Þjóðviljinn - 24.09.1987, Blaðsíða 9

Þjóðviljinn - 24.09.1987, Blaðsíða 9
reynist ekki alltaf unnt að vinna á þann veg, sem maður hefði helst viljað. Og stundum kemur það auðvitað fyrir, að maður efast um að réttar ákvarðanir hafi verið teknar. Kannski orkar allt tví- mælis þá gert er. Nauðsyn samstöðunnar - Eitthvert heilræði til bænda? - Ég er nú kannski ekki fær um að gefa öðrum heilræði. En á það vil ég samt leggja þunga áherslu, að samstaðan er bændum fyrir öllu. Þeir verða að hugsa og starfa sem ein stétt, í einni órofa fylkingu. Það er ávallt brýnt en þó aldrei nauðsynlegra en á erfið- leikatímum. Bændur þurfa að standa fast saman um Stéttarsam- band sitt. Þeir þurfa að efla og styrkja samtök sín á öllum svið- um. Þeir eru samherjar en ekki keppinautar á hvaða sviði bú- vöruframleiðslunnar sem þeir svo starfa. Þakka samfylgdina - Nú ert þú að láta af for- mennskunni og um leið setu í stjórn Stéttarsambandsins. Sakn- arðu starfsins? - Það er nú mín eigin ákvörð- un að hætta. Ég hef setið í stjórn Stéttarsambandsins síðan 1969 og verið formaður þess síðan 1981. Það er orðinn nokkuð langur tími og ekki óeðlilegt að nýr maður taki við. En hvort ég sakna starfsins - jú, öðrum þræði geri ég það en á hinn bóginn sé ég ekkert eftir því að láta nú af þess- um störfum. Þetta hefur ekki alltaf verið dans á rósum, hvorki fyrir mig né bændur. En í þessu starfi hef ég kynnst mjög mörgu fólki og góðu. Mér hefur oft verið sýnd mikil þolinmæði, - kannski stundum óverðskulduð, - í sam- bandi við þau störf, sem ég hef þurft að leysa af hendi. Mér þykir vænt um að hafa fengið aðstöðu til þess að vinna að margháttuð- um hagsmunamálum bændastétt- arinnar. Það hefur verið mikill og ánægjulegur þáttur í lífi mínu, sem ég hefði alls ekki viljað missa af. Ég vil svo að endingu koma á framfæri þakklæti til þeirra, sem ég hefi unnið með í Bændahöll- inni, fyrir ákaflega ánægjulegt samstarf. Ég vil þakka þeim, sem ég hef starfað með í stjórn Stétt- arsambandsins og sumir láta nú af störfum samtímis mér. Einnig mönnum eins og Gunnari Guð- bjartssyni, Árna Jónassyni, Há- koni Sigurgrímssyni og svo, eins og ég sagði öllum sem ég hef unn- ið með þarna í Höllinni við Hag- atorg. Ég óska þeim mönnum, sem nú taka í fyrsta sinn sæti í stjórn Stéttarsambandsins, far- sældar í störfum og vona að stjórnin megi verða samhent eins og verið hefur. Eins og alþjóð veit er Ingi Tryggvason sonur hins lands- kunna skógræktarfrömuðar Tryggva heitins Sigtryggssonar á Laugabóli í Reykjadal nyrðra. Ég spurði Inga hvað hann tæki sér fyrir hendur nú þegar hann hættir að hafa afskipti af málefn- um Stéttarsambandsins. - Ég hef næg verkefni og þarf engu að kvíða hvað það snertir. Til að byrja með fer ég nú heim í Reykjadalinn. Það skyldi nú aldrei vera að Ingi fari að vinna þar að skóg- ræktarmálum svona fyrsta sprett- inn. Sagt er að eplið falli sjaldan langt frá eikinni. - mhg Feröamálanefnd Reykjavíkur hefur samþykkt að efna til samkeppni um gerð minjagripa tengdum Reykjavíkurborg og Höfða. Samkeppnin er haldin í tilefni þess að eitt ár er liðið frá stór- veldafundi sovéskra og bandarískra ráðamanna í Reykja- vík. Þátttaka; Heimild til þátttöku hafa allir íslenskir og erlendir ríkisborgarar sem hafabúsetuá Islandi. Dómnefnd: Dómnefnd skipa Björn Friðfinnsson, forstöðumaður lögfræði- og stjórnsýsludeildar Reykjavíkur, Gísli B. Björnsson, teiknari F.Í.T. og Þórunn Gestsdóttir, fulltrúi ferðamálanefndar. Ritari nefndarinnar er Ómar Einarsson, framkvæmdastjóri. Trúnaðarmaður: T rúnaðarmaður dómnefndar er Ómar Einarsson, framkvæmdastjóri. Fyrirspurnir: Fyrirspurnir má aðeins senda skriflega til trúnaðarmanns dómnefndar fyrir 14. sept. 1987, og mun hann leggja afrit af þeim fyrir dómnefndina en svara fyrirspurnum frá og með 15. september. Keppnistillögur: 1. Keppnistillögum skal skila á ógegnsæjan pappír, stærð A-2 (59.4 cm x 42.0 cm) eða upplímdar á pappír af sömu stærð. Heimilað er að tillögunum fylgi fuliunninn gripur. Allur skýringartexti með tillög- um skal vera vélritaður eða ritaður á annan vélrænan hátt. 2. Höfundum þeirra tillagna sem hljóta verðlaun verður falin endan- leg gerð þeirra til fjöldaframleiðslu. 3. Ekki eru sett nein skilyrði um útlit eða gerð minjagripanna önnur en að þeir henti vel til fjöldaframleiðslu. Merking og afhending: 1. Tillögur skulu vera auðkenndar með 5 stafa tölu (kennitölu). Ógegnsætt umslag merkt orðinu „nafnmiði" og kennitölunni fylgi tillögunni. í umslaginu skal vera nafn og heimilisfang tillöguhöfund- ar eða -höfunda. 2. Skila skal tillögum til trúnaðarmanns, Ómars Einarssonar, Frí- kirkjuvegi 11 í síðasta lagi 8. október 1987, kl. 16:00. Úrslit: Sigurvegurum keppninnar verður tilkynnt um úrslit strax og þau eru ráðin á sérstökum Reykjavíkurkynningardegi 12. október 1987 og þau síðan birt í fjölmiðlum. Sýning: í tengslum við ráðstefnu sem haldin er þennan samadag um Reykja- vík sem funda- og ráðstefnustað verður haldin opinber sýning á til- lögunum. Verðlaun: Verðlaun eru samtals kr. 175.000,-. Þaraferu: 1. Verðlaun kr. 100.000,- 2. Verðlaun kr. 50.000,- 3. Verðlaun kr. 25.000,- Verðlaunin verða afhent við hátíðlega athöfn í Höfða 12. október. Hagnýting hugmynda: Ferðamálanefnd áskilur sér rétt til fjöldaframleiðslu á verðlaunatillög- um með þeim takmörkunum sem lög um höfundarrétt setja. Fimmtudagur 24. september 1987 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 9

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.