Þjóðviljinn - 24.09.1987, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 24.09.1987, Blaðsíða 3
RÉTTI Hermann Guðjónsson verkfræðingur hefur verið skipað- ur vita- og hafnamálastjóri til næstu 5 ára frá 1. nóv. n.k. Her- mann hefur gegnt embættinu undanfarin misseri. Auk hans sótti um stöðuna Daníel Gests- son yfirverkfræðingur hjá Hafna- málastofnuninni. Þrjár veiðikonur í Stangveiðifélagi Reykjavíkur, þær Guðrún Guðjónsdóttir, Elín Möller og Margrét Hauksdóttir hafa verið skipaðar í ritstjórn Veiðifrétta, sem er nýtt mánðar- legt fréttabréf SVFR sem hafið hefur göngu sína. Bandalag kvenna hefur skorað á stjórnvöld og svæðis- og stjórnarnefndir fatl- aðra í Reykjvík að finna þegar lausn á vanda þeirra einstaklinga sem orðið hafa fyrir varanlegum heilaskaða af völdum slysa eða veikinda. Þessir einstaklingar eiga sér engan samanstað og þjóðfélagið gerir hvergi ráð fyrir þeim, segir í ályktun bandalags- ins. Starfsfólk í Stjórnarráðinu tekur upp nýjan vinnutíma að venju frá 1. október n.k. Þá opna skrifstofur kerfisins kl. 9.00 alla virka daga og verða opnar til kl. 17.00 síðdegis. Ferðaskrifstofurnar Útsýn og Samvinnuferðir- Landsýn munu standa sameigin- lega fyrir leiguflugi til Kanaríeyja í vetur. Kanarí-klúbburinn sem Flugleiðir sáu um rekstur á fyrir hönd ferðaskrifstofanna undan- farna vetur hefur verið lagður nið- ur en rekstur hans gekk illa á sl. vetri. Leiðsöguskóli Ferðamálaráðs tekur til starfa í byrjun næsta mánaðar ef næg þátttaka fæst. Kennt verður á mánudags- og miðvikudags- kvöldum og stendur skólinn fram á næsta vor. Frekari upplýsingar fást hjá Ferðamálaráði. Húsgagnaiðnaður Taxtar endurspegli laun / / ✓ Kristbjörn Arnason: Oskammfeilni hjá VSIaðþaðþýði kostnaðar- auka fyrir fyrirtœkin. Bónuslaun ekki inn ítímalaunin. Eingöngu yfirborganir. VSI vill deila og drottna í skjóli ónýtra launataxta Söluskattur á hugbúnað Fulltrúar kvikmyndarinnar, leikhúss og pólitíkur hittast á skólabekk og eru sumir ekki einhamir. Myndin er tekin á námskeiði sem Kvikmyndasjóður og endurmenntunarnefnd Háskólans halda til að kenna gerð kvikmyndahandrita. Á myndinni eru Guöný Hallaórsdóttir og Friðrik Friðriksson kvikmyndagerðarmenn, Ragnar Arnalds alþingismaðurog leikritaskáld og Sveinn Einarsson leihússtjóri. Það er mikil óskammfeilni af atvinnurekendum að bera það á borð fyrir alþjóð að krafa okkar um gerð fastlaunasamninga muni hafa í for með sér kostnaðarauka fvrir fyrirtækin í húsgagnaiðnaði. Það ætti hver að sjá sem vill að krafa okkar er einungis um það að samningar verði gerðir þar sem launataxtarnir endurspegli þau laun sem þegar eru greidd í at- vinnugreininni, segir Kristbjörn Árnason formaður Félags starfs- fólks í húsgagnaiðnaði. Mikil gremja er meðal félaga í Félagi starfsfólks í húsgagnaiðn- aði yfir þeim áróðri sem vinnu- veitendur hafa haldið að fjöl- miðlum síðustu daga um að kröf- ur þeirra muni leiða til verulegrar útgjaldaaukningar fyrir fyrir- tækin, ef gengið yrði að gerð fastlaunasamninga. Á blaðamannafundi í gær kom fram að margir atvinnurekendur í húsgagnaiðnaði hafa að undan- förnu verið að hringja inn til verkalýðsfélagsins, reiðubúnir að semja við félagið vegna þess að margir atvinnurekendur eru ekki sammála stífni Vinnuveitenda- sambandsins sem leitt hefur til verkfalls sem þegar hefur staðið í rúma viku án þess að nokkuð hafi gerst í deilunni sem liðkað gæti fyrir samningum. í þeim sáttatilraunum sem þeg- ar hafa farið fram hefur verka- lýðsfélagið af megni reynt að koma til móts við vinnuveitend- ur, en án árangurs, þrátt fyrir að tillögur félagsins séu í fullu sam- ræmi við niðurstöðu kjararann- sóknanefndar, en þar eru raun- laun í greininni frá 229 krónum á tímann í dagvinnu og upp í 369 krónur, en í efsta flokknum eru aðeins um 20% félagsmanna. Tilboð verkalýðsfélagsins um launataxta endurspeglar laun 60% félagsmanna, þannig að neðstu 20% og efstu 20% raun- launa eru tekin í burtu. Þá hefur félagið ekki farið fram á að bón- uslaun fari inn í tímalaunin, held- ur eingöngu yfirborganir og eru báðir aðilar sammála um það. „Það hvarflar að manni sú hugsun að vinnuveitendur vilji ekki semja um að launataxtar verði í samræmi við greidd laun. vegna þess að þeir vilja hafa launataxtana einskis virði til þess að geta deilt og drottnað eftir eigin geðþótta með alls kyns yfir- borgunum til sinna starfsmanna. En okkar verkalýðsfélag hefur aldrei stutt samninga um yfir- borganír og mun ekki gera það,” sagði Kristbjörn Árnason. grh Aldrei innheimtur Málið er að það hefur aldrei verið innheimtur neinn sölu- skattur af hugbúnaði og þar af leiðandi eru þcssir peningar ekki til. Ef ríkið ætlar að innheimta þennan söluskatt af okkur og fleiri fyrirtækjum, sérstaklega sölufyrirtækjunum, þá eru þessi fyrirtæki gjaldþrota. Svo einfalt er það, sagði Pétur Friðriksson starfsmaður Rafreiknis í samtali við blaðið, en ágreiningur er ris- inn um hvort greiða hefur átt söluskatt af hugbúnaði frá árinu ’84 er söluskattur af tölvum var felldur niður. Hér er um að ræða að minnsta sjálfsagt með þeim minni. Þannig að hér getur verið um tugi milljóna króna að ræða.” Pétur kvaðst ekki hafa trú á því að ríkið innheimti þennan sölu- skatt af hugbúnaði aftur í tímann. Til þess væri einfaldlega of mikið í húfi fyrir of marga. í febrúar ’84 var gefin út reglu- gerð sem laut að niðurfellingu á söluskatti á tölvum og tölvubún- aði. Að sögn Péturs hafa hugbún- aðarfyrirtækin jafnan litið svo á að sama gilti um hugbúnað. Máli sínu til stuðnings hafa hugbúnaðarmenn einnig bent á að söluskattur hafi ekki verið Flutningar Tilboö óskast í flutninga á um þaö bil 940 tonnum af áfengi og tóbaki frá Reykjavík til útsölustaða ÁTVR á Akranesi, Akureyri, Sauðárkróki og Ólafsvík. Gert er ráö fyrir vikulegum feröum. Út- boösgögn eru afhent á skrifstofu vorri, og tilboö verða opnuð á sama staö í viðurvist viðstaddra bjóðenda kl. 11.00 f.h. 7. október n.k. Þrjú sjávarafurða- fyrirtæki á íslandi taka þátt í ANUGA 1987 matvælasýningunni í Köln í V- Þýskalandi i október, sem er stærsta sýning sinnar tegundar í álfunni. Það eru stórútflutnings- fyrirtækin, SH, SÍF og Sölustofn- un lagmetis sem verða saman með sýningarbás. Borgaraflokkurinn hefur höfðað mál fyrir bæjarþingi Reykjavíkur á hendur Jóni Bald- vini Hannibalssyni fjármálaráð- herra. Borgaraflokksmenn fara fram á að ríkissjóður greiði þeim tæpar 2 miljónir sem þeir segjast eiga inni af starfsstyrktarfé Al- þingis til þingflokka fyrir þetta ár. Stafrænar símstöðvar voru nýlega teknar í notkun í Borgarnesi og á Hvanneyri og næst verða stöðvarnar að Kljá- fossi og Gröf gerðar stafrænar. Jafnframt hefur símalínum á milli Reykjavíkur og Borgarness verið fjölgað verulega. kosti 25 fyrirtæki, og að vonum er veltan misjöfn. „Hjá okkur gæt- um við verið að tala um söluskatt upp á 1,5 til 2 milljónir bara í fyrra,” sagði Pétur, „og við erum lagður á vinnu forritara fyrr en frá og með síðustu mánaða- mótum, en hann nemur núna tíu prósentum. HS Borgarstjórn Ókeypis vinnustofur Kristín A. Ólafsdóttir leggur til að borgin út- vegi ungum myndlistarmönnum vinnuhús- nœði fyrir lítið eða ekkert Imcnningarmálancfnd Reykja- víkur verður í dag tekin fyrir tillaga um að borgin komi upp aðstöðu fyrir myndlistarmenn, þarsem hinum yngstu þeirra verði veitt tímabundin aðstaða án endurgjalds. Kristín Á. Ólafsdóttir, flutn- ingsmaður tillögunnar, segir í greinargerð að myndlistarmenn njóti minni stuðnings en fólk í ýmsum listgreinum öðrum. Þetta sé einkum bagalegt fyrir unga myndlistarmenn sem eru að koma undir sig fótunum, búa við mikinn efniskostnað og eiga erfitt með að kljúfa kostnað samfara dýru vinnuhúsnæði en eru lítt farnir að sjá fé fyrir framleiðslu sína. Kristín leggur til að ungum kúnstnerum verði veitt afnot af borgarhúsnæði gegn vægu gjaldi eða engu í tvö til þrjú ár. Nefndin afgreiðir tillöguna í dag. -m INNKAUPASTOFNUN RÍKISINS Borgartúni 7, sími 26844 Móðir okkar Anna Halldórsdóttir áður Hofsvallagötu 18 sem andaðist 18. september að Skjólgarði - dvalarheimili aldraðra, Höfn, Hornafirði, verðurjarðsettfrá Fossvogskap- ellunni föstudaginn 25. september kl. 15. Börnin Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir og amma Katrín Sigurðardóttir Höfðagötu 2, Hólmavík er lést á Borgarspítalanum 18. september verður jarðsungin frá Hólmavíkurkirkju laugardaginn 26. september kl. 2. Magnús Þ. Jóhannsson börn, tengdabörn og barnabörn Fimmtudagur 24. september 1987 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 3

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.