Þjóðviljinn - 24.09.1987, Blaðsíða 12

Þjóðviljinn - 24.09.1987, Blaðsíða 12
Breskir þorparar 21.00 Á Stöð 2 í KVÖLD 2. þáttur af 6 í breskum spennumyndaflokki. Þeirfélagar Derke Martin og Nigel Planer reka saman fyrirtæki sem sér um innheimtur. Annar þeirra er fyrrverandi lögregluþjónn en hinn stundaði ættifræði og kenndi austurlensk- ar sjálfsvarnariþróttir. Þeir ættu því að vera viðbúnir öllu hinu versta í oft erfiðu starfi. ARP-SJONVARP Máln- inga- skothríð 21.50 á Stöð 2 í kvöid Stríðsleikir fyrir fullorðna, þar hver eltir annan uppi og skjóta með byssum sem hlaðnar eru með málningu, hafa verið í miklu uppáhaldi hjá bandarískum há- skólanemum undanfarin misseri. Bíómyndin „Gotcha“ sem Jeff Kanaew stýrði og hlaut góða dóma fyrir, kemur inná þennan leik háskólanema. Söguhetjan, Jonathan skarar fram úr félögum sínum í þessum stríðsleik en gengur verr að ganga í augun á skólasystrum sínum. Ásamt vini sínum bregður hann sér yfir Atlantsála og litast um í heimsborginni París og þá fer að hitna í kolunum. Viðtalið 20.00 Á RÁS 1 í KVÖLD Fimmtudagsleikrit útvarpsins er að þessu sinni „Viðtalið" eftir tékkneska rithöfundinn Vaclav Havel í þýðingu Jóns R. Gunn- arssonar. Havel er einn af þekktustu leikritahöfundum samtímans. Hann er ádeiluskáld og hefur tekið virkan þátt í baráttu fyrir auknum mannréttindum í heima- landi sínu. Síðastliðinn vetur hlaut hann hin virtu Erasmus bókmenntaverðlaun í Hollandi sem hann gaf mannréttindasam- tökunum Charta 77. Leikritið „Viðtalið“ segir frá rithöfundi nokkrum sem fallið hefur í ónáð hjá valdhöfum sem hafa sent hann í erfiðisvinnu í brugghúsi. Dag nokkurn kallar forstjóri brugghússins hann á sinn fund og í samtali þeirra kem- ur fram að hann telur hlutskipti sitt litlu betra en rithöfundarins. Leikstjóri er Kristín Jóhannes- dóttir en leikarar eru tveir, þeir Erlingur Gíslason sem fer með hlutverk forstjórans og Harald G. Haralds sem leikur rithöfund- inn. Tæknimaður er Friðrik Stef- ánsson. Leikritið var frumflutt í útvarpinu árið 1984. Erlingur Gíslason Hrakfalla- balkar og hrekkju- svín 21.00 í KVÖLD Á BYLGJUNNI - Þaðkomatveirgóðirgestirí þáttinn til mín í kvöld, þeir Jón Berg Halldórsson úr Hafnarfirði sem er ógurlegur prakkari og Guðmundur Guðlaugsson sendi- bflsstjóri úr Reykjavík sem Jón skoraði á að mæta í þáttinn, sagði Jóhanna Harðardóttir sem stjórnarhinum vinsæla þætti „Hrakfallabálkar og hrekkju- svín“ á fimmtudagskvöldum á Bylgjunni. - Það er rétt að ítreka það við Guðmund, að hann á að mæta í þáttinn. Jón Berg er ekki með neitt grín, þetta er full alvara, sagði Jóhanna. 6.45 Veðurfregnir. Bæn 7.00 Fréttir 7.03 Morgunvaktln- Hjördís Finnboga- dóttir og Jóhann Hauksson. Fréttir sagðar kl. 8.00 og veðurfregnir kl. 8.15. Fróttayfirlit kl. 7.30 en áður lesið úr for- ustugreinum dagblaðanna. Tilkynning- ar lesnar kl. 7.25, 7.55 og 8.25. Guð- mundur Sæmundsson talar um daglegt mál kl. 7.20. Fréttir á ensku sagðar kl. 8.30. 9.00 Fréttir. Tilkynningar. 9.05 Morgunstund barnanna: „Gosi“ eftir Carlo Collodi Þorsteinn Thorar- ensen les þýðingu sína (21). 9.20 Morguntrimm. Tónleikar. 10.00 Fréttir. Tilkynningar. 10.10 Veðurfregnir. 10.30 Ég man þá tíð Hermann Ragnar Stefánsson kynnir lög frá liðnum árum. 11.00 Fróttír. Tilkynningar. 11.05 Samhljómur Umsjón: Anna Ing- ólfsdóttir. 12.00 Dagskrá. Tilkynningar. 12.20 Hádegisfréttir 12.45 Veðurfregnir. Tilkynningar. Tón- leikar. 13.30 I dagsins önn Fjölskyldan. Umsjón: Kristinn Ágúst Friðfinnsson. 14.00 Miðdegissagan: „Dagbók góðrar grannkonu" eftlr Dorls Lessing Þu- riður Baxter les þýðingu sína (4). 14.30 Dægurlög á milli strfða 15.00 Fróttir. Tilkynningar. Tónleikar. 15.20 Ekki til setunnar boðið Þáttur um hauststörf og frístundir. Umsjón: Inga Rósa Þórðardóttir (Frá Egilsstöðum). 16.00 Fréttir. Tilkynningar. 16.05 Dagbókin Dagskrá 16.15 Veðurfregnir 16.20 Bamaútvarpið 17.05. Tónlist á síðdegi a) Dúó fyrir fiðlu og víólu eftir Wolfgang Amadeus Mozart. Arthur Grumiaux og Arrigo Pellicia leika. b) Konsert fyrir trompett og hljóm- sveit í Es-dúr eftir Johann Nepomuk Hummel. Pierre Thibaud leikur með Ensku kammersveitinni, stjórnandi: Marius Konstant. 17.40 Torgið Umsjón: Þorgeir Ólafsson og Anna M. Sigurðardóttir. 18.00 Fréttir. Tilkynningar. 18.05 Torgið, framhald Tilkynningar. 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Kvöldfréttir 19.30 Tilkynningar Daglegt mál Endur- tekinn þáttur trá morgni sem Guðmund- ur Sæmundsson flytur. Að utan Frétta- þáttur um erlend málefni. 20.00 Leikrit: „Viðtallð" eftir Vaclav Havel Þýðandi: Jón R. Gunnarsson. Leikstjóri: Krístín Jóhannesdóttir. Leikendur: Erlingur Gíslason og Harald G. Haraldsson. (Áður flutt 1984). 20.50 Gestir i útvarpssal Martin Berkov- ský og Gunnar Kvaran leika tilbrigði eftir Ludwig van Beethoven. Umsjón: Hákon Leifsson. 21.30 Leikur að Ijóðum Sjöundi og loka- þáttur: Ljóðagerð Guðbergs Bergs- sonar og Thors Vilhjálmssonar. Um- sjón: Símon Jón Jóhannsson. 22.00 Fróttir. Dagskrá morgundagsins. Orð kvöldsins. 22.15 Veðurfregnir. 22.20 „Sumar kveður, sól fer“ Trausti Þór Sverrisson sór um þátt í byrjun haustmánaðar. 23.00 Tónlist að kvöldi dags a) Pianó- konsert nr. 1 í fís-moll eftir Serbei Rac- hmaninoff. Zoltá Kocsis leikur með Sin- fóníuhljómsveitinni í San Francisco, Edo De Waart stjórnar b) Sinfónía nr. 2 í B-dúr eftir Franz Schubert. Fílharmoní- usveitin í Vínarborg leikur, stjórnandi: Istvan Kertesz. 24.00 Fréttir 00.10 Samhljómur Umsjón Anna Ingólfs- dóttir. 01.00 Veðurfregnir. Næturútvarp á sam- tengdum rásum til morguns. i& 0010 Næturvakt útvarpslns Snorri Már Skúlason stendur vaktina 6.00 (bítið - Guðmundur Benediktsson. Fréttir sagðar kl. 8.30. 9.05 Morgunþáttur I umsjá Guðrúnar Gunnarsdóttur og Skúla Helgasonar. 12.20 Hádegisfréttlr 12.45 Á mllll mála Umsjón: Hrafnhildur Halldórsdóttir og Sigurður Gröndal. 16.05 Hringiðan Umsjón: Broddi Brodda- son og Erla B. Skúladóttir 19.00 Kvöldfróttir 19.30 Vinsældalisti rásar 2 Gunnar Svanbergsson og Georg Magnússon kynna og leika 30 vinsælustu lögin. 22.07 Tíska Umsjón: Sigmar B. Hauks- son 23.00 Kvöldspjall Edward J. Fredriksen sér um þáttinn að jiessu sinni. (Frá Ak- ureyri) 00.10 Næturvakt útvarpsins Snorri Már Skúlason stendur vaktina til morguns. 7.00 Stefán Jökulsson og Morgunbylgj- an. Stefán kemur okkur réttu megin framúr með tilheyrandi tónlist og litur I blöðin. Fréttir kl. 7.00, 8.00 og 9.00. 9.00 Valdfs Gunnarsdóttir á léttum nót- um. Sumarpoppið allsráðandi, afmæl- iskveðjur og spjall til hádegis. Fjöl- skyldan á Brávallagötunni lætur í sér heyra. Fróttir kl. 10.00 og 11.00. 12.00 Fréttir. 12.10 Páll Þorsteinsson á hádegi. Létt hádegistónlist og sitthvað fleira. Fróttir kl. 13.00. 14.00 Ásgeir Tómasson og sfðdegis- poppið Gömul uppáhaldslög og vin- sældalistapopp í réttum hlutföllum. Fjallað um tónleika komandi helgar. Fréttlr kl. 14.00, 15.00 og 16.00. 17.00 Hallgrfmur Thorsteinsson í Reykjavfk sfðdegis. Leikin tónlist, litið yfir fréttirnar og spjallað viö fólkið sem kemur við sögu. Fróttlr kl. 17.00. 18.00 Fróttir. 19.00 Bylgjukvöldið hafið með tónlist og spjalli við hlustendur. Fróttir kl. 19.00. 21.00 Jóhanna Harðardóttir- Hrakfalla- bálkar og hrekkjusvfn. Jóhanna fær gesti í hljóðstofu. Skyggnst verður inn í spaugilega skuggabletti tilverunnar. 24.00 Næturdagskrá Bylgjunnar. Tónlist og upplýsingar um veður og flugsam- göngur. 7.00 Þorgelr Ástvaldsson. Morguntón- list, fréttapistlar og viðtöl. Þáttur fyrir fólk á leið í vinnuna. 8.00 Stjörnufréttir (fréttasími 689910) 9.00 Gunnlaugur Helgason. Góð tón- list, gamanmál og gluggaö í stjörnu- spána. 10.00 og 12.00 Stjörnufréttir (fréttasími 689910) 12.00 Hádegisútvarp Rósa Guðbjarts- dóttir við stjórnvölinn. 13.00 Helgi Rúnar Óskarsson Leikið af fingrum fram, með hæfilegri blöndu af nýrri tónlist. 14.00 og 16.00 Stjörnufréttir (fréttasími 689910) 16.00 Mannlegi þátturinn. Jón Axel Ól- afsson með blöndu af tónlist, spjalli, fróttum og fróttatengdum atburðum. 18.00 Stjörnufréttir (fréttasími 689910) 18.00 íslenskir tónar. Innlend dægurlög að hætti hússins. 19.00 Stjörnutiminn á FM 102.2 og 104 Ástarsaga rokksins í tónum, ókynnt f einn klukkutima. 20.00 Einar Magnús Magnússon Létt popp á síðkveldi. 21.00 Örn Petersen Tekið er á málum líðandi stundar og þau rædd til mergjar. Örn fær til sín viðmælendur og hlust- endur geta lagt orð í belg í síma 681900. 22.30 Einar Magnus Magnússon. Einar Magnús heldur áfram. 23.00 Stjörnufréttir. Fróttayfirlit dagsins. 00.00-07.00 Stjörnuvaktin. ATH. Einnig fréttir kl. 2 og 4 eftir miðnætti. 16.40 # Sfðustu giftu hjónin í Ameríku. Last Married Couple in America. Gam- anmynd um hjón sem berjast við að halda hjónabandi sínu saman i öllu því skilnaðarfári sem í kringum þau er. Frjálslyndið hjá vinum og kunningum ruglar þau í ríminu og þau lenda í ýmsu spaugilegu. Aðalhlutverk: Natalie Wood, George Segal, Arlene Golonka, Bob Dishy, Dom De Luise og Valerie Harper. Leikstjóri: Gilbert Cates. Þýð- andi: Guðjón Guðmundsson. Universal 1979. Sýningartími 103 mín. 18.20 # Smygl. Smuggler. Breskur fram- haldsmyndaflokkur fyrir börn og ung- linga. Þýðandi: Hersteinn Pálsson. LWT. 18.50 Ævintýri H. C. Andersen, Þuma- lina. Telknimynd með íslensku tali. Leikraddir: Guðrún Þórðardóttir, Júlíus Brjánsson og Saga Jónsdóttir. Loka- þáttur. Þýðandi: Ragnar Hólm Ragnars- son. Paramount. 19.19 19.19. 20.20 Fólk Bryndís Schram tekur á móti gestum í sjónvarpssal. Stöð 2. 21.00 King og Castle Þorparar. Breskur spennumyndaflokkur um tvo félaga sem taka að sér rukkunartyrirtæki. I þessum þætti taka félagarnir að sér inn- heimtustörf fyrir hina illræmdu Cas- sonbræður. Þýðandi: Birna Björg Berndsen. Thames Television. 21.50 # Dauður. Gotcha. Háskólanemarí Los Angeles skemmta sér i einskonar löggu- og bófahasar og nota byssur hlaðnar málningu. Söguhetjan skarar fram úr f þessum leik en er ekki jafn- heppinn í ástamálum. Aðalhlutverk: Anthony Edwards, Linda Fiorentino, Klaus Loewitsch. Leikstjóri: Jeff Kanew. Universal 1985. 23.30 # Stjörnur í Hollywood. Holly- wood Stars. Viðtalsþáttur við fram- leiðendur og leikara nýjustu kvikmynda frá Hollywood. I þessum þætti er rætt við leikkonurnar Sissy Spacek, Jessica Lange og Diana Keaton, en þær léku saman í myndinni „Crimes of the He- art". Einnig er rætt við Klaus María Brandauer um myndina „The Lightship" og Linda Feferman, leikstjóra myndar- innar Seven Minutes in Heaven". Þýð- andi: Ólafur Jónsson. New York Syndic- ate 1987. 23.55 # Námamennirnir.TheMollyMag- uires. Molly Maguire var nafn á leyni- legu félagi námamanna I Pennsylvaniu fyrir siðustu aldamót. Félag þetta hikaði ekki við að grípa til ofbeldisaðgerða til þess að ná fram rétti sínum gegn námu- eigendum. Aðalhlutverk: Sean Conn- ery, Flichard Harris og Samantha Egg- ar. Leikstjóri: Martin Ritt. Þýðandi: Björn Baldursson. Paramount 1970. Sýning- artími 120 mín. 01.55 Dagskrárlok. 12 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Flmmtudagur 24. september 1987 w t- c z Útboð Tilboð óskast í innréttingar rannsóknastofu í byggingu nr. 7 á Landspítalalóð. Utboðsgögn eru afhent á skrif- stofu vorri gegn 10.000.- kr. skilatryggingu. Opnun tilboða ferfram á sama stað kl. 11.00 f.h. mánudaginn 12. október 1987. INNKAUPASTOFNUN RIKISINS BORGARTÚNI 7, PÓSTHÓLF 1450, 125 REYKJAVÍK.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.