Þjóðviljinn - 20.10.1987, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 20.10.1987, Blaðsíða 1
Þriðjudagur 20. október 1987 233. tölublað 52. órgangur Skák Góðar vinningslíkur Kasparofs Fjórða skák í einvígi þeirra Garrí Kasparofs hcimsmeistara og Anatólís Karpofs áskoranda fór í bið í gærkveldi eftir 40 leiki. Skáksérfræðingar eru á einu máli um að heimsmeistarinn standi mun betur, sumir segja hann hafa gjörunnið tafl. Kasparof stýrði hvítu mönnun- um, lék c-peði sínu fram um tvo reiti einsog í annarri skákinni sem hann tapaði eftir snarpa og dram- atíska viðureign. Karpof varð fyrri til að breyta frá þeirri skák en heimsmeistarinn styrkti skjótt stöðu sína og í biðskákinni hefur hann tvö peð umfram fjanda sinn. Sjá skákskýringu Helga Ólafs- sonar á bls.15. Alþýðubandalagið Ovænt í Reykjavík Staða Ólafs Ragnars talin hafa styrkst eftir fulltrúakjörið hjá A BR. Sigríður Stefánsdóttir segir stuðning sinn aukast. Svavar heldurfast við að hœtta Urslit atkvæðagreiðslu í Al- þýðubandalaginu í Reykjavík komu mönnum allnokkuð á óvart, og er talið að líkur á kjöri Ólafs Ragnars Grímssonar sem formanns flokksins á landsfund- inum hafi aukist verulega eftir það kjör. Túlkun úrslitanna er þó með ýmsum hætti eftir því hvar túlkendur standa í flokknum. 406 félagar greiddu atkvæði á fundinum á fimmtudagskvöld og voru 378 atkvæði gild. Fulltrúa- listinn frá Reykjavík ber merki mikillar endurnýjunar, og sitja margir fulltrúanna nú fyrsta landsfund sinn, en kunn nöfn í flokknum er í staðinn að finna á varamannalista. Bríet Héðinsdóttir fékk flest atkvæði í kosningunni, yfir 90%, og næstar henni urðu Olga Guð- rún Árnadóttir og Soffía Guð- mundsdóttir. Guðrún Helgadótt- ir þingmaður og Kristín Á. Ólafs- dóttir borgarfulltrúi og varafor- maður fengu rúm 70% atkvæða, og urðu í 24. og 25. sæti, en Svav- ar Gestsson flokksformaður varð í 44. sæti með um 67% atkvæða. Tíu konur af varamannalista verða aðalmenn vegna kynja- kvótans, og eru Sigurjón Péturs- son borgarfulltrúi og Ásmundur Stefánsson forseti ASÍ og vara- þingmaður í hópi þeirra karla sem þessvegna verða varamenn. Fyrir kosningarnar gengu ýms- ir listar þarsem mælt var með ákveðnum mönnum til kjörs, og er til þess tekið að nær allir náðu kjöri af þeim sem stuðningsmenn Ólafs Ragnars mæltu með, tæp- lega 90. Þeir sem áttu nöfn sín á þeim lista munu þó ekki allir hafa gert upp hug sinn. Deildar meiningar eru í flokknum um úrslit kosninganna. Hvorki meira né minna en 450 grömmum af kókaíni og 780 þúsund krónur í peningum, aðallega dollurum, náði fíkniefnalögreglan af brasilískum hjónum í Hveragerði nýlega. Arnar Jensson og Guðjón S. Marteinsson skýra frá mála- vöxtum í gær. Mynd - Sig. Lögreglan Avana- og fíkniefnadeild lög- rcglunnar í Reykjavík hand- tók síðastliðinn laugardag brasi- lísk hjón á gistihúsi í Hveragerði og þau reyndust hafa undir hönd- um 450 grömm af kókaíni og 780 þúsund krónur í peningum, aðal- lega í dollurum. Þau hafa verið úrskurðuð í gæsluvarðhald fram til 1. desember næstkomandi. Jenssonar, og Að sögn Arnars lögreglufulltrúa hjá avana- fíkniefnalögreglunni, er rann- sókn málsins á byrjunarstigi, en bæði lögreglan á Selfossi og í Foreldrasamtökin Hneyksluð á borgarstjóra Stjórn Foreldrasamtakanna í Reykjavík hafa lýst hneykslun sinni á málsmeðferð þeirri, sem tillaga minnihlutans í borgar- stjórn um dagvistarmál hlaut á fundi borgarstjórnar sl. fímmtudag. -Tillögunni var hafnað án má- lefnalegrar umræðu. Frávísun- artillaga Davíðs Oddssonar borg- arstjóra var lesin af Önnu K. Jónsdóttur formanni stjórnar Dagvistar barna, og það sem þar var sagt var með ólíkindum. Meðal annars var sagt eitthvað á þá leið að minnihlutinn hefði nú skriðið út úr myrkum músarhol- um svartsýninnar, en fengið of- birtu í augun og víðáttubrjálæð- i...tillagan væri út í hött og ger- ræðisleg, og fleira í þeim dúr. í yfirlýsingu Foreldrasamtak- anna segir að málflutningur af þessu tagi, um svo veigamikið mál, verði að teljast óábyrgur og flutningsmönnum til minnkunar. Auk þess sé hann móðgun við börn, foreldra og minnihluta borgarstjórnar. -•g- Stuðningsmenn Sigríðar segja vinnubrögð Ólafsfólks forkastan- leg og tala um „aðför“ að traustu flokksfólki. Margir þeirra sem hafa myndað fylkingu um Ólaf telja úrslitin sögulegan viðburð og tala um þau sem upphaf nýrra tíma í hreyfingunni. Svavar Gestsson núverandi formaður flokksins er óánægður með kjör fulltrúa í Reykjavík og telur í samtali við Þjóðviljann í dag að ýmsum helstu tals- mönnum flokksins í höfuðborg- inni hafi verið hafnað. Svavar segir vegna klofningsspádóma í fjölmiðlum að hann muni aldrei yfirgefa málstað Alþýðubanda- lagsins, um leið og hann ítrekar að hann standi fast við ákvörðun sína um að hætta formennsku. Sigríður Stefánsdóttir segir við Þjóðviljann að hún hafi fundið stuðning við sig aukast og telur úrslitin hvergi nærri ráðin. .Hún sagði í samtali við Þjóðviljann að margir innan flokksins teldu að aldrei gæti orðið sameining um Ólaf Ragnar í forystu. Ólafur Ragnar segir við Þjóð- viljann að hann hafi síðustu vikur orðið var við vaxandi stuðning við sig. Reykjavíkurfundurinn sýni mikið líf og þrótt, í flokknum sé nú að skapast eindreginn vilji. Ólafur er ekki hræddur um klofn- ing, og segist ekki mundu hafa gefið kost á sér ef hann hefði talið það skapa hættu á klofningi. -m Sjá viðtöl og Reykjavík- urúrslit á síðu 19 Kókaín finnst í Hveragerði Brasilísk hjón handtekin með 450 grömm ígistihúsiþar. Hafa verið hér á landi íþrjár vikur. Smásöluverðmæti kókaínsins um4,5 milljónir króna Hafnarfirði hafa komið þar við sögu. Enginn íslendingur hefur enn verið handtekinn í tengslum við málið. Brasilísku hjónin komu hingað til landsins frá Lux- emborg 1. október síðastliðinn. Þetta er mesti kókaínfundur lögreglunnar til þessa, en áður hefur lögreglan mest náð á einu ári samtals 28 grömmum og í einu aðeins 17 grömmum. Þar sem rannsóknin er nýhafin varðist Arnar allra frétta af gangi hennar, en sagði þó að grun- semdir væru um að eitthvað af efninu hefði þegar verið selt hér innanlands. Talið er að verðið fyrir eitt gram af kókaíni á mark- aði hér sé eitthvað um 8-10 þús- und krónur. Þannig selt er verð- mæti kókaínsins um 4,5 milljónir króna. - grh Suðurnes Loforð fyrir 30 milljónum „Nú þegar hafa 117 manns skráð sig fyrir hugmyndum að hlutafé að upphæð 30 milljónum króna og við stefnum að því að Utgerðarfélagið Eldey verði formlega stofnað fyrir 1. desemb- er næstkomandi,“ segir LogiÞor- móðsson, fiskverkandi og einn af hvatamönnum að stofnun Út- gerðarfélagsins Eldeyjar á Suðurnesjum. í fyrradag varð stólþurrð í veitingahúsinu Glaumbergi í Keflavík þegar 300 manns á Suðurnesjunum fjölmenntu á staðinn, þar sem kosin var undir- búningsnefnd að stofnun útgerð- arfélagsins. Að sögn Loga Þormóðssonar var rífandi stemmning á fundin- um og mikil samstaða meðal fundarmanna um að rífa útgerð á Suðurnesjum upp úr þeim dvala sem einkennt hefur hana á und- anförnum áruni og snúa vörn í sókn. Nú þegar er vitað um einn tog- ara á söluskrá, sem er Dagstjarn- an. Búið er að selja Þórkötlu 2. til Hornafjarðar, en það er 250 tonna vertíðarbátur og einnig er búið að ganga frá sölu 80 tonna báts frá Suðurnesjum til Súðavík- ur vestur á fjörðum. - grh

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.