Þjóðviljinn - 20.10.1987, Blaðsíða 19

Þjóðviljinn - 20.10.1987, Blaðsíða 19
/ Vélskólanum Höfum hafið framleiðslu á þessum 9,5 tonna fiskibát úr trefjaplasti. Nánari upplýsingar í síma 652146. Bátasmiðjan sf Kaplahrauni 13, Hafnarfirði. Sverrir Pétursson er að Ijúka fjórða stiginu frá Vélskóla íslands og ætlar beint vestur að námi loknu á sjóinn á rækju. Mynd: Sig. Rækjuflotinn alltof stór Sverrir Pétursson áfjórðastigi: Rœkju- verðið lágt. Aðeins rækjuverksmiðjur geta gert út. Skömm að þyrlan skuli ekki vera stœrri „ Verðiö á rækjunni er svo lágt að það getur enginn nema rækjuverksmiðjur gert út nú- orðið. Enda er flotinn orðinn alltof stór. í dag eru allt að 250 bátar og skip á rækjuveiðum hér við land, en þegar ég fór fyrst á rækju fyrir 9 árum voru það 25 bátar sem stunduðu rækjuveiðar," segir Sverrir Pétursson, 30 ára Vélskóla- nemi sem útskrifast í vor, fæddur í Reykjavík en búsett- ur í Súðavík. „Ég var á Val ÍS 420, 40 tonna bát í sumar á rækju. Þegar skóla lýkur fer ég vestur á sjóinn. Manni veitir heldur ekkert af peningunum eftir að hafa leigt hér í borginni með fjölskyldu.“ Heldurðu að það verði settur lcvóti á rœkjuna? „Það er ómögulegt að segja. Allavega er lítið talað um það fyrir vestan. Það kemur bara í ljós á sínum tíma ef að því verð- ur.“ Ánœgður með öryggismál sjó- manna? „Þau verða alltaf í deilunni á meðan skip er á sjó. En varðandi öryggismálin eins og þau eru í dag, þá verð ég að segja að sjó- mönnum finnst það skjóta skökku við í allri umræðunni að við skulum ekki standa betur að vígi en svo að þyrla Landhelgis- gæslunnar er svo lítil að hún getur ekki tekið heila áhöfn á venju- legum vertíðarbát í einu. Það er engin önnur stétt í landinu sem býr við aðra eins sjúkraþjónustu og sjómenn“. Telurðu að breytingar verði á stjórn fiskveiða á nœsta ári? „Ég vil nú lítið úttala mig um það, og hef ekki séð neinn mun á hráefninu sem kemur á land eftir að kvótinn kom. Var það ekki annars ein aðalröksemdin fyrir kvótanum á sínum tíma fyrir utan að takmarka hámarksveiðina,“ sagði Sverrir Pétursson. - grh Hausskurðarvélin KVIKK 205 Bylting í nýtingu þorskhausa Þeir sem ætla að tryggja sér vél fyrir vetrarvertíð staðfesti pantanir strax!!!! Söluaðili: fy. «r h KVIKK SF. Ingólfsstræti 1a - 101 Reykjavík Sími 91-29177, tlx: 3152 KVIKK IS 91-18420 Framleiðandi: BAADER-þjónustan hf. Armúli 5 Reykjavík Framleiðendur frystra sjávarafurða VIÐ KAUPUM TIL ÚTFLUTNINGS M.A. EFTIRTALDAR FRYSTAR SJÁVARAFURÐIR: Flök og flakablokkir - Þorskfés og þunnildi - Rækjur, soðnar og skelflettar - Rækjur og skel, hráar eða soðnar - Humarhala og heilan humar - Hrogn - Grálúðu - Síld og síldarflök. Sjófryst og landfryst Ennfremur söltuð grásleppuhrogn í tunnum. Kaupum eingöngu vörur í fyrsta gæðaflokki. Kynnið ykkur verðin okkar örugg greiðsla strax eftir afskipun hverrar sendingar SJÁVARAFURÐASALAN HF. Hafnarstrœti 20, Pósthólf 787,121 Reykjavík Símar: 6215 22 og 6215 42, Telex: 3036 ocean is Símnefni: Ocean, Reykjavík ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 19

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.