Þjóðviljinn - 22.10.1987, Qupperneq 3
FRÉTTIR
Sauðfé
Heilasýni
úr heima-
siátruðu
Heimaslátrun felur í sér ýmiss
konar hættu ef smitsjúkdómar
leynast á viðkomandi stað, segir I
erindi sem yfirdýralæknir hefur
sent til bænda. Reiknað er með að
í haust verði fleira fé slátrað
heima en verið hefur síðustu ár,
vegna mikils niðurskurðar.
Yfirdýralæknir fer fram á að
bændur á svæðum þar sem riðu-
veiki hefur verið eða hætta er á
henni, komi með hausa af
heimaslátruðu fé, öðru en lömb-
um, til sýnatöku í sláturhúsum
eða til dýralækna.
Heilasýni eru tekin úr full-
orðnu fé til þess að fylgjast með
útbreiðslu riðuveiki þar sem
hennar hefur orðið vart eða hætta
er á að hún sé komin. Þá varar
yfirdýralæknir bændur við að
versla með fé og hýsingu á
heimafé með kindum af öðrum
bæjum, jafnvel frá nágrönnum.
-lg.
Fjármálaráðherra
Styöur skattahugmyndir
Alþýöubandalags
Jón Baldvin styður flestar hugmyndir Alþýðubandalagsins í
skattamálum. Halldór Ásgrímsson einnigjákvœður. Svavar
Gestsson: Mikilvœgur málefnalegur áfangasigur
Jón Baldvin lýsti yflr stuðningi
við flestar hugmyndir Alþýðu-
bandalagsins í skattamálum á Al-
þingi í gær, einkum þær hug-
myndir að dregið verði úr frá-
dráttarheimildum fyrirtækja, að
komið verði í veg fyrir að stjórn-
endur fyrirtækja færi persónu-
lega eyðslu á reikning fyrirtækja
og um meðferð risnufjár.
Þetta kom fram í umræðu um
frumvarp Svavars Gestssonar og
fleiri þingmanna Alþýðubanda-
lags um breytingu á lögum um
tekjuskatt og eignaskatt á Al-
þingi í gær.
Jón Baldvin lýsti sig einnig já-
kvæðan varðandi hugmyndina
um að árviss rannsókn yrði gerð á
fjárhag 100 fyrirtækja, auk þess
sem hann útilokaði ekki að ein-
staklingar með einföld skatt-
framtöl gætu losnað við að telja
fram sjálfir.
Jón Baldvin sagði hinsvegar að
innan ríkisstjórnarinnar væri
ekki meirihluti fyrir stigvaxandi
stóreignaskatti og hann sagðist
ekki viss um að rétt væri að setja á
stofn sérstakan skattadómstól.
Halldór Asgrímsson sjávarút-
vegsráðherra var hinsvegar fylgj-
andi hugmyndinni um skatta-
dómstól og sagðist styðja ýmsar
aðrar af hugmyndum Alþýðu-
bandálagsins.
Svavar Gestsson sagði að
frumvarpið hefði fengið óvenju
jákvæðar undirtektir hjá þessum
mönnum og sagðist fagna því.
Taldi hann að með þessu hefði
unnist málefnalegur áfangasigur í
skattamálunum. Lýsti hann því
yfir að þingmenn Alþýðubanda-
lags myndu aðstoða Jón Baldvin
við að koma góðum málum í
gegnum þingið, hinsvegar hefði
fjármálaráðherra byrjað á öfu-
gum enda þegar hann ákvað að
leggja á matarskattinn í stað þess
að taka á fyrirtækjunum.
Frá fjármálaráðherra eru
væntanleg átta frumvörp um
skattamál, en óvíst er hvenær þau
verða lögð fram.
-Sáf
Eymundur Matthíasson, Sri Chinmoy samtökunum; Bryndís Brandsdóttir, Samtökum eölisfræðinga gegn kjarnorkuvá;
Steinunn Harðardóttir, MFÍK; Ragnar Ólafsson, Félagi Sameinuðu þjóðanna, og sr. Gunnar Kristjánsson: Þagnarstund
hefur verið haldin á degi S.Þ. síðan 1984, en ekki áður hér á landi. Mynd: Sig.
Dagur Sameinuðu þjóðanna
Þögn og klukknahljómur
Tíu samtök minna áfriðarhugsjón Sameinuðu þjóðanna á degi
samtakanna. Þagnarstund við Höfða
Hróarskelda
íslenskur
tölvuprófessor
Edda Sveinsdóttir var fyrir
nokkru skipuð prófessor í tölvu-
fræðum við háskólann í Hróars-
keldu í Danmörku.
Edda er stærðfræðingur að
mennt og hefur starfað sem fram-
kvæmdastjóri tölvustofnunar í
Kaupmannahöfn.
Edda er íslensk í aðra ætt, dótt-
ir Sveins Bergsveinssonar mál-
fræðings, sem lengst af hefur
kennt í Berlín. Þess má geta að
Sveinn verður áttræður á morg-
un, 23. október.
Laus staða
Staða sérfræðings í innkirtlafræði húsdýra við Til-
raunastöð Háskólans í meinafræði að Keldum er laus
til umsóknar.
Laun samkvæmt launakerfi starfsmanna ríkisins.
Umsækjendur skulu láta fylgja umsókn sinni rækilega
skýrslu um vísindastörf þau er þeir hafa unnið, ritsmíð-
ar og rannsóknir, svo og námsferil sinn og störf. Með
umsókninni skulu send eintök af vísindalegum ritum
og ritgerðum umsækjenda, þrentuðum og óprentuð-
um.
Umsóknir skulu sendar menntamálaráðuneytinu,
Hverfisgötu 6, 150 Reykjavík, fyrir 1. desember n.k.
Menntamálaráðuneytið,
19. október 1987
ögnin er einfalt og sterkt form
til að fá fólk tii að hugsa um
frið og afvopnun, sérstaklega á
Hafnarfjörður
Einar Matt
hættur
Einar Mathiesen, efsti maður á
lista Frjáls framboðs við síðustu
bæjarstjórnarkosningar, sagði af
sér sem bæjarfulltrúi á fundi
bæjarstjórnar Hafnarfjarðar í
fyrrakvöld.
Ástæðan fyrir afsögninni er sú
að Einar hefur flust búferlum út á
Álftanes og ætlar að flytja lög-
heimili sitt þangað. f bréfi til fors-
eta bæjarstjórnar óskaði Einar
eftir því að varamaður sinn
Ólafur Proppé tæki sæti sitt í bæj-
arstjórn.
-Ig-
þessum stað; Höfði er orðinn dó-
lítið vonartákn í afvopnunarmál-
unum, ekki bara venjulegt hús,“
sagði sr. Gunnar Kristjánsson á
blaðamannafundi í gær, er
nokkrir forvígismcnn friðarsam-
taka og hreyfínga kynntu aðgerð-
ir sem í bígerð eru á laugardag-
inn, degi Sameinuðu þjóðanna.
Klukkan fimm síðdegis verður
þagnarstund í sjö mínútur, en slík
þagnarstund verður haldin á
sama tíma í fjölmörgum löndum
heims. Safnast verður saman við
Höfða kortér fyrir fimm og mun
sr. Gunnar Kristjánsson á Reyni-
völlum ávarpa viðstadda.
í ráði er að þátttakendur taki
höndum saman og myndi friðar-
merkið framan við Höfða meðan
á athöfninni stendur.
Að beiðni friðarsamtakanna
hefur kirkjuráð skrifað próföst-
um landsins bréf, þess efnis að
þeir hlutist til um að kirkjuklukk-
um verði hringt í 5 mínútur kl.
tólf á hádegi í prófastsdæmi
þeirra. Þetta er liður í alþjóðlegri
aðgerð, Friðarbylgjunni, sem
hefst í Hírósíma og Nagasaki og
gengur í vesturátt yfir hnöttinn og
endar þar sem hófst.
Þátttaka í Friðarbylgjunni
verður með ýmsu móti eftir
löndum; Finnar og Pólverjar
verða samstíga okkur í klukkna-
hringingum. Danir munu veifa
stærsta Sameinuðuþjóðafána
sem gerður hefur verið, og þann-
ig mætti áfram telja.
Samtökin tíu sem standa að
þessum aðgerðum eru Friðar-
hópur listamanna, Félag Samein-
uðu þjóðanna, Samtök eðlisfræð-
inga gegn kjarnorkuvá, Samtök
um kjarnorkuvopnalaust ísland,
Friðarhópur fóstra, Sarritök her-
stöðvaandstæðinga, Sri Chinmoy
friðarsamtökin, íslenska friða-
rnefndin, Menningar- og friðar-
samtök íslenskra kvenna og Frið-
arhreyfing íslenskra kvenna.
HS
Verkfræðingur
Rafmagnsveita Reykjavíkur óskar eftir að ráða
raforkuverkfræðing til starfa í innlagnadeild fyrir-
tækisins.
Starfið felst í rannsókn á orkunotkun og við skipu-
lagsverkefni. Þekking á dreifikerfum og reynsla í
forritun æskileg.
Boðið er upp á góða vinnuaðstöðu og m.a. að-
gang að stóru tölvukerfi til notkunar.
Nánari upplýsingar veitir starfsmannastjóri og
yfirverkfræðingur innlagnadeildar í síma 686222.
Umsóknarfrestur er til 2. nóvember n.k.
RAFMAGNSVEITA REYKJAVÍKUR
Fimmtudagur 22. október 1987 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 3