Þjóðviljinn - 24.09.1987, Blaðsíða 16

Þjóðviljinn - 24.09.1987, Blaðsíða 16
Aðalsími 681333 Kvöldsími 681348 Helgarsími 681663 Loðna Fundarlaun til Amar Ágœtis loðna. Verk- smiðjurnar yfirbjóða hveraðra. Sam- keppni um hráefnið Við fy.rstu sýn virðist loðnan sem Örn KE kom með hingað til Krossanesverksmiðjunnar í gærmorgun, um 700 tonn, vera ágætis loðna. Eins og við höfum áður auglýst borgum við 3000 krónur fyrir tonnið, sem eru nokkurs konar fundarlaun fyrir fyrsta farminn sem hingað kem- ur, sagði Ásbjörn Dagbjartsson, rannsóknastofumaður hjá Krossanesverksmiðjunni. Nú þegar hafa fjögur loðnu- skip hafið veiðar og tvö af þeim mun þegar vera komin í land til löndunar. Fyrir utan Örn KE er Jón Kjartansson kominn til Eski- fjarðar með 1100 tonn eftir sólar- hringsveiði. Önnur skip sem eru komin á miðin eru Guðrún Þork- elsdóttir SU og Skarðsvík SH. Lágmarksverð Verðlagsráðs sjávarútvegsins fyrir tonn af loðnu er 1600 krónur, og er þá miðað við 16% fitu og 15% þur- refni, en verðið hækkar um 74 krónur tonnið fyrir hvert umfram prósentustig af fitu, en 158 krón- ur fyrir þurrefni. Þrátt fyrir þetta lágmarksverð hafa Síldarverksmiðjur ríkisins boðið 1800 krónur fyrir tonnið. í raun virðist loðnuverð vera frjálst, þrátt fyrir samþykkt Verðlagsráðs um lágmarksverð. ______ grh Völlurinn Kani í hliðið Minni samskipti áhyggjuefni, segir bandaríski mœjor- inn. Vill sjá íslenska sjónvarpið „Það hefur verið til umræðu að bæta hermanni í hliðið,“ sagði Þorgeir Þorsteinsson, lögreglu- stjóri á Keflavíkurflugvelli. Þorgeir sagði að umferð ís-: lendinga inn á hersvæðið hefði minnkað mjög mikið eftir að nýja flugstöðin var vígð. Sagði hann að það væri mun auðveldara að halda uppi eftirliti með ferðum inn á Völlinn, en þangað færu einungis þeir sem hefðu lögboðin leyfi eða ættu erindi, en það væru íslenskir starfsmenn hjá hernum og hjá byggingarverktökum á svæðinu, auk viðskiptavina Landsbankans, en hann er enn með útibú á svæðinu. Ekki hefur enn verið ákveðið hvort hermaður komi í hliðið. en þótt af því verði þá verða íslensku varðmennirnir áfram í hliðinu. Bandaríkjamenn hafa tölu- verðar áhyggjur af því að sam- skiptin við Islendinga minnka vegna nýju flugstöðvarinnar og lýsti McVadon mæjor því yfir á fundi með blaðamönnum sl. þriðjudag að öll samskipti og gagnkvæmar upplýsingar væru jákvæðar. í kvöldverðarboði sem hann hélt fulltrúum íslensku pressunnar, sagðist hann hafa mikinn áhuga á að útsendingar íslenska sjónvarpsins færu inn á kapalkerfi hermannanna. -Sáf þlÓÐVILIINN Fimmtudagur 24. september 1987 211. tölublað 52. árgangur — - ■ • r ■ Þjonusta þína þágu SAMVINNUBANKI ÍSLANDS HF. Fjármögnunarleigur Rangfærslur ráðherra Kristján Óskarsson: Fullyrðingar um að erlend lán séu notuð til bifreiðakaupa úr lausu lofti gripnar. Leiga okkar á bifreiðum til atvinnurekstrar er auðvitað misnotuð að er slæmt til þess að vita að ráðherra fer með rangt mál. Ég get ekki gert mér í hugarlund hver lætur honum þennan upp- spuna í té,“ sagði Kristján Ósk- arsson, framkvæmdastjóri fjár- mögnunarleigunnar Glitnis. Kristján sagði að fullyrðingar fjármálaráðherra og sögusagnir um að erlendar lánveitingar upp á milljarð hefðu verið notaðar til bifreiðakaupa, væru algerlega úr lausu lofti gripnar. Jón Baldvin Hannibalsson áætlar að erlendar lántökur á vegum fjármögnunarleiga til kaupleigusamninga einkaaðila muni nema 2-3 milljörðum króna á árinu og þar af fari einn milljarður til kaupa á einkabif- reiðum. Jón Sigurðsson, við- skiptaráðherra hefur boðað hert- ar reglur um lántökurnar vegna þessa. „Öll kaup á bifreiðum undir þremur tonnum, sem fjármögn- unarieigurnar annast fjármögnun á, eru fjármagnaðar með inn- lendu lánsfé. Það er ekki leyfilegt að nota erlend lán til slíkra kaupa,“ sagði Kristján. Kristján sagði að fjármögnun- arleigurnar hefðu heimild til að leigja bifreiðar til atvinnurekstr- ar. „Auðvitað vitum við að það er misnotað að einhverju marki, en við getum ekki komið í veg fyrir það.“ Hjá Glitni renna 25% 80 kaupleigulánunum til blfreiða- kaupa vegna atvinnustarfsemi. -rk Kristín Á. Ólafsdóttir og Stefanía Traustadóttir: Miðstjórnarfundurinn er nauðsynlegur undirbúningur að landsfundinum í nóvember. Miðstjórn Alþýðubandalagsins Samstillum hugmyndimar Fundurinn verður tvíþœttur. Annars vegar verður fjallað um starf Varmalandsnefndar en hins vegar um skýrslu atvinnu- og efnahagsmálanefndar „Þetta er síðasti fundur þessar- ar miðstjórnar því að landsfund- ur kýs nýja í nóvember. Það verð- ur m.a. unnið að undirbúningi fyrir stefnumörkun landsfundar. Það er því mikilvægt að mæting verði góð.“ Þetta sagði formaður miðstjórnar Alþýðubandalags- ins, Kristín Á. Ólafsdóttir, þegar Þjóðviljinn ræddi við hana í gær um hvers vænta mætti af fundi miðstjórnar nú um helgina. „Vinnan við að ná flokknum út úr pattstöðu er því í fullum gangi.“ Hvað er átt við með því? „Það er m.a. átt við að félagar samstilli hugmyndir sínar um það hvað beri að gera til að gera flokkinn allt í senn sterkari, trú- verðugri og framsýnni. Varma- landsnefndin hefur staðið fyrir starfi til að gera valkostina ljós- ari. Það þarf líka að skýra ýmis- legt í stefnu flokksins.“ Geturðu nefnt einhver dœmi? „Ég á við ýmis atriði í landbúnaðar- og sjávarútvegs- málum. Hið sama á við um kjara- málin. Ég gæti líka nefnt afstöð- una til vaxta og stjórnunar efna- hagsmála. Skýrsla atvinnu- og efna- „Á þessu stigi vil ég ekkert um það segja hvað við leggjum fram,“ sagði Stefanía Trausta- dóttir, talsmaður Varmalands- nefndar, þegar hún var spurð hvaða málefnaáherslur nefndin mundi leggja til að miðstjórn vís- aði til landsfundar. „Varmalandsnefnd er að ham- ast við að ganga frá tillögum sín- hagsmálanefndar er ágætt tæki til að feta sig áfram í umræðunni. Það er ljóst að skýrslan í heild verður ekki borin upp, hvorki í miðstjórn né á landsfundi, enda er hún ekki unnin á þann hátt. En um. Þar verður getið þeirra mál- efna sem við teljum að Alþýðu- bandalagið eigi að leggja áherslu á. Tillögur okkar taka mið af þeim umræðum sem urðu á fund- um nefndarmanna með félögum um allt land.“ Hvað með könnun á innviðum flokksins, naflaskoðunina marg- umtöluðu? einmitt vegna þess að hún fjallar um ýmis mál, sem um eru deildar meiningar, er hún gott tæki til að ! velta við steinum og gá hvað leynist undir þeim.“ óp „Varmalandsnefndinni ber að skila úttekt sinni á þeim málum til landsfundar. En hvað sem því líð- ur er nauðsynlegt að halda áfram pólitísku starfi. Því er ég viss um að líflegar umræður munu verða á miðstjórnarfundinum um þau málefni sem leggja ber áherslu á í málflutningi Alþýðubandalags- ins. óp Miðstjórn Alþýðubandalagsins Litið fram á veginn Tillögur Varmalandsnefndar taka mið afumrœðum áfundum um allt land

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.