Þjóðviljinn - 20.10.1987, Blaðsíða 16
SVONA GERUM VIÐ
FRÉITIR
Háir vextir
Grunnvextir á Kjörbók
eru nú 27% á ári og leggjast þeir við
höfuðstól tvisvar á ári.
Ef innstæða, eða hluti hennar,
hefurlegið óhreyfð í 16 mánuði
hækka vextir í 28,4%
og í 29% eftir 24 mánuði
Þrepahækkun þessi er afturvirk,
hámarks ársávöxtun er því allt að
31,1% án verðtryggingar.
Verðtrygging
Á 3ja mánaða fresti er ávöxtun
Kjörbókarinnar borin saman við
ávöxtun 6 mánaða bundinna
verðtryggðra reikninga.
Reynist ávöxtun verðtryggðu
reikninganna hærri ergreidd uppbót
á Kjörbókina sem því nemur.
Örugg
og óbundin
Þrátt fyrirháa vexti og verðtryggingu
er innstæða Kjörbókar aiitaf laus.
Vaxtaleiðrétting við úttekt er 0,8%,
en reiknast þó ekki afvöxtum tveggja
síðustu vaxtatímabila.
Kjörbókin erbæði einfaltog öruggt
sparnaðarform.
L
Landsbanki
íslands
Banki allra landsmanna
Boris Weil, fyrrum samviskufangi i Sovétríkjunum, og Ævar Kjartansson, for-
maður Amnesty, á Islandi kynntu starf samtakanna fyrir menntskælingum í
gær. Mynd - E. Ól.
Menntskælingar
pæla í Amnesty
Aú stendur yfir alþjóðleg vika
Amnesty International og um
sextíu stúdentsefni í Menntaskól-
anum við Sund tengjast henni
með því að kynna sér samtökin og
viðfangsefni þeirra. í gær
fengu þau heimsókn Ævars
Kjartanssonar, formanns ís-
landsdeildar Amnesty, og Boris-
ar Weils, fyrrum samviskufanga í
Sovétríkjunum, sem nú er búsett-
ur í Danmörku. Ævar kynnti
starfshætti Amnesty og Boris
sagði frá reynslu sinni úr fanga-
búðum og þýðingu þeirrar að-
stoðar sem Amnesty veitir.
í Þjóðviljanum er þessa viku
sagt frá máii eins langtímafangaa
dag, en þeim er vikan helguð. Er
fólk hvatt til að nota sér þau sýni
af bréfum til yfirvalda sem með
eru prentuð. - Á bls 13 er viðtal
við Boris Weil.
áb.
Akureyri
1400 konur
vilja konu
Aðalheiður Alfreðsdóttir, form.
jafnréttisnefndar: Abyrgðarhluti að hafna
konu ístöðu kvensjúkdómalœknis. Ráðherra
afhentar 1400 undirskriftir kvenna.
að var mikill ábyrgðarhluti af
stjórn Fjórðungsjúkrahússins
að hafna konu í stöðu sérfræðings
í kvensjúkdómum við stofnunina.
Eftir því sem ég kemst næst eru
ekki nema tvær íslenskar konur
sérmenntaðar til þessa starfa og
það er því alls óvíst hvort kona
fáist í þessa 60% stöðu sem óráðið
er í við Heilsugæsluna, sagði Að-
alheiður Alfreðsdóttir, form.
jafnréttisnefndar á Akureyri.
Konur á Akureyri og
jafnréttisnefnd hafa staðið í
ströngu að undanförnu og gera
að kröfu sinni að fyrst konu var
hafnað í stöðu kvensjúkdóma-
læknis við Fjórðungssjúkrahúsið,
þrátt fyrir eindregin tilmæli
kvenna um hið gagnkvæma,
verði kona ráðin í 60% stöðu
kvensjúkdómalæknis við heilsu-
gæsluna. Heilbrigðisráðherra
hafa verið afhentar undirskriftir
um 1400 kvenna, þar sem þessi
skoðun er frekar áréttuð.
Til þessa hefur ekki neinn sótt
um hlutastöðu kvensjúkdóma-
læknis við Heilsugæsluna. - Við
leggjum það til að það sem vanti
uppá heila stöðu verði bætt upp
með stöðuhlutfalli við sjúkrahús-
ið og heilsugæslulækninum gefist
þannig kostur á að fylgja sjúk-
lingum sínum áfram. Petta hefur
ekki hvað síst staðið í veginum
fyrir því að nokkur hafi kært sig
um að sækja um stöðuna, sagði
Aðalheiður.
- Talandi dæmi um meðferð
þessa máls er að engin kona er1
starfandi í læknaliði sjúkrahúss-
ins og öll þau ráð og nefndir sem
20 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN
fjölluðu um stöðuumsóknirnar
voru eingöngu skipaðar körlum,
sagði Aðalheiður.
Aðalheiður sagði að það væri
eindrægur vilji jafnréttisnefndar-
innar að stjórn heilsugæslunnar
og heilbrigðisyfirvöld gerðu allt
sem í þeirra valdi stæði til að fá
konu í stöðu kvensjúkdóma-
læknis við Heilsugæsluna, sem
væri í anda jafnréttislaganna.
- rk
Kynferðisafbrot
Fái forgang
Salóme Þorkelsdóttir mælti
fyrir frumvarpi til laga, sem
gerir ráð fyrir því að siijaspell og
skírlífisbrot fái forgang fram yfir
önnur hegningarlagabrot hvað
varðar rannsókn og meðferð og
að dómur í undirrétti skuli ganga
innan átta mánaða frá ákæru
nema sérstakar ástæður hamli.
f greinargerð með frumvarp-
inu segir Salóme að allt sl. ár hafi
verið mikil umræða um kynferð-
isafbrot gegn börnum. Segir hún
að afbrotin séu svo gróf að þau
hljóti að setja mark sitt á þá sem
fyrir þeim verða og aðstandendur
þeirra.
Þá segir hún að ef halda eigi
uppi réttarríki hér á landi sé
nauðsynlegt að virðing ríki fyir
lögum og reglum en hætt sé við að
sú virðing þverri þegar í ljós kem-
ur að sami maður kemst upp með
að brjóta af sér gegn börnum ára-
tugum saman. - Sáf