Þjóðviljinn - 06.10.1987, Qupperneq 8

Þjóðviljinn - 06.10.1987, Qupperneq 8
Hugleiðing um samgöngumál einkum jarðgangnagerð - eftir heimsókn til Fœreyja Ýmsa erlenda ferðamenn sem lagt hafa leið sína til landsins hefur að vonum furðað á því hversu litla rækt við Islendingar leggj- um við samgöngumál og uppbyggingu á því sviði í samanburði við ýmislegt annað. Hvern, sem líturyfir dæmigert einbýlishúsa- hverf i, virðir fyrir sér bíla- flotann á götunum, eða svo ekki sé nú minnst á ósköpin, bregður sér í verslun eða banka, hlýtur að undra. Hvers vegna hristist þessi þjóð, sem er nálægt heimsmeti í bíla- eign á einhverjum verstu vegum sem um getur? Hvers vegna lendum við, sem fljúgum flestum þjóðum meira innanlands og milli landa, flugvélum okkar með sárafáum undantekningum á óhæfum flugvöllum? Hvers vegna verjum við fslendingar, sem eigum allt okkar undir fisk- veiðum og flutningum út og inn um hafnir landsins, ekki nema sem svarar andvirði nokkurra íbúðarhúsa á ári til uppbyggingar á þessu sviði? Svona mætti áfram spyrja um marga einstaka þætti samgöng- umálanna, um skipulag eða skipulagsleysi, stjórnun eða stjórnleysi og skilning eða skiln- ingsleysi á mikilvægi samgangna. En að lokum skal spurt, og er það aðalviðfangsefni þessarar greinar: Hvers vegna eru ekki á Islandi, fjöllóttu landi með vogskorinni strönd og miklum veðurhörkum, jarðgöng notuð eða a.m.k. áformuð í stórum stíl, til að leysa á einfaldasta, ÓDÝR- ASTA og notadrýgsta máta úr samgönguvandamálum landsh- luta eins og Mið-Norðurlands, Vestfjarða og Austfjarða? Margt kemur til en þessar ástæður tel ég helstar: 1. Skilningsleysi á mikilvægi góðra samganga, og ónógar fjárveitingar. 2. Þekkingarleysi á tæknifram- förum í gerð jarðganga. 3. Alhæfingar út frá reynslu af fyrri jarðgangagerð á íslandi, sem unnin var af vanefnum við erfiðar aðstæður og leið fyrir tækjaskort, reynslu- og þekk- ingarleysi. 4. Skort á pólitísku þreki, fram- tíðarsýn og kjarki til að hugsa stærri hugsanir fyrir framtíð- ina. 5. Uppslætti á fullyrðingum um gífurlegan kostnað samfara jarðgangaferð. Langtímastefnumörkun er undirstöðuatriði Jarðgangagerð er eðli sínu samkvæmt verkefni sem tekur tíma og naumast munu, nema allra bjartsýnustu menn, reikna Séð út um vestari gangnamunnann á Árnafjarðargöngunum á Borðey skammt norðan Klakksvíkur. Göngin, sem tekin voru í notkun 1965, eru 1680 m löng, u.þ.b. helmingi lengri en Strákagöng við Siglufjörð. í baksýn eru Kasoy og Kunoy. með því að unnið verði að mörg- um göngum samtímis hér á landi í nánustu framtíð. Það hefur því verið skoðun undirritaðs að for- senda þess að skynsamlega verði staðið að þessum málum sé að mörkuð verði stefna og lögð nið- ur langtímaáætlun um fram- kvæmdir á þessu sviði. Með því móti ætti einnig að vera unnt að ná breiðari pólitískri samstöðu og koma í veg fyrir hreppa- eða landshlutaríg um málið. Undirritaður flutti á 107. lög- gjafarþingi ’84-’85 ásamt Sveini Jónssyni sem þá sat á Alþingi fyrir Austfirðinga sem varaþing- maður Alþýðubandalagsins, allviðamikla þingsályktunartil- lögu um langtímaáætlun og stefnumörkun í jarðgangagerð. Tiilögunni var vel tekið af mörg- um þingmönnum úr öllum flokk- um, en hún hlaut þann aldurtila á þessu þingi sem fleiri góð mál stjórnarandstöðuþingmanna að fá ekki afgreiðslu. Því skal samt haldið fram að tillagan með greinagerð og fylgiskjölum og þeim umræðum sem um hana urðu hafi gert sitt gagn og orðið ýmsum nokkur skóli á þessu sviði. A.m.k. brá svo við að skömmu eftir að þingi lauk vorið 1985 hóf þáverandi samgöngu- ráðherra Matthías Bjarnason fundayfirreið og skýrði þá frá því á fundum sínum að sér hefði dott- ið það snjallræði í hug að láta gera langtímaáætlun um jarð- gangagerð. Hliðstæð tillaga, nokkuð aukin með nýjustu upplýsingum, var svo flutt aftur á 108. þinginu ’85- ’86. Tillagan fékk aftur góðar við- tökur og stuðning fjölda þing- manna auk flutningsmanna sem að þessu sinni voru sex úr fimm flokkum. Einnig barst þingnefnd þeirri sem um málið fjallaði fjöldi umsagna og voru þær jákvæðar með nánast þeirri einu unda- ntekningu að Fjárlaga- og hags- ýslustofnun óttaðist að fram- kvæmdir sem í kjölfarið leiddu myndu kosta peninga, og var það skarplega athugað. Engu að síður, þrátt fyrir þær viðtökur sem að framan greinir, treysti stjórnarmeirihlutinn sér ekki til að gera meira en að vísa tillögunni til rfkisstjórnarinnar með þokkalega jákvæðri um- sögn. Hvort þar átti, sem oftar, hlut að máli sú staðreynd að mál- ið var unnið upp og borið fram af stjórnarandstöðuþingmanni verða aðrir að meta. Nú hillir loks undir að alvöru framkvæmdir hefjist við jarð- göng sem hluta af vegakerfinu er byrjað verður á göngum í Ólafs- fjarðarmúla næsta sumar. Ríður á miklu að þar takist vel til. Þeir sem bíða svo óþreyjufullir eftir því að röðin komi að þeim mættu gjarnan spyrja yfirvöld sam- göngumála hvað líði meðferð til- lögu þeirrar um langtímaáætlun um jarðgangagerð sem vísað var til ríkisstjórnarinnar á vordögum 1986. Svipmynd frá Færeyjum Færeyjar eru ekki aðeins einna líkastar Islandi af öðrum löndum vegna þess að þar búi þjóð ná- skyld okkur. Jarðfræði eyjanna og staðhættir minna talsvert á að- stæður á Vestfjörðum og Áustfjörðum og erfiðleikar við að koma á góðum samgöngum eru mjög hliðstæðir og þar er við að glíma. Undirlendi til bygging- ar flugvalla er lítið og aðflug erfitt og vegi verður að leggja yfir háa og bratta fjallgarða, ef ekki er valinn annar kostur. Þar skilur á milli að Færeyingar hafa í yfir 20 ár verið önnum kafnir við að tengja byggðarlög og byggja upp varanlegt og öruggt samgöngunet þar sem jarðgöng leika stórt hlut- verk, sbr. meðfylgjandi töflu frá færeyska landsverkfræðingnum. Við þrælumst með okkar malar- vegi upp á reginfjöll, samanber t.d. fjallvegi á Vestfjörðum og eyðum svo ómældum fjárhæðum í snjómokstur og erfitt viðhald á ári hverju. Það væri of langt mál að fara hér út í ýtarlegan samanburð á kostum þess og göllum að gera jarðgöng annarsvegar og leggja veg hinsvegar ef tengja þarf byggðarlög eða byggðarlag veg- akerfinu sem aðskilin/skilið er af mjóum en háum fjallgarði. Öllum má þó ljóst vera að: 1. Jarðgöng eru varanleg lausn. 2. Jarðgöng leysa yfirleitt af hólmi erfiðari og hættulegri leiðir og þeim fylgja því þæg- indi og öryggi í umferðinni. 3. Rekstrarkostnaður ganga er hverfandi samanborið við við- hald og snjómokstur á fjal- Ivegum. 4. Jarðgöng nýtast alla daga árs- ins á móti því að margir fjall- vegir nýtast aðeins sumar- mánuðina og snjómoksturs- daga á vetrum. 5. Jarðgöng spara geysilega orku og slit á tækjum. (Það kostar sitt af eldsneyti að lyfta mörg hundruð tonna umferð um 3- 4-500 m. eins og gert er á mörgum fjallvegum dag hvern). 6. Jarðgöngmynduímörgumtil- fellum hafa ómetanlega þýð- ingu við að auka félagsleg samskipti, efla atvinnulíf og styrkja byggð. Þessi þáttur er ekki síst mikilvægur þó hann sé síðast talinn og verði seint metinn til fjár. Nokkur orð um kostnað Sú draugasaga hefur orðið ærið lífseig á íslandi að jarðgangagerð fylgi svo óheyrilegur kostnaður að það sé óðs manns æði að tala um slíkar framkvæmdir í stórum stíl. Þetta er í fyrsta lagi rangt og í öðru lagi þeim mun undarlegra sem íslendingar ráðast oftar í ein- stök dýr samgöngumannvirki. Það þykir ekki umtalsvert og er orðið meira en árlegur viðburður að brýr séu byggðar eða göng grafin til þess að koma einni um- ferðaræð fram hjá annarri á Reykjavíkursvæðinu. Ef mig misminnir ekki kostaði brúin yfir Kringlumýrarbraut sem myndar hluta af Bústaðaveginum 70 m kr. á verðlagi síðasta árs. Ætli nýja brúin yfir Ölfusárósa kosti ekki a.m.k. 200 m kr. á núgild- andi verðlagi og Borgarfjarðar- brúin framreiknuð einhversstað- ar nálægt einum milljarði, eitt þúsund milljónir króna. Jarðgöng, hvort sem heldur er í Ólafsfjarðarmúla, á Austfjörð- um eða Vestfjörðum, yrðu ekki fyrstu dæmin um einstök fjárfrek mannvirki í samgöngukerfinu og ekki þau síðustu heldur. Við að- stæður eins og á íslandi hljóta einstakir áfangar, sérstök erfið úrlausnarefni, að verða dýrari en önnur og það er ekki gáfulegur mælikvarði á kostnað í þessu sambandi að bera hann alltaf saman við hvað leggja mætti langan beinan veg við góð skil- yrði fyrir sömu peninga. Tölur frá Færeyjum Upplýsingar sem undirritaður fékk hjá færeyska landsverkfræð- ingsembættinu fyrir nokkrum dögum um kostnað við nýjustu jarðgöng þar í landi gefa tilefni til að staldra við. Jarðgöngin á Kunoy sem verið er að vinna við frágang á, kost- uðu 10 m danskra kr./km að sprengja í gegn. Allur frágangur Víða er stutt á milli jarðgangna í Færeyjum. Myndin er tekin ofan við Árnafjörð á Borðey. Rétt göngin geta þeir, sem eru á leið til Viðeyjar, beygt inn í rúmlega 2 km löng Hvannasundsgöngin austan við Árnafjarðar- sem tekin voru í notkun 8 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Þriðjudagur 6. október 1987 Jarðgöng í Færeyjum skv. upplýsingum landsverkfræðingsins í Færeyjum Tekin í notkun Lengd m Hæð í göngum m Breidd ganga m Hvalbiartunnilin 1963 1450 3,20 3,30 Árnafjarðatunnilin 1965 1680 3,30 3,50 Hvannasudstunnilin 1967 2120 3,30 3,50 Sandvíkartunnilin 1969 1500 3,20 3,30 Nordskálatunnilin 1976 2520 4,50 7,00 Leynatunnilin 1977 760 4,50 7,00 Villingadalstunnilin 1979 1193 4,50 3,50 Ritudalstunnilin 1980 683 4,50 3,50 Mikladalstunnilin 1980 1182 4,50 3,50 Leirvíkartunnilin 1985 2238 4,50 7,00 Tröllanestunnilin 1985 2248 4,00 3,50 TeymuríDjúpadal 1985 220 4,00 3,50 Kunoyartunnilin 1988 3031 4,60 3,50 („tunnil” = jarðgöng) og malbikun á vegi gegnum göngin er áætlað að kosti 6 m danskra kr./km í viðbót. Þetta gera 16 m danskra kr. á kílómeter (á u.þ.b. gildandi verðlagi) í göngum sem eru 5.5 m að mestu breidd utan útskota (breidd veg- ar 3.5 m) og 4.6 m á hæð í fullri vegbreidd. Þetta gera rétt tæpar 90 milljónir ísl. króna á km í full- frágengnum göngum miðað við 5.6 ísl. kr. í þeirri dönsku. Með öllum þeim fyrirvörum sem skylt er að hafa á slíkum samanburði og undirritaður er vel meðvitaður um, þá sýnist mér þetta benda eindregið til þess að þegar fram líða stundir og við Islendingar höfum yfir að ráða tækni, reynslu, skipulagi og dugnaði á þessu sviði sambærilegu við það sem frændur okkar Færeyingar hafa, þá getum við vænst þess að gera jarðgöng fyrir talsvert lægra verð á einingu en kostnaðaráætl- anir Vegagerðarinnar hljóða upp á í dag (um 150 m kr./km). Það skal strax tekið fram í þessu sam- bandi að undirritaður gagnrýni’ ekki sérfræðinga Vegagerða ■ ríkisins þó þeir séu varkárir í gerct sinna kostnaðaráætlana. Miðað við stöðu þessara mála hér og all- ar aðstæður er það skynsamleg og rétt. Kostnaður við gerð Leirvík- urganganna, sem eru veglegust færeyskra vegganga, varð u.þ.b. 24 m dkr./km á verðlagi ársins 1985. Þau göng eru 9.2 m af mestu breidd (vegbreidd 7 m) og 4.6 m á hæð í fullri vegbreidd. Þetta gera um 135 m ísl. kr./km á færeysku verðlagi ársins 1985 og sést á þessu að jarðgöng eru mjög misdýr eftir því hvað í þau er lagt. Nú gera Færeyingar tilraunir með eins mjó göng og hægt er að komast af með til þess að ná tveggja akreina vegi. Það er, göng sem eru 8 m að mestu breidd (vegbreidd 6 m) og 4.6 m á hæð í fullri vegbreidd. Verður fróðlegt að sjá hver kostnaður verður í slíkri útgáfu af göngum, þegar kemur að því í framtíðinni hér uppi á íslandi að svara þeirri erfiðu spurningu hvort velja skuli göng er leyfa tveggja akreina veg eða láta einbreið göng með út- skotum duga. Áður en sagt er að endingu skilið við Færeyjar má bæta við að þar eru uppi áform um fjölda- mörg jarðgöng stór og smá. Nú eru að hefjast framkvæmdir við jarðgöng á leiðinni Þórshöfn - Vestmanna þó þar í millum sé hinn ágætasti malbikaður vegur. Ástæðan er sú að með göngum má komast hjá því að fara með veginn yfir fjallveg sem nær 3- 400 m hæð yfir sjó og leiðin stytt- ist nokkuð. Með því, segja Fær- eyingar, sparast geysileg orka fyrir þjóðarbúið og vegfarendur losna við óþægindi og áhættu sem er samfara akstri á fjallvegum við misjöfn skilyrði. Mér segir svo hugur að langt yrði í jarðgöng gegnum Ólafsfjarðarmúla ef þar væri vegur jafn góður og ekki hættulegri en á leiðinni Þórshöfn - Vestmanna í Færeyjum. Sl. sumar voru norskir sérfræð- ingar að aðstoða Færeyinga við rannsóknir á möguleikum þess að byggja jarðgöng undir sundið milli Voga (Vogeyjar) og Steingrímur J. Sigfússon alþingismaður Straumeyjar og eru þær rann- sóknir talandi dæmi um þann stórhug sem einkennir frændur okkar í þessum málum. Hvaö er framundan á íslandi? Hvað framtíðin ber í skauti sínu í þessum málum hér uppá íslandi er víst öruggast að hafa sem fæst orð um. Eg get þó ekki látið hjá líða að ljúka þessu með nokkrum orðum um mína fram- tíðarsýn. 1. Gera þarf langtímaáætlun um gerð jarðganga á íslandi, þar sem m.a. verkefnum er for- gangsraðað. 2. Samræma þarf og berumbæta alla áætlanagerð á sviði sam- göngumála og meiriháttar mannvirkjagerðar í landinu. Staðsetning flugvalla getur þurft að taka mið af því hvort gerð verða jarðgöng eða ekki. Dæmi Vestfirðir. Forsendur við uppbyggingu hafna geta gerbreyst við eina brú. Dæmi nágrenni Ölfusárósa o.s.frv. 3. Standa þarf við fjárveitingar til vegamála (og einnig standa við flugmála- og hafnaáætlun) samkvæmt langtímaáætlun um vegagerð og fella jarð- gangaáætlun inn í hana. Ef framlög til þessa málaflokks yrðu 2.4% af þjóðarfram- leiðslu eins og áætlunin geri ráð fyrir í stað tæplega 1.5% eins og nú er mætti stórauka almenna vegagerð auk þess að gera jarðgöng og taka myndarlega á ýmsum öðrum sérstökum verkefnum svo sem uppbyggingu ytri samgöngu- æða í nágrenni höfuðborgar- svæðisins. 4. Koma á fót sérhæfðum flokki manna (10-14 manns) í jarð- gangagerð og láta síðan frá- gang og hreinsun gangastæða skarast þannig að sprengingar geti verið sem mest samfelldar úr einum göngum í önnur. Reynslan frá Færeyjum sýnir að með þessu móti nást ótví- rætt mest afköst, lægst verð og gera má auðveldlega 1.2—1.5 km af göngum á ári. 5. Stefna ber að því að ekki löngu eftir að undirritaður og jafnaldar hans verða hálfrar aldar gamlir (eftir 18-20 ár) geti þeir og aðrir landsmenn t.d.: - ekið í 10-15 mínútum milli Ólafsfjarðar og Dalvíkur án áhættu eða erfiðleika árið um kring, - brugðið sér í há- degisverðarhléi frá Flateyri við Önundarfjörð til ísafjarð- ar og til baka og þó skroppið út á Suðureyri í annarri leiðinni, - ekið frá Seyðisfirði um Mjóafjörð og Fannardal inn af Norðfirði til Eskifjarðar á u.þ.b. 20 mínútum, - vinna standi þá yfir við tengingu Vopnafjarðar við Hérað og áætlanir þegar verið sam- þykktar um frekari gangagerð á Vestfjörðum, Austfjörðum og víðar. Þeim sem þykir þetta ótrúleg framtíðarsýn á Íslandi ættu að hugleiða að á næsta ári 1988, verða 25 ár frá því Færeyingar tóku sín fyrstu jarðgöng í notkun. Það sama ár áætla þeir að taka í notkun áðurnefnd jarðgöng á Kunoy. Þá verða 13 jarðgöng í færeyska vegakerfinu samtals tæplega 21 km að lengd. Það sem við þurfum að gera er að gera 30 km af jarðgöngum á næstu 20 árum fyrir andvirði sem samsvar- ar 1-2. sinnum byggingarkostn- aði Keflavíkurflugstöðvarinnar. Þá er ofangreind famtíðasýn orð- in að veruleika. Akureyri 28/9. 1987 Steingrímur J. Sigfússon Þrlðjudagur 6. október 1987 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 13

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.