Þjóðviljinn - 27.10.1987, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 27.10.1987, Blaðsíða 5
VIÐHORF Launakjör fiskverkafólks Herdís Ólafsdóttir skrifar Það hefur hrikt í Verkamanna- sambandinu að undanförnu. All- ir sem hafa látið í sér heyra í fjöl- miðlum, hvort sem er í töluðu eða skrifuðu máli, hafa verið sammála um það, að þetta mundi leiða til hinnar mestu ógæfu fyrir verkafólk, og ekki síst fyrir fisk- verkafólk, að nokkrir verkalýðs- félagaformenn skyldu voga sér að ganga út af fundi til að mótmæla því hvernig forysta sambandsins ætlaði að beita allsherjarat- kvæðagreiðslu til þess að halda niðri andófi fólksins utan af landsbyggðinni yfir því að samn- ingar þeir sem Alþýðusambandið beitti sér fyrir að fengnu sam- þykki í desembermánuði á s.l. ári, færðu fólkinu sem vinnur úti í atvinnuvegum landsmanna og vinna hörðum og hröðum hönd- um fyrir þjóðarkökunni, engar grunnlaunahækkanir. Fólkið sem vinnur í fiskinum, aðal útflutningsvegi landsmanna, var sjálft látið borga sér smávægi- lega hækkun taxtakaups með þvf að bónusinn var lækkaður kannski ögn meira en því sem nam hækkun taxtanna. Fólkið sem vann í iðnaði var svipt smá- vegis yfirborgunum og aldur- shækkunum svo það fékk sem minnst,. helst ekkert í grunn- hækkun. Síðan hafa ótaldir hópar í öllum mögulegum störfum og opinberri þjónustu fengið ómældar launahækkanir, enda margir hópar farið útí það að taka sjálfir málin í sínar hendur og gefa toppunum í miðstýringunni frí frá því að fjalla um launasamn- inga þess. Nú, svo skeður sú mikla ógæfa, að nokkrir verkalýðsfélagafor- menn ganga út og skella hurðum í Verkamannasambandinu til að mótmæla láglaunastefnu sam- bandsins og mótmæla því hvernig farið hefur verið með laun hinnar almennu verkakonu og verka- manns í fiskvinnu og í iðnaði og undirstrika það sem almenningi skilst, að toppunum hér syðra er ekki lengur treyst fyrir þessum málum, fólkið vill sjálft stýra göngum á höfðum þeirra sem vinna við undirstöðuatvinnuveg þjóðarinnar, þeirra sem skapa verðmætin sem við lifum á. Við verðum að leiðrétta þetta mikla ósamræmi sem nú er við skipt- ingu þjóðartekna. Það eru sjálf- sögð mannréttindi að 8 stunda vinnudagur og 40 stunda vinnu- greinin skrifuð.) 1/91981 var hæsti nýtingarbón- us U300 kr. 42.99, þá var hæsta tímakaup í fiskvinnu kr. 31.69. Þá gerir hæsti bónus kr. 11.30, eða 37% meira en að tvöfalda tímakaupið. Nú 1/9 1987 þá er hæsti nýtingarbónus U300 kr. 143.89 og hæsta tímakaup í fisk- ,Efmenn halda að fiskvinnan hafifeng- ið meiri hækkun á töxtum á þessum árum en annað kaup þá er það mesti misskilningur, því borið hefur verið saman margslags kaup á þessu tímabili ogfiskvinnan hefur œvinlega orðið að lútaþvílœgsta.(< þeim og leggja fram kröfur sem hægt væri að ná fram, ef að það væri ekki fjallgrimm vissa að samningar eru fastir til áramóta og því ekkert hægt að gera nema tuldra eitthvað í skeggið og reyna að bjarga þjóðarsáttinni sem líka er sprungin í háaloft. Ungur stjórnmálamaður skrif- ar fyrir skömmu grein í DV sem ber fyrirsögnina „Sætum lagi“. Þar veltir hann fýrir sér þeirri staðreynd, að atvinnurekendur, sömu aðilar og kaupa nú fisk á hinum frjálsa markaði dag eftir dag á langtum hærra verði en áður hefur þekkst í bullandi hag- vexti og mestu þjóðartekjum í langan tíma, hvernig þeir geti með góðri samvisku sannfært fólk um það, að rekstur fyrir- tækja þeirra þoli ekki að hækka laun fólks í fiskvinnu þegar þeir eru tilbúnir að greiða hærra verð fyrir fiskinn en áður hefur þekkst. Og hann kemst meðal annars þannig að orði: „Hvernig getum við verið sátt við sjálf okkur þegar við nánast vika dugi til framfærslu vísitölu- fjölskyldunnar." Og ennfremur ...„sannur vilji er allt sem þarf til að leysa launamál fiskvinnslufólks, sem og annarra láglaunahópa." Þetta voru orð hins unga stjórnmálamanns og það er ein- hver hópur í verkalýðsfélögunum sem eru á sama máli, að minnsta kosti útgöngumenn sem trúa því líka, að nú eigi að sæta lagi og leiðrétta kaupið þó samningar séu fastir, ef vakinn er skilningur á því hvernig farið hefur verið með láglaunafólkið í kapphlaupi launamála og launaskriðs. Eins og vitað er var fiskvinnslan látin borga fólki hækkaða kauptaxta með því að lækka bónus og álags- greiðslur sem því nam, eða kannske meiru, en bónusinn hef- ur fyrr verið notaður til launa- lækkunar og það hefur gerst með ýmsum hætti. Hér verða rakin tvö dæmi því til staðfestingar, það fyrra er fyrir tíð tvöföldu taxtanna. (Launatöl- urnar eru frá því í sept. en þá var vinnu kr. 178.35 og nú hafa málin snúist við, því nú vantar hæsta bónusinn kr. 34.46 eða 24% til að tvöfalda tímakaupið. Staðreynd- in er að á þessu tímabili frá 1/9 1981 til 1/91987 er búið að skerða hæsta bónusinn um 61% miðað við hæsta tímakaup í fiskvinnu. Þó þéssar tölur beri með sér þá gífurlegu skerðingu sem laun þess fólks í fiskvinnu hafa orðið fyrir sem hefur náð hæsta eða hærri kantinum á bónusnum, þá er það þó fullvíst, að þeir sem eru í lægri kantinum hafa orðið fyrir enn meiri skerðingu. Skal nú nefnt dæmi því til sönnunar. 1/9 1981 er nýtingarbónus þeirra sem höfðu U200 kr. 24.57. Hæsta tímakaup er þá kr. 31.69. Á þessum afköstum vantar bónusinn kr. 7.12 eða 30% til að tvöfalda hæsta tímakaup í fisk- vinnu. 1/9 1987 er nýtingarbónus þeirra sem höfðu U200 kr. 71.95. Hæsta tímakaup í fiskvinnu er kr. 178.35. Á þessum sömu af- köstum og fyrra dæmið vantar bónusinn kr. 106.40 eða 148% til þess að tvöfalda hæsta tímakaup í fiskvinnu. Þannig hefur bónusinn verið notaður til lækkunar á launum fólks smám saman, þó uppúr hafi soðið eftir síðustu samninga. Ef menn halda að fiskvinnan hafi fengið meiri hækkun á töxt- um á þessum árum en annað kaup, þá er það mesti misskiln- ingur, því borið hefur verið sam- an margslags kaup á þessu tíma- bili og fískvinnan hefur ævinlega orðið að lúta því lægsta. í Verkamannasambandinu hafa orðið deilur um kröfur til leiðréttingar á fiskvinnslukaup- inu. Alþýðusamband Austur- lands hefur sett fram aðrar kröfur en sprungu hjá Verkamannas- ambandinu og þó kröfur A. Austurl. séu ekki alveg tiltækar, því þær hafa ekki verið birtar í blöðum sem ég hefi séð, þá er samt alveg ljóst, að þær eru ekki hærri en það sem búið er að skerða laun fiskvinnslufólks sem vinnur í bónus og premíu á und- anförnum 6 árum. Og vegna þess að hlutur bónussins og þrældóm- ur hans er á undanhaldi, er það rökrétt krafa, sem sett hefur ver- ið fram í Alþýðusambandi Austurlands, að fara fram á hækkun á tímakaupi til leiðrétt- ingar. Og nú er lag til að fella niður bónusinn, en það á ekki að gerast á kostnað verkafólks, heldur á að taka upp það sem gert hefur verið í frystihúsi á ísafirði, að færa hæsta bónus inní hæsta tíma- kaupið en þá yrðu mánaðar- launin miðað við þær tölur sem hér hefur verið stuðst við í sept. s.l. kr. 51-52. þús. í mánaðar- laun. Þarna fyrir vestan er dæmi um leiðréttingu á launum fisk- vinnslufólks og því þarf að fylgja eftir annars staðar á landinu. Herdís Ólafsdóttir Akranesi Af hverju styð ég Sigríði? Stefanía Traustadóttir skrifar „Þessar hugleiðingar mínargáfu mér svörin við því hvernigforystu ég vil sjá í Alþýðubandalaginu. Með öðrum kon- um komst ég að þeirri niðurstöðu að sá félagi sem best vœrifœr um að leiða slíka forystu vœri Sigríður Stefánsdóttir. “ Það er erfitt að vera gamall fé- lagi í ABR þessa dagana. Og það er líka erfitt að vera sósíalisti þessa dagana. Ég sagði „gamall” af gefnu tilefni: Samkvæmt skila- boðum sumra félaga minna er ég orðin of gömul til að mega vera virk í þeirri hreyfingu sósíalista sem Alþýðubandalagið er. Ég er 35 ára, sem getur varla talist hár aldur, en leggi menn við þau 10 ár sem ég er búin að vera í ABR kemur út talan 45. Þannig má fólk kalla mig meira en miðaldra ef það vill. Ég ætla að segja reynslusögu mína - við konur gerum það oft þótt ýmsir kvarti. Þegar ég tók þá ákvörðun fyrir 10 árum að ganga í Alþýðubandalagið var það vegna þess að ég er sósíalisti. Ég hef alltaf verið þeirrar skoðunar að sósíalistar eigi að taka virkan þátt í þeim verkum sem vinna þarf og eru áfangar í átt að því samfélagi jafnaðar, jafnréttis og frelsis sem við stefnum að. Sósíalisti situr ekki aðgerðalaus hjá. Ég bjó erlendis í nokkur ár af þessum 10, kom heim um ára- mótin 1985-1986 og lenti beint í forvalsslagnum fyrir borgar- stjórnarkosningarnar. Ég vissi ekki hvaðan á mig stóð veðrið. Ég var ekki merkt af átökum í kvennahreyfingu AB eða lands- fundarins 1985. Ég tók mína af- stöðu og setti töluna 1 fyrir fram- an nafn Guðrúnar Ágústsdóttur. Ég áttaði mig ekki á því þá að þar með væri ég orðin flokkseigandi og á móti lýðræði!! Ég hóf aftur virkt starf f ABR, vann í kosningum, mætti á fundi, stjórnaði spilakvöldum, var kos- in í stjórn félagsins og í nefndir með öllum greiddum atkvæðum. Ég er nefnilega dugleg en sumum körlum finnst ég frek. Og lýkur þar með reynslusögu. Nú er ég fulltrúi ABR á lands- fundi, komst inn á kvóta ásamt þeim Svövu Jakobsdóttur, Guð- rúnu Ágústsdóttur, Guðrúnu Hallgrímsdóttur, Þórunni Sig- urðardóttur, Björk Vilhelms- dóttur, Birnu Þórðardóttur, Margréti Björnsdóttur frá Neistastöðum, Elísabetu Gunn- arsdóttur og Lenu M. Rist og mér finnst þetta góður félagsskapur. Allt eru þetta virkar konur í bar- áttunni fyrir kvenfrelsi og sósíal- isma eins og reyndar margar fleiri í hópi landsfundarfulltrúa. En hvernig er sá sósíalismi sem við kennum okkur við? Fyrir mér er sósíalisminn lífsviðhorf - ekki einhver fyrirfram ákveðin og skil- greind samfélagsgerð. Þetta lífs- viðhorf lftur bæði til markmiða og ekki síður ieiða til að ná þeim. Sósíalisminn á að vera og getur verið sterkt afl sem hægt er að beita í baráttunni fyrir samfélagi jafnaðar, frelsis og jafnréttis. Það er ekki hægt að klæða sósíalism- ann í smóking eða gera hann að markmiði í sjálfu sér. Hann er róttækt vinstra lífsviðhorf og Al- þýðubandalagið er aðeins tæki til að nota í þessari baráttu. En til þess að það skili árangri þarf bar- áttan að einkennast af samstöðu og heilindum. Ég er sannfærð um að íslend- ingar voru ekki að hafna hugsjón- um sósíalista í kosningunum sl. vor. Þeir voru að hafna því Al- þýðubandalagi sem hafði birst þeim svo lengi gegnum fjölmiðl- ana þar sem málefnum eða mark- miðum hafði því miður ekki verið haldið hæst á lofti. Ég hef spurt sjálfa mig þeirrar spumingar hvernig forystu AB þurfti, ekki hvaða forystu, og er ekki ein um það. Við vorum nokkuð margar konumar sem spurðum þegar framundan var landsfundur og tilefni til að breyta og bæta. Og þegar talað er um nýja forystu þarf fyrst að íhuga þau verk sem vinna þarf, m.a. með tilliti til sveitarstjórnar- kosninga eftir rúmlega tvö ár og þingkosninga eftir rúmlega þrjú. Mitt álit er að á næstu tveimur árum þurfi fyrst og fremst að vinna mikið uppbyggingarstarf innan frá í Alþýðubandalaginu. Það þarf að virkja grunneining- arnar, tengja þær hverja við aðra og aftur við flokksmiðstöðina. Það þarf heiðarlega umræðu og stefnumörkun í mörgum mála- flokkum, sósíalíska stefnumörk- un sem tekur mið af ömm þjóðfé- lagsbreytingum og vísar fram á veginn. Forystan og stofnanir flokksins þurfa að kunna að hlusta á það sem félagarnir úti um land em að segja og ekki sfst að ræða og aðstoða þá við þau verk sem þeir em að vinna í sinni heimabyggð. Þetta þýðir ekki að ég telji að AB eigi að vera lítill innhverfur flokkur, þvert á móti. Þessar hugleiðingar mínar gáfu mér svörin við því hvernig forystu ég vil sjá í Aiþýðubandalaginu. Með öðrum konum komst ég að þeirri niðurstöðu að sá félagi sem best væri fær um að leiða slíka forystu væri Sigríður Stefánsdótt- ir, m.a. vegna þess að hún er kona og vegna reynslu hennar og hæfni sem forystumanns AB í einu stærsta bæjarfélagi landsins. Sú reynsla hennar er m.a. ástæð- an fyrir yfignæfandi stuðningi við hana á landsbyggðinni. Ég get ómögulega sætt mig við að varafonnannsembættið sé það lengsta sem konur í AB geti náð innan flokksins. Og ég get ómögulega sætt mig við að ein- ungis reynsla fengin úr hinum stóra og harða heimi karlanna fullnægi þeim kröfum sem gera þarf til formanns Alþýðubanda- lagsins. Ég neita því alfarið ef Sigriði er hafnað sem formanni á þessum tveimur forsendum. Að hún sé handbendi karla eða til- búningur vondra mann er ekki svara vert. Að lokum: Eftir landsfund vil ég sjá í Alþýðubandalaginu heilbrigða hreyfingu sem hefur þann innri styrk í krafti samstöðu að geta verið trúverðugur val- kostur þeirra sem vilja vinna í anda róttækrar vinstri stefnu fyrir réttlátu samfélagi. Þá verður auðvelt að halda málefnum Al- þýðubandalagsins hátt á lofti og vera stoltur af því. Þess vegna styð ég Sigríði Stefánsdóttur og hvet alla sem hafa sömu framtíð- arsýn að gera slfkt hið sama. 22. október 1987 Stefanía Traustadóttir starfsmaSur Jafnréttisráðs Þrlðjudagur 27. október 1987 IþJÓÐVILJINN - SÍÐA 5

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.