Þjóðviljinn - 14.10.1987, Blaðsíða 11
MÖRFRÉTTIR----------------
Níræðar ömmur
eru ekkert lamb að leika við, aö
minnsta kosti ekki sú bandaríska
Lueille Thomson, en hún er elsta
manneskjan sem tekist hefur að
krækja sér í svarta beltið í júdó.
Fyrir vikið er hún komin í heims-
metabók Guinnes. Fyrir í þeirri
bók er meðal annarra krakki frá
Kanada, Westley Ciaranella, en
henni áskotnaðist svarta beltið
þegar hún var aðeins fjögurra ára
gömul.
Veiðiþjófar
í frumskógum Bangladesh hafa
orðið uppvísir að þeirri óþokka-
legu iðju að eitra fyrir tígrísdýr í
ábataskyni, og fyrir komu þeir að
minnsta kosti 50 dýrum. Þeir not-
uðu eitrað belju- og geitakjöt til
að vinna á tígrísdýrunum. Hvert
skinn er metið á jafngildi 80 þús-
und íslenskra króna á mörkuðum
í Hongkong, Singapore og Tai-
landi. Um 500 bengaltígrísdýr er
enn að finna í Bangladesh, og
hefur skógarvarsla nú verið hert
þeim til varnar.
Engar vöflur
á Gorbatsjoff sovétleiðtoga: á
fundi í Leníngrad í gær sagðist
hann reiðubúinn að hitta Reagan
Bandaríkjaforseta innan viku til
viðræðna um afvopnunarmál.
Hann sagði að Sovétmenn og
Bandaríkjamenn gegndu afger-
andi hlutverki í alþjóðapólitíkinni,
og því væri lífsnauðsynlegt að
halda uppi viðræðum. Lenín-
gradreisa Gorbatsjoffs er í tengs-
lum við íhöndfarandi hátíðahöld
vegna sjötugsafmælis bolsévíka-
byltingarinnar. Hann hefur meðal
annars heimsótt beitiskipið Ár-
óru, en skothríð frá skipinu mark-
aöi upphaf árásarinnar á Vetrar-
höllina árið 1917.
Geimapinn
Vandræðagemlingur
sem orðinn er sjónvarpshetja í
heimalandi sínu, Sovétríkjunum,
lenti heilu og höldnu á mánudag-
inn var ásamt fríðu föruneyti; öðr-
um apa, froskum, skorkvikindum
og rottum. Söfnuð þennan bar
niður í austurhluta Síberíu, en
meiningin var að lendingin ætti
sér stað í miðasíulýðveldinu Kas-
akstan. Kvikindin fóru í loftið í
septemberlok á síðasta ári, en
markmiðið með ferðinni var að
stúdera áhrif þyngdarleysis á
þau. Apinn Vandræðagemlingur
losaði sig fljótlega eftir að geim-
ferðalagið hófst, og dundaði sér
síðan við það öllum stundum að
hræra ( öllu tækjadraslinu, so-
véskum sjónvarpsáhorfendum til
óblandinnar ánægju.
George Bush
varaforseti Bandaríkjanna, hefur
nú fyrir alvöru sett kúrsinn á for-
setaembættið sjálft. Formlega til-
kynningu þar aðlútandi lét hann
frá sér fara á mánudaginn var, og
er hann nú á tíu daga kosninga-
ferðalagi um þver og endilöng
Bandaríkin. Skoðanakannanir
gefa til kynna að hann hafi yfir-
burðaforskot á helsta keppinaut
sinn meðal repúblikana, öld-
ungadeildarþingmanninn Robert
Dole. Margur stjórnmálarýnirinn
telur að sú trú margra kjósenda
að Bush sé pólitískt himpigimpi
verði honum helst að fótakefli, en
varaforsetinn hefur átt í beyglum
með að sýna fram á að hann
standi fyrir eitthvað ákveðið í
stjórnmálum.
Sendiboði dauðans
er titlatog sem Nicaraguamenn
áskilja Jeane Kirkpatrick, en hún
var áður sendiherra Bandaríkj-
anna hjá Sameinuðu þjóðunum.
Eins og er gegnir hún engum op-
inberum embættum, en er stödd í
Nicaragua á vegum Reagans
forseta. Kontrarnir hafa löngum
átt hauk í horni þar sem hún er,
og hafa þeir skírt eina af sveitum
sínum í höfuðið á henni í
sæmdarskyni. Utanríkisráðherra
Nicaragua veittist harkalega aö
henni í vikubyrjun og sagöi hana
vera útsendara þess manns sem
kom stríðinu í landinu af stað.
_______________ERLENPAR FRÉTTIR____________
Friðarverðlaun Nóbels
Arias hreppti hnossið
Oscar Arias, forseti Costa Rica, hlautfriðarverðlaun Nóhels íárfyrir
friðarframlag í Mið-Ameríku. Úthlutunin kom nokkuð á óvart
Oscar Arias Sanchez, forseti
Costa Rica, hlaut friðarverð-
laun Nóbels í ár fyrir framlag sitt
til friðar í Mið-Ameríku. Úthlut-
unin kom nokkuð á óvart, en al-
mennt var búist við að Corazon
Aquino forseti Filipseyja, suður-
afríski baráttumaðurinn Nelson
Mandela eða Alþjóðaheilbrigðis-
stofnunin - WHO - myndu
hreppa hnossið.
Tilkynning úthlutunarnefndar-
innar er svofelld: „Norska Nób-
elsverðlaunanefndin hefur
ákveðið að veita Oscar Arias
Sanchez forseta Costa Rica, frið-
arverðlaun Nóbels í ár fyrir friða-
rframlag hans í Mið-Ameríku, en
að hans frumkvæði voru friðar-
samningar undirritaðir í Guate-
mala 7. ágúst á þessu ári.
Arias forseti er öðrum
mönnum fremur höfundur sam-
komulagsins, og hefur þar með
stuðlað að því að friður og festa
megi ríkja í þessum heimshluta,
sem lengi hefur mátt búa við
ósætti og borgarastyrjaldir. Með
þessu hefur hann tekið upp merk-
ið þar sem framlagi Contadora-
ríkjanna sleppti.
Nefndin leggur á það áherslu
að friðarsamkomulagið er niður-
staða ábyrgrar samvinnu milli
ríkjanna fimm sem það undirrit-
uðu, og fyrir vikið er lagður
traustur hornsteinn að áfram-
haldandi lýðræðisþróun og sam-
vinnu milli þjóða og ríkja.
Forsenda friðar er að lýðræðis-
leg stefnumið verði að veruleika,
þar sem allir njóti frelsis og
jafnréttis. Að áliti nefndarinnar
er Oscar Arias öflugur talsmaður
slíkra stefnumiða. Friðarframlag
hans hefur mikla þýðingu fyrir
fleiri þjóðir en þær einar sem
byggja Mið-Ameríku.
Oscar Arias varð forseti Costa
Rica í fyrra. Hann var 47. forseti
landsins og jafnframt sá yngsti,
rúmlega hálffimmtugur.
HS
Oscar Arias, forseti Costa Rica. Norska Nóbelsverðlaunanefndin tók hann
fram yfir Corazon Aquino, Nelson Mandela og Alþjóðaheilbrigðisstofnunina,
en almennt var reiknað með að verðlaunin lentu hjá einhverju þeirra.
Grœnfriðungar
Enga efnabrennslu á sjó
Grœnfriðungar við öllu búnir, en skip í eigu Bandaríkjamanna hyggst
brenna efnaúrgangi undan strönd Hollands
Umhverfissamtök Grænfrið-
unga sögðu í gær að þau hygð-
ust koma í veg fyrir að skip
hlaðið efnaúrgangi léti úr höfn í
Antwerpen í Belgíu.
Beluga, skip Grænfriðunga,
bíður átekta skammt undan
Antwerpen, og hyggst stöðva
brennsluskipið Vulcanus ef belg-
ísk stjórnvöld gefa því leyfi til að
láta úr höfn, en Vulcanus er í eigu
bandarískra aðila. Þetta kom
fram á blaðamannafundi Græn-
friðunga í gær.
Brennsluskipið var stöðvað af
belgískum tollyfirvöldum á sunn-
udaginn var, þar sem ekki var að
sjá af pappírum um borð að
áhöfnin hefði tilskilin leyfi til að
brenna efnaúrgangi frá Frakk-
landi, Spáni og Belgíu, en það er
ætlunarverkið, og er fyrirhugað
að brennsla þessi eigi sér stað um
60 sjómílur undan norðurströnd
Hollands.
Grænfriðungar halda því fram
að farmurinn innihaldi skordýra-
eitur og fleiri hættuleg efni, en
eigendur Vulcanusar vísa því á
bug. Þá segja Grænfriðungar að
fyrirhuguð brennsla mengi sjó-
inn, og stefni sjávarlífi í voða,
auk þess sem strandhéruð í
grenndinni gætu orðið illa úti.
Áhöfn Beluga hyggst stöðva
brennsluskipið, og gefa þar með
öðru Grænfriðungaskipi, Síríusi,
færi á að senda kafara á vettvang
og þann veg hindra efnaúrgangs-
brennsluna.
í ágúst hófu Grænfriðungar
fjögurra mánaða herferð gegn
brennslu efnaúrgangs á sjó. Von-
ast þeir til að hafa áhrif á um-
hverfisráðherra Norðursjávar-
landanna, en þeir funda í London
í nóvemberlok.
Þetta er í þriðja sinn á þessu ári
sem samtökin freista þess að
stöðva Vulcanus, en í ágúst mis-
fórst slík tilraun en áhöfn
brennsluskipsins beitti vatnsfalls-
byssum gegn köfurum Grænfrið-
unga er þeir reyndu að fara um
borð í skipið.
HS
Franska þingið
Enga
skrípatrúða
Franska þjóðarfylkingin, sam-
tök hægri öfgamanna í Frakk-
landi, sætti ákúrum á þjóðþingi
landsins í gær fyrir óspektir. Um-
ræður um fíkniefnamisferli stóðu
yfir er dró til tíðinda.
Þingmenn stærstu flokkanna
kröfðust þess að gripið yrði til að-
gerða gegn fulltrúum þjóðarfylk-
ingarinnar, en aðfaranótt laugar-
dags er næturumræður stóðu yfir,
stukku fulltrúar þessir yfir auða
stóla, hrærðu í sjálfvirkum at-
kvæðamaskínum og þrifu til ann-
arra fulltrúa.
Þjóðfylkingarmenn sögðust
með þessu vilja mótmæla fjar-
veru þingmanna við umræður. Le
Pen, leiðtogi Þjóðarfylkingarinn-
ar segir að aðgerðinni hafí verið
ætlað að endurreisa virðingu fra-
nska þingsins.
HS
ísrael
Ef einhver er drepinn...
Enn róstusamt á Vesturbakkanum og Gazasvœðinu í kjölfar
morðs ísraelskra hermanna á fimm barna móður
Þarfasti þjónninn til þónustu reiðubú-
inn: Miklar viðsjár eru nú með her-
námsliði israelsmanna og palest-
ínskra íbúa á Vesturbakkanum og
Gazasvæðinu.
Igær kom til óeirða fjórða dag-
inn í röð á Vesturbakkanum og
Gazasvæðinu, er Palestínsumenn
mótmæltu morði ísraelskra her-
sveita á fímm barna móður.
Að sögn lögreglu hefur heldur
dregið úr róstunum. ísraelskur
ökuþór varð þó illa úti er bíll hans
var grýttur í borginni Ramallah á
Vesturbakkanum í gær.
Inayat Samir Hindi, 35 ára, var
skotin til bana í fyrradag í Ram-
allah, rétt fyrir norðan Jerúsal-
em, er þar kom til mótmæla gegn
ísraelsmönnum. Fimm Palest-
ínumenn til viðbótar særðust.
Vesturbakkann hertóku fsra-
elsmenn í sexdagastríðinu 1967,
en áður var hann partur af Jór-
daníu. í gær kæfðu ísraelskar her-
sveitir mótmæli í fæðingu í Ram-
allah, en að sögn forðuðust þær
bein átök við andstæðinga sína.
Hermenn voru líka á vakki við
Bir Zeit-háskólann, en um fimm-
hundruð námsmenn fóru í mót-
mælagöngu vegna morðsins á
Hindi. Hermenn þessir létu þó
vera að fara inn á skólalóðina að
sögn háskólayfirvalda.
I Arad fyrir austan Jerúsalem
dreifði lögreglan um 70 ung-
lingum með táragassprengjum og
hándtók fjóra, er róstur urðu við
kvennaskóla einn í bænum.
Að sögn Palestínumanna lok-
uðu palestínskir verslunar-
eigendur búðum sínum í mót-
mælaskyni, bæði í Jerúsalem og
Ramallah. Þá voru flestir skólar
Araba í Jerúsalem lokaðir.
Á Gazasvæðinu sem ísraels-
menn tóku af Egyptum, einnig í
sexdagastríðinu, dreifðu her-
menn mannfjölda með skotvopn-
um, en fólkið hafði sett upp götu-
vígi og kveikt í hjólbörðum.
ísraelska lögreglan hefur þá
trú að óróasamt verði í landinu út
vikuna, en á föstudaginn er von á
George Shultz, utanríkisráð-
herra Bandaríkjanna, í heimsókn
til ísraels.
Utgáfa ísraelskra hernaðaryf-
irvalda á morðinu á Hindi er sú
að sjö hermenn og löggur hafi
verið á frívakt, og á aðalgötu
Ramallah-borgar hafi þeir ekið
fram á um hundrað mótmælend-
ur sem hafí kastað grjóti og
málmhlutum. „Þeir voru á
leiðinni til búða sinna er þeir
lentu í miðjum mótmælunum. Af
mannúðarástæðum reynum við í
lengstu lög að grípa til skot-
vopna, en öryggissjónarmið eru
einnig með í því spilinu. Við vit-
um að óeirðir magnast ef einhver
er drepinn," sagði þartilgerður
talsmaður.
HS
Mlðvlkudagur 14. október 1987 ÞJÓÐVILJINN - SfÐA 11