Þjóðviljinn - 22.10.1987, Side 4

Þjóðviljinn - 22.10.1987, Side 4
_________________LEtÐARI____________ Samstaða um félagsíbúðir Þjóöviljinn skýröi í síöustu viku frá vanda Erlu Þorvaldsdóttur, Sóknarkonu á Landspítalanum. Erla er undir fimmtugu, á fjögur uppkomin börn og leigir íbúö fyrir um 18 þúsund krónur á mán- uöi. Tekjur Sóknarfólks eru ekki af því tæi aö það geri sér vonir um bjarta framtíð viö endur- greiðslu lána frá almenna húsnæöiskerfinu, og Erla sótti því um íbúö hjá Verkamannabústöð- um í Reykjavík. Þar fékk hún þau svör aö verkamannabú- staöir væru svo fáir og byggingarsjóðurinn svo fjárvana aö ekki væri viðlit aö greiða fyrir fólki nema þaö væri gamalt, sjúkt, fatlaö eöa byggi við erfiðarfélagsaðstæður, og kæmust þó miklu færri aö úr þessum hópum en vildu. Þegar Erla bar sín mál upp fyrir stjórnvöldum í félagsmála- ráðuneyti var eina svariö aö hún yröi bara aö fá sér betri vinnu, en éta ella þaö sem úti frýs. íbúðarvandi Erlu Þorvaldsdóttur er dæmi- gerður um þá húsnæðisstefnu sem hér hefur verið rekin í áratugi, og þó sérstaklega fyrir þá kreppu sem skapast hefur síðustu misseri. Þeg- ar húsnæðiskerfiö var stokkað upp í fyrra gleymdist nefnilega aö gera ráö fyrir félags- legum íbúöabyggingum. Sjóðir verkamanna- bústaöa hafa verið sveltir, áhugamönnum í Búseta um nýjar leiðir haldiö niðri af annar- legum pólitískum hvötum. Bygging leiguíbúöa á vegum sveitarfélaga hefur nánast verið aflögö, enda er uppi sú furðustaða aö lán til leiguíbúða eru til 30 ára meðan almenn húsnæöislán eru til 40 ára. Gegn þessari ófremd hefur nú veriö myndaö öflugt bandalag. Átta félagasamtök hafa sam- einast um tillögur í frumvarpsformi um endur- reisn félagslegra kosta f húsnæðismálum og lagt þær fram sem frumvarpsdrög. Aöstandendur þessara tiliagna eru Öryrkja- bandalag íslands, Sjálfsbjörg - landssamband fatlaðra, Landssamtökin Þroskahjálp, Samtök aldraöra, Leigjendasamtökin, Búseti - lands- samband húsnæðissamvinnufélaga, Bandalag íslenskra sérskólanema og Stúdentaráð Há- skóla íslands. Félagsmenn eru samtals upp- undir 40 þúsund. í vel útfærðum tillögum þessa bandalags er gert ráö fyrir því aö úr Byggingarsjóði verka- manna verði til Félagsíbúðasjóður meö miklu breiðara starfssviö en gamli sjóöurinn. í þennan nýja sjóð á að renna þriðjungur fjárins sem líf- eyrissjóöir leggja til húsnæöiskerfisins, og sjóönum er ætlað aö styöja við bakiö á ýmiss konar formum félagsíbúöa. Úr sjóönum á aö renna fé til héfðbundinna verkamannabústaða, til kaupleiguíbúöa, til leiguíbúða sveitarfélaga og húsnæðissamvinnufélaga, til hlutareignar- íbúða og til húsnæöis sem ætlað er náms- mönnum, fötluðum og öldruöum. Þessar athyglisverðu og vel unnu tillögur bandalagsfylkinganna átta veröa eitt meginefni ráöstefnu á Hótel Sögu á morgun, ráöstefnu sem hefur aö einkunnaroröum „þak yfir höfuö- iö“. Kæmust þessar tillögur í framkvæmd gætu þær orðiö grunnurinn aö umbyltingu í húsnæö- ismálum á Islandi, umbyltingu sem einmitt fæl- ist í því aö landsmenn allir fengju þak yfir höfuö- iö án þess aö leggja aleiguna undir eöa lífið aö veði. Nú reynir á stjórnmálamenn í ríkisstjórn og á alþingi, einkanlega þá sem kenna sig við fé- lagshyggju meö ýmsum hætti. Um viðbrögð Al- þýðubandalagsmanna er auðvelt aö segja fyrir, vegna þess að tillögur samtakanna átta ganga um margt í sömu átt og sú húsnæðisstefna sem flokkurinn mótaði á aðalfundi miðstjórnar í fyrra. En hvað segir Framsóknarflokkurinn? Hvað segir Alþýðuflokkurinn? Hver eru viðbrögð Jó- hönnu Sigurðardóttur félagsmálaráðherra við þessu frumkvæði? Og það reynir ekki síður á samtök launafólks, vegna þess að oddvitar þeirra gætu orðið lykil- menn við þær samfélagsbreytingar sem hús- næðistillögur hins áttfalda bandalags vísa á. Samfélagsbreytingar í þágu Erlu Þorvaldsdótt- ur Sóknarkonu, í þágu ísienskrar alþýðu. -m KUPPT OG SKORIÐ Verðhrunið í Wall Street: Er ótti manna við kreppu imdúrótin? New Vork. ÍUvUr. Verðhrun í kauphöllunum & einu mau ui fyrirboði raum eða aðeins ti manna við hai SérfræðingarP ástaeður verðhru0 . ir kenna umR' Z' þvf, að henni ' '•V að hafa her skiptahalb þeir þó Taugaveiklun skýlt bak við hótfvndni Dómsdagur í nánd Nú er stand á Goddastöðum. Verðbréfin féllu í verði í Wall Street um meira en 22 prósent og nú er myrkur um miðjan dag í viðskiptaheiminum. Morgun- blaðið hefur það eftir einum verðbréfasalanum að nú skuli menn „gjöra iðrun því dómsdag- ur er í nánd“ - enda hafi fimm hundruð miljarðir dollara rokið út um glugga eins og hendi væri veifað við verðhrunið mikla. Það er svo sannarlega mál til þess komið að vitna í Biblíuna í Guðs eigin landi. Eitt leikmannsgerpi, sem hefur aldrei skilið verðbréf, þótt skömm sé frá að segja, tekur eftir einu öðru fremur í viðbrögðum við fréttum af verðbréfahruninu. Með öðrum orðum: vanmætti hagfræðinga. Stundum bera hag- fræðingar mjög bratt sinn hala, þeim finnst að þeir sitji uppi með vísindi sem geri þá nokkrum dölum dýrari en aðra menn og þá ekki síst hina óvísindalegu stjórnmálamenn. Hagfræðingar komast og einna næst því í hópi sérfróðra að reyna sig við spá- mennsku um það sem gerast muni. Uppgjöf hagfræðinnar En þegar eitthvað bjátar á svo um munar, þá er eins og allur vindur sé úr hagfræðingum skekinn á skammri stund. Þeir koma fram með margar skýringar á því sem gerst hefur, en taka það um leið fram af óvæntri hógværð, að margt sé ósagt og kannski viti enginn hvernig á verðbréfa- kreppunni stendur. Kannski leggjast þeir út af í uppgjöf og vísa á sálfræðinga og aðra sá- lusorgara: Við málefni tak þú mínu. Taki menn eftir því að einmitt slík viðbrögð einkenna leiðara Morgunblaðsins um verðrhrunið í gær. Þar segir ekki að markað- slögmálin muni leysa hnútinn með því að „leita jafnvægis" hjálparlaust - menn verða að hafa „þrek og þolinmæði“ til að bíða þess. Leiðarahöfundur étur það eftir sérfróðum að það sé engin einhlít skýring á því hvers vegna hlutabréfin hafi fallið jafn mikið í verði og raun ber vitni og síðan kemur þessi merka klausa hér: „Efnahagslegar forsendur, vextir og vísitölur, segja síður en svo alla söguna, sálrænir þættir og mannleg viðbrögð ráða úrs- litum. Ef Bandaríkjamenn telja sér trú um að efnahagur þeirra sé að versna er öruggt að hann versnar, er nú sagt“. Þetta er blátt áfram dásamlegt. Bandarískt efnahagslíf er ekki í klemmu vegna vaxtastefnu eða óhagstæðra utanríkisviðskipta heldur vegna þess að Bandaríkja- menn eru sjálfir ekki nógu bjart- sýnir. Og er þá næst að álykta, að ef Kanar væru nógu pós, eins og táningarnir segja, þá snerist dæmið við. Enda dregur leiðar- ahöfundur einmitt þá ályktun af öllu saman. Hann eins og ávítar Bandaríkjamenn fyrir að trúa ekki þeim skýrslum sem banda- rísk stjórnvöld senda frá sér: „Allar efnahagslegar vísbending- ar gefa til kynna að bandarískur efnahagur sé góður og svigrúm sé til hagvaxtar þar og annars stað- ar. Við íslendiugar eigum ekki síður mikið undir því en aðrar þjóðir, að það sé nýtt en svartsýnin nái ekki undirtökum í þj óðarbúskapnum. “ Þetta er mjög skemmtilegt. Kannski verður það notadrýgst í efnahagslegum þrengingum að senda hina fjölmennu stétt bandarískra hlutafjáreigenda í allsherjar sálrænt bjartsýnishóp- efli? Ef menn segja nógu oft við sjálfa sig: ástandið er gott, þá verður það gott. Oss vegnar vel Því miður hefur þetta verið reynt áður. Þegar kreppan mikla skall yfir heiminn árið 1929 og annarhver maður fór á hausinn, þá datt einum smákaupmanni í Danmörku í hug að stofna bjartsýnisfélag. Hann lét gera merki stór og falleg til að menn bæru í barmi sér og storkuðu þannig atvinnuleysi, gjaldþrotum og öðrum hrellingum. Á merkinu stóð: Her gaar det godt. Morgunblaðið langar bersýni- lega mikið að fara í fótspor hins danska smákaupmanns. En þó er eins og einhversstaðar í sálartetr- inu leynist grunur um að það sé ekki nóg. Það er líka mjög athygl- isvert þegar skoðuð eru viðbrögð markaðstrúarmanna við verðfal- linu, að þeir eru að hugga sig við það, að nú ríki ekki sama ástand og 1929. Nú sé skjól að finna. Nú grípi meira að segja hið hlédræga bandaríska lágmarksríki inn í gang peningamálanna til að koma í veg fyrir að hið sálræna í markaðslögmálunum klussi efna- hagslífi heimsins til andskotans. Semsagt: það er skriðið undir pilsfald ríkisins rétt eina ferðina enn eins og alltaf þegar riddarar einkagróðans hafa dottið af baki. Enn eitt: Það gerðist spaugi- legt slys í Morgunblaðinu í gær. Við hliðina á leiðaranum um verðhrunið er grein eftir efna- hagsráðgjafa ríkisstjórnarinnar þar sem stjórnin er lofuð sérstak- lega fyrir að hafa opnað fyrir það að íslendingar steypi sér á kaf í viðskipti með erlend verðbréf. Það væri gaman að vita hve miklu íslensk fyrirtæki og lífeyrissjóðir hefðu tapað í krakkinu mikla á mánudaginn, ef að þessi ákvörð- un hefði verið tekin fyrir drjúgum tíma og braskið komið á fulla ferð. áb þJOÐVILJINN Málgagn sósíalisma, þjóöfrelsis og verkalýðshreyfingar Útgefandi: Útgáfufélag Þjóðviljans. Ritstjórar: Árni Bergmann, Þráinn Bertelsson, össur Skarphéðinsson. Fróttastjóri: Lúðvík Geirsson. Blaðamonn: Garðar Guðjónsson, Guðmundur Rúnar Heiðarsson, Hrafn Jökulsson, HjörleifurSveinbjörnsson, IngunnÁsdísardóttir,. Kristín Ólafsdóttir, Kristófer Svavarsson, Logi Bergmann Eiðsson (íþróttir), Magnús H. Gíslason, MörðurÁrnason, ÓlafurGislason, Ragnar Karlsson, Sigurður Á. Friðþjófsson, Stefán Ásgrimsson, Vil- borg Davíðsdóttir, Yngvi Kjartansson (Akureyri). Handrita- og prófarkalestur: Elías Mar, Hildur Finnsdóttir. Ljósmyndarar: Einar Ólason, Sigurður Mar Halldórsson. Utlltstelknarar: Sævar Guðbjörnsson, Garðar Sigvaldason. Margrét Magnúsdóttir Framkvæmdastjórl: Guðrún Guðmundsdóttir. Skrif stof ustjóri: Jóhannes Harðarson. Skrlfstofa: Guðrún Guðvarðardóttir, Kristín Pétursdóttir. Auglýsingastjórl: Siaríður Hanna Sigurbjörnsdóttir. Auglýsingar: Unnur Ágústsdóttir, Olga Clausen, Guðmunda Krist- insdóttir. Símvarsla: Hanna Ólafsdóttir, Sigríður Kristjánsdóttir. Bílstjóri: Jóna Sigurdórsdóttir. Utbrelöslu- og afgreiðslustjóri: HörðurOddfríðarson. Afgrelðsla: Bára Sigurðardóttir, HrefnaMagnúsdóttir. Innheimtumenn: Brynjólfur Vilhjálmsson, Olafur Björnsson. Útkeyrsla, afgrelðsla, ritstjórn: Síðumula 6, Reykjavík, sími 681333. Auglý8ingar: Síðumúla 6, símar 681331 og 681310. Umbrotog setning: Prentsmiðja Þjóðviljanshf. Prentun: Blaðaprent hf. Verð í lausasöiu: 55 kr. Helgarblöð: 65 kr. Askriftarverð á mánuði: 600 kr. .4 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Fimmtudagur 22. október 1987

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.