Þjóðviljinn - 20.10.1987, Side 11

Þjóðviljinn - 20.10.1987, Side 11
__________ERLENDAR FRÉTTIR_______ Persaflói Hefnd á hefnd ofan Bandaríkjamenn skutu ígær íranskan olíuborpall á kaf íhefndarskyni fyrir árás írana á skip er sigldi undir bandarískum fána Bandarískir ráðamenn sögðu í gær að herskip sín hefðu eyði- lagt íranskan olíuborpall með stórskotahríð og hefði það verið gert í hefndarskyni fyrir eld- flaugaárás írana á kuwaítskt olíu- flutningaskip fyrir helgi en það sigldi undir bandarískum fána. Ronald Reagan Bandaríkja- forseti varaði írana við og sagði að ef þeir létu ekki af árásum sín- um yrði gripið til enn harkalegri hefndarráðstafana. Sjálfir sögðu íranir að ráðist hefði verið á tvo olíuborpalla. Fyrr höfðu þeir sagt að sérhver árás Bandaríkjamanna á írönsk mannvirki myndu koma þeim sjálfum í koll. Sovéska fréttastofan Tass for- dæmdi í gær árás Bandaríkja- manna og sakaði þá um hreina „ævintýramennsku" sem ætlað væri að draga athygli manna frá Írans/Kontrahneykslismálinu. Um helgina höfðu menn mikið velt vöngum yfir því til hvaða hefndarráðstafana Bandaríkja- menn myndu grípa vegna árásar írana á skipið er sigldi undir fána þeirra. Skipið var á siglingu í landhelgi Kuwaít er eldflaug skall á því og laskaðist það verulega. Caspar Weinberger, varnar- málaráðherra Bandaríkjanna, sagði í gær að þeim tuttugu eða þrjátíu Irönum sem dvöldu á pall- inum hefði verið veittur frestur í 20 mínútur til að forða sér og hefðu þeir flúið í smábátum. Síð- an hefðu fjórir tundurspillar skotið um þúsund sprengjum á pallinn. Háttsettur íranskur embættis- maður sagði í gærkveldi að eftir árásina á olíuborpallinn væri ljóst að Bandaríkjamenn og íranir ættu nú í opinberri styrjöld.-ks. Bandarísk fley á Persaflóa. Fjögur þeirra skutu íranskan olíuborpall á kaf í gær. Sri Lanka Indverjar þjanna að Tígmm New York Verðbréfa- hmn í gær varð eitthvert mesta verðfall sögunnar á verðbréfa- markaðnum í Wall Street í New York borg. Bréf voru seld unnvörpum og þegar upp var staðið hafði verð fallið að meðaltali um 22,6 af hundraði sem er næstmesta verðhrun á einum degi á þessari öld. Metið á tólfti dagur desemb- ermánaðar árið 1914. Þann 28. október árið 1929 lækkaði verð á verðbréfum um 12,8 af hundraði og markaði það upphaf heimskreppunnar miklu. -ks. Indverskar hersveitir brutust í gær í gegnum varnir tamílskra skæruliða í Jaffna og náðu mið- borginni á sitt vald eftir snarpa viðureign að sögn indversks emb- ættismanns. Embættismaðurinn efndi til blaðamannafundar í Nýju-Delhi og sagði að fótgönguliðar hefðu sótt inní borgina að vestan og samtímis hefðu fallhlífahermenn ráðist út úr Jaffnavirki. Þeir hefðu náð að brjóta varnarsveitir á bak aftur um miðbik Jaffna- borgar og nú stæðu „hreinsunar- aðgerðir" yfir. Hann fullyrti að ráðhúsið, símstöðin og aðal strætisvagnamiðstöðin væru nú á valdi indversku friðargæslu- sveitanna. Á aus.urhluta Sri Lanka létust að minnsta kosti 40 tamflskir flóttamenn er jarðsprengja sprakk undir fólksflutningabif- reið sem var að flytja það frá átakasvæðunum í norðri. At- burðurinn gerðis um 35 kfló- metra norðan Batticaloa. Að sögn lögreglu voru það tamílskir skæruliðar er komu sprengjunni fyrir og fjarstýrðu henni. Hafði hún verið ætluð indverskri her- flutningabifreið er ók á eftir fólksflutningabflnum en ekki tókst betur til en þetta. Indverskir dátar hafa nú barist í tíu daga samfleytt í Jaffna. Þeim hefur ekki veist það auðvelt að yfirbuga andstæðinga sína og kemur tvennt til. Borgin er þétt- býl og kinoka þeir sér við að beita fullum sóknarþunga þar eð slíkt myndi hafa miklar þjáningar al- mennra borgara í för með sér. Þar að auki hafa Tamíltígrar veitt þeim mjög harða mótspyrnu þótt þeir séu mun fámennari og verr vopnum búnir. Flóttamenn úr borginni segja um 8 þúsund indverska hermenn hafa slegið hring um stöðvar Tígranna og rigni kúlum og sprengjum yfir þá. Ekkert raf- magn hefur verið á í borginni í þrjá daga og skemmdir eru mikl- ar af völdum átakanna. Sveitir starfsmanna Rauða krossins á Indlandi og Sri Lanka hafa að undanförnu skoðað sig um á ind- versku umráðasvæði í Jaffna og lagt mat á tjónið. En þrátt fyrir ósigra hyggjast Tígrarnir ekki ætla að láta deigan síga og segja þeir uppgjöf alls ekki koma til greina. „Við drep- um okkur frekar með því að gleypa blásýru en leggja niður vopn. En fyrst fara fáeinir óvina OKkar á undan okkur,“ var haft eftir einum foringja þeirra í gær. -ks. SKAK Umsjón: Helgi Ólafsson HM-einvígið: Kasparov stendur til vinnings Fjórða skákin fór í bið Garrí Kasparov jafnar að öllum líkindum metin í einvíginu um heimsmeistaratitilinn í Sevilla á Spáni. Fjórða skák einvígisins fór í bið í gær eftir 5 klst. tafl- mennsku og 40 leiki. Kasparov er tveimur peðum yflr en Karpov hefur nokkur gagnfæri vegna virkrar stöðu manna sinna. Með nákvæmri taflmennsku ætti heimsmeistarinn þó að vinna ör- ugglega. Enski leikurinn varð aftur uppá teningnum í gær og fram að 9. leik Karpovs voru leikirnir þeir sömu og í 2. skák. Þá reyndi Karpov athyglisverða peðsfórn en nú breytti hann út af greinilega sannfærður um að Kasparov væri með endurbætur á takteinum. Hann tefldi byrjunina furðu ó- markvisst, sólundaði tíma sínum og áður en varði var Kasparov búinn að byggja upp ógnandi sóknarstöðu, vann peð í 28. leik og myndaði síðan ógnandi frels- ingja á a-línunni. Þótt Karpov hafi náð að virkja liðsafla sinn og eigi viss gagnfæri er allt sem bendir til þess að Kasparov knýi fram vinning og jafni metin. Staðan er eins og kunnugt er 2:1, Karpov í vil. 4. einvígisskák: Garrí Kasparov - Aanatoly Karpov. Enskur leikur. 1. c4 Rfó 2. Rc3 e5 3. Rf3 Rcó 4. g3 Bb4 5. Bg2 0-0 6. 0-0 e4 7. Rg5 Bxc3 8. bxc3 He8 9. f3 exf3. Kasparov er vitanlega búinn að kynna sér 9. .. e3 rækilega sem gafst Karpov vel í 2. skák. Áskor- andinn hefur engan áhuga á hvernig Kasparov hyggst bregð- ast við þeim leik og hann velur gamla framhaldið. 10. Rxf3 De7 Eins og áður hefur komið fram þótti 10. .. d5 besti leikurinn hér í eina tíð en Karpov sniðgengur hann og væntanlega margra tíma rannsóknir Kasparovs. 11. e3 Re5 12. Rd4!? Dæmigerð peðsfórn sem Karp- ov þiggur ekki. Hann hefur yfir- leitt ekki mikinn áhuga á peðs- fómum heimsmeistarans. Eftir 12. .. Rxc4 13. Rf5 hefur hvítur auðvitað gott spil fyrir peðið t.d. 13. .. Df8 14. Rh6+ Kh8 15. Bd5 o.s.frv. 12. .. Rd3?! Þetta finnst manni dálítið langt seilst. Sterklega kom til greina að leika 12. .. d6. Karpov hyggst ná biskupsparinu af hvítum en tapar við það miklum tíma. 13. De2 Rxcl 14. Haxcl dó 15. Hf4! Hvítur nær öflugum og óþægi- legum þrýstingi eftir f-línunni. Kasparov hefur greinilega borið hærri hlut í hinni fræðilegu bar- áttu. 15. .. có 16. Hcfl De5 Skiptamunsfórn á f6 vofir yfir og við henni getur svartur í raun og veru ekkert gert. Hins vegar er nauðsynlegt að hindra aðgang hvítu drottningarinnar að h5- reitnum. 17. Dd3 Bd7 18. Rf5 Bxf5 19. Hxf5 De6 20. Dd4 He7 21. Dh4 Auðvitað kom 21. Hxf6 gxf6 22. Hxf6 De5 23. Hxd6 einnig til greina. Hvítur hefur þá tvö peð fyrir skiptamuninn og góða vinn- ingsmöguleika. En Kasparov tel- ur að honum standi enn betri leiðir til boða. 21. .. Rd7 Það var ekki hægt að bíða öllu lengur vegna hótunarinnar 22. Hxf6 gxf6 23. Hxf6 með sterkri kóngssókn. 22. Bh3 Rf8 23. H5f3 Eftir 23. Hxf7 Dxf7 24. Hxf7 Hxf7 hefur hvítur drottningu og peð gegn tveimur hrókum og betri stöðu að auki. Drottningin er talin 9 stig - hrókur 5 stig, svo Kasparov leitar annarra leiða. 23. .. De5 Aðrir leikir koma ekki til greina vegna möguleikans - Dxe7. 24. d4 De4 25. Dxe4 Hxe4 26. Hxf7 Hxe3 27. d5! Afar óþægilegur leikur sem eykur stórlega á vandræði Karp- ovs sem voru þó ærin fyrir. Eftir 27. Hxb7 Hxc3 er svartur enn á lífi en þessi leikur byggir á hug- myndinni 27. .. cxd5 28. Bg2!! með vinningstafli. Ef til vill er hér komið eitt dæmið enn um þrautseigju Karpovs í erfiðum stöðum. Hann finnur einu leiðina til að halda taflinu gangandi. 27. .. Hae8 Vitaskuld ekki 27. .. Hxc3?? 28. Hxf8+! Hxf8 29. Be6+ og vinnur. Þá gagnar ekki 27. .. c5 vegna 28. Hxb7 Hxc3 29. Hff7 g6 30. Hg7+ Kh8 31. Be6 Rxe6 32. Hxh7+ Kg8 33. dxe6 og hvítur stendur til vinnings. 28. Hxb7 cxd5 29. cxd5 H3e7 30. Hfbl h5! Það er einum of mikið að gefa heilt peð til þess að geta byrjað á því að tefla skákina. Karpov nýtir vel þau aumu færi sem staða hans býður uppá. 31. a4 g5 32. Bf5 Kg7 33. a5 Kf6 34. Bd3 Hxb7 35. Hxb7 He3 36. Bb5 Hxc3 37. Hxa7 Rg6 38. Hd7 Re5 Ekki 38. .. Ke5 39. a6 og ridd- arinn kemst ekki í spilið. 39. Hxd6+ Kf5 40. a6 Ha3 Hér fór skákin f bið. í frétta- skeytum er þess getið að svartur sé ekki án jafnteflisfæra þótt hann sé tveim peðum undir. Mér sýnast þau færi heldur lítilfjörleg og eftir t.d. 41. Be2 ætti Kaspar- ov að vinna skákina án mikilla erfiðleika. Hjúkrunarforstjóri Dvalarheimilið Garðvangur, Garði auglýsir stöðu hjúkrunarforstjóra með umsóknarfresti til 5. nóv- ember 1987. Upplýsingar gefa hjúkrunarforstjóri og fram- kvæmdastjóri í síma 92-27151. Umsóknir sendist Dvalarheimili aldraðra, Suður- nesjum, pósthólf 100, 250 Garði, ásamt upplýs- ingum um menntun og fyrri störf. Þriöjudagur 20. október 1987. ÞJÓÐVILJINN - SlÐA 15

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.