Þjóðviljinn - 24.09.1987, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 24.09.1987, Blaðsíða 6
FLÓAMARKAÐURINN f Skoda Oktavíu Vantar ekki einhvern vél og 4 gíra kassa í Skoda Oktavíu? Sími 76229 á kvöldin. Til sölu furuborð.með 4 stólum og eikar- borð með 4 stólum. Uppl. í síma 14279. Bíll tll sölu Til sölu er Fiat 127 ’85 árg. Bíllinn er í toppstandi og lítur vel út, 5 gíra, vetrardekk fylgja. Möguleiki á að taka ódýrari bíl uppí. Uppl. í síma 681310 kl. 9-5. Rúmsökkull Á ekki einhver tvíbreiðan rúm- sökkul (1,50x2 m) sem hann notar ekki lengur og vill gefa mér eða láta fyrir lítið? Þarf ekki að vera sórlega fínn (þó ekki só það neitt verra) en má vera þungur og stöðugur og helst að ekki þurfi að ná í hann upp margar hæðir. Vinsamlegast hring- ið í síma 681310 á daginn eða í síma 36718 eftir kl. 18. íbúð óskast Ungt par sem stundar nám í Reykjavík í vetur var svikið um ibúð. Við erum á götunni. Ef ekki rætist úr verðum við að hætta námi. Erum í síma 18219 eftir kl. 5 á daginn ef einhver getur hjálpað. Karlmannsrelðhjól Óska eftir að kaupa ódýrt en sæmi- lega gott karlmannsreiðhjól. Ef þú átt eitt slíkt sem þú vilt selja þá vin- samlegast hringdu í síma 15785. Flóamarkaður verður haldinn í Múlabæ, Ármúla 34 laugardaginn 26. sept. Opið frá kl. 14-18. íbúð tll leigu Til leigu er lítil tveggja herbergja íbúð á Langholtsvegi. Hentar vel fyrir einstakling eða barnlaust par. Leigist til eins árs hið minnsta. Fyrirframgreiðsla. Tilboð merkt „Ibúð 25" sendist auglýsingadeild Þjóðviljans fyrir 25. september. Óskum eftir 3ja herb. íbúð frá og með 1. des. 1987 til að minnsta kosti eins árs. Uppl. í síma 611017 á kvöldin eða í síma 688115 til kl. 4 á kvöldin. Stór, gamall ísskápur til sölu á kr. 2000.-. Á sama stað er óskað eftir að kaupa gamla pinna- stóla. Uppl. í síma 622084 eftir kl. 18. Óska eftlr ódýru reiðhjóli fyrir 12 ára strák. Gjarnan BMX Team. Uppl. í síma 688575. Volvo 144 árg. 1974 til sölu Bill í góðu lagi á góðu verði. Uppl. í síma 33142. 37 m2 teppi fæst gefins Uppl. í síma 17556. Frystiklsta tll sölu Uppl. í síma 33654. Gömul Rafhavél fæst gefins Sími 35276 eftir kl. 19. Til sölu hljómflutningstæki 2ja ára Tec- kniks. Z 100. Uppl. í síma 22578 eftir kl. 18. Vantar frystikistu á mjög góðu verði Óttar og Unnur. Sími 32814. Viltu læra spænsku/ kenna íslensku? Spænskur jarðfræðistúdent við Há- skóla fslands vill læra íslensku í skiptum fyrir að kenna spænsku og/ eða katalónsku. Þeir sem hafa áhuga vinsamlegast hringið í síma 625308 á Nýja Garði og biðjið um Jorge í herbergi 2 eftir kl. 8 á kvöld- in. Til leigu Herbergi til leigu fyrir geymslu á húsgögnum eða hreinlegri vöru. Rakalaust, bjart og upphitað. Sími 681455. Tll sólu sófasett 3+2+1. Ennfremur 1 stóll stakur. Sími 37287. Vill einhver gamlan fataskáp m/rennihurðum? Hæð 2.30, breidd 1.80,dýpt50cm.Uppl. í síma 666709 síðdegis. Til sölu sem ný ónotuð loftpressa fyrir Airbrush, loftbursta á kr. 9.500,- í síma 19492. Reglusamur og rólegur miðaldra maður óskar eftir herbergi í Vesturbænum eða Skerjafirði. Uppl. í síma 15564 eftir kl. 20 á kvöldin. Óska eftir að kaupa notaðan rafmagnshandfræsara fyrir tré. Sími 44465. Til sölu gamall ísskápur í góðu lagi til sölu. Sími 13092. Tll sölu svartur leðjurjakki, kvenstærð 42. Fóðraður, ónotaður. Uppl. í síma 13092. Strætó Nú þegar Davíð og co. eru í þann veginn að eyðileggja strætisvagna- kerfið er næstbesti kosturinn að „trabba" á milli staða. Trabbinn minn, árg. '84, ekinn 40 þús. km. skoðaður ’87 er til sölu. Vinnusími 622288. Heimasími 20492. Ágúst. Óskum eftir barngóðri konu til að gæta 3ja barna, 1-4 daga í viku. Uppl. í síma 18684. Bíll óskast Mig vantar ódýran bíl strax. Hringið í síma 73351. Aukastarf Heimilishjálp óskast 2 eftirmiðdaga í viku. Búum í Skjólunum. Uppl. í síma 20762. Til sölu Leðurstóll kr. 5000.-, svefnsófi kr. 2000.-, hægindastóll, bókahilla og stólar selst saman á kr. 2000.-. Sími 629942 á morgnana eða eftir kl. 11 á kvöldin. Hraunhellur 8-10 m2 af sléttum fremur þykkum hraunhellum til sölu. Kr. 2.500.-. Upþl. í síma 74288. St. Jósefsspítali, Landakoti Móttökudeild Auglýsum eftir deildarstjóra og hjúkrunarfræö- ingum til starfa á móttökudeild. Um er að ræða tvær 100% stöður og tvær 50% stöður. Starfið felst m.a. í móttöku sjúklinga á bráða- vöktum. Upplýsingar gefnar á skrifstofu hjúkrunarfor- stjóra í síma 19600/300-220. Skurðstofa - ræsting Við ræstingu á skurðstofu eru lausartvær stöður. Um eina 100% stöðu er að ræða, vinnutími er frá kl. 8-16/9-17 og aðra 50% stöðu, vinnutími frá 13-17. Upplýsingar veitir ræstingastjóri milli kl. 10 og 14 í síma 19600/259. Reykjavík 23. september 1987 MINNING Kristín Þóra Jóhannesdóttir Fædd 28. iúní Kristín Þóra, eða Stína eins og hún var alltaf kölluð, var fædd 28. júní 1944. Foreldrar hennar voru Ingibjörg Þórðardóttir frá Hraunsmúla í Kolbeinsstaða- hreppi og Jóhannes Guðmunds- son frá Syðstugörðum, seinna bóndi á Jörfa í sömu sveit. Jó- hannes lést í mars s.l. Af föður sínum hafði Stína ekki mikið að segja og saknaði hún þess alla tíð, að ég held, að vera ekki viður- kennd af föður sínum. Það hlaut að vera nánast óskiljanlegt jafn trygglyndri manneskju og Stína var, að nokkur gæti sýnt afkvæmi sínu fullkomið tómlæti. Móðir Stínu giftist seinna ágætis manni, Guðmanni Sigurðssyni frá Sjó- lyst í Garði. Guðmann reyndist Stínu sem besti faðir og var sam- band þeirra ákaflega notalegt alla tíð. Guðmann lést fyrir fjórum árum langt um aldur fram. Ingi- björg og Guðmann eignuðust tvo drengi saman en þeir eru Þórður sem er sjómaður og Kristjón, en hann er trésmiður. Ingibjörg og Guðmann byggðu sér hús í Garð- inum á stað sem þá var allfjarri aðalbyggð. Nefndu þau bæ sinn Lund. I Lundi hefur fjölskyldan átt heima síðan. Nú er komin mikil byggð umhverfis Lund, enda hefur Lundarnafnið orðið að víkja fyrir skipulaginu og nefnist nú Melbraut 12. Stína og móðir hennar voru saman alla tíð og voru mjög sam- rýndar. Umhyggja Stínu fyrir móður sinni var afdráttarlaus og án undantekninga. Missir Ingi- bjargar er því mikill. Stína var fædd á heimili foreldra minna á Brúarhrauni í Kolbeinsstaða- hreppi. Fæðing litlu stúlkunnar var mikil gleðistund í lífi móður hennar. Og ekki var ánægjan lítil hjá foreldrum mínum og barna- skaranum þeirra að lítil frænka var í heiminn komin. Ingibjörg varð eins og nærri má geta að vinna fyrir sér og litlu dótturinni. Um margt var ekki að ræða fyrir konur á þeirri tíð. Mest var Ingibjörg í vistum hingað og þangað og hafði hún Stínu ávallt með sér. En á hverju vori kom Stína í sveitina og dvaldi þar fram yfir réttir. Krakkahópurinn á Brúarhrauni kallaði hana Stínu litlu til aðgreiningar frá öðrum Stínum í ættinni. Og við vorum farin að bíða eftir komu hennar um leið og fór að lengja dag og söknuðum hennar sáran þegar hún fór til síns heima að aflokn- um réttum. Stína var ekki gömul þegar hún fór að vinna í fiski til að afla heim- ilinu tekna. Smám saman urðu sumardvalir hennar því styttri í sveitinni. Fullorðinsárin tóku við. En á hverju sumri kom Stína í sveitina í fríum sínum og oft skrapp hún í réttirnar. Þá voru rifjaðar upp réttarferðir barn- æskunnar, þegar við systurnar á Brúarhrauni og Stína fórum í ævintýralegar réttarferðir á mis- jafnlega slæmum reiðskjótum og skemmtum okkur konunglega. Gott var að muna annasaman dag og hvfld að kveldi þegar fjórar ungar meyjar lögðust til svefns með kindajarmið í höfðinu eins og við sögðum stundum. Stína byrjaði snemma að vinna í fiski eins og ég nefndi áður. Fiskvinnsla ýmiss konar varð hennar aðalstarf. Hún var vflring- ur til verka og eftirsótt til starfa. Hátekjumanneskja varð Stína þó ekki og ekki átti hún mikinn ver- aldlegan auð. Enda var hún svo 6 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN greiðug og hjálpsöm að ekki var við því að búast að hún safnaði auði. Hjálpsemi Stínu og greiðvikni fengum við systkinin frá Brúarhrauni oft að kynnast. Umhyggja hennar fyrir okkur og fjölskyldum okkar var alla tíð takmarkalaus. Litlu börnin í fjöl- skyldum okkar hafa nú misst góð- an vin. Nú geta lítil frændsystkin ekki lengur heimsótt Stínu í Garði. Stína var ágætlega greind kona. Hún hafði mikinn áhuga á ættfræði og grúskaði talsvert í þeim fræðum. Stína hafði enn- fremur talsverðan áhuga á stjórnmálum og fylgdi Alþýðu- bandalaginu að málum. Alþýðu- bandalagið taldi hún flokk alþýð- unnar, þeirrar alþýðu sem hún sjálf tilheyrði. Stínu var afar annt um verkalýðsfélagið sitt og gegndi þar trúnaðarstörfum. Fyrir fimm árum varð fyrst vart við þann sjúkdóm sem dró Stínu til dauða. í sinni fyrstu sjúkra- hússdvöl, þegar ljóst var að hún var með alvarlegan sjúkdóm, skrifaði hún ýmislegt niður um daglegt amstur á sjúkrahúsinu, líðan sína og um lífið og tilver- una. Það koma mér á óvart þegar ég sá þessi skrif hennar hve trú hennar var sterk og kom hispurs- laust fram í þessum skrifum. Sem barn vissi ég að hún var trúuð en á fullorðinsárum ræddi hún ekki mikið um trúmál líkt og flestir íslendingar. Á sjúkrahúsinu í einverunni gat hún trúað blaðinu fyrir innstu hugrenningum sín- um. Stína tók veikindum sínum með jafnaðargeði. Síðasta ár var henni æði erfitt. Hún reyndi þó allt fram á síðasta dag að leyna þrautum sínum. Þannig var Stína trú til hinsta dags sínu innsta eðli, því að létta byrðar annarra en bera sínar eigin byrðar í þögn og þolinmæði. Minningin um Stínu litlu, sól- argeisla móður sinnar og heillar ættar, á eftir að verma okkur frændfólk hennar og vini um ó- komin ár. Guð gefi Ingibjörgu og bræðrum Stínu styrk á erfiðri stund. Sigurveig Sigurðardóttir ALÞÝÐUBANDALAGHE) Miðstjórn Alþýðubandalagsins heldur fund að Hverfisgötu 105, Reykjavík, 26. og 27. september nk. Dagskrá: Laugardagur 26.9.: Kl. 10-12.30: 1. Skýrsla Varmalandsnefndar. Framsaga: Stefanía Traustadóttir. Umræður. 2. Tillögur Varmalandsnefndar um aðalmálefnaáherslur landsfundar. Framsaga: Gunnar Rafn Sigurbjörnsson. 3. Skýrsla efnahags- og atvinnumálanefndar. Hugmyndir um meðferð skýrslunnar og einstakir þættir hennar reiiaðir.Fram’saga:SvavarGests- son. 4. Önnur mál. Kl. 12.30-13.30: Matarhlé Kl. 13.30 til kvölds: 5. Starfshópar. 1. Aðalmálefnaáherslur landsfundar og meginmarkmið efnahags- og atvinnumálaskýrslunnar. 2. Aðalmálefnaáherslur landsfund- ar og sjávarútvegsmál/kjaramál skv. E/A-skýrslunni. 3. Aðalmálefna- áherslur landsfundar og landbúnaður/vaxtastefna skv. E/A-skýrslunni. Sunnudagur 27.9.: Klukkan 9.30-17: Skil starfshópa. Almennar umræður. Afgreiðsla mála. Hádegishlé verður milli klukkan 12.30 og 13.30 og matur seldur í hádeginu á fundarstað báða daga. Stefnt er að fundarslitum klukkan 17.00 á sunnudag. Æskilegt er að miðstjórnarmenn tilkynni þátttöku í síma 91- 17500 fyrir klukkan 15.00 nú á föstudag, 25. september Alþýðubandalagsfélag Selfoss og nágrennis Aðalfundur Aðalfundur félagsins verður haldinn 30. september n.k. að Kirkjuvegi 7, Selfossi. Dagskrá 1) Venjuleg aðalfundarstörf. 2) Fulltrúi frá Varmalandsnefndinni gerir grein fyrir starfi nefndarinnar. Margrét Frímannsdóttir mætir á fundinn. Nýir félagar sérstaklega boðnir velkomnir. Stjórnin Alþýðubandalagið Ólafsvík Félagsfundur Félagsfundur verður haldinn í Mettubúð fimmtudaginn 24. september kl 20.15. Dagskrá: 1) Málefni Alþýðubandalagsins. 2) Málefni bæjarstjórnar- meiri- hlutasamstarfið. Frummælandi: Herbert Hjelm. Mjög áríðandi að félagar mæti stundvíslega. Stjórnin Alþýðubandalagið Norðurlandi eystra Félagsfundir Fundir verða í Alþýðubandalagsfélögum á Norðurlandi eystra á eftirtöldum stöðum: Þórshöfn - mánudaginn 28. september kl. 20.30. Raufarhöfn - þriðjudaginn 29. september kl. 20.30. Kópaskeri - miðvikudaginn 30. september kl. 20.30. Ólafsfirði - fimmtudaginn 1. október kl. 21.30. Ath. Fundartími kl. 21.30. Á dagskrá fundanna verður m.a. kosning fulltrúa á kjördæmisþing og á Landsfund. - Stjórnmálaumræður. Steingrímur J. Sigfússon mætir á fundina. Nánar auglýst á hverjum stað. ÁBR ~~ Greiðið félagsgjöldin Alþýðubandalagið í Reykjavík hvetur félagsmenn til að greiða heimsenda gíróseðla sem allra fyrst. Stjórnin

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.