Þjóðviljinn - 10.10.1987, Qupperneq 7

Þjóðviljinn - 10.10.1987, Qupperneq 7
ÍPRÓTTIR Noregur Sigrar Moss í deildinni? Frá Baldri Pálssyni, fréttaritara Þjóðvilj- ans í Noregi: Síðasta umferðin í norsku deildinni er í dag. Tveir íslenskir leikmenn leika með liðum í 1. deild, Gunnar Gíslason með Moss og Bjarni Sigurðsson með Brann. Leikir helgarinnar eru mjög þýð- ingarmiklir fyrir þessi lið. Moss gæti sigrað í deildinni, en Brann er f fallhættu. Moss leikur gegn Molde á úti- velli. Bæði liðin eru með 41 stig og leikurinn þvi hreinn úrslita- leikur. Moss er með mun betri markatölu, en það kemur ekki til með að breyta neinu því að ef leiknum lýkur með jafntefli verð- ur vítaspyrukeppni. Þessi tvö lið eru þau einu sem eiga möguleika á meistaratitlin- um. Það eru hinsvegar fimm lið sem berjast fyrir sætum sínu í deildinni. Vollerengen og Brann eru með 27 stig, Ham-Kam með 26 stig og Mjöndalen og Start með 25 stig. Tvö lið falla og liðið í þriðja neðsta sæti leikur gegn liði úr 2. deild. Brann verður að sigra í leik sín- (slendingarnir í Noregi: Gunnar Gíslason og Bjarni Sigurðsson kampakátir eftir sigur (slands gegn Noregi. MyndiE.ÓI. um gegn Tromsö til að tryggja sér sæti í deildinni. Ef Brann tapar má heita öruggt að það falli í 2. deild. Það væri mjög siæmt ef Brann félli. Liðið hefur fengið flesta áhorfendur um 120.000 í leikjum sínum. Ekkert annað lið hefur náð yfir 100.000 áhorfendum. íslendingarnir hafa leikið vel með liðum sínum. Bjarni Sig- urðsson er í 12. sæti í einkunna- gjöf Verdens Gang með 110 stig úr 19 leikjum. Gunnar Gíslason er hinsvegar heldur neðar með 87 stig úr 18 leikjum. Efstu menn í einkunnagjöfinni hafa flestir leikið 20 leiki. KAUPI7ADIIR / MJÓDD

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.