Þjóðviljinn - 27.08.1987, Side 10
Kennarar
Laugageröisskóla á Snæfellsnesi vantar kenn-
ara til almennrar kennslu. Upplýsingar veita
Haukur Sveinbjörnsson í síma 93-56627 og
Höskuldur Goöi í síma 93-56600 eöa 93-56601.
Frá Grunnskóla
Njarðvíkur
Enn vantar einn kennara viö Grunnskóla Njarð-
víkur. Óskað er eftir kennara í raungreinum en
annaö kemur þó til greina. Upplýsingar veitir Gylfi
Guömundsson, skólastjóri í síma 92-14380 (hs.)
eða 92-14399 (vs.).
Skólanefnd
nlÐNTÆKNISTOFNUN
ÍSLANDS
Eftirtalin námskeið verða haldin á næst-
unni hjá Iðntæknistofnun:
Fræðslumiðstöð iðnaðarins:
Námskeið fyrir ræstingafólk. Námskeiðið er
ætlaö þeim sem hafa meö höndum eftirlit meö
almennri ræstingu þar sem ekki er krafist sér-
stakrar hreingerningar til sótthreinsunar.
Málmtæknideild
Suðunámskeið, notkun duftfylltra víra. Notk-
unarsvið, kostir og gallar. Afköst, fjárhagsleg
atriði. Flokkun suöuvíra og helstu eiginleikar.
Verklegar æfingar og sýnikennsla.
Tölvustýrðar vélar og framleiðsla í málmiðn-
aði. Kynningarnámskeiö um tölvustýrðar
málmvinnsluvélar. Hvaö eru tölvustýrðar vélar?
Hvernig er unniö meö þessum vélum? Hvaö er
tölvustýrð framleiösla? Hvaö er tölvuvædd
hönnun? Leiðbeinendur eru reiöubúnir aö halda
námskeiöið víös vegar um landið eftir samkomu-
lagi.
Raftæknideild
Örtölvutækni II. Forritun, framhaldsnámskeiö.
Smalamál. Skipanamengi í APX 8088. Minniss-
kipting (segments), rof (interrupt). 40 kennslu-
stundir.
Örtölvutækni III. Vélbúnaður. Inn/út tengingar.
Stjórnvistunar- og gagnalínur. Minnisrásir, RAM,
ROM og EPROM. Tengslarásir 8255, 8251 og
8253. 40 kennslustundir.
Rekstartæknideild
Stofnun og rekstur fyrirtækja. Ætlaö konum.
Haldiö á kvöldin og fyrir hádegi á laugardegi.
Námskeiðinu er ætlaö aö auka skilnings þátttak-
enda á því, hvað atvinnurekstur útheimtir, hvað
þarf að athuga og hvaö þarf aö varast.
Stofnun og rekstur fyrirtækja. (Fyrir alla).
Vöruþróun. Kl. 8.30-12.30. Námskeiðið er ætl-
að stjórnendum er bera ábyrgð á: framkvæmda-
stjórn, hönnun og þróun, framleiðslustjórn,
hönnun og þróun, framleiðslustjórn og markaðs-
málum.
Námskeið í Reykjavík eru haldin í húsakynnum
Iðntæknistofnunar, nema annað sé tekiö fram.
Nánari upplýsingar og innritun hjá stofnuninni í
síma (91)68-7000, Fræöslumiðstöö iðnaðarins í
síma (91)68-7440 og Verkstjórnarfræðslunni í
síma (91)68-7009.
Geymið auglýsinguna!
Á þingi kínverska kommúnistaflokksins sem hefst eftirtvo mánuði verðurtekin ákvörðun um efnahagsstefnu næstu ára.
Kína
Atök um
efnahagsstefnu
Tveim mánuðum áðuren þing kommúnistaflokksins hefstgeisar
barátta innan hans milli manna er vilja halda áfram á braut
efnahagslegrar nýsköpunar og andstœðingaþeirra sem kenna
nýbreytninni um miklar verðhœkkanir, efnahagslegt misrétti og
sinnuleysi um hugsjónir
Eftir tvo mánuði verður þing
kínverska kommúnistaflokks-
ins sett í Peking, hið fyrsta um
fimm ára skeið. Þar verða teknar
ákvarðanir um mótun efnahags-
stefnu næstu ára og jafnvel ára-
tuga þannig að ekki er ofsögum
sagt af mikilvægi samkundunnar.
Deng Xiaoping hefur marg-
ítrekað að útilokað sé að lands-
menn víki af braut efnahags-
legrar nýsköpúnar sem verið hef-
ur hans ær og kýr umliðin ár. Á
dögunum sagði hann að ekki
kæmi annað til greina en eldri
menn vikju úr sessi fyrir ungum
eldsálum á þinginu og blandast
engum hugur um að skeyti þessu
var beint að andstæðingum
stefnu hans innan flokksins.
En gamlingjarnir hyggjast ekki
leggja árar í bát og ætla að reyna
að bregða fæti fyrir Deng og fylg-
ismenn hans á þinginu. Þeir eru
sagðir njóta umtalsverðs stuðn-
ings í flokknum, einkum meðal
félaga úti á landsbyggðinni, og
eru ósparir á gagnrýni á ýmsar
skuggahliðar nýsköpunarstefn-
unnar, svo sem ört vaxandi verð-
bólgu, misskiptingu veraldlegra
gæða og skort á hugsjónaeldmóði
og fórnfýsi í samfélaginu. Það
sem stendur þeim helst fyrir
þrifum er að þeir setja ekki fram
neinn valkost í efnahagsmálun-
um annan en afturhvarf til mið-
stýringarinnar sem leitt hafði
Kínverja í miklar efnahagsó-
göngur.
Valdabaráttunnar sjást fá
merki í fjölmiðlum landsins en þó
birtist fyrr í þessum mánuði grein
í Dagblaði bænda þar sem dregin
er upp mynd af hinum dæmigerða
flokksleiðtoga í sveitahéraði
einsog hann kemur ritstjórum
blaðsins fyrir sjónir.
„Að hans mati hefur nýsköp-
unin leitt til glundroða í efna-
hagslífi landsins og óhóflegra
verðhækkana á nauðsynja-
vörum. Hann telur að aukið ríki-
dæmi fáeinna hafi orsakað stétt-
askiptingu og að aukin neyslu-
hyggja hafi komið í stað stéttam-
eðvitundar og siðferðilegrar og
samfélagslegrar ábyrgðartilfinn-
ingar.
Blaðið fullyrðir að þessir gam-
aldags flokksfélagar ýki ávallt
mikilvægi samvinnu í héruðum
sínum í skýrslum til miðstjórnar
flokksins en gerðu lítið úr ein-
staklingsframtaki. „Þeir sækja
gjarna fátækar fjölskyldur heim
en sneiða hjá dyrum betur
stæðra." Afleiðingin er sú, að
mati blaðsins, að einkaframtaks-
menn fyllast ótta um að flokkur-
inn söðli um og hverfi aftur til
eldri stefnu og selja hlutabréf sín.
Ritstjórar Dagblaðs bænda
telja þessa menn og „vinstri-
mennsku" þeirra dragbít á kín-
versku efnahagslífi og vitna í orð
Dengs um að „vinstriöfgar“ hafi
tafið alla þróun í Kína í rúm tutt-
ugu ár frá 1957-1978.
En nú vill svo til að félagar
þessir hafa mikið til síns máls.
Verð á nauðsynjum hefur hækk-
að meira það sem af er þessu ári
en nokkru sinni áður í sögu al-
þýðulýðveldisins og stjórnin
neyddist á sunnudaginn var til að
setja á verðstöðvun og tók jafn-
framt ákvörðun um að stórauka
niðurgreiðslur.
Nýsköpunin hefur valdið því
að hópur kaupahéðna og um-
svifameiri bænda þénar um 10-20
sinnum meira en gengur og gerist
meðal almennings.
Nú eru verkamenn ekki lengur
hvattir til dáða með því að höfða
til föðurlandsástar og fórnfýsi í
þágu samfélagsins heldur er hin-
um yngri og dugmeiri greitt hærra
kaup en gamlingjum og letingj-
um og er þá talið einu mega gilda
hver sé þörf hvers og eins.
Dagblað bænda hjó enn í sama
knérunn í fyrradag. Að vísu var
það viðurkennt að nýsköpunar-
stefnan hefði ýmsar skuggahliðar
en á því hamrað að „vissir fé-
lagar“ bentu ekki á neinn fýsi-
legan valkost og ef horfið væri
aftur til stefnunnar sem ríkti fyrir
árið 1978 þá þýddi það ekkert
annað en að „allir yrðu fátækir á
ný-“
Andstæðingar nýmælanna
benda á fleira sem þeim finnst
miður fara en launamisrétti og
verðhækkanir. Þeir segja marg-
víslega spillingu vera fylgifisk
valddreifingar í efnahagsmálum
og, það sem enn verra er, að
ráðamenn í Peking hafi ekki
lengur neina stjórn á efna-
hagsmálunum. Þeir hafi fært
mjög mikið vald í hendur verk-
smiðjustjóra og héraðsstjórna
sem skelli skollaeyrum við fyrir-
mælum frá höfuðborginni. Og
ríkisstjórnin verði að láta sér það
lynda. Dæmi um þetta mun vera
að valdhafar í Peking hafa ítrek-
að skipað framkvæmdastjórum
ríkisfyrirtækja að stemma stigu
við bónusgreiðslum en í stað þess
hafa þær stóraukist uppá síðkast-
ið.
En þrátt fyrir allt er ekki talið
að Deng og félagar þurfi að óttast
það að verða ofurliði bornir á
flokksþinginu. Þeir hamra á því
að það sem miður fer nú í efna-
hagslífinu sé tímabundið og ekki
annað en vaxtarverkir samfélags í
mótun. Ennfremur benda þeir
óspart á, einsog fyrr er getið, að
gagnrýnendur þeirra hafa ekki
upp á neitt að bjóða sem hönd á
festir. Það sé í sjálfu sér gott og
blessað að höfða til föðurlands-
ástar og hugsjónaeldmóðs en
reynslan hafi sýnt að það seðji
ekki hungur nokkurs manns.
-ks.
10 SfÐA - ÞJÓÐVILJINN Flmmtudagur 27. ágúst 1987