Þjóðviljinn - 14.10.1987, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 14.10.1987, Blaðsíða 5
Vinnuslys og ákvæðisvinna Á sjötta og sjöunda áratugnum leituðu Svíar margvíslegra leiða til að draga úr vinnuslysum í skógarhöggi, en með litlum ár- angri. Ýmissa skýringavarleitað, þar á meðal þeirrar að ákvæðis- vinnan í starfgreininni hvetti fólk til að taka áhættu við störf sín, og drægi úr áhrifagildi þeirra varúð- arráðstafana sem reynt var að gera. Árið 1975 fóru þúsundir sænskra skógarhöggsmanna í verkfall. Helsta baráttumálið var að losna við ákvæðisvinnuna, en hún hafði þá verið við lýði í starfs- greininni í þrjátíu ár. Verkfallinu lauk í október þetta ár, og höfðu skógarhöggsmenn kröfu sína í gegn. Þar með gafst tækifæri til að athuga hvort ákvæðisvinnunni væri um að kenna hina háu slysa- tíðni sem viðgengist hafði í skógarhögginu um langt skeið. Og það gerði Karin Sundström Frisk, sænskur sálfræðingur, en hún starfar hjá Vinnuverndar- stofnuninni í Solna, smábæ skammt frá Stokkhólmi. Karin var meðal þátttakenda á Nor- ræna vinnuumhverfisþinginu á Hótel Sögu í ágústlok. Þar reifaði hún hugmyndir sínar og annarra um áhættujafnvægi og vöktu þær vangaveltur mikla athygli og um- ræður. Að taka áhættu Það borgar sig að taka áhættu, segir Karin Sundström Frisk. Oftast nær að minsta kosti, þar sem slys fylgja sjaldnast í kjölfar áhættu sem fólk tekur við vinnu sína. Þvert á móti virðist ýmislegt á áhættunni að græða; hún auð- veldar manni vinnuna, sparar tíma og hefur aukin afköst í för með sér. Eða svo er að sjá. Við athugun á varkárni og glanna- skap við margs konar störf virðist þessi lítt uppörvandi niðurstaða vera nærtæk. Hætt er við að öll viðleitni til að fá fólk til að sýna meiri varkárni komi fyrir lítið ef það gefur ýmis- legt í aðra hönd að taka áhættu. Hvernig er hægt að fá manneskju sem hefur tekið áhættu við vinnu sína í tuttugu ár og aldrei lent í slysi, til að taka upp betri siði? Sœnskir skógar- höggsmenn börðustfyrir af- námi ákvœðis- vinnu og höfðu sigur eftir verk- fallárið 1975. Karin Sund- ström Frisk hjá Vinnuverndar- stofnuninni í Solna komstað þvíað vinnu- slysum snar- fœkkaðifyrir vikið Með því að benda á að það sé enn ólíklegra en áður að hún verði fyrir slysi? Það er ekki til neins, þar sem hún er löngu hætt að reikna með þeim möguleika hvort eð er. Hönnum vinnu- umhverfið upp á nýtt Besta leiðin til að draga úr vinnuslysum er að hanna vinnu- umhverfið á þann veg að það komi hreinlega ekki til þess að fólk þurfi að leggja sig í hættu. Útrými áhættunni með öðrum orðum. Þetta stefnumið næst þó líklega seint að öllu leyti, þó ekki væri nema vegna þess að slík endurhönnun er oft á tíðum mjög fjárfrek, og þar eru hagsmunir at- vinnurekenda á fleti fyrir. Þess vegna þarf líka að stuðla að breyttri hegðun vinnandi fólks til að komast hjá slysum. Þessar og þvílíkar vangaveltur hafði Karin Sundström Frisk að leiðarljósi er hún tók til við að rannsaka slysahættuna í skógar- höggi útfrá ákvæðisvinnu, og hvort að launafyrirkomulag hvetti fólk til að taka áhættu við sín störf. Niðurstöður sínar birti hún í Tímariti um vinnuslys (Journal of Occupational Acci- dents) árið 1984, og ber grein hennar hið harðsnúna nafn At- ferlisstjórnun í krafti ákvæðis- vinnu. Hér á eftir verður tæpt á helstu niðurstöðum þessarar fróðlegu könnunar. Sem áður segir var ákvæðis- vinna í skógarhöggi afnumin í kjölfar verkfallsins ’75. Sund- ström Frisk ber saman tímabilið frá því í október '73 til ársloka ’74 - fyrir verkfall - og frá lokum verkfallsins, október '15 til árs- loka ’76. Siáandi fækkun slysa Samanburður á þessum tveimur tímabilum leiðir í ljós að vinnuslysum fækkaði um 29% eftir að ákvæðisvinnan var af- numin. Könnunin náði til 422 skógarhöggsmanna, en vinnu- slysafjöldinn fyrir verkfall var 119 miðað við milljón vinnu- stundir, en 84 eftir verkfall, og eru þar komin 29 prósentin. Sundström Frisk komst að því að alvarlegum vinnuslysum fækk- aði enn meira, eða um 32%. Sundström Frisk slær fram þeirri spurningu hvort hér sé um eðlilegt frávik að ræða, og lítur í því sambandi til áranna 1971 til 1978, og styðst við tölur frá skógarmálaráðuneytinu í Sví- þjóð. Eins og fyrra línuritið ber með sér kemur fram sláandi mun- ur á tíðni vinnuslysa eftir niður- fellingu ákvæðisvinnunnar '15, og alla þá fækkun er ógerlegt að skýra sem eðlilegt frávik. Sama gildir um línurit það sem gefur til kynna hve alvarleg slys er um að ræða, mælt í veikinda- dögum, en þar er fækkunin enn augljósari. Skógarmálaráðuneyt- ið hefur ekki birt tölur sem að þessu lúta eftir árið 1976. Enda þótt gripið hafi verið til margvíslegra varúðarráðstafana í skógarhöggi á árunum 1976 til 1972 er ljóst að slysatíðnin er nokkuð föst stærð á þessum árum. Eftir að launafyrirkomu- laginu var breytt '15 verður hins vegar stórfelld fækkun, þannig að ljóst má vera að afnám ákvæðis- vinnunnar hefur haft mikið að segja í þessum efnum. Varúðarráðstafanir lækka launin ekki lengur Skógarhöggsmenn þurfa ekki Karin Sundström Frisk var meðal þátttakenda á Norræna vinnuumhverfisþing- inu á Sögu í ágústlok: Ákvæðisvinna í skógarhöggi í Svíþjóð hafði neikvæð áhrif á tíðni vinnuslysa. slysa- tíðni Fjöldi vinnuslysa við skógarhögg á árunum 1971 til 1978, miðað við milljón vinnustundir. alvarleg vinnuslys Fjöldi veikindadaga í skógarhöggi á hverjar þúsund vinnustundir á tíma- bllinu 1971 til 1976 (vísbending um alvarleg vinnuslys). lengur að grípa til sömu áhættu við störf sín og áður til að auka laun sín. Þeir vinna nú undir minna álagi, og einnig gefa þeir sér betri tíma til að kynna sér ör- yggismál. Þá eru þeir fúsari en áður til að prófa nýjar aðferðir og útbúnað, þar sem þeir þurfa ekki að hafa áhyggjur af því að þeir missi eitthvað í launum fyrir vik- ið. Undir lok greinar sinnar segir Karin Sundström Frisk að vinn- uslysatölfræðin í rannsókn sinni bendi eindregið til þess að ák- væðisvinna í skógarhöggi hafi neikvæð áhrif á tíðni slysa. Jafn- framt tekur hún fram að ólíklegt sé að heimfæra megi þessar nið- urstöður hráar yfir á aðrar atvinnugreinar, þar sem ákveðin skilyrði verða að vera fyrir hendi til að vit eigi að vera í þvílíkum samanburði. „Það einkennir skógarhöggið,” segir hún, „að margvísleg handtök verða ekki vélvædd; vinnan er mjög erfið og oft má velja milli ólíkra vinnu- bragða.“ En sé litið á ákvæðis- vinnuna almennt er það umhugs- unarvert að fólk getur ekki verið að tefja sig á alla vega varúðar- ráðstöfunum í henni nema lækka svo og svo mikið í launum. Heimavígstöðvarnar Árið 1984 gáfu Alþýðusam- bandið, Verkamannasambandið og Landssamband iðnverkafólks út bæklinginn Fiskvinnsla: heilsufar, vinnutilhögun, aðbún- aður og félagslegar aðstæður fisk- vinnslufólks. Höfundar eru Gylfi Páll Hersir og Sigurlaug Gunnlaugsdóttir. í heilsufars- kafla bæklingsins er fjallað um vinnuslys, og spurt var til að kanna tíðni þeirra: „Hve oft hef- ur þú orðið fyrir áverka eða slysi í vinnunni síðastliðna 12 rnánuði?” „Aldrei,” svöruðu 76% kvenna og 70% karla. „Einu sinni” 14% kvenna og 16% karla. „Tvisvar til þrisvar sinnum” 3% kvenna og 4% karla, og „Oftar en þrisar” 2% kvenna og 1% karla. 5% kvenna og 9% karla svöruðu ekki spurningunni. Alls höfðu því um 20%, eða fimmti hver þátttakandi, orðið fyrir einu eða fleiri vinnuslysum á þessu tólf mánaða tímabili. Þá var spurt hve marga daga samtals viðkomandi hefði verið frá vinnu vegna vinnuslysa þessa tólf mánuði. í ljós kom að um 10% hafði verið frá vinnu í viku eða minna, um 4% á bilinu frá viku og upp í mánuð, og 2% í meira en mánuð. Ef aðeins þeir þátttakendur eru teknir með sem hafa verið óvinnufærir vegna áverka eða slyss, sem þeir hafa orðið fyrir í vinnunni, kemur í ljós að þeir hafa að meðaltali ver- ið frá vinnu í 15 daga. Sá sem hér hefur tínt og soðið saman neitar sér með ljúfu geði um allar útleggingar á því hvort sænskt skógarhögg sé sambæri- legt við fiskiðnað hér á landi í vinnuslysalegu og heilsufarslegu tilliti. Áðeins skal látin í ljós sú fróma ósk að ef fiskvinnslufólk losar sig einhvern tíma við bónus- inn þá verði einhver til taks til að kortleggja hugsanlegar breyting- ar á slysatíðninni í atvinnu- greininni, líkt og Karin Sund- ström Frisk tók sér fyrir hendur eftir verkfall skógarhöggsmanna í Svíþjóð árið 1975. í bæklingnum um fiskvinnsluna kemur nefni- lega fram að heilsufarið er lang- verst meðal þeirra sem vinna í einstaklingsbundnum bónus. „Skýrt samband er milli vinnu við ákveðin launakerfi og heilsu- fars,“ segir þar. HS Miövikudagur 14. október 1987 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 5

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.