Þjóðviljinn - 20.10.1987, Qupperneq 6

Þjóðviljinn - 20.10.1987, Qupperneq 6
FLÓAMARKAÐURINN Húsnæði óskast Ungt par, háskólanemar, óskareftir 2-3 herb. íbúö á leigu. Uppl. í síma 656299 eftir hádegi. Góöur bíll til sölu Til sölu Fiat árg. '85. Einstaklega sparneytinn og þægilegur bíll í toppstandi. Vetrardekk fylgja. Til greina koma skipti á ódýrari. Uppl. í síma 681310 kl. 9-17 og í síma 13462 e.kl. 19. Bráðvantar íbúö, litla eöa stóra. Erum 2 í heim- ili, fullorðin og barn. Góðri um- gengni og skilvísum greiðslum heitiö. Uppl. í síma 50751. Ársgömul Lancia „skutla” lúxusgeröin, fæst í skiptum fyrir ódýrari bíl og peningamilligjöf. Uppl. í síma 18054 eftir kl. 18. Handunnar rússneskar tehettur og matrúskur í miklu úrvali. Póstkröfuþjónusta. Ath. Get komiö meö vörurnar á t.d. vinnustaöi og í saumaklúbba ef óskað er. Uppl. í síma 19239. Til sölu gamalt, mjög gott og vandaö hjón- arúm, án dýnu. Stærð 1.40x1.80. Sími 651616 (Þórhallur) og eftir kl. 19 í síma 54327. Trommusett til sölu Gamalt en nothæft trommusett til sölu. Selst mjög ódýrt. Uppl. í síma 34959. Fyrir lítið Fiat 128 árg. 1978 með ösku- bökkum aftur í, ónýta tímareim og lítið ryögaður til sölu fyrir lítið. Hafið samband í síma 681663 og spyrjið eftir Herði. Vetrardekk á Trabant til sölu Uppl. í síma 671901 eftir kl. 7 á kvöldin. Vantar tölvuprentara Óska eftir að kaupa Apple tölvu- prentara (Imagewriter). Hafið sam- band í síma 23561 eftir kl. 18. Til sölu baststóll með baki og lítið tekksófa- borð, eldhúsborð og þrír stólar, fótanuddtæki, 3 loftljós, 3 kvenkáp- ur. Uppl.s. 18614. Lada 1500 79 selst á kr. 25.000 gegn staðgr. Uppl.s. 15192 milli 8 og 10 á kvöld-^ in. ísskápur til sölu notaður ca. 140x60x60. Selst ódýrt. Uppl.s. 38486, Eydís. Amstrad tölva óskast Uppl.s. 41660 e.kl. 19. Vandaður sellóbogi til söiu Á sama stað fást keyptar íslend- ingasögurnar, 42 bindi. Uppl.s. 29105. Til sölu tekkkommóða. Uppl.s. 30623 eftir kl. 17. Stórt og gott tekkskrifborð til sölu á 4 þús. Sími 22337. Til sölu Brother prjónavél með öllum fylgi- hlutum og miklu garni til sölu. Uppls. 28637 á kvöldin og um helg- ar. Unnur. Tilsölu glæsilegur siður brúðarkjóll frá Lilly í Kaupmannahöfn. Kjóllinn er nr. 38 og selst með öllu til- heyrandi. Uppls. 42810 eftir kl. 17. Óska eftir að kaupa svefnsófa eða rúm 1 og '/2 þreidd. Uppl.s. 40193. Til sölu Ford Escort ekinn aðeins 70 þús. km. Sjálf- skiptur, gott útlit. Vetrardekk. Ný- skoðaður. Verð aðeins um kr. 75 þús. Uppl.s. 21764. Til sölu Fiat 12 P '81 árg. ekinn 65000 km. Þarfnast viðgerðar. Uppl.s. 53284 Jón og 651589 eftir kl. 19.00. Ung móðir óskar eftir ódýrri vöggu og kommóðu. Uppl.s. 72900. Barngóð kona óskast til að gæta 11 mán. stráks á heimili hans á Flókagötunni frá kl. 12-18 5 daga vikunnar. Uppl.s. 28412 eftir kl. 18 á daginn. Til sölu er lítið notuð 210 lítra Atlas frysti- kista. Verð 8000 kr. Sími 22894. Rex Rotary 1050 S fjölritari og Rex Rotary 2202 S stensilbrennari fást gefins. Bæöi tækin eru í góðu ástandi. Þeim fylgja einnig margir aukahlutir. Upplýsingar í síma 22894. íbúð Bráðvantar litla íbúð. Fyrirfram- greiðsla ef óskað er. Reglusemi í hávegum höfð. Birna Björnsdóttír, sími 76847. Til sölu fyrir lítið borðstofuborð, skenkur, sófasett (3+1 + 1), barnaskrifborð með hill- um ásamt skáp sem þarfnast smá- lagfæringar. Sími 42662. 5 til 6 herb. íbúð eða sérhæð óskast á leigu í Hafnarfirði, Kópa- vogi eða Garðabæ. Uppl.s. 36742 eftir kl. 18. Óskum eftir 3ja herb. íbúð frá 1. des. n.k. Hafið samb. í síma 611017 eða 688115 milli kl. 8 og 4. Hvar eigum við að sitja Við erum heil skátasveit sem hvergi getum setið í skátaheimilinu okkar. Þ.e. okkur vantar húsgögn; stóla, sófa, sófaborð og e.t.v. gömul hljómfl.tæki gefins. Sími 689713 milli kl. 16 og 18 næstu daga. Óli eða Heiðrún. Til sölu 4 stk. notuð vetrardekk á felgum fyrir Lödu á kr. 6 þús. Sími 15342 kl. 5-7. Átt þú eitthvað til að sofa á? Mig bráðvantar svefnbekk eða rúm til kaups. Vinsamlegast hringið í síma 96-22132. Til sölu Rauð ullarkápa með minkaskinns- kraga og grá (amerísk) dragt. Stærð 48-50. Sími 15501 eftir kl. 17.00. Ráðstefna um starfsmenntun í atvinnulífinu Laugardaginn 28. nóvember 1987, kl. 9-17 verö- ur haldin í Borgartúni 6 ráðstefna um starfs- menntun í atvinnulífinu. Lögð er áhersla á þátt- töku fulltrúa samtaka aðila vinnumarkaðarins, stjórnvalda menntamála, sveitarfélaga og ann- arra sem hafa áhuga á viðfangsefni ráðstefnunn- ar. Nánari tilhögun verður auglýst síðar. Féiagsmálaráðuneytið 19. október 1987 MINNING Páll Hróar Jónsson Fœddur 2.11.1972 Dáinn 10.10. 1987 Hann var ekki hár í loftinu þeg- ar hann kom fyrst í heimsókn, 5 ára snáði, með kankvíst bros og stór talandi augu. Þeir Ingvi Jökull urðu strax perluvinir. Það var þeyst um húsið eins og litlir fætur toguðu með súpermanns- stjörnur í augum, það var hjólað, skíðað, smíðað og leikinn fót- bolti ... allt verður tápmiklum snáðum að áhugaefni ef hugurinn er frjór; fjallið, fjaran og allt þar á milli. Dagurinn var aldrei nógu langur. Palli var einn af þeim góðu vin- um sem gerðu Ingva Jökli erfitt að flytja frá Neskaupstað. En vináttan hélst þótt ísland endi- langt væri á milli og hver heim- sókn Palla hingað suður var afar kærkomin. I vor kom hann og sagðist vera að flytja í næsta ná- grenni við okkur í Kópavoginum og sýndi okkur nýja heimilið sitt. Að síðustu kom hann alkominn og vináttuþráðurinn var tekinn upp. En yndislegt sumar tók skyndi- lega enda. Palli, þessi tápmikli og einstaklega efnilegi piltur, var hrifinn burt í miðjum klíðum. Það er erfitt að kveðja, einkum þegar kveðjustundin kemur allt of snemma. Okkur verður orða vant. Við þökkum honum ómetan- lega vináttu við Ingva Jökul og fyrir að hafa auðgað líf okkar. Við söknum hans öll sárt. Lóa, Logi og börn Oli Kristinn Sigurjónsson Fœddur 6. ágúst 1940 Vinur minn, Óli Kristinn Sig- urjónsson frá Vestmannaeyjum, eða Óli Tótu, eins og við félag- arnir kölluðum hann oftast, er farinn. Hann fór í róður á báti sínum, Hvítingi VE-21, um morguninn 2. september, ásamt félaga sínum. Þeir komu ekki aft- ur. Öli fæddist 6. ágúst 1940, var einn af okkur eins og við köllu- ðum það: ’40 módelið. Ég kynntist Óla fyrst í Eyjum, þá vorum við ungir og lífsglaðir. Síð- an héldust okkar kynni og uxu sífellt. Sumarið ’81 fórum við þó fýrst á sjó saman og það vorum við út það ár. Aðallega á litlum báti, sem Valdís hét og var 18 tonna. Minnisstæðasturþess tíma fannst mér sá kafli sem við rerum frá Fáskrúðsfirði um tveggja mánaða skeið á síldveiðum og bjuggum um borð. Með okkur var föðurbróðir Óla, Ási í Bæ, og sá hann um að matreiða, ásamt annarri vinnu. Óli hafði verið lengi í siglingum erlendis og hafði frá mörgu að segja. Einnig var hann mjög ljóðelskur og allir þekktu nú Ása heitinn, enda hafði ég oft gaman af þeim, kvið- lingum þeirra og sögum. Eftir þetta úthald fórum við Óli saman á Guðmund Kristin SU og tókum þar síldar- skammtinn. Síðan skiljast leiðir, en alltaf vorum við í sambandi hvor við annan. Ekki hefði mig grunað nú er hann hringdi í mig af þjóðhátfð, kátur og hress, að það yrði okkar síðasta spjall hérna megin. Líf Óla var ekki tómur rósadans, heldur var oft dansaður polki með mikum hraða og gný. Og steig ég oft sporin með honum í þeim dansi. Orð segja svo fátt, en það verð ég að segja að betri og sannari dreng hef ég aldrei kynnst. Ég og mínir vottum að- standendum okkar dýpstu sam- úð. Sálin er gullþing í gleri, geymist þó glerið sé veilt. Bagar ei brestur í keri, bara ef gullið er heilt. (Stgr. Th.) Hilrnar A. Kúld bæta heilsu þessa fólks en að skrá það hjá Vinnueftirliti ríkisins. í sambandi við vöðvagigt og aðra álagskvilla eru tveir þættir mjög áhrifamiklir, þ.e. launakjör og vinnutími. Fiskvinnslufólk er láglauna- fólk. Fólki, sem hefur dagvinnu- laun sem ekki nægja til fram- færslu, er langt um hættara við álagskvillum en öðrum. Þessi staðreynd er öllum ljós, sem hug- leiða málið, en auk þess hefur verið sýnt fram á þetta með rann- sóknum og er ofannefnd könnun ein af mörgum slíkum. Hin aukna vinna, sem þetta fólk verður að leggja á sig og sú efnalega sjálf- helda sem það hlýtur oft að lenda í, veldur hér trúlega mestu um. Ein af grunnforsendunum fyrir því að hægt sé að ráða bót á álags- sjúkdómum sem fjöldasjúkdóm- um af völdum vinnu, er að launa- kjör viðkomandi séu viðunandi, að dagvinnulaunin nægi fyrir framfærslu. Ef þessa er ekki gætt er skráning tilgangslaus. Annar þáttur þessu nátengdur er vinnutími. Álagssjúkdómar eru langtum algengari hjá þeim sem þurfa að vinna langan vinnu- dag en þeim sem einungis vinna dagvinnu. Láglaunafólk sem ekki fær fyrir framfærslu með dag- vinnulaunum sínum verður að treysta á eftirvinnu og nætur- vinnu til að sjá sér farborða. Stytting vinnutímans er því önnur grunnforsenda fyrir því að hægt sé að ráða bóta á atvinnusjúk- dómum á borð við vöðvagigt. Fyrst þarf að stytta hann í hinar lögboðnu vinnustundir á viku með því að hækka dagvinnu- kaupið, en síðan að huga að því að stytta vinnuvikuna enn frekar, sem er vel mögulegt í dag, ef vilji er fyrir hendi. Loks mætti nefna ákvæðisvinn- una eða bónusinn. Öll ákvæðis- vinna eykur vinnuhraða og eykur þar með líkurnar á álagskvillum, einkum hjá láglaunafólki. Þegar ákvæðisvinna og óhóflegur vinn- udagur fara saman, segir sig sjálft að álagskvillar af völdum vinn- unnar verða mjög algengir. Niðurstöðurnar af þessum hugleiðingum verða því þær að það er tómt mál að tala um að skráning á fjöldaatvinnusjúk- dómum, eins og álagskvillar eru, hafi nokkuð að segja við útrým- ingu þeirra. Þeir aðilar sem einir geta ráðið bót á þeim eru launþegar sjálfir gegnum samtök sín og nver á sínum stað og hugs- anlega þeir stjórnmálamenn sem launþegar senda inn á Alþingi. Ef ekki er fyrir því séð að launþegar geti séð fyrir sér með dagvinn- unni einni saman miðað við eðli- legan vinnuhraða, getur engin skráning og enginn læknir forðað því að álags- og slitkvillar verði fjöldasjúkdómar. Samningar um dagvinnulaun undir framfærslumörkum eru ávísun á atvinnusjúkdóma. Guðmundur Helgi Þórðarson er heilsugæslulæknir í Hafnar- firði. ALÞÝDUBANDAIAGK) Alþýðubandalagið Reykjanesi Aðalfundur kjördæmisráðs Aðalfundur kjördæmisráðs verður haldinn laugardaginn 24. október kl. 14.00 í Þinghóli, Kópavogi. Dagskrá: Venjuleg aðalfundarstörf. Stjórnin Alþýðubandalagið Kjósarsýslu Aðalfundur Aðalfundur Alþýðubandalagsins í Kjósarsýslu verður haldinn miðvikudag- inn 28. október kl. 20.00 í Hlégarði. Dagskrá: 1) Venjuleg aðalfundarstörf. 2) Önnur mál. Sem sérstakir gestir á fundinn koma þeir: Svavar Gestsson form. Alþýðu- bandalagsins, Geir Gunnarsson alþm., og Ólafur Ragnar Grímsson vara- þingm. Munu þeir flytja stutt ávörp í tilefni Landsfundar og ræða flokksstarf- ið, einnig munu þeir fjalla um það sem efst er á baugi í stjórnmálunum. Félagar eru hvattir til að mæta og taka með sér gesti á fundinn. Stjórnin 6 SÍÐA - ÞJÖÐVILJINN

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.