Þjóðviljinn - 27.10.1987, Blaðsíða 1
Húsnœðismálin
Stjómarliðar í hár saman
Jóhanna Sigurðardóttir: Lágkúruleggagnrýni. Alexander Stefánsson: Vanhugsað spor aft-
urábak. Kvennalisti ogAlþýðubandalagstyðja meginatriði frumvarpsfélagsmálaráðherra
Núverandi og fyrrverandi fé-
lagsmálaráðherra fóru í hár
saman á Alþingi í gær. Jóhanna
Sigurðardóttir veittist harðlega
að gagnrýni framsóknarmanna
og sjálfstæðismanna á frumvarp
hennar um breytingar á húsnæð-
islánakerfinu. Sagði hún gagn-
rýnina ómaklega, óvægna og lág-
kúrulega.
Jóhanna sagði athyglisvert að
enginn hefði mótmælt skerðing-
arákvæðum sem eru í núgildandi
lögum um að þeir sem lakastar
hafa tekjurnar eru ekki lánshæf-
ir, en nú þegar á að skerða rétt
þeirra sem best hafa það þá rigni
inn mótmælum.
Alexander Stefánsson sagði
hinsvegar frumvarpið vanhugsað
spor afturábak samið af skærulið-
um gegn húsnæðislánakerfinu
sem nú færu með þessi mál í fé-
lagsmálaráðuneytinu. Að sögn
Alexanders samþykkti þing-
flokkur framsóknar að félags-
Bílaskatturinn
Öryrkjar
til eldri
en 67 ára
Arnþór Helgason: Ekki
hœgt að hegna öryrkjum
fyrir að ná
ellilífeyrisaldri. Trúiþví
ekki að öryrkjar 67 ára
og eldri verði ekki
undanþegnir skattinum
mm
Oryrkjar halda áfram að vera
öryrkjar þrátt fyrir að þeir
eldist. Ég get ómögulega skilið
hvernig á að hegna öryrkja fyrir
það að vera við það sæmilega
heilsu að hann nái 67 ára aldri,
sagði Arnþór Helgason, formað-
ur Öryrkjabandalagsins, vegna
þeirrar ákvörðunar fjármáia-
ráðuneytis að öryrkjar, sem
komnir eru á elllilífeyrisaldur
skuli ekki undanþegnir bifreiða-
skattinum fremur en aðrir ellilíf-
eyrisþegar.
- Það er augljóst að sá sem hef-
ur verið öryrki fyrir 67 ára aldur
heldur áfram að vera öryrki. Þess
vegna er ekki nokkur ástæða til
að öryrkjar njóti annarra kjara
þegar þeir hafa náð 67 ára aldri
heldur en áður, sagði Amþór.
Amþór sagði að lögfræðingar
stjórnkerfisins virtust hártoga að
ýmsu leyti þau ákvæði sem giltu
um öryrkja, þegar fólk kæmist á
ellillífeyrisaldur.
- Öryrkjabandalagið mun vit-
anlega fylgjast grannt með fram-
vindu þessa máis. Ég trúi því ekki
fyrr en ég tek á að öryrkjar á ellil-
ífeyri verði ekki undanþegnir bif-
reiðaskattinum, sagði Arnþór.
-rk
málaráðherra legði fram frum-
varpið án skuldbindinga um
stuðning þingflokksins.
Kristín Halldórsdóttir sagði
Kvennalistann styðja megin-
markmið frumvarpsins og Stein-
grímur J. Sigfússon sagði Al-
þýðubandalagið sömuleiðis
styðja meginmarkmið þess; bæði
voru þó með fyrirvara á einstaka
liði þess. -Sáf
Sjá bls. 2
Óskiljanleg skemmdarfýsn. Ekki er ýkja langt síðan tekin voru í
notkun göng undir Miklubraut í Reykjavík skammt frá Kringlunni, nýju verslan-
amiðstöðinni. í göngunum er veggur milli akbrautar og gangbrautar og eru í
honum stórir gluggar og hlaðið í glerkubbum, kannski ekki skotheldum en
hnausbykkum. Nú hafa einhverjir tekið sig til og brotið mikið af glerinu og er
Ijóst aÓ menn hafa þurft að taka með sér einhver áhöld eða steina niður í göngin
til þeirrar iðju. Skemmdarfýsnin lætur ekki að sér hæða og má það teljast
undarleg árátta að leggja á sig mikið erfiði til þess eins að eyðileggja sameigin-
legar eigur.
Bruninn í ísafjarðarkirkju
Gengur brennuvargur laus?
Þórir Hilmarssonfyrrverandi brunamálastjóri: Rannsóknin að orsök-
um brunans hvorki afsannar né sannar að um íkveikju hafi verið að
rœða. Pétur Kr. Hafstein sýslumaður: Rannsókn stendur enn yfir.
Allar bollaleggingar um orsakir brunans byggðar á kviksögum
Sá möguleiki er alltaf fyrir
hendi að klókur brennuvarg-
ur sé á ísafirði eða í næsta ná-
grenni og upp um hann komist
ekki fyrr en hann verður staðinn
að verki, segir fyrrverandi
brunamálastjóri Þórir Hilmars-
soti sem sæti á í rannsóknarnefnd-
inni sem rannsakað hefur upptök
brunans sem varð f ísafjarðarkir-
kju í sumar, í samtali við Þjóðvilj-
ann.
Að sögn Þóris er rannsóknar-
nefndin í þann veginn að skila af
sér skýrslu til sýslumannsins á ís-
firði um orsök brunans í kir-
kjunni, eftir að Rannsóknastofa
Háskólans í lyfjafræði hefur
rannsakað fjölmörg sýni úr kir-
kjunni til að ganga úr skugga um
hvort um íkveikju hafi verið að
ræða eða ekki. Sagði Þórir að
ekkert hefði fundist í þessum
rannsóknum sem bendir á óyg-,
gjandi hátt til að um íkveikju hafi
verið að ræða, né heldur afsanni
það.
„Það eru þrír möguleikar opnir
eftir rannsóknina um hvað hafi
valdið brunanum. Þeir eru í
fyrsta lagi að um íkveikju hafi
verið að ræða vitandi vits, í öðru
lagi um íkveikju vegna slysni, en
vitað er um umgengni í kirkjunni
daginn áður en hún brann, og í
þriðja lagi sem er sá ólíklegasti að
kviknað hafi út frá rafmagni,“
segir Þórir Hilmarsson.
Samkvæmt heimildum Þjóð-
viljans á ísafirði eru þar margir
sem halda því fram að það sé
brennuvargur á ferð. Því til
sönnunar er bent á tvo aðra
bruna á þessu ári sem eru enn
óupplýstir. Annarsvegar í Rækj-
uverksmiðjunni h/f í Hnífsdal og
hinsvegar í versluninni Vöruval
inná Skeiði.
Að sögn Péturs Kr. Hafsteins,
sýslumanns á ísafirði, er ekki
hægt að útiloka neitt í þessu sam-
bandi, né heldur hægt að slá
neinu föstu hvort um sé að ræða
afkastamikinn brennuvarg sem
einskis svífist. „Rannsókninni er
ekki lokið og á meðan eru allar
sögur um málið, orsakir brunans í
kirkjunni, mjög hæpnar að mínu
mati og tilheyra þeim flokki
sagna sem kviksögur nefnast,“
sagði Pétur Kr. Hafstein sýslu-
maður á ísafirði. 8rh
Herstöðvaandstæðingar
Þjóðaratkvæði
Á lanldsráðstefnu Samtaka
herstöðvaandstæðinga, sem hald-
in var í Reykjavík, 24. október,
var samþykkt eftirfarandi álykt-
un:
Landsráðstefna Samtaka her-
stöðvaandstæðinga 1987 ítrekar
þá sanngirniskröfu að þjóðin fái
tækifæri til að segja hug sinn í
herstöðvamálinu með þjóðarat-
kvæði um veru erlends hers, her-
stöðva og aðild íslands að Nató.
Þjóðaratkvæði er lýðræðiskrafa.