Þjóðviljinn - 26.09.1987, Blaðsíða 3
ÖRFRÉTTIRi
Margrét
Þórðardóttir
startsmaður Vita- og hafnamála-
skrifstofunnar hlaut 1. verðlaun í
samkeppni sem fyrirtækið Mar-
ska á Skagaströnd stóð fyrir um
besta sjárvarréttinn 1987. Hún
hlaut einnig verðlaun fyrir tvo
aðra fiskrétti en alls voru 10 réttir
verðlaunaðir.
Þjóðarátak
í umferðaröryggi á að hefjast í
byrjun næsta árs. Til að vinna að
undirbúningi þess hefur Jón Sig-
urðsson dómsmálaráðherra
skipað nefnd. EiðurGuðnason er
formaður nefndarinnar en aðrir í
nefndinni eru Böðvar Böðvars-
son lögreglustjóri Kristfn Þorkels-
dóttir auglýsingateiknari Ólafur
B. Thors forstjóri Salome Þork-
elsdóttir alþingismaður Valgarð
Briem hæstaréttariögmaður og
Valgerður Sverrisdóttir alþingis-
maður. Með þeim starfa Ólafur
W. Stefánsson skrifstofustjóri og
Ólafur H. Þórðarson fram-
kvæmdastjóri Umferðarráðs.
Frakklandsfarar
þurfa að fá vegabréfsáritun áður
en lagt er af stað. Nú hefur
franska sendiráðið ákveðið að
opna skrifstofu að Austurstræti 6,
2. hæð, til að gefa út vegabréfs-
áritanir. Skrifstofan verðuropnuð
nk. mánudag. Afgreiðslutími
verðurfrá 8:30-12 og 13:30-17.
Sími skrifstofunnar er 624025.
Doktorsvörn
fer fram í dag laugardag við
læknadeild Háskóla (slands. Það
er Stefán Skaftason læknir sem
ver doktorsritgerð s(na um
eyrnaskurðlækningar á íslandi
1970 til 1980. Andmælendur
verða prófessor Otto Meurman
frá Aabo Universitet og dr. med.
Ole Bentzen, yfirlæknir frá Árós-
um. Prófessor Davíð Davlðsson
stjórnar athöfninni.
Lánskjara-
vísitalan
hefur hækkað um 1.07% frá s(ð-
asta mánuði, en á ársgrundvelli
eru það um 13,6%. Á stðustu tólf
mánuðum hefur lánskjaravísital-
an hækkað um 19,1%.
Félag
eldrí borgara
( Reykjavík og nágrenni heldur
félagsfund á þriðjudaginn í Goð-
heimum, Sigtúni 3 þar sem rætt
verður um húsnæðismál aldr-
aðra. Adda Bára Sigfúsdóttir hef-
ur framsögu á fundinum sem
hefst kl. 20.30.
, Bjargey
Ólafsdóttir
Stafholti 16 á Akureyri verður átt-
ræð á morgun sunnudag.
FRÉTTIR
Heimilishjálp
Astandið mjög alvarlegt
Sjúkrahúsin geta ekki útskrifað fólk vegna manneklu hjá Heimilis-
hjálp. Stefanía Úlfarsdóttir: Mjög dýrtfyrirþjóðfélagið. JónínaPét-
ursdóttir: Allt að hálfs árs bið eftir heimilishjálp
„Ástandið er mjög aivarlegt og
það fer versnandi,“ sagði Stefan-
ía Úlfarsdóttir, félagsráðgjafi á
Borgarspítalanum, um það
ástand sem hefur skapast á
sjúkrahúsinu vegna mannekiu
hjá Heimilishjálpinni.
Einsog fram hefur komið í
Þjóðviljanum eru um 200 manns
á biðlista hiá Heimilishjálp
Reykjavíkur. Astandið er þó enn
alvarlegra þegar tekið er tillit til
þess að á sjúkrahúsunum dvelst
fjöldi manns vegna þess að enga
heimilishjálp er að fá.
Stefanía sagði að á Borgarspít-
alanum væri töluverður hópur
sem hægt væri að útskrifa ef ein-
hverja heimilishjálp væri að fá.
Sagði hún að vegna þessa þyrftu
sjúklingar að vera á göngum og í
skotum, auk þess sem ekki væri
hægt að taka við öllum sjúk-
lingum þar sem allt væri fullt.
„Það er mjög dýrt fyrir þjóðfé-
lagið að hafa fólk á sjúkrahúsum,
sem með hjálp gæti dvalið heima
hjá sér.“
Félagsráðgjafar á Landspítal-
anum hafa rætt þetta mál við fél-
agsmálaráðherra og á fimmtudag
er ráðgerður fundur félagsráð-
gjafa út af málinu.
Jónína Pétursdóttir, forstöðu-
kona Heimilishjálpar, sagði við
Þjóðviljann að það gæti verið allt
að hálfs árs bið fyrir fólk að fá
heimilishjálp. Sagði hún þetta
mismunandi eftir bæjarhlutum
en ástandið væri einna verst í
Vesturbænum.
Þeir sem þurfa hinsvegar dag-
lega aðstoð fá hana yfirleitt eftir
stutta bið. Það er einkum fólk
sem þarf ræstingu einusinni í
viku, sem verður að bíða.
„Ræstingarnar eru okkur
þungar í skauti. Það er erfitt að fá
konur til að taka þetta að sér fyrir
þessi laun. Við bendum því þeim
sem þurfa á hjálpinni að halda og
aðstandendum þeirra á að reyna
að útvega sjálft fólk til að ræsta,
en við greiðum svo fyrir ræsti-
nguna. Það eru oft barnabörn
sem taka þetta að sér.“ -Sáf
Yflr 20 fóstrunemar frá Finnlandi hafa verið á ferð hérlendis undanfarna daga og kynnt sér land og
þjóð og stöðu dagvistarmála. Nemarnir sem eru frá Jakobsstad litu við á skóladagheimilinu í
Laugarnesi í gærmorgun þar sem Sig. smellti þessari mynd af þeim.
Hátún
Aðgengi
fyrir alla
Sjálfsbjargarmerki
seld á morgun
„Aðgengi fyrir alla“ er kjörorð
helgarinnar hjá Sjálfsbjörg -
landssambandi fatlaðra. Á
sunnudag verður árlegur mer-
kjasöludagur sambandsins, en í
dag verður opið hús í húsnæði
Sjálfsbjargar að Hátúni 12.
Dagskráin í Hátúni hefst
klukkan tvö og hálftíma síðar
verður farið í fyrstu skoðunar-
ferðina um húsið. Þær verða síð-
an endurteknar á hálftíma fresti.
Jóhanna Þórhallsdóttir syngur
við undirleik Svönu Víkingsdótt-
ur, og þau Gísli og Herdís leggja
sitt til stemmningar. -m
Vesturlandsvegur
Allar úrbætur stranda á ríkinu
íbúar Mosfellsbœjar: Krefjastfyrirbyggjandi aðgerða. Aukin slysatíðni á veginum. Páll
Guðjónsson bœjarstjóri: Höfum reyntað ýta við ríkinu án árangurs. Lögreglan íHafnarfirði:
Nauðsynlegtað fœraveginn niðurfyrir bœinn. RögnvaldurJónsson hjá Vegagerðinni:
Framkvœmdir ekki á dagskrá
Norðurland
Fyrsta uppboð
á þriðjudag
Fiskmarkaður Norðurlands á
Akureyri sem var stofnsettur í
vor var formlega opnaður í gær.
Búist er við að fyrsta uppboðið á
markaðnum, sem er fjarskipta-
markaður, fari fram á þriðjudag-
inn.
10 fiskvinnslustöðvar á Norð-
urlandi, allt frá Sauðárkróki til
Þórshafnar, eru tengdar tölvuk-
erfi markaðarins. Ekkert er því
til fyrirstöðu að aðilar utan Norð-
urlands geti tengst uppboðsnet-
inu.
Fiskseljendur verða að til-
kynna afla fyrir hádegi eigi hann
að vera í boði samdægurs. Kaup-
endur geta séð að tölvuskermi
hvaða afli er f boði og boðið í
hann þar til kl. 15.00 en þá verður
lokað fyrir öll boð. Markaðurinn
tekur 3% í sölulaun af brúttó-
söluandvirði aflans.
Stjórnarformaður Fiskmark-
aðarins á Akureyri er Gunnar
Arason og framkvæmdastjóri
Sigurður P. Sigmundsson. -Ig.
Það kemur að sjálfsögðu ekki
til greina að færa Vestur-
landsveginn, niður fyrir hann. En
við höfum eftir fremsta megni
reynt að ýta við rfkinu um að
gerðar verði viðeigandi ráðstaf-
anir til að auka öryggi á veginum
þar sem hann liggur í gegnum bæ-
inn, en án árangurs hingað til,
sagði Páll Guffjónsson, bæjar-
stjóri í Mosfellsbæ.
Mikil óánægja ríkir meðal íbúa
Mosfellsbæjar yfir sívaxandi um-
ferðarþunga og auknum hrað-
akstri á Vesturlandsveginum þar
sem hann liggur í gegnum bæinn.
Vilja íbúarnir að öryggi gangandi
sem akandi vegfarenda verði
aukið með fyrirbyggjandi að-
gerðum og þá ekki síst í ljósi
þeirrar staðreyndar að nú með
stuttu millibili síðsumars hafa
orðið þar þrjú banaslys í umferð-
inni.
En menn greinir á um það hvað
beri að gera. Bæjaryfirvöld vísa á
ríkið, þar sem vegurinn er ríkis-
vegur, um nauðsynlegar úrbætur.
Þá vilja sumir að vegurinn verði
færður niður fyrir bæinn, eins og
Garðar Kristjánsson, varðstjóri
hjá Hafnarfjarðarlögreglunni
tjáði Þjóðviljanum, þegar hann
var spurður álits á því hvað þyrfti
að gera til að auka öryggi vegfar-
enda á þessum vegarspotta sem
liggur í gegnum bæinn. Sagði
Garðar að menn yrðu að gera sér
grein fyrir því að á síðustu misser-
um hefði orðið algjör sprenging í
bflaeign landsmanna og einnig
hitt að umferðarhraðinn hefði
aukist gífurlega, þrátt fyrir við-
leitni lögreglunnar til að sporna
gegn því.
Rögnvaldur Jónsson, umdæm-
isverkfræðingur Vegagerðarinn-
ar á Reykjanesi, segir að ekkert
fé sé á fjárlögum Vegagerðarinn-
ar til framkvæmda á Vesturlands-
veginum í ár. En hann sagði að
nauðsynlegt væri að gera undir-
göng undir veginn, þar sem sí-
felld umferð skólabarna væri yfir
hann. Ennfremur þyrfti jafnvel
að setja upp umferðarljós til að
dempa niður hraðann á veginum.
En engar framkvæmdir á vegin-
um væru á dagskrá Vegagerðar-
innar, þrátt fyrir tilmæli bæjarins
um framkvæmdir.
Það er því ljóst að engar fram-
kvæmdir verða á Vesturlands-
veginum í bráð, þrátt fyrir tíð slys
á honum og auknar kröfur íbú-
anna um nauðsynlegar úrbætur á
honum, til aukins öryggis fyrir
vegfarendur. grh
Miðstjórn AB:
Rætt um lagabreytmgar
Stungin út stefnan sem leggja á fyrir landsfundinn í nóvember.
Kvennafundur í gœrkvöldi
Núverandi miðstjórn Alþýðu-
bandalagsins kemur saman til
síns síðasta fundar kl. 10 i dag og
stendur hann fram á sunnudag. A
fundinum verður fjallað um hug-
myndir Varmalandsnefndar og
teknir fyrir ýmsir punktar úr
skýrslu atvinnu- og efnahags-
málanefndar en um sum atriði
hennar hafa menn ekki verið
sammála.
Að sögn Kristjáns Valdimars-
sonar skrifstofustjóra Alþýðu-
bandalagsins er búist við góðri
þátttöku. Hann vildi benda
mönnum á að hafa með sér
skýrslu atvinnu- og efnahags-
málanefndarinnar.
Reiknað er með að allur morg-
unninn fari í umræður um tillögur
Varmalandsnefndarinnar. Hún
mun leggja fram tillögur um
hverjar helstu málefnaáherslur
flokksins eiga að vera og hug-
myndir um lagabreytingar sem
lagðar verða fyrir landsfund.
Eftir hádegi verður miðstjórn
skipt í starfshópa og verður þá
rætt um efnahags- og atvinnumál-
in.
Frést hefur að þær konur, sem
miðstjórnina skipa, hafi hist til
skrafs og ráðagerða í gærkvöldi
en ekki er vitað hvað þar fór
fram.
-óp
Laugardagur 26. september 1987 J»JÓÐVIUINN - S(ÐA 3