Þjóðviljinn - 24.09.1987, Blaðsíða 2
—SPURNINGIN-
Hvaö er unnt aö gera til að
stöðva starfsmannaflótt-
ann frá borginni?
Rúnar Halldórsson
borgarstarfsmaður:
Við þessu er aðeins til eitt og einfalt
svar: Hækka launin. Ætli að hækkun-
in þurfi ekki að vera um 30-40%.
Guðfinna Sigurjónsdóttir
húsmóðir:
Eina leiðin er að borga fólkinu
hærra kaup. Launin spila mest inní
þennan starfsmannaflótta.
Sigrún Jónsdóttir
bókhaldari:
Ég sé ekki neina aðra leið færa en
að hækka verulega laun borgar-
starfsmanna. Ég hugsa að 10 til 15
þúsund króna launahækkun þurfi til
svo að fólk fáist í allar þær stöður sem
eru lausar hjá borginni.
Jón Viðar Þórmundsson
húsvörður:
Ég hugsa að það dugi ekkert ann-
að en að hækka kaupið. Kauplag þarf
að fylgja hækkun á verðlagi.
Þrúður Kristjánsdóttir
skólastjóri:
Það verður að bæta launin, þannig
að það sem borgarstarfsmenn beri úr
býtum sé sambærilegt við það sem
gengur og gerist á almennum
launamarkaði.
FRÉTTIR
Fiskmarkaðirnir
Mikill áhugi útlendinga
Töluverður fjöldi útlendinga hefur komið ogskoðað starfsemina. Tölvukerfin
vakið mesta athygli. Einar Sveinsson: Þorskverð hátt til áramóta
að hefur eitthvað verið um
það að erlendir gestir á sjá-
varútvegssýningunni hafi komið
hingað og verið að spá í fiskinn
sem við seljum hér. Sérstaklega
hafa Hoiiendingar haft mikinn
áhuga á kola. En mesta athygli
útlendinganna hefur þó vakið
tölvukerfið sem við notum hér við
uppboðin, sagði Andrés Hall-
grímsson, skrifstofumaður hjá
Faxamarkaðinum í Reykjavík.
Sömu sögu hafði Einar Sveins-
son, framkvæmdastjóri Fisk-
markaðarins í Hafnarfirði, að
segja. Þangað hafa komið fjöl-
margir útlendingar að forvitnast
um aðstöðu markaðarins til fisk-
uppboða og hvernig menn hér
höguðu sér í þeim efnum, og þar
hefur tölvukerfið einnig vakið
mesta athygli. Sérstaklega Breta,
en Hollendingar hafa svipað kerfi
á sínum uppboðsmörkuðum og
hér heima.
Á báðum mörkuðunum hefur
verið lítið framboð af þorski og af
þeim sökum hefur verð á honum
verið mjög hátt upp á síðkastið.
Á Faxamarkaðinum hefur kílóið
af þorskinum komist upp í 52
krónur að meðaltali, sem segir
sína sögu um hvað framboðið er
lítið en eftirspurnin mikil.
Á Fiskmarkaðinum í Hafnar-
firði hefur kflóið af þorskinum
verið um 47-48 krónur að meðalt-
ali að undanförnu. Þá hefur
langan notið töluverðra vinsælda
hjá fiskkaupendum og hefur kí-
lóið af henni farið vel yfir 30
krónur.
Að sögn Einars Sveinssonar
eru margir bátar nú þegar búnir
með þorskkvótann sinn og bjóst
hann við því að verðið fyrir
þorskinn ætti eftir að haldast hátt
út árið af þeim sökum, þar sem
framboðið af honum héldist eng-
an veginn í hendur við eftirspurn-
ina.
grh
Launanefndin á fundi í gærmorgun. Ásmundur Stefánsson: Á ekki von á að neinn úrskurður liggi fyrir fyrr en á föstudag.
Mynd: Sig.
Launanefndin
Daglegir fundir
Ásmundur Stefánsson, forsetiASÍ: Vona ílengstu lög aðþað gangi
saman. Nefndinni ber að Ijúka störfum á morgun
Eg hef lýst minni skoðun á mál-
inu og hef í sjálfu sér engu við
að bæta eftir fundinn í morgun.
Nema hvað ég vona í lengstu iög
að það gangi saman, sagði As-
mundur Stefánsson, forseti ASI,
að loknum fundi launanefndar í
gær.
Fundurinn hófst klukkan ell-
Vísitala byggingarkostnaðar
hefur hækkað um 1.09% frá í
ágúst. Síðustu 12 mánuði hefur
byggingarvísitalan hækkað um
16.7% en undanfarna 3 mánuði
hefur hún hækkað um 2.4%. Það
efu í húsakynnum Alþýðusam-
bandsins og stóð til klukkan rúm-
lega hálfeitt, og var farið yfir
margvísleg gögn að sögn Ás-
mundar.
- Við fundum daglega, en ég á
ekki von á að neinn úrskurður
liggi fyrir fyrr en á föstudag, sagði
Asmundur.
jafngildir um 10% verðbólgu á
heilu ári.
Af hækkun vísitölunnar í síð-
asta mánuði stafar um 0.5% af
hækkun söluskatts, um 0.2% af
hækkun á sementsverði og 0.4%
af hækkun ýmissa efnisliða.
Launanefndinni ber að ljúka
störfum á morgun, föstudag.
1,5% áfangahækkun kemur á öll
laun 1. október, en hækkun fram-
færsluvísitölunnar frá því í maí-
byrjun er nú komin 5,65% fram
yfir rauða strikið sem ASÍ og VSÍ
sömdu um sem viðmiðun á þessu
tímabili í jólaföstusamningunum.
Verkalýðshreyfingin hefur gert
kröfu um að verðbólguskriðan
frá því í sumar verði bætt að fullu,
en atvinnurkendur hafa ekki ljáð
máls á því. í síðustu viku lagði
VSÍ fram tilboð að nýjum kjara-
samningi sem gengur miklu
skemra, en því tilboði hafnaði
Alþýðusambandið algerlega.
Alþýðusambandið ræður enn
yfir oddaatkvæði í launanefnd-
inni.
HS
Byggingarvísitalan
16.7% árshækkun
Akureyri
Er það
einleikið?
Práinn Karlsson leikari
með tvo einþáttunga.
Síðustuforvöð að sjá
leikinn
„Ég ætla að vera með sýningar
á Er það einleikið? í Samkomu-
húsinu á Akureyri á næstu helgi,
laugardaginn 26. og 27. septemb-
er og einnig helgina þar á eftir. í
verkinu eru tveir einþáttungar:
Varnarræða mannkynslausnara
og Gamli maðurinn og kven-
mannsleysið. Höfundur er Böðv-
ar Guðmundsson og leikstjóri er
Þórhildur ÞorIeifsdóttir,“ sagði
Þráinn Karlsson leikari í spjalli
við Þjóðviljann.
Eins og leiklistaráhuga-
mönnum er kunnugt, var verkið
leikið í fyrra við miklar vinsældir
og góða dóma. Þráinn er einn á
sviðinu allan tímann og er ekki að
efa að hann mun gleðja alla þá
sem á sýningar koma með góðum
leik, eins og honum er einum
lagið. grh
Kópavogur
Nýr íþrótta-
fulltrúi
Afundi bæjarstjórnar Kópa-
vogs sl. þriðjudag var staðfest
sú samhljóða ákvörðun bæjar-
ráðs að ráða Jón Júlíusson
íþróttakennara í stöðu íþróttaf-
ulltrúa og mun hann hefja störf 1.
febrúar n.k.
Jón er búsettur á Seltjarnar-
nesi en er nú við framhaldsnám í
Noregi og mun ljúka þar MA
gráðu um áramótin. Aður en
hann fór í framhaldsnám stund-
aði hann íþróttakennslu m.a. við
Varmárskóla og Æfingadeild
K.í.
Aðrir umsækjendur um stöð-
una voru þeir Jónas Traustason
Kópavogi, Ólafur Sigurðsson
Reykjavík, Sigurður Jónsson
Reykjavík og Stefán Konráðsson
Garðabæð. -óp
2 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Fimmtudagur 24. september 1987