Þjóðviljinn - 27.08.1987, Page 5

Þjóðviljinn - 27.08.1987, Page 5
Umsjón: Magnús H. Gíslason BÚ87 Gestastofa VHhjálms skólameistara Hlutskörpust í hugmyndasamkeppninni Það var Vilhjálmur Einarsson, skólameistari í Egilsstaðakaup- túni, sem hlaut fyrstu verðlaun í hugmyndasamkeppni þeirri sem BU 87 og Framieiðnisjóður efndu til um nýja atvinnustarfsemi í sveitum. En hugmyndina að þess- ari samkeppni átti raunar Jón Arnþórsson deildarstjóri á Akur- eyri. Rétt þykir að segja hér lítillega frá þessari hugmynd Vilhjálms svo lesendur geti frekar gert sér einhverja hugmynd um hug- myndina, en Vilhjálmur nefnir hana „Gestastofu”. í eins konar greinargerð með „Gestastofunni” bendir Vil- hjálmur Einarsson á að erlendum gestum fari nú ört fjölgandi hér- lendis. Gistirými hins vegar af skornum skammti meðan ör- tröðin er mest, einkum úti um land. Ferðaþjónusta bænda bætir hér nokkuð úr brýnni þörf en þó að takmörkuðu leyti á meðan kostnaður við að koma upp nauðsynlegu húsnæði - þar sem það er ekki fyrir hendi - er jafn- hár og nú. Til að létta þarna undir með Ferðaþjónustu bænda þurfi þrennt að koma til: 1. Minnka fjárfestingarkostn- að verulega. 2. Mynda samtök um staðlaða „gestastofu” sem ferðamenn geti gengið að og viti fyrirfram hvað þeir hafi keypt. 3. Markaðssetja „gestastofu” sem keðju um allt land með sam- eiginlegu bókunarkerfi. Hvað er í boði? Því næst bendir Vilhjálmur á sérstöðu landsins, strjálbýli og ómengað, hreint loft, tært vatn, kyrrð og næði. Allt þetta þyki út- lendingum eftirsóknarvert og að- gang að þessum auð- og hollustu- lindum geti gestastofubændur selt með því að bjóða gestum: 1. Umhverfi, þar sem þeir séu einir með náttúrunni. 2. Einfaldan, íburðarlausan, en góðan aðbúnað: hlýjan skála (baðstofu) með góðum rúmum, eldunaraðstöðu, og lýsingu með gasi, vaski - með eða án rennandi vatns - og kemisku WC. „Gestastofa” sé burstabygg- ing, ca. 3x6 m innanmáls. Hlað- burst (suðurþil) í hefðbundnum baðstofustíl, þjóðlegt mynstur á Frá v. Leifur Kr. Jóhannesson dómnefndarmaður, Vilhjálmur Einarsson verð- launahafi, Ágústa Þorkelsdóttir formaður dómnefndar, Ólöf Kristófersdóttir verðlaunahafi, Sigurður Guðmundsson dómnefndarmaður. Mynd: Ari. Þannig hugsar Vilhjálmur sér að „Gestastofan” líti út. vindskeiðum, gluggi og hurð. Undir súðum beggja vegna séu metersbreið rúm, þar sem tveir geti sofið í hverju rúmi, ef með þarf, (enda þjóðlegur siður). Fataskápur og felliborð við aftur- stafn en á honum sé manngengur gluggi ef eldur lokaði útidyrum. Laust borð og fjórir kollar einu hreyfanlegu húsgögnin. „Gestastofan” er best staðsett í hvammi eða laut hjá læk, og þá er rennandi vatn í stofunni ónauð- synlegt. Nokkur fjarlægð frá þjóðvegi, 10-15 mínútna gangur, er aðeins kostur. Hjálpaðu þér sjálfur Þegar „gestastofunni” hefur verið valinn staður, grefur bónd- inn fyrir henni með traktornum sínum og þekur hlaðið framan við bæinn. Síðan fær hann allt húsið Myndatexti leiðréttur Undirrituðum brá illa í brún er hann sá myndina á þriðju síðu laugardagsblaðs Þjóðviljans og hún sögð var vera af verðlauna- höfunum í hugmundasamkeppni BÚ 87. Þó að myndartextinn sé ekki allur snarvitlaus þá er hann þó rangur um sumt. Því birtum við hér myndina á ný, vonandi með réttum texta. -mhg tilsniðið og setur það sjálfur sam- an, að meira eða minna leyti. Þegar „baðstofan” er svo frá- gengin með því aðkeypta efni sem þörf telst á (aðallega timbur, þilplötur og einangrunarplast), tyrfir bóndinn yfir, hleður e.t.v. torfveggi með langhliðunum og gestirnir mega gjöra svo vel, segir Vilhjálmur Einarsson. Til að minnka fjárfestingar- kostnað þarf tvennt að koma til: a) Eigin vinna og tækjakostur notist sem best. b) Samið verði við nokkur verkstæði um að fjöldaframleiða húsin á sem hagkvæmastan hátt. Eðlilegast telur Vilhjálmur að Ferðaþjónusta bænda sé þarna stjórnaraðili. Dómsorðið Um gestastofuhugmynd Vil- hjálms skólameistara segir dómnefndin m.a.: „Gestastofuhugmyndin sam- einar flesta þá kosti sem óskað var eftir að hugmyndirnar fælu í sér. Hún skapar mörgum at- vinnu, bæði við uppbyggingu og síðan rekstur. Hún er ekki mjög kostnaðarsöm og hugmyndinni er hægt að hrinda í framkvæmd hvar á landinu sem er. Að auki má geta þess að „gestastofur” munu setja hlýlegan svip á ásýnd landsins, þar sem þær verða reistar. „Gestastofur” mætti svo líka reisa sem veiðihús við vötn.” Og þá er bara að efna til bað- stofubyggingar. -mhg Hér situr Sveinn Guðmundsson hinn landsfræga kynbótahest, Sörla frá Sauðárkróki. Mynd: Sig. Úrvals kynbótahross Nýtt blað Rösklega riðið úr hlaði Nýtt blað, sem helgar sig landbúnaðar- og iandsbyggðar- málum, hefur nú hafið göngu sína. Nefnist það Bændabiaðið og útgefandi er félagið „Bænda- synir”. Ritstjóri og ábyrgðar- maður er Bjarni Harðarson. Blaðinu er ætlað að koma út fjórtán sinnum á ári og er áskrift- arverð fyrir árganginn 1100 kr. Ef til vill finnst einhverjum að það sé að bera í bakkafullan læk- inn að bæta enn við blaðakostinn á íslandi. Má það og, með nokkr- um hætti, til sanns vegar færa. Á hitt ber þó að líta að þetta nýja blað hefur að því leyti sérstöðu að það helgar sig alfarið ákveðnum þætti þjóðfélagsmála, þar sem eru hagsmunamál bænda og landsbyggðarinnar. Dagblöðin, sum hver, erja raunar sama akur en hljóta hins vegar að starfa á víðari vettvangi. Héraðablöðin gera það einnig en sinna að öðru leyti sérmálum heimahaganna. Búnaðarblaðið Freyr gegnir ómissandi og ómetanlegu hlut- verki á sínu sviði. Það er fagtíma- rit bænda, greinir frá nýjungum í landbúnaðarmálum heima og er- lendis, segir frá ákvörðunum sem teknar eru í „stjórnstöðvum” bændasamtakanna, en er auk þess vettvangur fyrir margháttað- ar umræður um landbúnaðarmál, svo að eitthvað sé nefnt. Hans rúm verður ekki fyllt af öðrum, enda eru blöð og tímarit sitt hvað. Að bændum er nú ótæpilega vegið úr ýmsum áttum og „lítt af setningi slegið”. Er stundum vandséð hvort meira má sín í þeim málatilbúnaði öllum, þekk- ingarleysi og skammsýni eða ó- menguð illgirni. Meðan svo er hefur hið nýja Bændablað hlut- verki að gegna, sem því endist vonandi aldur til að rækja. -mhg Sýning á kynbótahrossum á landbúnaðarsýningunni vakti mikla og verðskuldaða athygli. Var hún þríþætt. I fyrsta lagi voru sýndir stóðhestar. í öðru lagi afkvæmi undan tveimur kyn- bótahryssum frá Keldudal í Skagafirði. Og loks sýning á ein- stökum kynbótahryssum. Meðal kynbótahestanna var Sörli frá Sauðárkróki, sem nú er orðinn 23 vetra og langelstur þeirra stóðhesta sem þarna komu fram. Sörli hefur þá sérstöðu, auk hins virðulega aldurs, að hafa tvisvar mætt á landbúnaðarsýn- ingar. Af 15 stóðhestum, sem þarna voru sýndir, eru 6 afkom- endur Sörla. Hann hefur hlotið heiðursverðlaun fyrir afkvæmi. Af þessum ástæðum m.a. skipaði Sörli sérstakan heiðurssess á sýn- ingunni og hlaut viðurkenningu samkvæmt því. Af eldri stóðhestum hlaut Gáski frá Hofsstöðum í Hálsa- sveit viðurkenningu. Að stigum var hann raunar jafn Kjarvali frá Sauðárkróki, en varð fyrir valinu af því hann er eldri og hefur hlotið 1. verðlaun fyrir afkvæmi. Af yngri stóðhestunum fékk Glaður frá Sauðárkróki viður- kenningu. Afkvæmi þeirra Nasar og Hrundar Leifs Þórarinsso:, í Keldudal í Skagafirði, se að tölu, eru hvert öðru álit . ra, enda hlaut Nös heiðursverðlaun fyrir afkvæmi á Melgerðismelum í sumar. Hrund fékk þá einnig fyrstu verðlaun fyrir afkvæmi, en hún er undan Nös. Nös og Hrund voru ekki á sýningunni, þær ganga heima með folöldum. Af einstökum kynbótahryssum fékk Blika Magna Kjartanssonar í Árgerði í Eyjafirði viðurkenn- ingu. - En sá á kvölina sem á völina, má Þorkell Bjarnason hrossaræktarráðunautur segja. -mhg Fimmtudagur 27. ágúst 1987 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 5

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.