Þjóðviljinn - 14.10.1987, Blaðsíða 15
ÍÞRÓTTIR
U-21 árs landslið
„Erum bjartsýnir“
segir Guðni Kjartanssonfyrir leikinn
gegn Tékkum
„Ég held að við eigum þokka-
lega möguleika gegn þessu liði,“
sagði Guðni Kjartansson í sam-
tali við Þjóðviljann í gær, en ís-
lenska landsliðið, U-21 árs mætir
Tékkum í dag.
íslenska liðið hefur náð mjög
góðum úrslitum. Jafntefli gegn
Dönum, 0-0 og gegn Finnum, 2-2
og síðast en ekki síst glæsilegur
sigur gegn Dönum á útivelli, 3-1.
Ein breyting hefur verið gerð á
liðinu. Valdimar Kristófersson,
Stjörnunni kom í stað Siguróla
Kristjánssonar Þór.
„Á góðum degi er allt hægt og
þrátt fyrir að tékkneska liðið sé
mjög sterkt erum við bjartsýnir."
-Ibe
Handbolti
Heil umferð
í kvöld er heil umferð í íslands-
mótinu í handknattleik. Þá er
einn leikur í 1. deild kvenna.
Aðalleikur kvöldsins verður
líklega viðureign Stjörnunnar og
FH í Digranesi. Stjarnan sigraði
Víkinga í síðasta leik og FH-ingar
eru einir með fullt hús. Leikurinn
hefst kl. 20.
Valsmenn taka á móti nýliðun-
um ÍR að Hlíðarenda kl. 18. KA
og UBK leika á Akureyri kl. 20.
KR og Þór mætast í Laugardals-
höll kl. 20.15 og að þeim leik
loknum, kl. 21.30 leika Framarar
gegn Víkingum.
Valur og Víkingur mætast í 1.
deild kvenna að Hlíðarenda kl.
19.15.
Ragnhei&ur Runólfsdóttir á fullri ferð í Bikarkeppni með (A. Hún keppir nú fyrir hönd UMFN. Mynd: E.ÓI.
Sund
Handbolti
Skagamenn í efsta sæti
Skagamenn hafa sigrað í báð-
um leikjum sínum i 3. deild karla
og eru í efsta sæti.
Staðan
í Evrópukeppni landsliða í knattspyrnu:
1. ríöill
Rúmenia................4 3 0 1 12-3 6
Spánn..................4 3 0 1 7-6 6
Austurrfki.............4 2 0 2 6-7 4
Albanía................4 0 0 4 2-11 0
Leikir sem eftir eru: Spánn-Austurr.,
Albanía-Rúmenia, Spánn-Albanía,
Austurr.-Rúmenía.
2. riðill:
Svíþjóð...............7 4 2 1 11-3 10
Italía................5 4 0 1 11-3 6
Portúgal..............5 13 15-5 5
Sviss.................5 1 2 2 8-8 4
Malta.................6 0 1 5 3-19 1
Leikir sem eftir eru: Sviss-ftalía,
Portúgal-Sviss, Italía-Svíþjóð, Malta-
Sviss, Italía-Portúgal, Malta-Portúgal.
3. riðlll:
Sovétr................7 4 3 0 12-3 11
A-Þýskaland...........6 2 3 1 9-3 7
Island................7 2 2 3 4-12 6
Frakkland.............6 1 3 2 3-5 5
Noregur...............6 114 3-8 3
Leikir sem eftir eru: Frakkl.-Noregur,
Sovétr.-lsland, A-Þýskal.-Noregur,
Frakkland-A-Þýskal.
4. riðlll:
England..................4 3 1 0 7-0 7
Júgóslavía...............3 2 0 1 6-3 4
Tyrkland.................3 0 2 1 0-4 2
N-lrland.................4 0 13 1-71
Leikir sem eftir eru: Júgósl.N-lrland,
England-Tyrkland, Júgósl.-England, N-
Irland-Tyrkland, Tyrkland-Júgósl.
5. riðill:
Grikkland...............6 4 1 1 12-7 9
Holland.................5 3 2 0 6-1 8
Pólland................6 2 2 2 8-9 6
Ungverjal...............6 2 0 4 9-11 4
Kýpur...................5 0 1 4 3-10 1
Leikir sem eftir eru: Ungverjal.-Grikkl.,
Pólland-Holland, Holland-Kýpur, Kýpur-
Pólland, Ungverjal.-Kýpur, Grikkl.-
Holland.
6. rlðill:
Wales...................4 2 2 0 7-2 6
Danmörk................5 2 2 1 3-2 6
Tékkósl.................5 13 1 5-5 5
Finnland...............6 1 1 4 4-10 3
Leikir sem eftir eru: Danmörk-Wales,
Tékkósl.-Wales.
7. riðill:
Búlgaría..............6 4 2 0 12-3 10
Irland................7 3 3 1 8-5 9
Belgía.................6 2 3 1 13-6 7
Skotland..............5 1 2 2 4-5 4
Luxemburg.............6 0 0 6 2-20 0
Leikir sem eftir eru: Skotland-Belgía,
Irland-Búlgaria, Belgía-Luxemb.,
Búlgaria-Skotland, Luxemb.-Skotland.
Aðelns eitt lið úr hverjum riðli kemst
áfram. auk gestagjafanna, Vestur-
Þjóðverja.
Skagamenn hafa sigruðu ÍBÍ
22-32 og ÍS 28-24. Pétur Ingólfs-
son var markahæstur Skaga-
manna í þessum leikjum, hefur
skorað samtals 16 mörk og nafni
hans Pétur Björnsson hefur
skorað 12 mörk.
ÍH hefur aðeins leikið einn
leik, sigraði ÍBK, 20-16. Þrótfar-
ar sigruðu ÍBÍ 29-17, en töpuðu
fyrir ÍBK, 18-22.
Skagamenn eru því efstir í 3.
deild með 4 stig, ÍH, Þróttur,
ÍBK með tvö stig, en ÍS, Ögri og
ÍBÍ hafa ekki fengið stig. UFHO
dró sig úr keppni fyrir mótið.
Þá er þremur leikjum lokið í 2.
deild kvenna. ÍBV sigraði HK,
17-12 og UBK 23-15 og ÍBK sigr-
aði HK. 11-10.
- Ibe
„Neyddist til að
skipta um félag“
Segir Ragnheiður Runólfsdóttir sem hefur skiptyfir í UMFN
„Ég átti ekki um neitt að velja.
Ég stóð frammi fyrir því að skipta
um félag eða geta ekki undirbúið
mig fyrir Olympíuleikana,11 sagði
Ragnheiður Runólfsdóttir sund-
drottning Skagamanna í samtali
við Þjóðviljann í gær. Hún hefur
nú skipt um félag og mun synda
undir merkjum UMFN.
Ragnheiður hefur synt með í A
frá upphafi, en aðstæður þar eru
ekki góðar til sundiðkunar.
Ragnheiður hefur því fengið að
æfa með Njarðvíkingum undan-
fama mánuði. Njarðvíkingar
settu henni loks stólinn fyrir
dymar og sögðu að ef hún skipti
ekki um félag gæti hún ekki feng-
ið að æfa með félaginu, enda ekki
venjan að keppnismaður úr öðru
liði æfi með andstæðingnum.
„Ég fékk ekki að æfa með þeim
án þess að skipta og í sjálfu sér gat
ég ekki annað ef ég ætla á annað
borð að ná árangri. Ég skil þó
sjónarmið Njðarvíkinganna
mætavel. Það væri svolítið kald-
hæðnislegt ef ég æfði með þeim
og hirti svo af þeim stig í Bikar-
keppninni. Það er ekki venjan í
neinni íþróttagrein að æfa með
andstæðingunum og sundið er
engin undantekning.
Sundlaugin á Akranesi er ekki
hugsuð til keppni. Þar eru aðeins
þrjár brautir, 12 og hálfur metri
að lengd og venjulega mjög
margir á æfingum. Éf ég færi aft-
ur uppá Skaga myndi það þýða að
ég myndi dala töluvert og ég má
ekki við því meðan ég er enn að
eltast við Olympíulágmörkin.
Skagamenn eru að byggja laug,
en hún verður ekki tilbúin fyrr en
um páskana.
Ég var náttúrulega svolítið sár,
en það þýðir ekki að hugsa um
það. Það myndi aðeins bitna á
æfingunum og félögunum."
Ragnheiður æfir nú af kappi
fyrir Olympíuleikana og stefnir
að því að ná lágmörkunum í janú-
ar.
-Ibe
Evrópukeppni
Mikilvægir leHdr í kvöld
Níu leikir í Evrópukeppninni
Úrslitin í nokkrum riðlum Evr-
ópukeppninnar gætu ráðist í
kvöld. Þýðingarmiklir leikir eru á
dagskrá og fáir leikir eftir í riðl-
akeppninni.
Wales getur tryggt sér sæti í
lokakeppninni með sigri gegn
Danmörku í kvöid í 6. riðli. Liðin
hafa jafn mörg stig, en Wales hef-
ur betra markahlutafall og á leik
til góða gegn Tékkóslóvakíu.
Ef að Danir sigra verða þeir að
bíða eftir úrslitum í leik Wales og
Tékkóslóvakíu til að fá úr því
skorið hvort þeir komist áfram.
Það væru eflaust mikil vonbrigði
fyrir marga ef að „danska dýna-
mítið“ kæmist ekki í úrslit.
Wales leikur án markvarðarins
Neville Southall sem er meiddur.
í hans stað kemur Eddie Nie-
dzwiecki og leikur sinn fyrsta
landsleik.
Spánverjar verða að sigra
Austurríkismenn til að halda í
vonina um farseðil til V-Þýska-
lands, en þar fer lokakeppnin
fram á næsta ári. Spánn og Rúm-
enía eru jöfn með 6 stig, en Rúm-
enía með betra markahlutfall.
Bæði liðin eiga eftir að leika tvo
leiki.
Englendingar standa vel í efsta
sæti 4. riðils. Þeir hafa þriggja
stiga forskot á Júgóslavíu og ættu
að sigra Tyrkland í kvöld, á
Wembley, þrátt fyrir að í lið
þeirra vanti lykilmenn, s.s Clive
Allen, Glenn Hoddle, Viv And-
erson og Chris Waddle. Júgó-
slavia verður hinsvegar að sigra
N-frland til að eiga möguleika.
Grikkland og Holland, efstu
liðin í 5. riðli leika bæði í kvöld og
ef báðar þjóðirnar sigra verður
leikur þeirra í nóvember hreinn
úrslitaleikur. Hollendingar mæta
Pólverjum og Grikkir leika gegn
Ungverjum.
írar leika sinn síðasta leik í
kvöld, gegn Búlgaríu og verða að
sigra til að eiga möguleika.
Þá er einn leikur í 3. riðli.
Frakkar mæta Norðmönnum í
París. Með sigri komast Fra-
kkarnir yfir íslendinga.
-Ibe
Drengjalandslið
Tvíburar í landsliði
Drengjalandslið íslands leikur
síðari leik sinn gegn Svíum í Evr-
ópukeppninni um næstu helgi.
Lárus Loftsson þjálfari liðsins
hefur valið 16 manna hóp og í
honum eru tvíburar af Skagan-
um, þeir Bjarki og Arnar Gunn-
laugssynir.
íslensku strákarnir sýndu það í
fyrri leiknum að þeir gefa Svíun-
um ekkert eftir og voru reyndar
óheppnir að sigra ekki, en
leiknum lauk með jafntelfi, 3-3.
Eftirtaldir leikmenn fara til Sví-
þjóðar:
Markverðir: Ólafur Pétursson
ÍBK og Vilberg Sverrisson Fram.
Aðrir leikmenn: Arnar Grét-
arsson og Halldór Kjartansson
UBK, Arnar Gunnlaugsson,
Bjarki Gunnlaugsson, Sigurður
Þ. Sigursteinsson ÍA, Ríkharður
Daðason, Steinar Guðgeirsson,
Þorsteinn Bender og Vilhjálmur
Vilhjálmsson Fram. Kjartan
Gunnarsson og Valgeir Reynis-
son Seifossi. Axel G. Vatnsdal,
Þór, Karl Karlsson KA og Nök-
kvi Sveinsson Tý.
Mi&vlkudagur 14. október 1987 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 15