Þjóðviljinn - 22.10.1987, Síða 16

Þjóðviljinn - 22.10.1987, Síða 16
Aðalsími 681333 Kvöldsími’ 681348 Helgarsími 681663 þJÓÐVILHN Fimmtudagur 22. október 1987 235. tölublað 52. órgangur Þjónusta íþínaþágu 0 SAMVINNUBANKI ÍSLANDS HF. Undir hamarinn Uppboðum stórfjölgar Jónas Gústafsson borgarfógeti: Pað sem afer árinu hefur svipaður fjöldi eigna verið seldur og allt árið ífyrra Nauðungaruppboðum á íbúð- arhúsnæði hefur fjölgað, það er ekki vafi á því, sagði Jónas Gústafsson borgarfógeti í samtali við blaðið í gær, en að undan- förnu hafa uppboðsdálkarnir verið fyrirferðarmeiri póstur á auglýsingasíðum dagblaðanna en oft áður. í DV um síðustu helgi dugði ekki minna en heilsíða undir auglýsingar borgarfógetaemb- ættisins í þessa veru, og voru sjö eignir á nauðungaruppboði í þriðja og síðasta sinn. Jónas kvaðst ekki hafa ná- kvæmar tölur um fjölda uppboða á vegum embættisins, en taldi að það sem af væri árinu hefði svip- aður fjöldi eigna verið seldur og allt árið í fyrra. Þá fóru 54 eignir undir hamar borgarfógetaemb- ættisins í Reykjavík. - Það er ekki mikil fjölgun þetta ár, en hún var mikil í fyrra, sagði Jón Eysteinsson, bæjarfóg- eti í.Keflavík. Að sögn Jóns voru Sigurður Sigurðsson ytirdýralæknir mætti á þingpalla í gær til að fylgjast með umræðum um sláturhúsið á Bíldudal. Þar voru einnig staddir fjölmargir Bílddælingar. Sigurður er fyrir miðri mynd. Sláturhúsadeilan Þungur áfellisdómur Yfirdýralœknir íhugar afsögn efleyft verður að slátra á Bíldudal. Matthías Bjarnason vill rannsókn á þvíhvernig staðið hefur verið að þessu máli. Jón Helgason tekur undirþað Eg hlýt að íhuga hvort ég hef sinnt mínu starfí ef þetta frumvarp gengur fram, því það er þungur áfellisdómur yfir minni dómgreind,“ sagði Sigurður Sig- urðsson yfirdýralæknir við Þjóð- viljann í gær. Frumvarp Matthíasar Bjarna- sonar og fleiri þingmanna um að leyfa Slátufélagi Arnfirðinga á Bfldudal að slátra í sláturhúsi sínu kom til fyrstu umræðu í neðri deild Alþingis í gær. Áður hafði Guðrún Helgadóttir farið fram á að frumvarpinu yrði vísað frá vegna formgalla. Taldi hún að landbúnaðarráðherra og emb- ættismenn ríkisins ættu að leysa málið sín á milli. Umræður voru fjörugar og féllu ýms stór orð á þingi vegna þessa sláturhúsamáls í gær. Matt- hías Bjarnason sagði það óheiðarleg vinnubrögð af yfir- dýralækni að ákveða að þessu sláturhúsi skyldi slátra og gera það síðan. Sagðist hann vilj rann- sókn á því hvernig að þessu hefði verið staðið. Sigurður Sigurðsson neitaði því í samtali við Þjóðviljann að ákveðið hefði verið að slátra þessu sláturhúsi. Sagðist hann hafa reynt að meta þetta eftir bestu sannfæringu og samkvæmt þeim upplýsingum sem hann hefði fengið. Jón Helgason skýrði frá því að framleiðsluráð hefði bent á leið til að leysa vanda Arnfirðinga með því að bjóða þeim að slátra í sláturhúsinu á Patreksfirði næstu daga. Sagði hann að ef þetta frumvarp yrði að lögum væri ver- ið að kippa fótunum undan út- flutningi á lambakjöti. Sagðist hann sammála Matthíasi um að rannsókn ætti að fara fram á því hvernig að þessu hefði verið stað- ið. Árni Gunnarsson taldi þetta mál fyrir neðan virðingu Alþingis og að það yrði sér til stór- skammar ef frumvarpið yrði sam- þykkt, enda gæti það orðið stór- hættulegt fyrir útflutning okkar. Kristín Halldórsdóttir sagði að þingflokkur Kvennalistans væri andvígur frumvarpinu. Ætlunin er að keyra málið í gegn með hraði, en ólíklegt er að það fái endanlega afgreiðslu fyrr en í næstu viku. 46 eignir boðnar upp í fyrra í um- dæminu, en það nær yfir Kefla- vík, Njarðvík, Grindavík og Gullbringusýslu. í hittifyrra voru nauðungaruppboðin hinsvegar nálægt því að vera 25 talsins. Þá sagði Jón að uppboðin á ár- unum þar áður hefðu yfirleitt ver- ið á bilinu tíu til fjórtán á ári. HS Jóhann á toppnum Short lagður í 49. leik Jóhann Hjartarson gerði sér lítið fyrir og lagði enska skák- meistarann Nigel Short að velli í gær, á stórmótinu í Belgrad í Júgóslavíu. Þar með er Jóhann í efsta sæti á mótinu, með þrjá vinninga eftir fjórar umferðir. Jóhann hafði erfiða stöðu framanaf skákinni, en undir fert- ugasta leik vann hann skiptamun og gaf Short taflið eftir 49 leiki. Næstir Jóhanni í metastiganum á mótinu eru þeir Timman og Popovic með tvo og hálfan vinn- ing og Beljavsky með tvo vinn- inga. Fimmta umferð verður tefld á föstudag. -rk Barnavernd Gamalt baráttu- mál í gegn Bakvöktum vegna útkalla í barnaverndarmálum komið á. Gunnar Sandholt: Vel tekið af tilvísunaraðilum Borgarráð samþykkti nýlega að Félagsmálastofnun Reykjavíkurborgar annist að bakvaktaþjónustu vegna útkalla í barnaverndarmálum. Starfsem- inni verður haldið úti í þrjá mán- uði til reynslu, eða til áramóta. Að sögn Gunnars Sandholt, yf- irmanns fjölskyldudeildar Fé- lagsmálastofnunar, er félagsráð- gjafi á vakt yfir helgi, eða frá kl. 4.15 á föstudegi til kl. 8.20 á mán- udagsmorgni, og svarar í síma. Upplýsingar um það símanúmer fást hjá Félagsmálastofnun, og eins nokkrum tilvísunaraðilum, en meðal þeirra eru Lögreglan í Reykjavík, Kvennaathvarfið, læknavaktin, barnadeildir spítal- anna, Rauðakrosshúsið og Slysa- varðstofan. Framtakið verður metið að reynslutímanum liðnum, en að sögn Gunnars hefur þegar komið í ljós að þessi þjónusta er notuð. „Tilvísunaraðilarnir hafa tekið bakvaktaþjónustunni mjög vel, enda hafa þeir margir hverjir ósk- að eftir því í mörg ár að henni yrði komið á,“ sagði hann. Bakvaktir starfsmanna barna- verndarnefndar voru lagðar nið- ur um áramótin 1972 til 1973 vegna launadeilu, en þeim hafði verið komið á árið 1970. Síðan hefur þetta mál verið til meðferð- ar í Barnaverndarnefnd og Fé- lagsmálaráði árlega, og hafa báð- ar þessar nefndir knúið á um að vöktunum yrði komið á að nýju. Tillaga hér að lútandi var lögð fram í Félagsmálaráði 18. júní síðastliðinn - flutningsmenn Kristín Á. Ólafsdóttir og Ingi- björg Sólrún Gísladóttir - og samþykkt um mánaðamótin ág- úst september. HS Grandi hf. Matar- skatturínn í mötuneytið Megn óánœgja meðal starfsfólksins „Þrátt fyrir þessa hækkun á fiskmáltíðum um 30 krónur og á kjötmáltíðum um 40 krónur, þá nægir hækkunin ekki til að standa undir hráefniskostnaði. Inn í hækkunina kemur einnig söluskattshækkun um 10-15%, því ríkið vill jú sitt,” segir Jórt Rúnar Kristjónsson fjármálastjóri Granda hf. í Reykjavík í samtali við Þjóðviljann. Mikillar óánægju gætir þessa dagana meðal starfsfólksins hjá Granda hf. vegna hækkunar á máltíðum í inötuneyti fyrirtækis- ins. Fiskurinn hækkaði úr 130 krónum í 160 krónur og kjötið úr 160 krónum í 200 krónur. Segja starfsmenn að svona hækkanir séu ekki verjandi þegar kaupið í fiskvinnslunni er ekki hærra en það er. Telja þeir að hækkanirnar verði til þess að fólk verði ekki auðfengið til að vinna hjá fyrir- tækinu. Að sögn Jóns Rúnars fjármála- stjóra hækkaði verð á máltíðum í mötuneytinu síðast 1. júní í ár. -grh

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.