Þjóðviljinn - 06.10.1987, Síða 10
ERLENDAR FRETTIR
Filippseyjar
Hægrimenn
myndablokk
Salvador Laurel ogJuan Ponce Enrile taka
höndum saman ogfáfyrrum liðsmenn Mark-
osar til liðs við sig. Obein áskorun á herinn
um að steypa Aquino af stóli?
r
Ymsir hópar hægrimanna hafa
tekið höndum saman í and-
stöðu sinni við ríkisstjórn Coraz-
ons Aquinos á Filippseyjum og
ætla að vera í startholunum segi
hún af sér af fúsum og frjálsum
vilja eða nauðug viljug.
Þetta var haft eftir heimilda-
mönnum í röðum hægri sinnaðra
stjórnaraandstæðinga í gær. Þeir
stóðu á því fastar en fótunum að
Salvador Laurel, varaforseti og
fyrrum utanríkisráðherra, og
Juan Ponce Enrile, fyrrum varn-
armálaráðherra, hefðu náð
samkomulagi um að mynda ó-
formlegt bandalag gegn forsetan-
um. Ekki væri loku fyrir það
skotið að með í samkrulli þessu
væru ýmsir stjórnmálamenn er
fyrrum hefðu verið handgengnir
Ferdinand Markosi. Laurel
myndi vera leiðtogi samfylkingar
þessarar þar eð hann er sá maður
er taka myndi við embætti Aqu-
inos ef hún færi frá völdum.
Aquino sjálf hefur ítrekað lýst
því yfir í viðtölum að undanförnu
að þvf fari fjarri að hún hyggist
hætta. Og fæstir stjórnmálaskýr-
enda telja sig koma auga á annan
kost í filippeyskum stjórn-málum
en nú-verandi stjórn.
Blaðafulltrúi forsetans, Teo-
doro Benigno, gerði lítið úr bralli
hægri manna á fundi með frétta-
mönnum í gær og kallaði það
hreina „skýjaglópsku." „Þeim er
frjálst að láta sig dreyma og fyrst
þeir eru að því á annað borð er
skiljanlegt að þá dreymi háleita
drauma um frægð og frama.“
Bandaríska vikuritið „News-
week“ birti nýlega niðurstöðu
skoðanakönnunar er gerð var á
eyjunum fyrir skemmstu. Sam-
kvæmt henni geta þeir Laurel og
Enríle ekki gert sér miklar vonir
um að hefjast til valda í frjálsum
kosningum. 74 af hundraði kjós-
enda styðja Aquino og myndu
halda áfram að styðja hana þótt
herinn rifi völdin í sínar hendur.
Það kemur fáum á óvart að
Enrile og Laurel ákveði að snúa
bökum saman í baráttunni fyrir
æðstu metorðum, flestir telja að
Laurel hafi yfirgefið ríkisstjórn-
ina gagngert í því augnamiði að
taka við forystu fyrir hægri-
Sjúkrahúsið Egilsstöðum
Hjúkrunarfræðingar
Bráövantar í 2 stöður hjúkrunarfræðinga frá og
með 1. nóvember eða eftir samkomulagi.
Upplýsingar um kaup og kjör gefur hjúkrunarfor-
stjóri í síma 97-11631/97-11400 frá 8-16.
-------ALÞÝÐUBANDALAGHE)-------------------
Alþýðubandalagið Kjósarsýslu
Félagsfundi aflýst
Félagsfundi sem halda átti í Hlégarði í dag, þriðjudaginn 6. október, hefur
verið aflýst.
Stjórnin
Alþýðubandalagið Reykjavík
Félagsfundur
ABR boðar til félagsfundar fimmtudaginn 15. október kl. 20.30 að Hverf-
isgötu 105.
Fundarefni: 1) Kosning 100 fulltrúa og 100 varafulltrúa á Landsfund
Alþýðubandalagsins. 2) Almenn stjórnmálaumræða.
ATH: Tillaga uppstillinganefndar mun liggja frammi á skrifstofu ABR,
Hverfisgötu 105 frá og með mánudeginum 12. okt. Aðrar uppástungur
undirritaðar af tillögumönnum skulu berast skrifstofu ABR, Hverfisgötu 105
frá og með mánudeginum 12. okt. Aðrar uppástungur undirritaðar af tillögu-
mönnum skulu berast skrifstofu ABR fyrir kl. 20.30 miðvikudaginn 14. okt.
Ef til kosningar kemur verða aðalmenn og varamenn kjörnir í einu lagi
með einföldu vægi allra atkvæða.
Munið að greiða félagsgjöldin
Stjórn ABR
Alþýðubandalagið í Hafnarfirði
Aðalfundur
Aðalfundur Alþýðubandalagsins í Hafnarfirði
verður haldinn fimmtudaginn 8. október kl. 20.30 í
Skálanum, Strandgötu 41.
Dagskrá: 1) Venjuleg aðalfundarstörf 2) Breyting-
ar á starfsreglum Bæjarmálaráðs 3) Kosning fulltrúa
í Kjördæmisráð 4) Kosning fulltrúa á Landsfund AB.
5) (SLENSK FRAMTlÐ - OKKAR FRAMLAG -
Ólafur Ragnar Grímsson fjallar um stöðuna í
stjórnmálunum og hlutverk AB
Ólafur Ragnar
Félagar fjölmennið
Stjórnin
Salvador Laurel lýsir því yfir að hann hafi sagt skilið við ríkisstjórn Corazons Aquinos í fyrra mánuði. Nú hefur hann
bundið trúss sitt við Enrile og fyrrum áhangendur Markosar.
mönnum enda bar hann því við er
hann yfirgaf Aquino að hún tæki
alltof mjúkum höndum á skæru-
liðum kommúnista.
Heimildir herma að markmið
þeirra félaga sé tvíþætt. Annar-
svegar vilja þeir samræma að-
gerðir hægrifylkingarinnar fyrir
sveitastjórnarkosningar sem
fram fara í janúar næstkomandi.
Hinsvegar þykjast þeir ætla að
vera til taks ef stjórn Aquinos fer
frá völdum af einhverjum or-
sökum. „Ástandið í landinu er
slíkt að Cory gæti sagt af sér eða
verið neydd til að segja af sér af
öflum sem ekki starfa í samræmi
við ákvæði stjórnarskrárinnar,"
sagði ónefndur hægrimaður í gær
og læðist sá grunur að lesanda að
hann sé beinlínis að fara þess á
leit við óánægða soldáta að þeir
hefji Enrile og Laurel til valda.
-ks.
Norður-Irland
Alin upp við ofbeldi
/ /
A Norður-Irlandi eru hryðjuverk börnum og ungmennum nánast
daglegt brauð en engu að síður hafafœstþeirra beðið varanlegt tjón á
sálu sinni
Börn og unglingar á Norður-írlandi eru um skör fram ógagnrýnin á viðhorf foreldra sinna að mati Cairns. Engu að síður
kemst hann að þeirri niðurstöðu að traust fjölskyldubönd bjargi þeim frá alvarlegri sálsýki.
Hundruð barna á Norður-
írlandi hafa orðið sjónarvott-
ar að því að vopnaðir menn réð-
ust inná heimili þeirra og skutu
fjölskylduföðurinn til bana. Börn
hafa horft á kennara sína myrta í
miðri kennslustund. Barn í móð-
urkviði varð fyrir kúlu en komst
lífs af og fæddist fyrir tímann.
Fæstir unglinga átta sig á því
hvernig Iífi íbúar Belfast lifðu
áður en breskir hermenn fóru að
þramma um göturnar, gráir fyrir
járnum, og félagar írska lýðveld-
ishersins (IRA) tóku að vega að
þeim úr launsátri ellegar sprengja
bflasprengjur vítt og breitt til að
hrekja þá burt á ný.
Hvernig hefur heilli kynslóð
barna sem aldrei hefur kynnst
friði og ekkert þekkir nema borg-
arastríð er kostað hefur 2,600
manns lífið tekist að laga sig að
aðstæðum? Hvaða áhrif hafa
þessar aðstæður haft á sálarlíf
þeirra og þroska?
Maður er nefndur dr. Ed Ca-
irns, sálfræðikennari við Ulster
háskóla. Hann hefur nýskeð
rannsakað félagssálfræðileg áhrif
18 ára borgarastríðs á líf alþýðu
manna á Norður-írlandi en eink-
um beint sjónum að börnum og
unglingum í Belfastborg.
Alitsgerð hans ber heitið „í
víglínunni." Öllum á óvart kemst
hann að þeirri niðurstöðu að
börn og unglingar í borginni séu
hreint ekki þunglyndari en jafn-
aldrar þeirra erlendis og að þau
séu ótrúlega lífsglöð þrátt fyrir
stöðugar hremmingar í umhverf-
inu. „Mikill meirihluti ungmenna
á Norður-írlandi hefur Iifað við
ótta og ofbeldi án þess að bíða
tjón á sálu sinni.“
Ályktanir Cairns er snoðlíkar
niðurstöðum sem gerðar voru á
sálarlífi breskra barna þegar
síðari heimsstyrjöld var í al-
gleymingi. Hann segir að börnin
hafi lært að „lifa eðlilegu lífi undir
óeðlilegum kringumstæðum“
með því að brynja sig gegn áhrif-
um ofbeldisins.
Cairns fullyrðir að mjög sterk
fjölskyldubönd beggja hópa,
mótmælenda og kaþólikka, ráði
úrslitum um að börnin haldi and-
legu jafnvægi og geti aðlagað sig
ástandinu. Börn og unglingar á
Norður-írlandi séu íhaldssamari í
siðferðilegum efnum en gangi og
gerist um jafnaldra þeirra er-
lendis. Þau séu jafnvel um skör
fram ógagnrýnin á viðhorf for-
eldra sinna í pólitískum og trúar-
legum efnum og myndi sér sjald-
an skoðanir sem gangi í berhögg
við álit ættmenna sinna.
Átök stríðandi fylkinga á
Norður-írlandi verða ekki ein-
göngu hermönnum og skærulið-
um að fjörtjóni. Ólánssöm börn
lenda gjarna í eldlínu skotmanna
eða eiga leið fram hjá bifreiðum
sem skyndilega springa í tætlur.
Þótt fjölmiðlar greini iðulega í
smáatriðum frá mannvígum í
landinu, tölu fallinna og trú
þeirra, þá tókst Cairns ekki að
verða sér úti um áreiðanleg gögn
um tölu barna sem orðið hafa
fórnarlömb borgarastríðsins. En
hann telur að minnsta kosti 150
börn, 14 ára og yngri, hafa beðið
bana af þessum sökum á árunum
1969-1983.
En þrátt fyrir allt er niðurstaða
Cairns um sálarástand norður-
írskra barna átakanleg. Þau ná að
halda sér í andlegu jafnvægi með
því að herða sig, verða ónæm
fyrir þjáningum annarra, og með
því að hata með öðrum, hvort
heldur það eru foreldrar ellegar
trúsystkin og jafnaldrar. Og ang-
istin er ætíð skammt undan. Ósj-
aldan berst tilkynning á borð við
þessa í útvarpi: „Maður var
skotinn til bana rétt í þessu á leið
frá vinnu í Belfast. Nánar sagt frá
þessu síðar.“ Og sú hugsun þýtur
um huga þúsunda barna í borg-
inni: „Var það pabbi minn?“
-ks.
14 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Þrlðjudagur 6. október 1987