnar svoköll- uðu frjálsu samkeppni fögnuðu tilboði SÍS, enda hlutabréfin á opnum markaði þar sem allir gátu gert tilboð. Þegar SÍS hafði komið með tilboð sitt brá hins vegar svo undarlega við, að talsmenn hins svokall- aða frjálsa markaðar voru allt í einu orðnir talsmenn hins lokaða markaðar. Þeir sem áður settu á langhunda um gæði sam- keppninnar voru nú allt í einu orðnir þeirrar skoðun- ar, að undir engum kringumstæðum mætti SÍS eignast bankann. Sjálft flaggskip einkaframtaksins í heimi fjölmiðlanna fékk hálfgert taugaáfall, sem í sjálfu sér var skemmtileg viðbót við farsann. Ættaveldið í Sjálfstæðisflokknum, sem hafði ætl- að að eignast bankann fyrir lítinn pening brást við á örvæntingarfullan hátt. Á einni nóttu tókst því að gera það sem ekki tókst áður á mörgum mánuðum, - að leggja fram tilboð í bankann. í orði hét tilboð ættaveldisins „tilboð útvegsins". En það þurfti ekki einu sinni framsóknargreind til að sjá strax, að útvegurinn átti minnst í þeim miljóna- hundruðum sem boðnar voru í bankann. Ljónspart- urinn var í eigu ættaveldisins í Sjálfstæðisflokknum, eða þá í vörslu sjóða sem ættaveldið getur ráðstaf- að. Þannig var Lífeyrissjóði verslunarmanna beitt á mjög umdeilanlegan hátt í þessu skyni. Allir vita hins vegar tengsl valdakjarna Sjálfstæðisflokksins og sjóðsins. Sjóðir íslenskra aðalverktaka, soralegasta hermangsfyrirtækis landsins, voru einnig notaðir í stríðinu um bankann, þó í orðni kveðnu væru það þeir Thor Thors og Halldór H. Jónsson, sem létu saman af hendi rakna 50 miljónir í púkkið. Aðdragandinn að tilboði ættaveldisins lyktaði þannig af spillingu, og það er óhætt að segja að hin óvænta flétta SIS hafi svælt rakkana út úr greninu. Einungis vegna hinnar fullkomnu ringulreiðar sem skapaðist við tilboð þess lét hinn leyndi valdavefur ættaveldisins draga sig fram í dagsljósið með með jafn augljósum hætti og nú. Hvað sem mönnum annars finnst um auðhringinn SlS er Ijóst, að menn telja að því beri hinn siðferðilegi réttur til að kaupa bankann. Það sýndi frumkvæðið og djörfungina, meðan íslenskt einkaframtak sýndi sitt rétta andlit: værð, framtaksleysi, stöðnun. Hins vegar virðist sem viðskiptaráðherra eigi erfitt með að taka ákvörðun um hvert beri að selja bank- ann. Hin upphaflega drift sem hann sýndi í málinu hefur gufað upp fyrir endaiausum vangaveltum um mögulegar leikfléttur. A mjúku hægindi í stóli forstjóra Þjóðhagsstofnun- ar kann vel að vera að Jóni Sigurðssyni hafi hugnast vel að horfa úr Seðlabankahúsinu upp í bláma him- ins og skjóta erfiðum ákvörðunum á frest. En ríkis- stjórn er ekki Þjóðhagsstofnun. Jón Sigurðsson er orðinn ráðherra, og ráðherra getur ekki leyft sér að rýna of lengi í himintunglin. Hann þarf að sýna áræði og/ögg. Úrþví sem komiðerværi lang hreinlegast að selja SÍS Útvegsbankann. Með því myndi viðskiptaráð- herra líka sýna þá djörfung, sem íslensk alþýða vill sjá hjá stjórnendum sínum. En hefur Jón áræðið og kjarkinn? -ÖS KIIPPT OG SKORHE) Refsivöndur drottins Margir straumar illir fóru af stað eftir að óttinn við banvænan smitsjúkdóm, eyðni, breiddist út yfir öll foldarból. Og verst léku þeir minnihlutahóp sem hefur ekki átt sjö dagana sæla í sög- unni, hómósexúalista. Hommar reyndust einn helsti áhættuhóp- urinn eins og kunnugt er, og þetta hafði þær afleiðingar, að þeim sem lítið þekktu til mála fannst að eyðni væri barasta hommaveiki - og létu þá skoðun magna enn upp þá fordóma gegn hommum sem er yfrið nóg af fyrir. Og þeir sem telja sig mjög heittrúaða og Biblí- ufasta gripu náttúrlega til sinnar „rökleiðslu" - það var einum of freistandi fyrir þá að sjá í eyðni einskonar Sódómu og Gómorru: Drottinn var að refsa mönnum fyrir syndir þeirra og hómóxeúal- ismi var einna verst þeirra. Gegn útskúfun Á þetta höfum við nú verið minnt með ýmsum hætti í fjöl- miðlum að undanförnu þegar talsmenn heittrúarsöfnuða hafa Iátið ljós sitt skína. Þeir hafa með einum eða öðrum hætti boðað það viðhorf að hómósexúalismi sé dauðasynd og ósamrýmanleg kristninni. Forstöðumaður Krossins talar síðast í fyrradag um það í Mogganum að „sá sem ástundar slíka ónáttúru hefur þar með gengið út úr náð Guðs“. Homminn er semsagt helvítis- matur. Slíkum og þvílíkum dómum mótmælir Óttar Magnússon læknir á Vogi í ágætri grein í Al- þýðublaðinu á sunnudaginn var. Hann segir frá reynslu sinni af hómósexúölum einstaklingum, sem hafa vegna þrýstings for- dóma og fjandskapar hafnað í þjáningarfullri sektarkennd og sjálfsfyrirlitningu. Óttar tekur drengilega upp hanskann fyrir þennan minnihluta bæði í nafni þeirrar mannnúðarstefnu sem nauðsynleg er til að líft sé í samfé- laginu og svo í nafni skynsemi og þekkingar, sem getur gert sitt til að koma ýmsum slæmum og líf- seigum fordómum fyrir kattarnef (til dæmis þeim að menn verði hommar ef þeir séu forfærðir til þess á unga aldri). Óttar minnir m.a. á það, að engar sérstakar skýringar séu til á hómósexúal- isma, hvorki erföafræðilegar né uppeldisrýnar og það sé út í hött að reikna fyrirbærið til syndar eða „vandamáls“ sem leysa megi með ásetningi og viljastyrk Partur af sköpunarverkinu En Óttar gerir fleira. Hann reynir að mæta hinum dómhörðu heittrúarmönnum á þeirra heimavelli með því að gera hóm- ósexúalismann að snörum þætti sköpunarverksins. Hann segir m.a.: látið þá texta flækjast fyrir sér með þeim afleliðingum að hommum hefur verið útskúfað úr kristnu samfélagi. Hann bregður þá á það ráð að neita að taka Biblíuna bókstaflega í þessum efnum og fær sér til þess stuðning í fordæmi Krists, sem háði marga hildi við bókstafstrúarmenn eins og menn muna og átti þeim mun greiðari leið að þeim sem sam- tíminn taldi syndum hlaðna og út- skúfaði. Þarfur mál- flutningur Það er mjög þarft að reyna að sporna við fordæmingarhjali heittrúarmanna nú á tímum, þeg- ar ýmsir gera sig líklega til að taka aftur af minnihlutahóp eins og hommum það sem þeim hafði miðað til mannréttinda og frið- helgi einkalífs. Og einmitt alveg prýðilegt að gera sjálft almættið „samsekt" um þá sem eru barasta öðruvísi en aðrir menn. Þótt menn svo ekki gangi svo langt að taka beinlínis upp vörn fyrir mannfólkið gegn skaparan- um, eins og sumir trúmenn hafa gert. Til dæmis sá merki hassídi Leib frá Shpole sem ávarpaði guð sinn með svofelldum orðum: „Vertu ekki alltaf að hugsa um syndir mannanna. Hugsaðu frek- ar um góð verk þeirra. Ég veit að þau eru færri, en þú hlýtur að viðurkenna að þau eru verðmæt- ari. Trúðu mér, það er ekki auðvelt að vera góður í þessum heimi. Og ef ég sæi það ekki með mínum tveim augum að maður- inn er, þrátt fyrir allt, fær um góð- vild, þá mundi ég ekki trúa því. Og því bið ég Þig: vertu ekki grimmur börnum þínum, þér væri nær að undrast gæsku þeirra.“ áb „Hómósexúalitet er sam- kvæmt því sem við vitum best mannlegt ástand sem homminn eða lesban geta ekkert að gert, þau eru svona þrátt fyrir ótal til- raunir til að breyta sér og atferli sínu. En þau eru sköpuð eins og allir aðrir í Guðs mynd svo hómó- sexúalitet er liður í sköpunar- verki guðs.“ Óttar Guðmundsson veit vel af því að bókstafstrúarmenn geta fundið sitt af hverju í Móselögum og svo hjá Páli postula sem kem- ur sér meira en illa fyrir homma, enda hafa kirkjur oft og lengi þJÓÐVILIINN Málgagn sósíalisma, þjóöfrelsis og verkalýöshreyfingar Útgefandi: Útgáfufélag Þjóöviljans. Ritstjórar: Árni Bergmann, Þráinn Bertelsson, össur Skarphóðinsson. Fróttastjórl: Lúðvík Geirsson. Blaðamenn: GarðarGuðjónsson, GuðmundurRúnarHeiðarsson, Hrafn Jökulsson, HjörleifurSveinbjömsson, IngunnÁsdísardóttir, Kristín Ólafsdóttir, Kristófer Svavarsson, Logi Bergmann Eiðsson (íþróttir), Magnús H. Gíslason, MörðurÁrnason, ólafurGíslason, Ragnar Karlsson, SigurðurÁ. Friðþjófsson, Stefán Ásgrímsson, Vil- borg Davíðsdóttir, Yngvi Kjartansson (Akureyri). Handrita-og prófarkalestur: Elías Mar, HildurFinnsdóttir. Ljósmyndarar: EinarÓlason, SigurðurMarHalldórsson. Utlitstelknarar: Sævar Guðbjörnsson, Garðar Sigvaldason. Framkvæmdastjórl: Guðrún Guðmundsdóttir. Skrifstofu8tjóri: Jóhannes Harðarson. Skrifstofa: Guðrún Guðvarðardóttir, Kristín Pótursdóttir. Auglýsingastjóri: Siariður Hanna Sigurbjörnsdóttir. Auglýsingar: Unnur Ágústsdóttir, Olga Clausen, Guðmunda Krist- insdóttir. Símvarsla: Hanna Ólafsdóttir, Sigríður Kristjánsdóttir. Bilstjóri: Jóna Sigurdórsdóttir. Utbreiðslu-og afgrelðslustjóri: HörðurOddfríðarson. Afgreiðsla: Bára Sigurðardóttir, Hrefna Magnúsdóttir. Innheimtumenn: Brynjólfur Vilhjálmsson, OlafurBjömsson. Útkeyrsla, afgreiðsla, ritstjórn: Síðumúla 6, Reykjavfk, simi 681333. Auglýsingar: Síðumúla 6, simar 681331 og 681310. Umbrot og setning: Prentsmiðja Þjóðvi Ijans hf. Prontun: Blaðaprent hf. Verð í lausasölu: 55 kr. Holgarblöð: 60kr. Áskriftarverð á mánuði: 550 kr. 4 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Flmmtudagur 27. ágúst 1987

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.