Þjóðviljinn - 14.10.1987, Blaðsíða 13
Þetta má ekki endurtaka sig...
Rauði krossinn
í viðbragðsstöðu
í Eþíópíu
Þurrkar valda uppskerubresti. íslandsdeildin vinnur
að þróunarverkefnum í Gojjam-héraði
Þurrkar síðustu mánaða hafa
valdið uppskerubresti í Eþíópíu.
Fyrirsjáanlegt er að hefja verður
matvæladreifingu í mörgum hér-
uðum landsins á næstu vikum ef
koma á í veg fyrir stórfellda hung-
ursneyð.
Samkvæmt könnun sem gerð
var á ástandinu er áætlað að það
vanti a.m.k. 950.000 tonn af mat-
vælum á árinu 1988.
Ekki er að svo stöddu hægt að
gera nákvæma áætlun um fjölda
þess fólks sem þurfa mun aðstoð.
Hinsvegar hefur Eþíópski Rauði
krossinn og fulltrúar Alþjóða-
sambands Rauðakrossfélaga
kannað ástandið í Wollo, Har-
arge, Gamu Gofa og Sidamo þar
sem þessir aðilar störfuðu á árun-
um 1984-87 og sýndi sú könnun
að í kjölfar uppskerubrests er
fyrirsjáanlegur stórfelldur ma-
tvælaskortur strax á næstu mán-
uðum. Lögð er á það áhersla að
nauðsyn beri til að ERK og Al-
þjóðasambandið ásamt RK-
félögum annarra landa sem veita
vilja aðstoð sína geri nákvæmari
könnun á matvælaþörfinni, hvar
eigi að starfa og hvernig standa
beri að hjálparstarfinu. Þessari
upplýsingaöflun á að vera lokið
fyrir miðjan október.
Mjög brýnt er að nægilegt
magn af matvælum sé til í landinu
sem hægt er að byrja að dreifa
áður en hungursneyð skellur á.
Reynt verður að dreifa matvæl-
um út til fólksins til að koma í veg
fyrir að fólk yfirgefi heimili sín og
safnist saman í stórum flótta-
mannabúðum líkt og gerðist
1984.
í norðurhéruðum Eþíópíu, Er-
itreu, Tigre, Gondar og Hararge
þar sem skæruhernaður hefur
geisað undanfarin ár er Rauði
krossinn eina hjálparstofnunin
sem fær að starfa. í þessum hér-
uðum er einnig útlit fyrir mat-
vælaskort á næstu mánuðum.
Auk uppskerubrests af völdum
þurrka hafa engisprettur valdið
stórfelldu tjóni í norðurhéruðun-
um og hefur Rauði krossinn ann-
ast úðun á skordýraeitri úr flug-
vélum til að eyða engisprettun-
um. Rauði kross íslands tók þátt í
baráttunni við engisprettup-
láguna með 10.000 Sfr. framlagi
(um 260 þús. ísl. kr.) í september
s.l.
í lok október munu væntan-
lega liggja fyrir nánari tölur um
fyrirsjáanlega matvælaþörf en
ljóst er nú þegar að kostnaður við
hjálparstarf sem Rauði krossinn
áformar mun nema um 3
milljónum svissneska franka (ca
500 milljónum ísl. kr.).
Samhliða neyðaraðstoð und-
anfarinna ára í Eþíópíu hefur
Rauði krossinn reynt að kapp-
kosta að veita aðstoð sem miðar
að því að koma í veg fyrir hung-
ursneyð og sjúkdóma af völdum
síendurtekinna þurrka og upp-
skerubrests. Rauði kross Islands
er nú að hefja samstarf við deild
Eþíópska Rauða krossins í
Gojjam-héraði og er ætlunin að
grafa brunna, vernda uppsprettu-
lindir og e.t.v. síðar vinna að
gróðurvernd og heilsugæslu. Allt
eru þetta brýn verkefni og einföld
í framkvæmd en þó mikils virði í
baráttu þessa fólks við fátækt og
sjúkdóma í umhverfi þar sem
rányrkja og óblíð veðrátta hafa
eytt mestöllum gróðri. RKÍ bind-
ur miklar vonir við að geta orðið
þarna að liði og skilið eftir þekk-
ingu og verðmæti sem á eftir að
gagnast fólkinu um ókomna
framtíð.
Rauði kross íslands mun taka
þátt í baráttunni við hungrið í
Eþíópíu og teystir á aðstoð frá
almenningi. Hægterað leggjasitt
af mörkum til hjálparstarfsins
með því að styrkja hjálparsjóð
RKÍ, gírónúmer 90000-1.
Ml&vikudagur 14. október
KALLI OG KOBBI
Höfuðborgin í
Júgóslavíu
heitir Belgrad.
í landinu er
töluð
serbneska og
krótatíska og
landið liggur að
Italíu, Albaníu.
X
Höfuðborgin í|
Belgrad heitir
króatíska, æ,
höfuðserbin í
Albaníu...'i
GARPURINN
FOLDA
APÓTEK
Reykjavik. Helgar- og kvöld-
varsla lyfjabúða vikuna
9.-15. okt. 1987 er í Apóteki
Austurbæjarog Lyfjabúð
Breiðholts, Álfabakka 12,
Mjódd.
Fyrrnefndáapótekið er opið
um heigar og annast nætur-
vörslu alla daga 22-9 (til 10
fridaga). Síðarnefnda apó-
tekið er opið á kvöldin 18-22
virka daga og á laugardögum
9-22 samhliða hinu fyrr-
rrefnda.
LÖGGAN
Reykjavík.....sími 1 11 66
Kópavogur.....sími 4 12 00
Seltj.nes....sími61 11 66
Hafnarfj......simi 5 11 66
Garðabær......sími 5 11 66
Slökkvilið og sjúkrabilar:
Reykjavík.....sími 1 11 00
Kópavogur.....sími 1 11 00
Seltj.nes.....simil 11 00
Hafnarfj......sími 5 11 00
Garðabær......sími 5 11 00
SJÚKRAHÚS
Heimsóknartimar: Landsprt-
allnn: alla daga 15-16,19-20.
Borgarspitalinn: virka daga
18.30-19.30, helgar 15-18, og
eftirsamkomulagi. Fæðing-
ardelld Landspítalans: 15-
16. Feðratími 19.30-20.30.
öldrunarlækningadelld
Landspítalans Hátúni 10 B:
Alladaga14-20ogeftir
samkomulagi. Grensásdeild
Borgarspítala: virka daga 16-
19.30 helgar 14-19.30 Heilsu-
vemdarstöðin við Baróns-
stig: opin alla daga 15-16 og
18.30- 19.30. Landakots-
spftali: alla daga 15-16 og
18.30- 19.00 Barnadeild
Landakotsspitala: 16.00-
17.00. St. Jósefsspítali
Hafnarfirði: alla daga 15-16
og 19-19.30 Kleppsspítal-
inn: alla daga 18.30-19 og
18.30- 19 Sjúkrahúsið Ak-
ureyri: alla daga 15-16 og 19-
19.30. Sjúkrahúsið
Vestmannaeyjum: alladaga
15-16og 19-19.30. Sjúkra-
hús Akraness: alla daga
15.30- 16 og 19-19.30.
Sjúkrahúsið Húsnvik: 15-16
og 19.30-20.
LÆKNAR
Læknavakt fyrir Reykjavík,
Seltjarnarnes og Kópavog
er í Heilsuverndarstöð
Reykjavíkur alla virka daga
frá kl. 17 til 08, á laugardögum
og helgidögum allan sólar-
hringinn. Vitjanabeiðnir,
símaráðleggingarog tíma-
pantanir í síma 21230. Upp-
lýsingarum lækna og lyfja-
þjónustu eru gefnar í sim-
svara 18885.
Borgarspftalinn: Vakt virka
daga kl. 8-17 og fyrir þá sem
ekki hafa heimilislækni eöa
ná ekki til hans. Slysadeild
Borgarspitalans opin allan
sólarhringinn simi 696600.
Dagvakt. Upplýsingar um da-
gvakt lækna s. 51100. Næt-
urvakt læknas.51100.
Hafnarljörður: Heilsugæsla.
i Upplýsingar um dagvakt
lækna s. 53722. Næturvakt
læknas. 51100.
Garðabær: Heilsugæslan
Garðaflöts. 656066, upplýs-
ingar um vaktlækna s. 51100.
Akureyri: Dagvakt 8-17 á
Læknamiðstöðinni s. 23222,
hjá slökkviliðinu s. 22222, hjá
Akureyrarapóteki s. 22445.
Keflavik: Dagvakt. Upplýs-
ingar s. 3360. Vestmanna-
eyjar: Neyðarvakt lækna s.
Í966.
ÝNilSLEGT
Bilananavakt rafmagns- og
hitaveitu: s. 27311 Raf-
magnsveita bilanavakt s.
686230.
Hjólparstöð RKÍ, neyðarat-
hvarf fyrir unglinga Tjarnar-
götu 35. Sími: 622266 opið
allan sólarhringinn.
Sálfræðlstöðin
Ráögjöf í sálfræðilegum efn-
um. Simi 687075.
MS-félaglð
Álandi 13. Opið virka daga frá
kl. 10-14. Slmi 688800.
Kvennaráðgjöfln Hlaövarp-
anum Vesturgötu 3. Opin
þriðjudaga kl.20-22, sími
21500, símsvari. Sjálfshjálp-
arhópar þeirra sem orðið
hafa fyrir sifjaspellum, s.
21500,símsvari.
Upplýsingar um
ónæmlstærlngu
Upplýsingarum ónæmistær-
KROSSGÁTAN
ingu (alnæmi) i síma 622280,
milliliöalaust samband við
lækni.
Frá samtökum um kvenna-
athvarf, simi 21205.
Húsaskjól og aðstoð fyrir kon-
ur sem beittar hafa verið of-
beldi eöa orðið fyrir nauögun.
Samtökln ’78
Svarað er í upplýsinga- og
ráðgjafarsima Samtakanna
'78 fólags lesbía og homma á
Islandi á mánudags- og
fimmtudagskvöldumkl. 21-
23. Símsvari áöðrumtímum.
Síminner91-28539.
Félageldri borgara: Skrif-
stofan Nóatúni 17, s. 28812.
Félagsmiðstöðin Goðheimar
Sigtúni 3, s. 24822.
GENGIÐ
13. október
1987 kl. 9.15.
Sala
Bandaríkjadollar 38,980
Sterlingspund... 64,151
Kanadadollar.... 29,864
Dönskkróna...... 5,5881
Norskkróna...... 5,8612
Sænskkróna...... 6,1045
Finnsktmark..... 8,9036
Franskurfranki.... 6,4273
Belgískurfranki... 1,0294
Svissn. franki.. 25,8454
Holl. gyllíni... 19,0188
V.-þýsktmark.... 21,4029
Itölsklíra..... 0,02966
Austurr. sch.... 3,0408
Portúg. escudo... 0,2708
Spánskurpeseti 0,3227
Japanskt yen.... 0,27102
Irsktpund....... 57,462
SDR............. 50,2311
ECU-evr.mynt... 44,4664
Belgískurfr.fin. 1,0250
Lárétt: Þukl 4 digur 6 eðja 7
áflog 9 hóta 12 náðhús 14
athugi 15stök 16karl-
mannsnafn 19 dómstól 20
sjálfseignarjörð21 tómri
Lóðrétt: 2 hvíldu 3 rjóða4
vaxa 5 mjúk 7 fiskiskip 8
deila 10 hjálp 11 árbók 13
tunga 17 borðuðu 18 svörð-
ur
Lausn á sfðustu
krossgátu
Lárétt: 1 nóló 4 gust 6 tál 7
haft 9 ábót 12 rissa 14 róa
15 lög 16 makka 19 gaul 20
ónáð21 rauða
Lóðrétt: 2 óma 3 ótti 4 glás
5 stó 7 hárugi 8 framur 10
balana 11 togaði 13 sök 17
ala18kóð
1987 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 13