Þjóðviljinn - 14.10.1987, Blaðsíða 16
Aðalsími
681333
Kvöldsími
681348
Helgarsími
681663
þJÓÐVIUINN
Miðvikudagur 14. október 1987 228. tölublað 52. órgangur
Þjónusta
íþína þágu
SAMVINNUBANKI
ÍSLANDS HF.
Dounreay
Fiskmarioður í hættu
Chris Bunyan á opinni umhverfismálaráðstefnuAB: Neytendur sniðganga vöru
sem minnsti grunur leikur á að innihaldi geislavirk efni
Eftir Tsjernóbyl-slysið vildu
Ameríkanar ekki kaupa eldis-
lax frá Shetlandi, af því þeir voru
hræddir um að hann væri meng-
aður, sagði Chris Bunyan, á op-
inni ráðstefnu Alþýðubandalags-
ins í Gerðubergi á sunnudaginn.
Munu þeir vilja kaupa íslenskan
fisk, ef það verður slys í Dounre-
ay verinu? - spurði Bunyan.
Hann kvað það vissulega rétt,
að það tæki 4 - 6 ár fyrir geislavirk
efni að komast með straumum til
íslands. En hins vegar væri alls
ekki hægt að útiloka þann mögu-
leika, að ákveðin vindátt og úr-
koma yfir íslandi gætu séð til þess
að geislavirk efni sem slyppu út í
andrúmsloftið við slys í Dounre-
ay bærust á mjög skömmum tíma
til landsins.
„En jafnvel þó allt fari vel,“
sagði Bunyan, „og engin slys
hendi, þá er samt sem áður lík-
legt, að markaðir ykkar fyrir fisk
erlendis geti skaðast vegna Do-
unreay. Vegna þess að keppi-
nautar ykkar munu benda á þá
staðreynd, að þeirra fiskur komi
úr sjó þar sem engin geislavirk
efni séu í, andstætt ykkar haf-
svæðum. Og reynslan af Tsjernó-
byl hefur einfaldlega sýnt, að
neytendur munu sniðganga vörur
sem minnsti grunur leikur á að
séu menguð af geislavirkum efn-
um. Þá dugar ekki einu sinni að
sýna góð og gild heilbrigðisvott-
orð...“
Lögreglan
Krani
aðstoðar
blinda
Lögreglan í Reykjavík ætlar að
ganga í lið með blindum á alþjóð-
adegi „Hvíta stafsins“, sem er á
morgun.
Að sögn Ómars Smára Ár-
mannssonar lögreglumanns ætlar
lögreglan að vera á ferðinni með
kranabíl um alla borgina og sjá til
þess að blindir þurfi ekki að
rekast á neinar bílahindranir uppi
á gangstéttum. -lg.
Landbúnaður
Aldrei meira
kjötát
Landinn herðir sóknina í
svína-, nauta- og ali-
fuglakjöt, en kinda- og
hrossakjöt á undanhaldi
Kjötneysla er enn að aukast á
Islandi og var þó mikil fyrir, segir
í fréttatilkynningu frá Upplýsing-
aþjónustu landbúnaðarins. Is-
lendingar eru nú næstmestu kjöt-
ætur á Norðurlöndum; aðeins
Danir slá okkur við í þeim efnum.
Nú eru komnar til Fram-
leiðsluráðs landbúnaðarins lok-
askýrslur frá afurðastöðvum um
sölu og birgðir kjöts á nýliðnu
verðlagsári, 30. ágúst 1986 til 1.
september 1987.
Kjötneysla á mann á íslandi
náði 67 kflóa markinu á síðast-
liðnu verðlagsári, en var um 65,5
kfló árið 1984. Tölur eru hand-
bærar um neysluna á Norður-
löndum það ár: Noregur 53 kg.,
Svíþjóð 54,9 kg., Finnland 58 kg.
og Danmörk 84,25 kg.
Landinn hefur hert sóknina í
svína-, nauta- og alifuglakjöt, en
kinda- og hrossakjötsneyslan
minnkar enn. Við erum þó enn
drjúgir við kindakjötsátið; rúm-
lega 35,6 kg. í fyrra, en þar kom-
ast Nýsjálendingar einna næst
okkur með 28,8 kg. á mann.
Að auki borðum við kjöt af
ýmsu tagi sem skýrslur ná ekki til.
Þar má nefna kjöt af villtum fugl-
um, rjúpu, gæs og sjófugli,
hreindýrum, selum, hvölum, kjöt
af heimaslátruðu og það kjöt sem
framleiðendur taka úr sláturhús-
um til eigin neyslu. HS
.
■
*
w
Síldarsöltun er komin í fullan gang víða á Austfjörðum og í gær var saltað á fullu í öllum söltunarstöðvum á Eskifirði. Sæljónið kom inn með fullfermi 140 tonn og
varðaðskiptaaflanumámillistöðvannaþarsemhverstöðmáekkisaltanema 30 tonn að hámarki á hverjum sólarhring. Mynd - hb/Neskaupstað.
Skattamál
Fyrirtækin taki þátt
Svavar Gestsson leggur fram tvö frumvörp á Alþingi um skattamál
vavar Gestsson lagði í gær
fram tvö frumvörp, sem varða
skattamál landsmanna. Annars-
vegar frumvarp um breytingu á
Gorbatsjof metsöluhöfundur?
Bók hans um perestrojku kemur út í mörgum þjóðlöndum í senn
Tíu íslenskir þýðendur sitja
þessa viku með sveittan skall-
ann við að þýða bók eftir Míkhaíl
Gorbatsjov, aðalritara Kommún-
istaflokks Sovétríkjanna. Bókin
dregur nafn af perestrojku, um-
breytingunum miklu sem skekja
nú og hrista sovéskt þjóðfélag og
um Ieið af þeim „nýja hugunar-
hætti“ sem Gorbatsjov telur
nauðsynlcgan til að leysa vanda-
mál heima fyrir og á alþjóðavett-
vangi.
Mikið liggur á, því samkvæmt
samningum á bókin að koma út á
einum og sama degi, með öðrum
orðum annan nóvember, í flest-
um löndum Vestur-Evrópu og
Bandaríkjunum og svo náttúr-
lega í Sovétríkjunum sjálfum.
Það var bandaríska forlagið
Harpers & Row sem fyrst pantaði
þessa bók hjá Gorbatsjov og snýr
hann máli sínu í henni jafnt til
landa sinna og heimsins alls. Ið-
unn gefur út bókina og Heimir
Pálsson ritstýrir þýðendum.
áb
Mikhaíl Gorbatsjov skeiðar nú fram á
ritvöllinn.
lögum um tekju- og eignaskatt,
þar sem gert er ráð fyrir að fyrir-
tækin taki meiri þátt í sam-
neyslunni en hingaðtil, auk þess
sem launafólki er gefinn kostur á
að losna við að fylla út framtöl.
Hinsvegar endurflytur Svavar
frumvarp um Skattadóm og rann-
sóknirskattsvikamála. Meðflutn-
ingsmenn eru þau Margrét Frím-
ansdóttir og Skúli Alexanders-
son.
Aðalatriði frumvarpsins um
tekju- og eignaskatt er að með
því er dregið verulega úr frádrátt-
arheimildum fyrirtækja þar sem
lagðar eru niður í áföngum heim-
ildir um ýmsa frádrætti einsog
5% af matsverði vörubirgða,
10% afskriftir af útistandandi
viðskiptaskuldum í árslok, fram-
lög til fjárfestingasjóða o.s.frv.
Það sem snertir almenning
mest í frumvarpinu er að opnað
er fyrir möguleika á að fólk losni
við framtöl um hver áramót með
sérstökum heimildum skattstofa.
Hliðstætt kerfi hefur verið tekið
upp í Danmörku með þeim af-
leiðingum að stór hluti skatt-
greiðenda sleppur við aö gera
framtöl.
Ýmis fleiri nýmæli eru í frum-
varpinu, t.d. er skattrannsóknar-
stjóra gert að rannsaka sérstak-
lega samkvæmt úrdrætti framtöl
100 fyrirtækja árlega. Þá eru sam-
kvæmt frumvarpinu sett inn ný
afgerandi ákvæði um að komið
verði í veg fyrir að persónuleg
eyðsla forráðamanna fyrirtækj-
anna verði flutt á reikning fyrir-
tækja.
í greinargerð með frumvarp-
inu segir að með samþykkt þess-
ara tillagna megi gera ráð fyrir
verulegri aukningu skatttekna
ríkisins af fyrirtækjum. _sáf