Þjóðviljinn - 27.10.1987, Blaðsíða 11

Þjóðviljinn - 27.10.1987, Blaðsíða 11
ERLENDAR FRÉTTIR Suður-Kórea .. .sundraðir föllum vér! Stjórnarandstaðan í Suður-Kóreu býðurfram tvo frambjóðendur íforsetakosningunum í desember gegn einumframbjóðanda valdhafa Fyrrum félagar og samherjar, Kim Young Sam og Kim Dae Jung. Þeir voru sigurreifir fyrir fáeinum mánuðum en þar eð þeir hyggjast báðir bjóða sig fram til embættis forseta er víst að báðir munu bíða ósigur í desember. Fyrrum samherjar í baráttu fyrir lýðræði í Suður-Kóreu og leiðtogar stjórnarandstöð- unnar, Kim Dae Jung og Kim Yo- ung Sam, munu vera skildir að skiptum og hyggjast báðir bjóða sig fram í embætti forseta í kosn- ingunum sem haldnar verða í des- ember. Stjórnmálaskýrendur segja þetta jafngilda því að færa frambjóðanda valdhafa emb- ættið á silfurfati. Það voru samherjar Kimanna tveggja sem báru þessi tíðindi á borð í gær. Þeir sögðu að Kim Dae Jung ætlaði að stofna nýjan stjórnmálaflokk er stæði að baki framboði hans en Kim Young Sam býður sig fram á vegum Lýðræðislega einingarflokksins, öflugustu fylkingar stjórnarand- stæðinga. Yfirlýsingar um flokk- stofnunina er að vænta frá Kim Dae Jung á morgun að sögn stuðningsmanna hans. Kimarnir hafa að undanfömu eldað grátt silfur saman um það hvorum þeirra bæri hnossið. Hvoragur hefur ljáð máls á því að víkja og fyrir vikið verða sigurlík- ur stjómarandstæðinga í forset- akosningunum að teljast mjög litlar eða engar. „Fyrst ekki náð- ist samstaða um einn frambjóð- anda var ekki um annað að ræða en að stofna nýjan flokk,“ sagði einn af bandamönnum Kim Dae Jungs í gær. Forsetakjörið í desember er fyrsta frjálsa kjörið er fram fer í Suður-Kóreu um sextán ára Frakkar reyndu á sunnudag ao gera sem minnst úr þeim óeirðum er urðu á Tahiti á föstu- dag. Engu að síður sendu þeir mörg hundruð hermenn og lög- regluþjóna til eyjarinnar og eiga þeir að tryggja að allt verði þar með kyrrum kjörum framvegis. Öryggismálaráðherra Frakk- lands sagði í gær að það væri út í hött að bera atburðina í Papeete, höfuðborg Tahitis og frönsku Pólynesíu, saman við það sem gerst hefði í Nýju-Kaledóníu og á Fijieyjum. Eflaust væri einhverja aðskilnaðarsinna að finna í hópi skeið. Núverandi forseti, Chun Doo Hwan, hafði ekki ætlað sér að efna til kosninga en var neyddur til þess af almenningi í sumar einsog menn rekur minni til. Áður hafði hann valið sér eft- irmann, Roh Tae Woo að nafni, kunningja sinn sem einnig er þeirra 500 verkfallsmanna og unglinga er lentu í átökum við lögreglu í Papeete en þeir væru teljandi á fingrum annarrar hand- ar. Átökin hófust er lögregla reyndi að fjarlægja hafnarverka- menn sem eru í verkfalli burt frá hafnarsvæðinu. Þau breiddust skjótt út er unglingar úr miðborg- inni lögðu verkamönnum lið og var grjóti kastað og bensín- sprengjum varpað að lögreglu. Þegar látunum linnti lágu tuttugu slasaðir í valnum, þar af þrír al- fyrrum hershöfðingi. Hann verð- ur frambjóðandi flokks ráða- manna, Lýðræðislega réttlætis- flokksins, í kosningunum í des- ember og virðist mjög sigur- stranglegur vegna klofningsins í röðum andstæðinganna. í dag munu íbúar Suður-Kóreu varlega. 60 voru handteknir. Útgöngubann var sett á um kvöldið og neyðarástandsiög tóku gildi, í fyrsta sinn í sögu Ta- hitis. Fjarsýslnaráðherra Frakk- lands, Bernard nokkur Pons, sagði að lögreglan í Papeete hefði verið of fáliðuð til þess að geta haft taumhald á mannskapnum á föstudag. Hann kvaðst ekki hafa áhyggjur af því að um skipulegar aðgerðir sjálfstæðissinna hefði verið að ræða. Engu að síður sendu franskir ganga að kjörborði og greiða at- kvæði um nýja stjórnarskrá en lokadrög að henni voru sam- þykkt einróma á þingi landsins fyrir skömmu. Ekki er búist við öðru en að hún verði samþykkt með öllum þorra atkvæða. ráðamenn um 470 dáta og slagsmálalögreglumenn til Tahiti um helgina, þar af um 200 her- menn í útlendingaherdeildunum. Ýmsir hafa velt vöngum yfir því hvort aðskilnaðarsinnum á Tahiti sé að vaxa ásmegin. J»á hlýtur sú spurning að vakna hvort Frakkar verði ekki að leita að nýju tilraunasvæði fyrir kjara- sprengjur sínar en sem kunnugt er hafa þeir notað Mururoa kór- aleyjaklasann til slíks brúks en hann heyrir til Frönsku Pólynesíu einsog Tahiti. -ks -ks. Tahiti Frakkar gera lítiö úr óeirðum Ráðamenn í París fullyrða að aðskilnaðarsinnar hafi ekki staðið að baki óeirðum á Tahiti áföstudag SKAK Umsjón: Helgi Ólafsson Litlaust jafntefli í 6. skák Tapið í fimmtu skák situr í Kasparov Jafntefli varð í sjöttu einvígis- skák Garri Kasparovs og Anatoly Karpovs sem tefld var i Sevilla á Spáni í gær. Kasparov tók sér ekki frí frá taflinu í gær eins og margir höfðu spáð > heldur mætti til leiks greinilega stað- ráðinn í að jafna metin. Þrátt. fyrir betri stöðu út úr byrjuninni komst hann lítt áleiðis gegn ör- uggri taflmennsku Karpovs og bauð jafntefli eftir að hafa leikið sínum 28. leik sem Karpov þáði. Kasparov er því vinningi undir að loknum sex skákum. Umskiptin í fimmtu skákinni sátu augljóslega í Kasparov og er margt sem bendir til að sjálfs- traust hans hafí beðið hnekki. Taflmennska hans í gær var óvenju litlaus og hugmynda- snauð. Karpov brá út af tafl- mennsku sinni frá annarri og fjórðu skák og upp kom staða sem sérfræðingar þekkja úr lokaða-afbrigðinu í Sikileyjar- vöm. Virtist hvítur vera að fá færi á opinni línu, en varnir svarts voru traustar fyrir og hið tiltölu- lega auðvelda jafntefli hlýtur að teljast nokkur sigur fyrir Karpov sem virðist ráða ferðinni eins og sakir standa. Það verður þó ekki auðvelt mál fyrir hann að hrifsa skákkórónuna af höfði Kaspar- ovs. Enn á hann óleyst fræðileg vandamál. Á sviði byrjana stend- ur hann andstæðingi sínum greinilega að baki. Næsta skák verður tefld á morgun, miðviku- dag og hefur Karpov hvítt. 3. einvígisskák: Garrí Kasparov - Anatoly Karpov Enskur leikur í. c4-e5 (Það er út af fyrir sig dálítið at- Jóhann efshir ásamt Kortsnoj Timman og Ljubojevic Lofsamleg ummæli Karpovs Jóhann Hjartarson er enn efst- ur á stórmótinu í Belgrad í Júg- óslavíu þrátt fyrir tap í biðskák fyrir Júgóslavanum Popovic úr 7. umferð. Viktor Kortsnoj sem var efstur ásamt Jóhanni eftir Sex umferðir tapaði einnig sinni skák gegn Englendingnum Nigel Short en upp við hliðina á þeim Jóhanni og Kortsnoj komust góðkunn- ingjar okkar íslendinga frálBM mótinu þeir Ljubojevic og Jan Timman. Þeir eru allir með 4Vi vinning. Úrslit í 6. umferð sem tefld var á laugardaginn urðu þau að Jó- hann gerði jafntefli við Sovét- meistarann Álexander Beljavskí, Nikolic vann Short, Kortsnoj vann Salov, Timman vann Marj- anovic, Ljubojevic vann Gligoric en skák Popovic og Ivanovic fór í bið. í 7. umferð sem tefld var á sunnudaginn urðu úrslit þau að Beljavskí vann Gligoric, Ljubo- jeviv vann Marjanovic, Short vann Kortsnoj, Popovic vann Jó- hann eftir að skák þeirra hafði farið í bið og jafntefli gerðu Salov og Timman og Ivanovic og Nikol- ic. Staðan að loknum sjö um- frðum er þá þessi: 1. Jóhann, Kortsnoj, Timman og Ljubojevic allir með 4Vi vinning. 5. Beljavskí 4 v. 6. Popovic 3Vi v. og biðskák. 7.-8. Short og Nikolic 3Vi v. 9. Ivanovic 3 v. og biðskák. 10. Sal- ov 3 v. 11. Gligoric 2 v. 12. Marj- anovic Vi v. Dagurinn í gær var fyrir bið- skákir en í næstu umferðum teflir Jóhann við þá Kortsnoj, Timman og Ljubojevic. Anatoly Karpov sem nú stend- ur í ströngu í Sevilla sagði í viðtali við júgóslavneska sjónvarpið um helgina að árangur Jóhanns kæmi sér ekki á óvart. Hann hefði teflt við Jóhann á Ólympíuskákmót- inu í Dubai í fyrra og vissi að þar færi mjög sterkur skákmaður sem gæti hæglega orðið fremsti skák- maður Vesturlanda á næstu árum. hyglisvert að eftir annað einvígi þeirra félaga í Moskvu haustið 1985 steinhætti Karpov að leika kóngspeðinu með hvít vegna kraftmikillar taflmennsku Kasp- arovs í Sikileyjarvörn. Þetta er auðvitað ekkert annað en Sikil- eyjarvörn með skiptum litum og Karpov er leik á eftir!) 2. Rc3-Rc6 (Eftir afhroðið í 4. skákinni telur Karpov það affararsælast að leita nýrra leiða.) 3. g3-g4 4. Bg2-d6 5. Hbl-Bf5 (Óvenjulegur leikur en Karpov virðist vera mikið í mun að forð- ast heimarannsóknir Kasparovs. 5. .. Bg7 og .. Rge7 er algengasti leikmátinn.) 6. d3-Dd7 9. Rd5-c6 7. b4-Bg7 10. bxc6-bxc6 8. b5-Rd8 11. Rc3 (11. Re3 kom einnig til álita.) 11 Rp7 ^4. 0-0-Beó 12! Ba3-0-0 ]S- Da4-f5 13. Rf3-h6 16, Rd2*Rf7 (Svartur hefur byggt upp trausta stöðu þó Kasparov standi eilítið betur að vígi.) 17. Hb3-Hab8 18. Hfbl-Hxb3 19. Hxb3 (Einnig mátti reyna 19. axb3 og sækja síðan að veikleikanum á a7. Svartur á leikinn 19. .. e4! með gagnfærum á miðborðinu.) 19. .. Hc8 20. Da6-Rd8 21. Bb4-Hb8 22. Ra4 (Pessi leikur bendir til þess að Kasparov geri sér ekki miklar vonir um sigur. Til greina kom 22. Ba5 en eftir 22. .. Hxb3 23. axb3-Db7 nær svartur drottning- arkaupum og staðan gerist æði jafnteflisleg.) 22. .. Kf7 23. Bc3-Hxb3 24. axb3-Dc7 25. e3-Bc8 (Þvingar fram enn meiri um- skipti. Nú blasir jafnteflið við.) 26. Da5-Dxa5 27. Bxa5-Re6 28. Bb4 Kasparov bauð jafntefli um leið og hann lék þessum leik. Ein- faldasta svar svarts er 28. .. d5. Lokastaðan býður ekki upp á mikla möguleika. Kannski gæti heimsmeistarinn teflt þessa stöðu áfram með árangri gegn sér lakari skákmanni en hann kemst ekkert áfram gegn Karpov. Jafntefli. Staðan: Karpov 3 */2 - Kasparov 2'/2 Þriðjudagur 27. október 1987. ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 15

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.