Þjóðviljinn - 10.10.1987, Side 12
Aðalsími
681333
Kvöldsími'
681348
Helgarsími
681663
þJÓOVIUINN
Laugardagur 10. otkóber 1987 225. tölublað 52. órgangur
Þjónusta
íþínaþágu
0
SAMVINNUBANKI
ÍSLANDS HF.
Sambandið
Stórsala og
stórkaup
Ríkið keypti Sölvhólsgötufyrir280 milljónir.
Sambandið keypti Smárahvamm. Kaupverð
ekkigefið upp. Kópavogursamþykkir ekki
kaupin nema tryggtsé að aðalstöðvarnar
komi í bæinn.
w
Igær var gengið frá kaupum
ríkissjóðs á húseignum Sam-
bandsins við Sölvhólsgötu og
Lindargötu. Seinna um daginn
skrifuðu Sambandsmenn svo
undir kaupsamning á 23 hektur-
um af Smárahvammslandi í
Kópavogi.
Ríkissjóður borgar 280
milljónir fyrir Sölvhóisgötuna, 50
milljónir við undirskrift í gær, 50
milljónir eftir hálft ár og restina á
fjórum árum. Hvað Sambandið
greiðir fyrir Smárahvamminn
fæst hinsvegar ekki uppgefið, en
seljendur höfðu farið fram á að
þagað yrði um það. Talað hefur
verið um 110-120 milljónir
króna.
Húsnæðið sem ríkissjóður
keypti er um 5600 fermetrar auk
400 fermetra byggingarréttar.
Verð á fermetra er því um 36 þús-
und krónur, að sögn Jóns Bald-
vins. Húsnæðið er talið geta hýst
þau ráðuneyti sem eru á hrakhól-
um víða í bænum. Brýnast mun
vera að leysa úr húsnæðismálum
menntamálaráðuneytisins og er
talað um að hluti hússins verði
rýmdur eftir hálft ár og að
menntamálaráðuneytið flytji þá á
Sölvhólsgötuna. Sambandið mun
rýma allt húsið innan árs.
Miklar bollaleggingar hafa ver-
ið um það hvert aðalstöðvar Sam-
bandsins flytji. Nokkuð ljóst er
að framtíðaraðsetur þeirra verð-
ur í Smárahvammi, þar sem
kaupsamningurinn sem gerður
var er með fyrirvara um sam-
þykki bæjarstjórnar Kópavogs.
Þegar Kópavogskaupstaður gekk
frá samkomulagi við eigendur
Smárahvamms á sínum tíma var
gulltryggt að ekki væri hægt að
selja landið nema með samþykki
bæjarstjórnar og Ijóst er að Kóp-
avogur samþykkir ekki kaupin
nema tryggt sé að Sambandið
flytji höfuðstöðvar sínar til
bæjarins, annars væri hagnaður
bæjarins enginn.
Þetta gerist þó ekki strax og
þangað til hús hafa risið á landinu
þarf Sambandið að koma starf-
semi sinni einhversstaðar fyrir.
Samkvæmt heimildum Þjóðvilj-
ans mun starfsemin við Sölv-
hólsgötu dreifast í hinar ýmsu
húseignir SÍS í höfuðborginni.
Um næstu áramót flytur Bygg-
ingavöruverslun Sambandsins á
Suðurlandsbraut 32 upp á Krók-
háls og sameinast byggingavöru-
versluninni þar. Rafbúð Sam-
bandsins við Ármúla flytur á Suð-
urlandsbraut en Samvinnutrygg-
ingar munu færa út kvíarnar og
fara í núverandi húsnæði Rafbúð-
arinnar. Þessi tímasetning passar
vel við að hluti Sölvhólsgötu
verði rýmdur eftir hálft ár. Aðrir
hlutar starfseminnar geta svo
fengið inni á Kirkjusandi, en fisk-
vinnslan þar hefur dregist mikið
saman á undanfömum árum og í
Holtagörðum, eða húsnæði Skip-
adeildarinnar við Sundahöfn.
Þeir voru margir pappírarnir sem þeir Guðjón B. Ólafsson, forstjóri Sambandsins, og Jón Baldvin Hannibalsson
fjármálaráðherra þurftu að undirrita áður en endanlega var gengið frá kaupunum og 50 milljón króna ávísun afhent.
Sigurður Þórðarson, skrifstofustjóri fjármálaráðuneytisins, fylgist með og sér til þess að allt sé gert eftir réttum
kokkabókum lögfræðinnar, en hann mun hafa verið sá maður í ráðuneytinu sem bar hitann og þungann af samningun-
um. Mynd Sig.
M
L
' K
'Ӓf
llll jéBSmw
Wm J®SIr
gp&i
. ■ . ' . ■ ; - . : ' '
Lambakjötið er Ijúffengur matur. Það er á mjög góðu verði
í KRON verslunum núna. Úrval af Itmbakjöti í allskonar rétti.
Frampartar Marinerað kjöt
Læri Úrbeinað kjöt
Lærissneiðar London lamb
Hryggur Hangikjöt
Kótilettur Saltkjöt
Svið
K3CN
Kauptu inn hjá KRON, það er hagstætt.
v/Norðurfell
v/Tunguveg
v/Stakkahlíð
v/Dunhaga
v/Furugrund, Kóp.
Stórmarkaður,
Skemmuvegi
Kaupstaður í Mjódd.