Þjóðviljinn - 24.09.1987, Blaðsíða 8
Stéttarsambandið
Samstaðan
er bændum
um aðgerðum, sem koma óþægi-
lega við marga bændur. Er þetta
ekki vanþakklátt starf?
- Vanþakklátt segirðu, ég hefi
nú ekki orðið svo mjög var við
það. En auðvitað er það svo þeg-
ar taka verður ýmsar ákvarðanir,
sem óneitanlega þrengja að
bændum, að þá getur maður ekki
beinlínis búist við þakklæti. En
bændur skilja nauðsyn þessara
ráðstafana og hafa yfirleitt tekið
þeim vel þótt auðvitað séu þær
ekki sársaukalausar. Hlutverk
Stéttarsambandsins er að milda
þennan sársauka eftir föngum og
stuðla að því, að nýjar búgreinar
nái að festa rætur í sveitunum,
svo að landið haldist í byggð. Það
er lífsnauðsyn fyrir þjóðina að
landsbyggðin haldi velli.
Hitt er svo annað mál, að það
bændum. Þeir virðast staðráðnir í
því að mæta erfiðleikunum með
því að sækja inn á ný svið.
Að milda
sársaukann
- Nú hefur stjórn Stéttarsam-
bandsins og þú, sem formaður
þess orðið að gangast fyrir ýms-
ins meðal almennings. Hefur
vaxandi áhersla verið lögð á þann
þátt og veitir ekki af, því nóg
virðist vera um vanþekkingu og
fordóma.
Mér finnst mikill sóknarhugur í
fyrir öllu
Stéttarsamband bænda var
stofnað á Laugarvatni árið 1945.
Fyrsti formaður þess var Sverrir
Gísiason bóndi í Hvammi í
Norðurárdal í Mýrasýslu. Hann
gegndi því starfi í 18 ár. Þá tók við
formennskunni Gunnar Guð-
bjartsson bóndi á Hjarðarfelli og
hafði hana á hendi næstu 18 árin.
Þegar Gunnar Guðbjartsson lét
af formennskunni árið 1981 tók
við henni Ingi Tryggvason.
Ingi Tryggvason var fyrst kos-
inn fulltrúi á aðalfundi Stéttar-
sambandsins árið 1963 og hefur
setið alla aðalfundi þess síðan eða
í 24 ár. í stjórn Stéttarsambands-
ins tók hann sæti árið 1969 og
hefur því setið í stjórn þess í 18 ár.
Það er stundum sagt að bændur
séu ekki breytingagjarnir. Svo
kann að vera um sumt. En sá sem
man íslenskar sveitir fyrir nokkr-
um áratugum og lítur þær aftur
nú hlýtur að endurskoða það álit
sitt að bændur séu almennt
íhaldssamir, slíkar breytingar og
framfarir sem þar hafa orðið á
öllum sviðum. Hitt er rétt, að
þeir eru ekkert óðfúsir á að varpa
því fyrþ borð, sem vel hefur
reynst/ Þessvegna hafa þeir
reyn^f svo fastheldnir á forystu-
menn sína.
Farsælli formennsku Inga
Tryggvasonar lauk á nýaf-
/stöðnum aðalfundi Stéttarsam-
bandsins austur á Eiðum. Hann
lét þá af störfum að eigin ósk.
Biaðamaður Þjóðviljans náði tali
af Inga Tryggvasyni í lok fundar-
ins. Ingi var fyrst að því spurður
hvort formennskan hafi ekki ver-
ið erilsamt starf.
í ýmis horn
að líta
- Ojú, nokkuð svo, svaraði
Ingi. - Maður situr náttúrlega
ekki alltaf á sömu þúfunni. Starf-
inu fylgja mikil fundahöld, bæði í
nefndum og allskonar starfshóp-
um og svo auðvitað með bændum
út um allt land. Það hefur komið
fyrir að ég hefi setið 30 almenna
fundi um landbúnaðarmál á einu
ári og séu allir fundir taldir,
smærri og stærri, þá hafa þeir
komist upp í um 200 á ári. Ég
hygg að starfið verði að þessu
leyti að teljast nokkuð erilsamt.
Víðari vettvangur
- Hafa ekki viðfangsefnin
töluvert breyst síðan þú tókst við
formennskunni?
- Jú, og voru raunar farin að
gera það áður en ég varð formað-
ur Stéttarsambandsins. Lengi
framanaf voru verðlagsmálin
megin viðfangsefni Stéttarsam-
bandsins og stjórnar þess. Síðari
árin hefur það hinsvegar einkum
verið framleiðsluskipulagið þar
sem orðið hefur að taka mið af
versnandi markaðsaðstæðum.
Þegar þrengir að hinni hefð-
Rætt viðlnga
Tryggvasonfrá-
farandi formann
Stéttarsambands
bænda
bundnu búvöruframleiðslu er
það lífsspursmál fyrir sveitirnar
að ötullega sé unnið að því að
koma þar á fót fjölbreyttari fram-
leiðslustarfsemi og að því hefur
Stéttarsambandið reynt að stuðla
eftir megni.
Jafnframt er svo unnið að
aukinni kynningu á starfsemi og
viðfangsefnum Stéttarsambands-
8 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Fimmtudagur 24. september 1987