Þjóðviljinn - 20.10.1987, Qupperneq 18

Þjóðviljinn - 20.10.1987, Qupperneq 18
/ Stýrimannaskólanum Ósammála fiskveiðistefnu Þröstur Hreinsson frá Hólmavík á fyrsta ári: Lítill þorskkvóti til Hólmavíkur. Mikil vinna að baki hverri krónu sem við þénum. Líst vel á námið í skólanum „Það er mikil vinna sem liggur að baki sérhverri krónu sem við sjómenn fáum í vasann," segir Þröstur Hreinsson frá Hólmavík, á fyrsta stigi í Stýrimannaskól- anum. Mynd: Sig. „Ég er ósammála fiskveiði- stefnunni, eins og hún hefur verið rekin á undanförnum árum. Að- alástæðan fyrir því er sú að hún kemur ójafnt niður á landshlut- unum. Við á Hólmavík höfum til dæmis alltof lítinn þorskkvóta,“ segir Þröstur Hreinsson, 23ja ára gamall Hólmvíkingur á fyrsta ári í Stýrimannaskólanum. Tíðindamaður Þjóðviljans brá sér einn góðan veðurdag fyrir skömmu upp í Stýrimannaskóla til að tala við hina ungu sjómenn sem sitja þar á skólabekk til að fullnema sig í fræðunum, og forv- itnast um afstöðu þeira til fisk- veiðistjórnunarinnar og sjó- mennskunnar. Hvernig var á sjónum í sumar? „Það gekk vel á rækjunni í sumar. Þar á undan hafði ég verið á netum en þá var hann mjög tregur. Aftur á móti var gott á línunni í janúar. Þetta eru ekki stórir bátar sem gerðir eru út frá Hólmavík. Ég var á 50 og 25 tonna bátum. Stærsta skipið sem gert er út að heiman er að sjálf- sögðu togarinn Hólmadrangur sem er frystitogari. Þeir sem eru á honum hafa það mjög gott og kannski er það framtíðin að vera á einum slíkum. Hver veit.“ Þénarðu vel á sjónum? „Það er nú það. Þetta er voða- lega afstætt hverju sinni. í sumar á rækjunni hafði maður það ágætt. Aftur á móti mun minna á línu. En að baki sérhverri krónu sem maður fær í sinn vasa, liggur mikil vinna, sem varla nokkur maður skilur sem ekki hefur unn- ið sjómannsvinnu.“ Að lokum Þröstur: Hvernig líkar þér námið? „Vei, það sem af er, en ég er nýkominn hingað. Maður gerir ráð fyrir að klára námið á til- skildum tíma, og meira getur maður ekki sagt að sinni um það. En samkvæmt námsvísi skólans geri ég ráð fyrir að læra hér ýmis- legt sem getur komið mér að „Kvótinn gerir það að verkum að hráefnið verður betra sem komið er með að landi," segir Þorsteinn Guðmundsson frá Eskifirði, á fyrsta stigi í Stýrimannask- ólanum. Mynd: Sig. Atlanter tölvu- stýrða handfærarúllan. Bylting í handfæraveiðum. • Fullkomið kerfi til botn- og handfæraveiða. • Dýptar- og handfæraveiðikerfi. • Mesta dýpi: 899 faðmar. • Skakhæð: 0,5-99,5. • Hlé upp: 0,1-9,5 sek. • Hlé niður: 0,5-9,5 sek. • Sérkerfi fyrir smokkfisk. • Línudreifir sem dreifir linunni jafnt yfir keflið. Atlanter tölvan hefur veriö framleidd í 6 ár, og er fyrsta og elsta tölvustýröa hand- færarúllan á markaönum. Þekkt meöal sjómanna um heim allan, fyrir hæfni í þorsk, ufsa og smokkfiskveiðum. Þróuö og hönnuö af sérfræöingi meö mikla reynslu í handfæraveiðum. H. Þorgeirsson KF^IíRS umboðið Byggöarenda 12 108 Reykjavík sími 686470 heimasímar 76175 og 672419 góðu gagni síðar meir, eins og lög gera ráð fyrir. í þessum skóla fær maður að minnsta kosti tækifæri til að geta orðið hæfur stjórnandi um borð í fiskiskipi, en hvort maður verður jafn fær að veiða þann gula, skal ósagt látið sagði Þröstur Hreinsson frá Hólmavík og var þar með þotinn af stað í kennslustund, enda nokkuð um liðið síðan hringt var inn. - erh / Stýrimannaskólanum Ánægður með fiskistefnuna Þorsteinn Guðmundsson frá Eskifirði á fyrsta stigi: Menn vanda sig betur með hráefnið. Vorum afla- hæstir fyrir austan á Vísi SF 64 með 720 tonn á vertíðinni „Mér líst áfiskveiðistefnuna eins og hún er í dag. Bæði er að mér finnst kvótinn vera í lagi og svo verður hráefnið mun betra þegar menn hafa bara ákveðinn kvóta sem þeir ’megafiskauppí. Þávanda menn sig enn betur,“ segir ' Þorsteinn Guðmundsson, 21 árs Eskfirðingur, sem erá fyrsta stigi í Stýrimannaskól- anum, við blaðamann Þjóð- viljans, sem spurði hann álits á fiskveiðistefnunni. Ertu jafn ánœgður með fisk- markaðina? „Ég hef nú lítið af þeim að segja því við höfum aldrei selt nokkurn skapaðan hlut á þeim. Hinu er ekki að leyna að mér finnst allt gott um frjálsa fisk- verðið að segja. Með því fyrir- komulagi getum við sjómenn átt meiri von á því að fá greitt það sem okkur ber hverju sinni. En það eru ekki allir ánægðir með það, eins og gengur og vafalaust hafa ekki farið framhjá ykkur blaðamönnunum átökin sem hafa verið um fiskverðið fyrir austan uppá síðkastið." Hvað gerðirðu í sumar? „Ég var á humar í sumar og við náðum kvótanum sem var 13 tonn. Þar á undan var ég á netum en það var frekar tregt. Þó urðum við hæstir á Vísi SF 64 sem er 150 tonna bátur á vertíðinni með 720 tonn. Svo það er hægt að vera hreykinn, þó af litlu sé.“ Bjartsýnn á framtíðina? „Það er ekki um annað að ræða þegar maður er á fyrsta ári í ný- jum skóla. Hvað sjómennskuna varðar er ekki um auðugan garð að gresja. Það er talað um að minnka þorskkvótann á næsta ári og ef það gengur eftir fer að harð- na á dalnum hjá sjómannastétt- inni. Við verðum bara að bíta á jaxlinn og sjá hvað fram fer,“ sagði Þorsteinn Guðmundsson frá Eskifirði. - grh Gúmmíbátaþjónustan Eyjargötu 9 - Reykjavík - Sími 14010 Skoðun og viðgerðir gúmmíbáta allt árið.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.